Ísafold


Ísafold - 06.08.1902, Qupperneq 3

Ísafold - 06.08.1902, Qupperneq 3
195 frá frumvarpi Framfaraflokksins, held- ur en engu; enda er enginn vafi á því, að hann hefir átt kollgátuna. En samkvæmt þessu á a 11 aftur- haldsliðið sinn þátt í lögfestingunni, þótt »erindrekinn« kunni að eiga sinn fulla skerf af heiðrinum. Hávaeður höggvandi. Dásnoturt bræðralag. það bar til hér þjóðhátíðardaginn snemma, um dagmálaskeið, að nokkrir þingmenn, 17 alls, saust arka suður í kirkjugarð og létu bera á undan sér blómsveig allmikinn, er þeir lögðu á leiði Jóns Sigurðssonar. þetta mun flestum hafa þótt eiga engan veginn illa við, heldur þvert á móti. En hins vegar fáir getað var- ist þeirri spurningu, hvers vegna þetta gerðu að eins nokkrir þingmenn, en ekki alt þingið, úr því það var gert á annað borð. Fengust ekki hinir, meiri hluti þingsins, til að taka þátt í þessu? Og hefði, ef svo var, þetta þá ekki venð betur ógjört látið í það sinn? Ó-nei. það stóð alt öðru vísi á því. þessir nokkrir þingmenn taka sig út úr í laumi, og gera þetta ekki ein- ungis að hinum fornspurðum, heldur fara svo dult með það, að hinir fá enga njósn af. Forsprakkar tiltækisins panta blóm- sveiginn löngu nokkuð áður, en fara al- veg dult með, hvað við hann eigi að gera, skjóta síðan á fundi sama morg- uninn, meðal þeirra, er veitast skyldi sú virðing að taka þátt í þessu, og leggja síðan á stað. þetta var afturhaldsliðið áþingi, að hinum konungkjörnu undanskildum. Auðskilið er vitanlega, hvað fyrir þessum mönnum hefir vakað eða rétt- ara sagt forsprökkum þeirra. það er, að reyna að helga s é r e i n u m minningu Jóns Sigurðssonar, lýsa s i g eina arfþega hans, og reyna að skreyta sig þeim fjöðrum frammi fyrir lýðnum eftirleiðis. En meiri ósvinnu er lítt hægt að hugsa sér. Frumkvöðlar og forsprakkar þessa tiltækis eru andlegir niðjar þeirra manna, er stóð á öndverðum meið gegn Jóni Sigurðssyni meðan hann lifði. það eru þeir, er gerðu í fyrra hina alræmdu tilraun til að ónýta baráttu hans fyrir sjálfsforræði lands- ins, með tímenningafrumvarpinu sæla, er stefndi að því, að gera þjóð vora að »þegnum þegnanna,« með því að leggja hana undir danska yfirrúðgjafa, o, s. frv. Eða þá hitt, hve fagur bræðralags- vottur lýsir sér í þessari aðferð. þeir hafa sýnilega gengið að því vísu, að ef hljóðbært yrði um fyrirætlun þeirra, mundi ekki verða komist hjá því, að a 11 þingið yrði samtaka að sýna minningu Jóns Sigurðssonar sóma með þessum hætti. En í þess stað fara þeir með fyrirætlun sína eins og mannsmorð, — hefðu varla getað far- ið leyuilegar að, þótt þeir hefðu hugs- að sér að stela líki hans. það er svo sem heldur vel viðeig- andi sæmdarminning við Jón Sigurðs- son, að lýsa því yfir við gröf hans, að helmingur þingsins (tæpur þó) hatist svo við hinn helminginn, að ekki geti vitað hanD verða sér samferða þang- að, — hans, sem hélt þinginu mest- öllu sáttu og samhuga alla sína tíð, samhuga og samtaka að berjast fyrir því sjálfsforræði, er þessir bumpánar, forsprakkarnir, hafa gert sitt til að spilla fyrir. Flokkurinn ætlaði að gera skrifar- ana á skrifstofu alþingis að skósvein- um sínum og láta þá bera fyrir sér blómsveiginn út í kirkjugarðinn; voru auðvitað ofgóðir til þess sjálfir! En þeir færðust undan og sögðu, sem satt var, að þeir væru í þjónustu þingains alls, en ekki neins þingflokks sér í lagi. Við gröfina skipaði 'þm. Snæfellinga sér fremstum og fleygði höfuðfatinu í grasið, — mun hafa átt að merkja lotningu fyrir leiðinu, en orðið frem- ur að apahnikk í augum áhorfenda. þylur síðan einbverja romsu og skip- ar um leið bankastjóranum að leggja blómsveiginn á leiðið. Sighvatur gamli, langelzti þingmaðurinn og lengst sam- tíða J. S. á þingi, hefir ekki þótt nógu »fínn« til þess, ekki nema einfaldur bóndi. En lítt er það í anda J. S.; h a n n fyrirleit aldrei íslenzka bændur. Letrað var á blómsveigsborðann, að hann væri frá »heimastjórnarþing- flokknum 2. ágúst 1902«. Prestum er stundum brugðið um miðlungs-trúmensku við sannleikann í líkræðum. En hvað mundi mega segja umann- að eins og það, að klína á sjálft leiði landsins mesta ágætismanns jafnal- ræmdum ósannindum og þetta flokks- heiti felur í sér? Flestir stórfurða sig á því, að a 11- i r í flokknum hafi getað fengið sig til að fara svona að af fúsum vilja, og hitt sömuleiðis mjög ótrúlegt, að þeir hafi ofurselt sig undir alræðisvald 2— 3 ofstækisfullra og misviturra for- sprakka. því hvað er óviturlegt, ef eigi ann- að eins hátterni og þetta? það er vaDfundin skýring á slíku. Ný þingmál. Frumv. um gjald aí hvölum, sem veiddir eru við ísland — 50 kr. af hverjum (Ari Br.). Frv. um manntalsþing (L. B., Guðl. G., Herm. J.). Frv. um gagnfræðaskóla í Ákureyr- arkaupstað (Á. J., P. J.). Frv. um skifting ísafjarðarsýslu í 2 kjördæmi (Guðjón Guðl.). Frv. um gjaldfrelsi afréttarlanda (þm. Skagf.). Frv. um undanþágur frá lögum um bann gegn botnvörpuveiðum (6. apríl 1898; flm. Guðl. G. og þorgr. þ.). Frv. um að selja hluta af Arnar- hólslóð (Tr. G.). Nefndarálit. Stjórnarskrárnefndarálitið kom í fyrra dag, klofið í tvent. Meiri hlutinn vill hafa fáeinar orða- breytingar, meinlausar og gagsnlausar, en samþykkja stjórnarfrumvarpið ó- breytt að öðru leyti. Minni hlutinn, FramfaraflokksmenD, vill engu orði breyta, og getur ekbi undirskrifað heimskuleg ónot til meiri hlutans á þingi 1901, er hinum hefir þótt nauðsyn til bera að skjóta inn í sitt nefndarálit, — til samkomulags- eflingar! Veðdeildarviðaukinn leggur nefndinni í efri d. til að samþykktur óbreytt- ur að öðru en örfáum orðabreyting- um. Frv. um að brúa Jökulsá í Öxafirði (50,000 kr.) leggur nefndin í neðri d. til að samþykt sé óbreytt. þingmálafundur Austur-Skaftfellinga. Hinn 10. júlí 1902 var þingmála- fundur haldinn að Bjarnarnesi sam- kvæmt fundarboði alþingismanns Austur-Skaftfellinga þorgríma þórðar- sonar. Fundarstjóri var kosinn prest- urinn þorsteinn Benediktsson í Bjarna- nesi og skrifari Gfsli Jónsson hrepp- stjóri á Hólmi. þessi mál voru rædd á fundinum: 1. Stjórnarskrármálið. Eftir nokkr- ar umræður samþykti fundurinn, að samþykkja frumvarp það, sem Btjórnin væntanlega leggur fyrir næsta þing, samkvæmt boðskap konungs 10. jan. þ. á., eða með þeim einum breyting- um, er vissa sé fyrir, að stjórnin muni samþykkja. 2. Sala þjóðjarða. Fundurinn var eÍDdregið meðmæltur því, að ábúendur þjóðjarða og kirkjujarða fengju ábýlis- jarðir sínar keyptar fyrir sanngjarnt verð. Enn fremur áleit fundurinn æskilegt, að hreppstjórum yrði á hend- ur falið umboð yfir þjóðjörðum undir umsjón sýslumanna. 3. Kosningar til alþingis. Fundur- inn er samþykkur í aðalatriðunum kosningalagafrumvarpi frá síðasta þingi: kosningar í hverjum hreppi og Ieyni- leg atkvæðagreiðsla. 4. Prestakallamálið. Fundurinn á- Ieit æskilegt, að prestaköll yrðu sam- einuð, þar sem því yrði viðkomið, og prestum þá um leið fækkað. 5. Gjafsóknarmál. Fundurinn var því samþykkur, að gjáfsóknarréttur embættismanua yrði úr lögum numinn. 6. Tollur á útlendu smjörlíki. Fund- urinn var eindregið meðmæltur því, að tollur yrði lagður á alt smjörlíki, sem flyzt til landsins. Fleiri mál komu eigi til umræðu og var því fundi slitið. porsteinn Benediktsson Gísli Jónsson fundarstj. skrifari. Húsbruni. þjóðhátíðardaginn, 2. þ. m., brann til ösku, íbúðarhús Björns hreppstjóra þorlákssonar á Varmá í Mosfellssveit. Innanstokksmunum var bjargað. Hús- ið sjálft vátrygt fyrir 2500 kr. Frá útlöndum ekkert sögulegt öðru nýrra. Strandbátur Hólar (Jakobsen) komu austan 3. þ. mán. Farþegar: síra Jón Helgason prestasbólakennari úr kynnisför austnr á Vopnafjörð; Georg Georgsson læknir og konsúll af Fáskrúðsfirði; Jón Stefánsson kaupstjóri af Seyðisfirði (Filipps- eyjakappi) o. fl. Póstgufuskip Ceres (Kiær) kom í fyrra dag frá Khöfn og Skotlandi og með því um 20 farþegar, þar á meðal cand. tbeol. Haraldur Nielsson úr Stokkhólmsför sinni, B. Einarsson læknir frá Chicago, Ingvar Búason lögfræðiskand. frá Winnipeg, Garðar Gislason frá Edinborg; 4 þýzkir stúdentar; hitt enskir ferðamenn. Franska skemtiskútan, sem hér kom um daginn, fór aftur fyrir helgina. Þar var í för sonarsonur Victor Hugos, heitinn eftir honum, og kona hans, dr. Jean Charcot, sonur læknisins fræga og læknir við Pasteur-stofnunina i París, kvæntur systur V. H.; Jules Bonnier var hinn 4. .Þau ferðuðust öll til Geysis og Gullfoss. Herskip frá Beigíu, Ville d’ Ostende, þrisíglt seglskip, kom hingað sunnudaginn var. Það er umsjónarskip með fiskiskipum, og skólaskip fyrir unglinga. Fór aftar i dag. Veðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 júlí —ágúst Loftvog millim. Hiti (C.) í>- CV- ert- <3 ct> 0* e B- æ cx Ul pr '—^ B CfQ Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 26.8 757,1 11,0 E 1 4 7,0 2 756,6 13,5 N 2 4 9 756,5 11,9 0 3 Sd. 27. 8 757,2 9,8 0 2 8,0 2 756,7 11,0 N 2 2 9 758,0 7,4 N 3 3 Md.28. 8 758,6 7,4 N 2 7 5,4 2 759,7 9,5 NNE 2 6 9 761,8 7,9 N 1 5 Þd. 29. 8 764,1 8,4 NNW 2 7 5,8 2 764,7 12,5 N 1 2 9 765,9 10,6 NW 1 1 Md. 30.8 767,0 11,5 W 1 5 7,6 2 766,7 12,6 w 1 9 9 765,3 10,9 s 1 10 Fd. 31.8 758,7 12,1 3SE 1 10 3,0 10,2 2 754,2 12,9 S 1 10 9 752,3 11,7 0 10 Fsd. 1. 8 753,8 11,5 N 2 5 9,2 10,2 2 756,1 13,5 N 2 4 9 759,7 12,5 W 1 1 €&ramveqis v'Idl,.eg, ós.ka c/ að himr heiðr- uðu skiftavinir mínir borgi kjöt og slátur við móttöku. Reykjavík 5. ágúst 1902. Jón Þórðarson kaupm. Telefón-stöðin i Reykjavík (Rvík—Hafnarfjarðar) er nú flutt í Aðalstræti 9, hús Erl. kaupmanns Erlendssonar. Rjöt«slátur af sauðum, veturgötnlu og dilkum fæst í dag í verzlun c7óns Þóróarsonar. Nýkomið í verzlun Björns Kristjánssonar ýms vefnaðarvara, svo sem: Enskt vaðmál, Herðasjöl, Hálsklútar, Svuntutau ýmis konar, ný gerð og nýir litir; Skófatnaður fyrir börn og full- orðna; N ærfatnaður, Karlmanns - fatnaður o. m.fl. IIEYKTUR rauðmagi tæst enn hjá Blrni Kristjánssyni. Hálslín og alt þar til heyrandi, fyrir karl- menn, kvenmenn og drengi. Stórt úrval! Lítið yerð! T. d. beztu flibbar á 30 au. pr- stk- komu nú með »CERES« til verzlunar B. H. Bjarnason, Bogskabe og Skriveborde sælges til Fabrikatiosspris, Korsg. 91, Kbhvn. Prisliste: Skriveborde med Skabe pole- rede i Mahogni og Ned fra 70 Kr. do. malede fra 45 Kr. do. polerede uden Skahe med 4 Skuffer fra 32 Kr. Enkelte Bogskahe fra 45 Kr. Dohbelte do fia 65 Kr. Alt godt forarbeidet. Torre Materialier. Jul. Petersen. Peningar hafa fundist í hakaríishúð- inni í Keflavik. Vitja mú til nndirskrifaðs. p. t. Rvík */s- 1902. Heigi Eiríksson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.