Ísafold - 30.08.1902, Page 2
222
að hafast við í björtum, loftgóðum og
hlýjum húsakynnum, eins er því fanð
um kýrnar. |>ví meir sem ætlast er
til að þær mjólki, þess nauðsynlegra
er að hafa gott loft í fjósinu, svo að
þær þrífist betur og fái slétt háralag.
Ef vel er látið fara um þær, og fái
þær að njóta frjálsræðis, þá óhreink-
ast þær síður.
því er það, að kýr líta betur út að
sumrinu, þegar þær eru úti, en að
vetrinum, er þær standa bundnar inni
marga mánuði, í loftlitlum og lélegum
fjósum. þær hafa þá naumast rúm
til að sieikja sig, og mega jafnvel til
að leggjast að meira eða minna leyti
ofan í saurinn, 1 staðinn fyrir að geta
valið sér bæli, enda er þá eigi að furða,
þótt þær verði óhreinar.
Hvað hver kýr þarf stórt rúm, verð-
ur eigi sagt fyrir um alment, og eigi
heldur, hvað stórir eða margir glugg-
arnir þurfa að vera. En því má halda
fram, að því bjartari og loftbetri, sem
fjósin eru, þess betur líður kúnum. —■
Eftir því sem veggirnir eru þykkari,
þess hærra þarf að vera undir loft,
eða því rismeira á fjósið að vera, og
þess stærri gluggar, svo að birta og
sólskin geti skinið um alt fjósið. |>að
þarf að vera svo bjart í hverju skoti,
að vel sjáist til að hreinsa öll saur-
indi burtu. Sólarljósið hefir eiunig þau
áhrif, að það verkar á gerlana, og dreg-
ur úr lífsmagni þeirra. Loftið verður
þurrara og betra, og stuðlar það ásamt
birtunni að heilbrigði kúnna og vellíð-
an þeirra. Allan við í fjósinu ætti að
kalka, að minsta kosti einu sinni á ári.
Básarnir þurfa að vera svo stórir, að
allar kýrnar geti legið í einu. Ivýrnar
þurfa að vera bundnar svo, að þær
teðji ekkí undir sig, og leggist svo
ofan í saurinn.
Básarnir eiga að vera jafnir, með
J þumlungs halla aftur að flórnum.
Flórinn ætti að vera 6—8 þumlungar
á dýpt og 18—20 þuml. á breidd, og
halla til annars endans.
|>að á ætíð að halda þurru loftinuí
fjósinu.
Gluggarnir þurfa að vera á hjörum,
svo að hægt sé að opna þá eftirveðri
og vindstöðu.
Hitinn ætti helzt að vera ekki meiri
en 15° C.
Ekki er gott að fjósin leki ofan á
kýrnar; en litlu betra er hitt, að þær
standi sveittar af hita.
Sé nokkur gangstétt í fjósinu, á hún
að vera jöfn og slétt, svo að hægt sé
að halda henni þurri og hreinni.
Gluggar og strompar þurfa að vera
svo útbúnir, að þeir verði opnaðir, til
þess að hleypa inn nýju lofti; en þó
má eigi vera súgur á kúnum gegnum
dyr eða op. Kaldur súgur á eftir bað-
hita getur orsakað júgurbólgu og önn-
ur veikindi.
En alt af þarf þó loftið að vera
gott í fjósinu, því það er kúnum holt
og stuðlar að því, að fóður þeirra not-
ast betur, og að þær mjólka meira.
Fjósið skal moka og hreinsa tvisvar
á dag'á sama tíma; en það má eigi
gjöra meðan á mjöltum stendur eða
rétt á undan þeim.
fpegar kýrnar hafa étið, en áður en
þær Ieggjast, skal hreinsa allan saur
fram úr básunum, og bera undir þær,
svo básarnir verði sem mýkstir að
liggja á.
Ef lítið er um góðan undirburð, er
gott að bera í flórinn þurra mold; það
þurkar upp alla bleytu, gjörir loftið í
fjósinu betra og bætir áburðinn.
Bezt er að bursta kýrnar með stíf-
um hárbursta til þess að halda húðinni
hreinni. j?að á helzt að gjöra á hverj-
um degi, og aldrei sjaldnar en tvisvar
í viku. Alt rusl og laus hár skal sópa
af kúnum með burstanum.
Tannleysi og þingseta.
Það tvent virðist að vísu harla óskylt
í fljótu bragði.
Nerna ef einhverjum kynni að detta sú
skýring i hug, að þingmenn þurfi og eigi
að vera tannbvassir, og þá komi tannleysi
sér iila; eða að enginn geti verið góður
þingmaður, nema hann hafi góðar tönnur
og óskemdar.
En ef skýringin væri sú, að einmitt
tannleysi gæti verið skilyrði fyrir þing-
setu, eða réttara sagt fyrir þingfararleyfi?
Kynlegt mun það þykja, og er þó koll-
gátan, svo sem sjá má því, er hér segir
frá.
Hér var staddur í vor um tíma ferða-
langur einn úr Austur-Skaftafellssýslu, af
heldra tægi að nafni til, um það leyti er
hingað fréttist um þingmensku Þorgrims
læknis á Borgum. Ferðalangnr sá var og
er mikill fylgifiskur »hinna« eða andstæð-
ingur Framsóknarflokksins, sem hann og
aðrir vissu vel, að Þorgr. læknir mundi
fylla; og hafði hann nú ofan af fyrir sér
marga daga, ef ekki vikur, á því, að herma
það bæjarmönnum, hverjum sem heyra vildi,
af samtali sinu við yfirmenn læknisins
hér, þrjá landsins mestu stórhöfðingja, að
læknirinn fengi alls ekki þingfararleyfi;
þar væri eilift afhögg,
Svo stóð á, að kunnugt var um það, að
læknir þessi mundi alls engan kost eiga á
að fá nokkurn fuligildan mann til að þjóna
fyrir sig embættinu um þingtímann. Hann
var enginn til þá. Ekki hægt að gera
frekara en að fá nágrannalækni til að
þjóna því með, sem hefir raunar tiðkast
áður og gilt tekið.
TJt af þessu var mikili fögnuður í her-
búðum »hinna«. Þarna fækkaði um einn
mótstöðumann þeirra á þingi!
En nú bar svo til, að við sjálft lá, að
sú bogalist mundi bregðast.
Frá lækninum kemur sem sé með fyrstu
ferð eftir þetta — ekki umsókn um þingfarar-
leyfi, sem við bafði verið húist og fyrir
fram ráðið að synja þverlega, heldur beiðni
um fararleyfi til Eeykjavikur til að leita
sér lækninga hjá tannlækni, og fylgdi vott-
orð frá næsta lækni um, að þess væri hrýn
þörf. Og svo hlálega var tirninn valinn í
umsókninni til þeirrar ferðar, að hann har
einmitt upp á þingtimann.
Hér þurfti sýnilega að koma krókur í
móti bragði, enda stóð ekki á því.
Amtmaður gerir sér lítið fyrir og þver-
neitar um leyfið.
Hann var þó, sem liklegt mun þykja,
ekki einn í ráðupi um þetta, heldur har
fyrir sig hréflegar tillögur landlæknis um
málið, þess efnis, að ekki muni neinanauð-
syn til hera þessarar tannlækningaferðar
fyrnefnds héraðslæknis og nýkjörins þing-
manns, — vissi það hetur hér en nágranna-
læknirinn þar eystra, Ólafur Thorlacius, er
skoðað hafði sjúklinginn. Það lét og
landlæknir fylgja, að ekki væri það nærri
fullnægjandi, að Ólafur þjónaði fyrir hann
(Þorg.) meðan hann skryppi áuður, og að
enginn yrði gildur tekinn til þess nema
embættispróf hefði i læknisfræði frá há-
skólanum, eða þá læknaskólanum með því
móti, að hann hefði þar að auki fullnsegt
til hlítar fyrirmælum um missirisdvöl i
Kaupmannahöfn við spítala þar og fæðing-
arstofnun, að afloknu prófi hér.
Hann vissi það, sem fyr segir, að slík-
ur maður var enginn til á lausum kili.
Einn var að vísu á leiðinni erlendis og
von á honum hingað ef til vildi svo snemma,
að fá mætti hann tii að þjóna héraði Þor-
gríms læknis um þingtimann. Hann gat
raunar ekki komið fyr en síðar, í septbr.,
ef vera skyldi alveg fult missiri í Khöfn,
og hafði því skilyrði alls eigi verið fylgt
stranglega áður. En nú var sett undir
þann leka með ströngum skilaboðum frá
»hærri stöðum«, að ekki þyrfti sá hinn
sami að hugsa til að fá embætti, ef hann
kæmi hóti fyr en lög mæla fyrir frekast.
Þá var og i annan stað ekki ýkjalangt
síðan er hérað Þorgr. læknis hafði verið
partur af öðru læknishéraði, og virtist þvi
engin fjarstæða, að svo yrði það nú haft
aftur fáeinar vikur um hásumar, er engar
sóttir gengu. En mælt er, að Ólafur Thor-
lacius hafi fengið snuprur hjá landlækni
fyrir að ljá máls á að þjóna því með fyr-
ir Þorgr. lækm.
Nú líður að þingtíma, og þá k e m u r
Þorgr. læknir leyfislaust snöggva ferð, og
hýst sjálfsagt hálft í hvoru við að verða
rekinn heim aftur.
Enda leyndi það sér ekki, að sú var fyr-
irætlunin.
Landlæknir sat enn blýfastur við sinn
keip. Og ekki stoðaði það hót i hans aug-
um, þótt Þorgr. lækni kæmi með nýtt vott-
orð og mjög ákveðið frá héraðslækni Guðm.
Björnssyni, um að honum væri lifsnauðsyn-
legt að vera hér um tíma, nokkrar vikur,
hjá tannlækni. Landlæknir vildi ólmur fá
hann rekinn heim aftur, og að hann — kæmi
þá heldur siðar.
Amtmaður, sem leyfið skyldi veita og hefir
sjálfsagt fult vald til að veita það að land-
læknir fornspurðum, — hann var allur af
vilja gerður til þess (hve nær er ekki sá
maður allur af vilja gerður!), en tjáði sig
ómögnlega geta það í móti tillögum land-
læknis.
Nú fer að vandast ráðið, og lauk svo,
að Þorgr. læknir kvaðst neyðast til að
segja af sér embætti, ef sér yrði meinað
að leita sér hráðnauðrynlegrar heilsubótar.
Hann kvaðst neyðast til að meta heils-
una meir en emhættið. Gat varla nærst á
öðru en vökvun vegna algerðs tannleysis.
Þess má geta, til fróðlegs samanhurðar,
að i sama mund var hér staddur með fyr-
irstöðulausu mánaðar-heimanleyfi eingöngu
til að skemtunar sér héraðslæknirinn á
Yopnafirði, sem þjónar með næsta héraði
fyrir norðan; og eiga flestir hans héraðs-
húar lengra til næsta læknis en þorri íbú-
anna í héraði Þorgr. læknis. —
Hverft varð landlækni við þetta nokkuð
svo. En karlmannlega veitti hann viðnám
enn og þeir amtmaður báðir. Lakast mun
það hafa þótt, að sýnilegt var, að málið
kæmist »út fyrir pollinn«, efalvarayrði úr
lausnarheiðninni.
Loks kemst málið fyrir landshöfðingja, og
hann úrskurðar þá, að taka beri til fullra
greina læknisvottorð öuðm. héraðsl. Björns-
sonar, og mun að sögn hafa bent þeim
landlækni og amtmanni á þá gáleysisyfir-
sjón þeirra, er í sér fæli megna ósamkvæmni,
að þeir höfðu veitt nú öðrum héraðslækni
þingfararleyfi með því móti, að hann setti fyr-
ir sig hálflærðan læknaskólamann, en synj-
að hinum (Þorgr.) um að nota annan mann
alveg á sama reki, — með fyrri hluta prófs
frá í vor.
Þann veg lank þá máli þessu svo, að
ekki gat orðið af heimrekstrinum, til mik-
illar skapraunar ónefndum þjóðskörungum.
Mælt er, að alþingism. og héraðslæknir
Þorgrimur Þórðarson hafi síðan gert prýði-
lega hreint fyrir sínum dyrum, áður en
hann lagði á stað heimleiðis eftir þinglok,
með því að sýna hlutaðeigandi hávelborn-
um valdsmönnum hverjum fyrir sig spón-
nýjar tönnur og gallalausar, er tannlæknir
hafði hjálpað honum um.
Fullyrt er hér,
að róggrein sú gegn dr. Valtý Guð-
mundssyni, er hann mótmælti í síð-
ustu ísafold og nú kvað birt vera á
íslenzku í þar nefndu blaði, eins og hann
gekk að vísu fyrirfram, sé samin hér í
bænum og hafi send verið til Khafnar
í því skyni, að henni væri komið
annaðhvort í »Politiken« eða »Danne-
brog«, en muni hafa verið úthýst af
þeim blöðum báðum, og lent loks í
»Socialdemokraten«, sem mun vera
flestum blöðum ómatvandara og enga
hugmynd hafði þar að auki um, hvort
nokkurt vit eða sannleikur væri í grein
þessari eða ekki. En kostmeti mun
hún þykja hingað komin aftur og færð
í sinn frumlegan dularbúning.
Valtýlngar og E. B.
»f>að er lygi«, kvað hr. Einar Bene-
diktsson á almennum málfundi þeim,
er hann hélt hér í bænum um þing-
tímann út af ríkisráðssetu íslandsráð-
gjafans,—um aðdróttunina um, að hann
væri gerður útaf Valtýingum meðþað
*mál. |>að er hverjum manni kunnugt,
sem nokkuð þekkir til, að freklegri ó-
sannindi og ólíklegri er naumast hægt
að hugsa sér. Enginn lifandi maður,
sem satt vill segja og er með óbrjál-
aðri skynsemi, getur verið þar í nein-
um vafa. Eigi að síður kvað aðdrótt-
un þessari vera haldið enn á lofti á
prenti mjög rækilega og afdráttarlaust.
Og er þess getið hér' til fróðleiks, en
ekki í þeirri veru, að skifta sér af slíku
frekara. Hér mun vera viS að eiga
alveg ólæknandi veiki, — ólæknandi
rógburðar-ástríðu.
Mótmæli
flerra ritstjóri! Mér hefir verið
bent á grein eina í 46. tölublaði »ísa-
foldar« þ. á. með fyrirsögn »Brosleg
réttarranusókn«, þar sem hr. Skúli
Thoroddsen ber á mig ýmsar getsakir
út af kærum þeim, sem fram eru
komnar gegn honum um fégjafir til
kjörfylgis sér við síðustu alþingis-
kosníngar. Osannindi þau, sem blað
yðar þannig hefir um mig flutt, hafa
síðan verið tekin upp og ítrekuð af
öðrum blöðum. Eg ætla mér ekki að
eyða tíma til að svara árásum þessum
orði til orðs, en læt mér nægja, að
mótmæla þeim í heild sinni sem á-
stæðulausum og ósönnum. ]?að eru
að eins þrjú atriði í ofannefndri Isa-
foldargrein, sem eg finn ástæðu til að
nefna sérstaklega.
1. |>að er ranghermi, að |>orbergur
Jónsson hafi verið fenginn til þess í
ölæði, að rita undir kæruna gegn
Skúla Thoroddsen. Kæran var a 11 s
e k k i undirskrifuð af jporbergi, heldur
af hlutaðeigandi hreppstjóra, Brynjólfi
|>orsteins8yni á Sléttu, og öðrum máls-
metandi manni í Sléttuhreppi. |>að
er ósatt, að eg hafi átt nokkurn þátt
í því, að kæra þessi kom fram, eða
vitað af henni fyr en hún kom til
mín í Grunnavík, og enginn, sem til
þekkir ferðalaga þar nyrðra, mun geta
láð mér, að eg íór ekki vestur yfir
Isafjarðardjúp fyr en eg var búinn
að lúka frumprófi því í málinu, er
kæran knúði mig til, og skýlaus skylda
mín var að halda yfir þeim, sem
nafngreindir eru í kærunni.
2. f>að er ósatt, að grein sú í
blaðinu »Vestri«, er skýrir frá prófum
þessum, só rituð að tilhlutun minni
eða með mínum vilja og samþykki.
Eg hafði enga vitneskju uru grein
þessa fyr en eftir að blaðið er hrein-
prentað og borið út á ísafirði, og
mundi ekki hafa veitt samþykki til
þess, að skýrt væri þá þegar frá ár-
angri rannsóknarinnar. Eg á því alls
engan þátt í því, að rannsókn þessi
var gjörð að blaðamáli.
3. Umrnæli greinarinnar um, að
það hafi verið mál manna í ísafjarð-
arsýslu — er greinarhöfundurinn telur
naumast sönnu fjarri —, að eg hafi
varið hátt á annað þúsund krónum til
kosningaundirbúnings í vor, er tilbún-
ingur ein og vitleysa. Enginn slíkur
orðrómur hefir gengið þar, að því er
mér frekast er kunnugt, enda væri
enginn flugufótur fyrir slíkum orðrómi,
og hann gseti ekki náð neinni tiltrú í
því bygðarlagi, sem hlut á að máli.
|>eir tveir skipaeigendur, sem veittu
kjósendum mínum ókeypis far á kjör-
fund með skipum sínum, gjörðu þetta
af eigin hvöt og rammleik, án nokk-
urrar borgunar frá neinum, og eg hefi
hvorki borgað eða borga látið neitt fé
í þóknunarskyni til kjósenda eður til
kjörfylgis mér. Allar aðdróttanir og
dylgjur hr. Skúla Thoroddsens og
annara óvildarmanna minna í þessa
átt eru helber ósannindi og annað
ekki.
f>essa leiðrétting krefst eg samkvæmt
prentfrelsislögunum, að þér, herra rit-
stjóri, takið upp í blað yðar, *ísafold«.
H. Haýstein.
Þjóðhátiðarsamkomu
héldu menn úr uppsveitum Árnes-
sýslu við Geysi sunnud. 10. þ. m. Var
þar allmargt manna saman komið og
skemtu menn sér við ræðuhöld, söng,
glímur, kapphlaup o. fl. Bæður héldu
síra Magnús Helgason á Torfastöðum
og Guðm. Magnússon; og kvæði var