Ísafold - 09.08.1902, Page 2

Ísafold - 09.08.1902, Page 2
l'J8 Umræðulok. Hinar hógværlegu og alveg áreitnis- laust rituðu greinar þeirra »Háv. höggvanda* og »Atla hins ramma« hér í blaðinu muna verða síðustu deilu- greinar 1 þessu blaði um innihald hinnar nýju stjórnarskrár, sem nú er sama sem að hlaupa a! stokkum. |>ar voru rækilega útlistuð fáein merkileg, söguleg ágreiningsatriði í stjórnbótar- baráttunni, sem ekki máttu í gleymsku falla, en var heldur úrhættis á að minnast síðar, og reynt mundi hins vegar hafa verið að nota fyrir átyilu til vélráða við málið nú á þessu þingi eða afsökunar þess kyns viðleitni, ef komið befði áður, — áður en fengin var full trygging fyrir framgangi málsins. Að öðru leyti er það vafalaust Fram- faraflokksins einlægur ásetningur, að fyrirgefa móstöðumönnum sínum allan andróður þeirra, fyr og síðar, bæði þann, er fyrnefndar greinar minnast á, og annan, — nú, er sigurínn er unn- inn og málinu borgið. Hitt er annað mál, að verði enn haldið áfram af téðra andstæðinga hálfu uppteknum hætti um róg og svikráða-getsakir, til að blekkja lýð- inn og ala á tortrygni manna, þá munu málgögn Framfaraflokksíns vit- anlega ekki telja sér skylt að taka slíku eða því um líku með þögn og þol- inmæði. Minni Vestur-íslendinga. Þjóðhátíðarræða frk. Olcifíu Jóhannsdóttur. Þegar eg kom "hérna áðan, heyrði eg sungið »Norður um ■sjó fer sigling glæst«, og mór komu þá í hug landar vorir erlendis í fornöld, eins og sögurnar segja oss frá þeim við Svoldur og á Stiklastöðum, austur í Garðaríki, suður í Miklagarði, vestur á írlandi og vestur á Vínlandi, og mér fanst að um eng- an flokk Islendinga erlendis yrðum vór, sem hér erum í dag, eins sammála eins og um þessa menn, sem standa lengst burtu í frægðarljóma fornaldarinnar og þó svo undurnærri hjörtum vorum, þó vór því miður sóum of mjög farnir að vanrækja fornsögur vorar. Þeir kunna að vera hór í dag, sem þessi orð »íslendingar erlendis« að eins minna á svo og svo mikinn mannfjölda, svo og svo mikið af vinnukrafti og fjár- magni, sem land vort hefir mist; en þeir eru margir hér og enn þá fleiri víðs vegar um landið, sem finna þessi orð snerta hjarta sitt, af því þau tákna máske dýrasta þáttinn í lífssögu þeirra. — Hvað mikið af von og gleði og sorg hefir mörg íslenzk móðir átt geymt meðal íslendinganna, sem fóru erlendis? Og hvað mikið þ/ða þessi orð: »íslend- ingar erlendis«, þegar vór lítum á stærsta hópinn, íslendingana vestan hafs- insl — Sumir af oss lítum stundum svo á þá, að vór viljum sem minst um þá hugsa, því oss finst þeir hefðu ekki átt að yfirgefa land sitt og þjóð, og það er víst, að vór höfum ástæðu til að sjá eftir þeim, sem fara og koma ekki aftur. En þó mundi enginn horfa tilfinningar- lítið á þessa menn, ef þeir líta dýpra en á yfirborðið. Flesta knúði löngun eftir að komast betur áfram í lífinu en þeim fanst þeir geta hór, að sjá fleira og þekkja fleira, og það varð gegnum marga eldraun saknaðar og sársauka, að þeir lærðu að þekkja krafta sína, og að vinna sér og öðrum gagn. — Ef vér skildum þá betur, þá mundi hugur vor fyllast velvild og samhug' þá mundum vér elska þá eins og í annleika bræður vora, og þeir verða oss nátengdir, þó að þeir hefðu aldrei verið það fyr. Og ekkert tengir oss eins innilega umheiminum eins og þessir landar vorir, því milli vor og þeirra fara boðberar um þúsund hulda vegu, sem hvorki þurfa á málþráðum nó þráð- lausum firðritum, eða hvað það nú heitir, að halda. Mér hefir verið sagt, að í Sviss og annarstaðar í suðurlöndum mætti þekkja úr þá landshluta, þar sem máske að eins fáeinir Norðmenn settust að í fornöld; þar er mótmælendatrú, betri skólar, ræktaðri jörð, farsælli manneskjur. — Engilsaxar hafa næ&t Gyðingaþjóð- inni markað dýpst spor í heimsmenn- inguna; en er ekki Norðmanna-arfurinn sú rótin, sem þeirra mestu yfirburðir eru sprotnir af? Hinar Norðurlanda- þjóðirnar eru miklu lengra komnar í mörgu en vér; en eigum vér þó ekki mest óeytt og ónotað af því, sem er kjarninn í þessu eðli? Það hefir oft verið sagt, og var sagt nýlega á þessum stað, að vór værum »fáir, fátækir og smáir«; það má líta svo á, að þetta só svo; en eg trúi því af öllu mínu hjarta, að það sé ekki gömul saga, heldur saga sem gerðist í gær og gerist í dag, að það eru þeir »hinir réttlátu«, sem frelsa löndin og borgirnar, og ef vér þektum kraft vorn og kynnum að beita honum, værum alvakandi menn, en ekki dauð og sofandi þjóð, eins og vór nú erum, þá væri það ekki að eins sá hluti hnattarins, sem heitir ísland, ekki að eins þetta undurfagra land, sem væri vor eign, og ekki að eins sá hluti mannkynssögunnar, sem hér fer fram, sem vór hefðum skapað, en þá mund- um vór, hvar sem vér kæmum, hrinda áfram heimsmenningunni, auðga og starfa til blessunar. Vór þurfum að vinna saman þannig, að elska liver annan, þannig sameinast allir nær og fjær tíl þess, að vér verð- um hæfir til, að eiga þátt í þeirri menningu, þeirri framleiðslu, sem ekkj skapast í dag og hverfur á morgun, en var hjá guði áður en aldirnar fæddust, og aldrei tekur enda. Þ4 voru sungin þessi Ijóð eftir Jón 01.: Til bræðra fyrir vestan .ver, nú vinar-kveðju sendum vér frá hjartans hlýrri glóð. Og hvar sem alla heims um slóð eitt hjarta gleðst við þetta ljóð, þar lifír enn þá íslenzk þjóð — vort eigið hjarta-blóð! Því fjær sem hver einn ættjörð er, því ástfólgnara’ í huga ber hann æ sitt ættar-land; því vitum vér, að Island á sér ávalt trygga sonu þá, sem örlög slitu okkur frá, en ættar tengir band. Guð efli jafnan yðar hag og yður blessi sérhvern dag og leiði lukku-spor. Hver yðar, sæmd er ávann sér, sá íslands nafn um heiminn ber, hann góður sonur íslands er, því yðar sómi’ er vor! Bæjarstjórn Beykjavíkur. Samþ. á síðasta fundi að fara fram á við þingið kaup á Klappartúni, með fram handa tré- smioafélagsverksmiðju (Hirti Hjartars. o. fl.) Enn fremur samþykt að láta gera neð- anjarðar-pípuræsi frá Landakots-spítala nið- ur að sjó undir fyrirhugaðri götu þá leið og taka til þess 1650 kr. lán. G. Þorbjarnarsyni synjað um erfðafestu- land austan fram með Hafnarfjarðarvegi austur að Steinkudysi. Samþyktar hrunahótavirðingar: Utihús B. Jenssonar kennara í ;Félagsgarði 1560 kr.; íbúðarhús Halldórs Ólafssonar í Ný- lendugötu 1500; Markúsar Þorsteinssonar við Frakkastíg 5185; smiðja Sam. Guð- mundssonar við Laugave^ 1238. Aukafjárveiting til ofaniburðar í I.ækjarg. 250 kr, og til steinboga yfir lækinn við Amtmannsstíg 350 kr. „Uingherramr. »f>ingherra« er hefðarnafn það, sem þing-gersemin snæfelska hefir um sjálf- an sig í málgagni þeirra afturhaldsliða í gær. Ekki yfirþingmaður, ekki yfir- forseti, ekki yfirlandshöfðingi, ekki Hann Sjálfur, ekki einu sinni *asin-hús- bóndigóður -stint« nó »hr. Sólskjöldur«. Alt er þetta ónýtt, of smátt, of lítils háttar, of óvegsamlegt fyrir þá óvenju- legu »stærð«. Nei — þingherra eða »þingsíns herra«, það er hið eina, sem hann lætur sór lynda að sinní, þar til er við tekur »stjórnherra« — embættisheitið, er hann ætlaði að koma inn í stjórnarskrána núna til handa hinum fyrirhugaða æðsta embættis- manni landsins öðrum en ráðgjafanum. Hana kemur um leið með s í n a út- gáfu af frásögninni um viðureignina við mig um daginn í lestrarsal alþingis (•Reiðigjarn löggjafi«); og mun ekki þurfa þess að geta, að þar er svo vand- lega umþverft sannleikanum, að þar mun ekki vera nokkur setning sönn eða rétt. Að hann þegði um það, er hann varð sér til skammar fyrir sér- staklega, má virða honum til vorkunn- ar. En frámunalega ósannsöglisástríða er það, að geta ekki heldur farið rétt með það, sem á ekki að geta neinu skift fyrir hann. Eg hefi nú um 20 ár haft á hendi ritstjórn Alþingistíðindanna, og fyrirþað meðal annars haft sjálfsagða og af öll- um forsetum, skrifstofustjórum o. s.frv. fyr og síðar, viðurkenda heimild til að ganga um lestrarsal og skrifstofur þings- ins, svo og þingsalina utan funda, líta í þingskjöl og þingfundi eftir vild og þörfum, — nauðsynlegt meðal annars fyrir ritstjóra þingtíðindanna að líta eftir, hvort skrifararnir haga hand- riti sínu eftir þeim fyrirsettum regl- um. þetta er og hefir verið svo al- kunnugt, að aldrei hefir komið til mála að eg þyrfti á neinu sérstak- legu skírteini að halda frammi fyrir þingmönnum, enda engum þeirra dotc- ið í hug að átelja það eða amast við því nokkurn tíma, ekki einu sinni hér umræddum þm. Snæf. þetta eina þing, sem hann hefir á setið áður (1901). Fyrir því var ofureðlilegt og sjálfsagt, að eg gæfi því engan gaum, er þm. þessi fór að skifta sér af því við fyr- nefnt tækifæri, og með þeirri kurteisi, sem honum er lagin. Eg lét vitan- lega sem hann væri ekki til, og bað skrifstofustjóra, er hann kvað sig eiga að skila við mig frá þessum þingmanni, að eg ætti að fara út, — hann gerði það sýnilega í háði við h a n n —, að skila við hann aftur, að honurn (þm. Snæf.) kæmi það mál ekki hót við, hvort eg væri þar inni eða ekki, eða hvar mér þóknaðist að vera; og það gerði hann, í minni áheyrn og ann- arra viðstaddra. þá mun það hafa ver- ið, sem »þingherrann« misti gersamlega alt vald yfir sjálfum sér, og belgdi úr sér flónslegu ókvæðisorði, sem vitnað var upp á hann og hann kvaðst gjarn- an vilja ítreka, en heyktist þó á því, er á skyldi herða; ekki var hugrekkið meira en það, þrátt fyrir heíftina. Og var hátterni hans eftir það, þá stund, er eg dvaldi í salnum, þannig vaxið, að eg og aðrir virtum mannaumingj- ann fyrir oss sumir með undrun og aðrir með fremur lítilsvirðandi með- aumkun. f>ví oflátungs,órana, stórgikks- æðið og ofmetnaðarbrjálsemÍDa munu flestir hafa kannast við. En þetta var enn annars eðlis. Vitanlega titr- aði hann allur, eins og hann hefði megnustu brennivínsriðu; en það var ekki annað en eitt æðiskasts-einkenn- ið af mörgum, og gat það hafa fylgt því, að honum sýndist aðrir vera hræddir við sig, þótt ekki gerði nema kenna í brjósti um hann. Horfinn mun hann hafa verið burt úr salnum, þegar eg loksins fór, hafandi aflokið mínu erindi. Eg mætti á heim- leiðinni forseta n. d. — úti á götunni, en ekki inni í þinghúsganginum, — og sagði honum lauslega af »tilfelli« því, er þm. Snæf. hefði fengið. Hann bauð mér að fyrra bragði með venjulegri kurteisi sinni, að senda mér aðgöngu- miða, þótt aldrei hefði það þótt þurfa áður — eghafði vitanlega aldrei verið talinn og gat ekki talist meðal þeirra, er þinginu væri »óviðkomaudi« —; og það gerði hann óðara en eg var kominn heim á skrifstofu mína. Eg var á ferð síðar um kveldið uppi í lestrarsal þingsins og sá þá »þing- herrann« þar; en þá var af honum æðis- kastið, svo að hann hélt sór þá alveg í skefjum; og gerir það væntanlega úr þessu, eftir ráðningu þá, er hann hefir nú fengið. B. J. Gróð skilvindukaup. Með þessari yfirskrift hefir herra héraðs- læknir Þorgr. Þórðarson á Borgum skrifað all-langa grein í Isafold 14. júni þ. á. og gefur þar hiklaust í skyn, að herra sölu-agent St. B. Jónsson í Beykjavik muni setja upp skilvinduna Alexandra nr. 13 (þá litlu), og að hægt sé að fá hana ódýrari hjá félaginu sjálfu, og því til sönnunar seg- ist liann haustið 1900 hafa fengið vélarnar ódýrari. Til þess að girða fyrir allan misskiln- ing, skal eg, sem er aðalumhoðsmaður fé- lags þess, sem býr til skilvindurnar Alox- andra, fyrir alt ísland og Færeyjar, taka fram, að þessar 23 skilvindur, sem félagið sendi lækninum, voru að vísu breyttar og endurbættar frá því sem þær vóru árin 1898—99, en einmitt um það leyti sem læknirinn var að skrifa félaginu, voru að nýju gjörðar breytingar, sem reynslan sýndi- að þurfti að gera. Meðal annars var sett inn i vélina nr. 13 áhald, sem fylt er með olíu, áður en vélin er sett á stað. Með því móti veitir vélin sér sjálf næga olíu meðan verið er að hrúka hana, alstaðar þar, sem ekki næst til þess utanfrá. Svo var breytt tii um gildleika sumra ása og hjóla, og betra efni haft í suma, eftir því sem reynslan sýndi að átti við. Mér er fullkunnugt um öll bréfaskifti læknisins við félagið og hefi i höndum af- skriftir af hans bréfum, og af bréfum fé- lagsins til hans, sem auðvitað var skylda féiagsins að tilkynna mér. Félagið sendi honum heldur ekki vélarn- ar fyr en það hafði skrifað mér, endafór eg þá til Khafnar um það leyti, og réð eg þá félaginu að senda þennan afgang til læknisins, því eg vildi sjálfur að eins hafa með mér þær, sem voru með hinum nýiustu breytingum, en gat á hinn bóginn með góðri samvizku vitað þessar vélar seldar hverjum sem var, því það voru alt góðar skilvindur, eftir verði þvi, sem á þeim er. Það er satt, að árið 1900 seldi eg herra Þorl. Jónssyni á Hólum þessa skilvindu- tegund fyrir 90 kr., sem þá var lægsta verð, er eg mátti selja þær fyrir í smákaupum, og hún var þó mikið ófnllkomnari en þær sem hér er um að ræða; en það voru líka þær, sem fyrst voru húnar til á þessari stærð (nr. 13). Þá um haustið var verið að gera breytingar á þeim, sem siðar komu á markaðinn. Félagið hefir sjálft skrifað lækninum, að þetta væri óvanalega lágt verð, er hann fekk þessar vélar á. Það ætti hver maður að geta skilið, að það er verksmiðjan sjálf, sem tiltekur út- söluverðið og jafnframt ágóða þann, sem umboðsmennirnir eiga að hafa. Hvorki Þorgr. læknir né aðrir geta því fengið sömu tegund véla eða verlcfœra ódýrara með þvi að skrifa beint til verzlunarhúss- ins heldur en hjá umhoðsmönnum þeirra, séu þeir löglega viðurkendir sem slíkir af hálfu þeirrar verksmiðju, er þeir eru full- trúar fyrir. Eg er ekki hræddur við að stjórn Bún- aðarfélags íslands, sem skipuð er okkar heztu og færustu mönnum, fari að hjálpa læknirnum til að glæða og viðhalda gamla tortrygnis-andanum íslenzka, sem

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.