Ísafold - 14.08.1902, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'l2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skvifleg) bundin viÖ
áramót, ógild nema komin sé til
dtgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg
Keykjavík fímtudaginn 14. ágúst 1902.
51. blað.
I. 0. 0 F. 848229.
Forncjripasafn opið md., mvd. og ld
11—12.
Landsbökasafn opið bvern virkan dag
fci. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
nad., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
fcl. 11—1.
Ókeypis tanniækning i Pósthússtræti 14,
b. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Stjörnarskráin í efri deild.
|>á er nú fengin full og óyggjandi
TÍ88a fyrir því, að efri deild verður
alveg aammála neðri deild í því máli
og samþykkir frumvarpið alveg óbreytt,
eina og neðri deild skildi við það, en
hún lét það aftur óbreytt frá sér fara
eins og það var upp borið af stjórnar-
innar hendi, að fráskildum tveimur
alveg meinlausum og gagnslausum
orðabreytingum.
þessi fulla viasa fyrir framgangi
málsins í efri deild án breytinga felst
f því, að nefndin þar leggur það til í
einu hljóði, en það þýðir vitanlega
sama sem að báðir flokkarnir séu ein-
ráðnir í að samþykkja frumvarpið svo
vaxið.
|>að má með öðrum orðum ganga
að því vísu, að efri deild samþykki
frv. í einu bljóði og með öllum at-
kvæðum.
það verður á að gizka á mánudag-
inn 18. þ. m., sem því verður lokið
á þinginu.
Framfaraflokkurinn var í minni hluta
í nefnd í þessu máli í Ed. sem öðrum á
þessu þingi, með því að hinir hafa
meiri hlut í báðum deildum og nóyta
hans ótæpt.
En hér í þessari nefnd hafa þau
tíðindi gerst, að einn úr hinna liði
('Júl. H.) hefir samlaðast alveg minni
hlutanum og undirskrifað nefndar-
álitið eins og h a n n vildi hafa það
orðað, minni hlutinn, með áherzlu
þeirri, er þar er lögð á samhljóðun
frumvarpsins við frumvarp Framfara-
flokksins frá þinginu 1901 að öðru en
búsetu-ákvæðinu og afleiðingum þess,
og því næst á ávarp efri deildar þá
sem það, er vér eigum búsetuna að
þakka. Vita raunar allir, að svo er
— að það er því ávarpi að þakka og
afskiftum Framfaraflokksins af málinu
eftir þing, að vér fengum búsetuna
eins og hiin er nú, eftir tillögum ráð-
gjafans, og losnuðum við yfirvarps-
búsetu tfmenningafrumvarpsins, með
allri þeirri hættu fyrir sjálfsforræði
landsins, er henni fylgdi. En viður-
kenningu fyrir þeim sannleika hefir
andstæðingum Framfaraflokksins verið
harla óljúft að láta uppi til þessa; og
er líklega fyrirvarinn við undirskriftir
tveggja nefndarmanna vottur um, að
snn eimir eitthvað eftir af þeirri tregðu.
En góðra gjalda vert er það, að hún
kernur jafn-meinlauslega fram hjá
þeim.
Vér vísum að öðru leyti í nefndar-
álitið sjálft, sem er prentað hér síðar
í blaðinu í heilu lagi, að sleptum fá-
einum inngangsorðum; og er það bæði
gagnort og réttort.
Viljum vér benda þar sérstaklega á
það, sem segir um ríkisráðssetuna,
vegna þess meðal annars, að nú síð-
ustu dagana hefir brytt á nokkurs kon-
ar uppþotsviðleitni hér í bænum til
að fá efri deild og síðan þing alt og
þjóð til að rlsa á móti því, að ríkis-
ráðsetan verði látin standa skýrum og
berum orðum í sjálfri stjórnarskrá
vorri; því hafði Framfaraflokkurinn
sneitt hjá alla tíð, og mundi feginn
hafa kosið að það mætti haldast. En
úr því sem komið er hefir hann hall-
ast eindregið að því, að vinna það
ekki fyrir, að fara að tefla málinu í
neina tvísýnu í síðustu forvöðum, held-
ur una við hér um rætt innskot ráð-
gjafans: »í ríkisráðinu«, sem í hans
augum mun vera ein afleiðingin af
búsetunni — þótt nauðsynlegt að taka
ríkisráðssetuna fram berum orðum, er
gerð var breyting á búsetu ráðgjafans.
Hann lætur með öðrum orðum eftir
flutning ráðgjafans hingað með því
skilyrði, að hann skuli eftir sem áður
bera upp löggjafarmál og meiri háttar
stjórnarráðstafanir í ríkisráðinu. Hann
er því öruggari að koma með þetta
skilyrði, sem hann fer nærri um, að
andstæðingar Framfaraflokksins muni
fúsir að fallast á slíkt afbrigði frá
frumvarpi hans, til þess að geta sagt,
að ekki hafi þeir rent alveg niður
stefnuskrá hans hrárri; og það þótt
áður hefði barist hamslausir gegn rík-
isráðssetunni. Enda eru þeir nú í
meiri hluta á þessu þingi, og hefði því
ekki verið til neins fyrir Framfara-
flokkinn að hugsa til að koma áminstri
breytingu að, þótt hann hefði viljað.
Viðgangur (j.-T.-reglunnar.
Eftir skýrslu yfirmanns reglunnar á
Stokkhólmsþinginu er félagatal hennar
nú meir en y2 miljón auk unglinga.
*það er herafli samboðinn stórveldi«,
sagði Lagerheim ráðherra í ávarpi
sínu.
Langmest er félagatalið í Svíþjóð;
nær 104 þúsundir.
Norska stórstúkan telur fram nær
21,000 félaga, en Dana ekki meir en
5,700.
Á íslandi var tala fullorðinna félaga
á öndverðu þessu ári 3,412.
þá er á þýzkalandi nær 14,000
Good-templarar, þar á meðal 30 lækn-
ar.
Annars mjög lítið um Goodtémplara
á meginlandi álfunnar.
En á Englandi eru rúm 50,000
fullorðinna templara og 62,000 ung-
templara; á Skotlandi 46,700 fullorðn-
ir og 42,600 unglingar; á írlandi 10,
000 fullorðnir og 13,800 unglingar.
Meðal lýðlanda Breta hefir Ástralía 6
stórstúkur með meir en 20,000 félaga,
Indíalönd 2 með um 4000 og í Afríku
eru nokkrar stórstúkur með um 4000
manna.
þá eru stórstúkur á Gyðingalandi, í
Arabíu, í Suður-Ameríku, í Vestur-
heimseyjum og í Filippseyjum.
Stærst stórstúka í Ameríku er nú
í New-York með 11,600 félögum. f>á
er stórstúka í Manitoba, og talað þar
á íslenzku, segir í skýrslunni.
Stjórnarskrárnefmlarálit
efri deildar.
»Frumvarp þetta hefir fyrst og
fremst öll ákvæði þau, sem fólust í
stjórnarskrárbreytingarfrumvarpi því,
sem samþykt var af alþingi í fyrra,
og er gjörð ítarleg grein fyrir breyt-
ingum þeim á stjórnarfari voru, sem
þau fara fram á, í áliti nefndar þeirr-
ar hér í deildinni, sem þá hafði mál-
ið til meðferðar, og leyfum vér oss að
vitna til álits þessa, sjá Alþ.tíð. 1901
C. 312 (bls. 473). |>að er viðurkent
af öllum, að ákvæði þessi gjöri mikil-
væga breytingu til bóta á stjórnar-
skipun vorri, en þau eru hin heiztu,
að ráðgjafi íslands skuli eigi hafa ann-
að ráðgjafa-embætti á hendi, skuli tala
og rita íslenzka tungu, bera ábyrgð á
stjórnarathöfninni yfirleitt, og eiga
sæti á alþingi, að alþingissetutíminn
skuli lengdur, tala alþingismanna auk-
in, kosningarréttur til alþingis rýmk-
aður, og að fullnaðarályktun megi
gjöra í sameinuðu þingi, og í hvorri
þingdeildinni fyrir sig, þegar meir eu
helmur þingmanna úr hvorri deildinni
er á fundi og tekur þátt í atkvæða-
greiðslunni, hvort sem er á sameinuð-
um þingfundi eða á þingdeildarfundi.
— Vór teljum það vafalaust, að h.
deild muni samþykkja öll þessi á-
kvæði, enda leggjum vér það til.
þá inniheldur frv. það ákvæði, að
ráðgjafinn fyrir ísland skuli hafa að-
setur í Beykjavík, svo og nokkur fyr-
irmæli, sem eru bein afleiðing af
þessu búsetuákvæði og af niðurlagn-
ing landshöfðingjaembættisins, sem
það hefir í för með sér. Um ekkert
atriði hefir orðið tíðræddara nú síð-
asta árið en um innanlands-búsetu
hinnar æðstu stjórnar, og um ekkert
virðist almenmngur vera frekara sam-
mála en það, að það eigi að taka því
tveim höndum, að áminst stjórn hafi
aðsetur sitt hér á landi. þetta er og
tekið berum orðum fram í ávarpi efri
deildar alþingis til konungs, er sam-
þykt var í einu hljóði í fyrra, en þar
segir: að sú skoðun sé enn ríkjandi
hjá þjóð vorri, að stjórnarskipun ís-
lands sé þá fyrst komin í það horf,
er fullkomlega samsvari þörfum vor-
um, þegar æðsta stjórn landsins í hin-
um sérstaklegu málefnum þess er bú-
sett hér á landi. Vér hikum því eigi
við, að ráða deildinni til að fallast á
þetta ákvæði, sem að undanförnu hef-
ir álitist ófáanlegt aí hálfu stjórnar-
innar, enda er búsetunni nú komið
svo fyrir, að ráðgjafi vor verður full-
komlega sjálfstæður oddviti hinn-
ar æðstu framkvæmdarstjórnar vorrar,
sem e i n n hefir ábyrgð á henni og
e i n n ber mál vor fram fyrir konung.
í þessu sambaDdi viljum vér takaþað
fram, að þar sam gjört er ráð fyrir
því, að ráðgjafi vor geti Iátið einhvern
hinna ráðgjafanna bera mál upp fyrir
konungi fyrir sína hönd, þegar það sé
eigi svo mikilsvarðandi, að návist hans
sjálfs sé nauðsynleg, þá á að skilja
þetta svo, að ráðgjafi vor afgreiði mál-
ið að öllu leyti undir konungsúrskurð
með sinni undirskrift (contrasignatur),
og að hann einn hefir ábyrgð á úrslit-
um þess. —
þá er í 8. gr. frv. (25. gr. stjórnar-
skrárinnar) felt burtu ákvæðið um það,
að greiða skuli fyrir fram af ríkissjóðs-
tillaginu útgjöldin til hinnar æðstu
innlendu stjórnar landsins og fulltrúa
stjórnarinnar á alþingi, eins og þau.
séu ákveðin af konunginum. þetta er
til b ó t a á stjórnarskránni, og fer í
rétta átt, þar sem með því er felt burtu
haft á fjárráðum alþingis, þó að það
hefði eigi mikla þýðingu í framkvæmd-
inni, og þykir oss því einsætt, að deild-
in samþykki þessa breytingu á stjórn-
arskránni. —
þá skulum vér geta þess, að í 1. gr.
frv. hefir í sambandi við og í framhaldi
af búsetu-ákvæðinu verið tekið upp það
ákvæði, að ráðgjafinn skuli »í r í k i s-
ráðinu« bera upp fyrir konungi lög
og mikilvægar stjórnarráðstafanir. —
þetta ákvæði hefir eigi verið tekið upp
£ stjórnarskrárfrumvörp undanfarandi
þinga, og það er eigi gert ráð fyrir
því í konungsboðskapnum 10. jan. þ. á.
(Stjórnartíð. A. 1902 bls. 4), og það
má ætla, að öllum almenningi hér á
landi sé það ógeðfelt. En samt viljum
vér eigi leggja það til, að breyting sé
ger á frumv. að því er þetta atríði
snertir. Ef ákvæði þetta væri felt í
burtu, óttumst vér það, að stjórnarbót-
in, sem frumvarpið býður og annars er
mjög mikilsverð og oss afar-nauðsyn-
leg, fari öll forgörðum, því að það er
beint og skýlaust tekið fram af ráð-
gjafa vorum í ástæðunum, sem fylgja
frv., að það sé e i g i samningagrund-
völlur, sem breyta megi eftir vild.
Eftir orðum ráðgjafans, sbr. einkum at-
hugas. við frv., bls. 5., teljum vér það
vafalaust, að ef ákvæði sem þessu væri
breytt, þá mundi hann láta fyrirfarast,
að leggja frumv. fyrir konung til stað-
festingar. — í sambandi við þetta vilj-
um vér geta þess, og leggja áherzlu á
það, að ráðgjafinn lýsir því beint yfir,
er hann minnist á þetta ákvæði, a ð
eigi geti korúið til mála, að
nokkur hinna ráðgjafanna
fari (o: í ríkisráðinu) að skifta
sér af neinu því, sem er sér-
staklegt mál íslands, oger
það þá í rauninni fremur form eitt,
heldur en það hafi verklega þýðingu
fyrir málefni vor, að ráðgjafinn á að
bera þau frara fyrir konung í ríkisráð-
inu.
Samkvæmt hinu framanritaða leggj-
um vér það til, að frumv. verði sam-
þykt óbreytt.
Efri deild alþingis, 13. ágústm. 1902.
J. Havsteen, Kristjdn Jónsson,
formaður. skrífari og framsm.
Skúli Thoroddsen.
Með fyrirvara:
O. Guðlaugsson. Gutt. Vigfússon.