Ísafold - 24.09.1902, Síða 1

Ísafold - 24.09.1902, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundiu við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg Keykjavík inidvikvidagiDn 24. september 1í)02. 63. bSað. Um 1000 bls. fyrlrtaks skemtsögur: Vendetta, Heljar greipar, 4 bindi alls, alvag ófíeypis. Nýir kaupendur að ÍSAFOLD 30. árg’., 1903, sem verður 80 arkir stórar, fá í kaupbæti Vendettu alla í 2 bindum og auk þess söguna Heljar greipar. Þctta vsréa alls ÍOOO bls. Sögur þessar báðar eru heimsfrægar ■Bkáldsögur. Áf Vendettu seldust 200,000 eintök í Vesturheimi á örstutt- um tíma. þar að auki fá nýir kaupendur skil- vísir á sínum tíma sérprentaða, hina nýju sögu, sem nú er að byrja í Isafold og heitir Fórn Abrahams, sem er fyrirtaks-skáldsaga út af Búa- ófriðinum og verður viðlíba löng eins ogbæði Vendetta og Heljargreip- ar- f>á sögu (Fórn Abrahams) fá ann- ars allir þeir sérprentaða, er verða kaupendur blaðsina þegar henni er lokið. Sjálft er blaðið ísafold hér um bil helmingi ódýrara, árgangurinn, en önn- ur innlend blöð yfirleitt eftir efnismergð. IS* Forsjállegast er, að gefa sig íram sem fyr3t með pöntun á blaðinu, áður en upplagið þrýtur af sögunum.— f>etta eru hin mestu vildarkjör, sem nokkurt ísl. blað hefir nokkurn t f m a boðið. Í^ABODD er landsins lang- stærsta blað og eigulegasla í alla staði. í 3 A B O Lí D erþó ekki dýrari en sum önnur hérlend blöð, sem eru ef til vill fullum fjórðungi minni ár- gangurinn. í j=> A E O D D er því hið lang- ódýrasta blað landsins. ÍS ABODD gefur þó skilvísum kaupendum sínum miklu meiri og betri kaupbæti en nokkurt hér lent blað annað. í j5> A B O Lí D gerir kaupendum sínum sem allra-hægast fyrir með því að lofa þeim að borga í innskrift hjá kaupmönnum hvar sem því verður komið við. í JS A B O Lf D styður öfluglega og eindregið öll framfaramál landsins. íjS>AEOLfD erog hefir lengi verið kunn að því, að flytja hinar vönduðustu og beztu skemtisögur. I 0. 0. F. 849268V2. Forrigripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag tí . 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið livern virkan dag kt. 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3) :jjd., mvd. og ld. tii útlána. Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2-—3. Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14 b. 1. og 3. mánnd. hvers nián. kl. 11—1. Hugur ræður liálfum sigri. f>að brosti margur að honum Grími á Skeggjastöðum forðum daga, þegar haun reið heim traðirnar á bæjunum másandi og blásandi, og hélt í taum- ana líkt og hann réði ekkert við hest- inn, sem var reyndar ekki annað en léleg trunta, sem komat varla úr spor- unum. f>að brosti líka margur að hjónun- um, sem komu í kaupstaðinn og var boðið þar inn í fagra, skemtilega stofu, og sögðu sín á milli, þegar heima- fólkið var að ganga út, en nógu hátt svo það heyrðist: >f>etta er annars rétt lagleg stofa; hún er nærri því eins skemtileg og stofan hjá okkur«. Og þó voru húsakynnin hjá þeim orð- in töluvert fornfáleg. f>að brosir líka margur að þeim bónda, sem hefir heybaDdið ekki stærra en sem svarar fjögra fjórðunga þyngd hvoru megin, að eins til þess, að geta náð því, að hafa heyjað jafnmarga hesta og hann Gunnbjörn í Mikladal, sem hefir þrjár jarðir undir og áhöfn og fólksfjölda eftir því. Og það brosa margir að hverjum þeim, sem þykist hafa allsuægtir, enda þótt hann lifi við sult og seyru. f>etta getur ef til vill verið rétt. Hégómagirnin getur orðið töluvert hlægileg, þegar hún kemst í algleym- ing, og það virðist nokkuð skrítið, að heyra þann vera að raapa af eigum sínurn, sem naumast á málungi mat- ar; og marga furðar á því, að Bá, sem er svo illa staddur, skuli geta fengið það af sér, að vera að reyna að draga sjálfan sig á tálar. En hversu aumlega sem slíkum manni vegnar, þá á hann þó oft frem- ur uppreisnar von en hinn, sem sífelt er að kveina og kvarta yfir kjörum sínum. Satt er það að vísu, að töluvert finst meðal vor af gorti og hégóma, en þó engan veginn svo, að gortið geti heitið þjóðlöstur. f>vl fer fjarri. Hitt mun miklu fremur mega segja með sanni, að kvíðinn, kjarkleysið og volæðisbragurinn sé eitt af þjóðarinn- ar meinum. * f>etta lýsir sér ekki hvað sízt í ótrú á landinu. f>að nær auðvitað engri átt, að landið okkar sé eitt með beztu lönd- um í heimi. En það er þó margfalt öfugra að ímynda sér, að hér sé örðugra að bjarga sér en nokkursstaðar annars- staðar í víðri veröld. f>ó heyrist þetta viðkvæði aftur og aftur. Og fjöldi fólks hefir flúið af landi brott eingöngu af vantrú á fóst- urjörð sína. Sæjum vér forfeður vora, landnáms- menninaj og þá, er voru hér á sögu- öldinni, risna upp úr gröf sinni, og kyntumst þeim, eins og þeir voru í lifanda lífi, mundi fljótt sjást, að þeir væri æði-ólíkir í mörgu niðjum þeirra, sem nú eru uppi. En að líkindum væri þó augljós- astur munurinn á því, hve öruggir þeir voru og trúaðir á mátt sinn og meg- inn, en vér kvíðagjarnir og þorum ekki að leggja út í neitt. Margir hafa tröllatrú á því, að lífið hér í fornöld hafi verið nokkurs konar paradís. f>að er ekki trútt um, að svo líti út, sem sumir ímyndi sér, að þá hafi verið jafn-gott að vera hér og í Slæpingjalandi, þar sem dýrustu krásir áttu að fljúga í munninn á mönnum sofandi. f>á hafi verið auður og allsnægtir um land alt. Landið hufi þá verið svo miklu betra en nú, grösugra, meira skógi vaxið, og veðrátta verið miklu blfðari en nú. íþetta er að sumu leyti satt. Hér- aðshöfðingjarnir roru sumir miklu auð- ugri en flestir eru hér nú á dögum. En þeir voru líka ekki langt frá því, að vera konungar, sem létu smábænd- urna vera í öllu háða sér. Landið var efalaust að mörgu leyti betra. Náttúran hefir síðan farið um það ómjúkum höndum, með eldgosum, landskjálftum, akriðuhlaupum, jökul- hlaupum, sandfoki og vatnaágangi. En umrót náttúrunnar hefir þó naumast umturnað jafn-miklu og verk mannanna, sem áttu að fríða landið og yrkja það. f>eir rifu víða skóginn upp með rótum, svo bert flag varð eftir, við búið að blása sig út stærra og stærra jafnskjótt og dálítill vind- blær varð í lofti, og rista margar dag- sláttur af bezta graslendi og engi í torf á heyin, í stað þess að gera sér hlöður fyrir þau. Veðráttan mun og ekki heldur vera stirðari en áður. f>að væri víst örð- ugt að finna mismun á henni nú og landnámstíð, þótt til væru vandlegar viðurathuganir frá þeim tímum. En kjarkur þjóðarinnar hefir dofn- að. f>eir eru að tiltölu fáir nú, sem þora að ryðja sér nýja braut. Trúin á mátt sinn og megin er orð- in að vantrú. Fjöldi manna er svo, sem hafi hann tekið ídd deyfilyf. Maður sá, aem flutti minni lands vors á þjóðhátíðinni hér í sumar, kvaðst vilja boða mönnum nýja trú, ekki þó þannig, að hann ætlaði að kollvarpa trúnni, sem nú höfum vér, heldur boða mönnum í sambandi við hana hína trúna: að trúa á mátt sinn og megin. f>að væri þarfur maður í þjóðfélagi voru, sem flytti þessa kenningu inn á hvert heimili milli fjalls og fjöru, inn í huga hvers einstaklings, inn í með- vitund þess, sem er að missa hugann, inn í vonir æskuraannsins, sem er ekki farinn enn að neyta krafta sinna, og gerði þessa kenningu að lifandi trú, óbifandi sannfæringarafli, sem hlyti að hafa þau áhrif, að þjóðin risi á fætur til nýrra og meiri hátta fram- kvæmda en hér eru dæmi til um lang- an aldur. f>á mundi land vort líta öðru vísi út en nú í þjóðarinnar augum. f>á mundu margir sjá opinn veg til gæfu og gengis, að vísu með steinum í hing- að og þangað, en sem ekki mundi virðast nema leikur að varpa burt úr götunni. Og þá mundi ekki heldur á löngu líða áður en landið tæki í raun og veru að líta öðru vísi út en nú gerir það. f>á færi ekki hjá því, að upp risu blómlegar bygðir bæði til lands og sjávar. f>á yrði landið grætt upp. f>á mundi meira land ræktað en nú f>á yrði komið upp höfnum þar, sem nú eru öræfi, og þá hyrfi smásálar- andinn og hugsjóna-örbirgðin, sem ekkert vill leggja í sölurnar fyrir neitt, og trúir ekki því, að land vort og þjóð eigi neinnar viðreisnar von, eða að neinu verulegu sé kostandi til að bæta úr því, sem ábótavant er. f>á mundu einnig vaxa upp menn göfugri og meiri en vér erum nú, gæddir meira siðferðisþreki, sem hertu á strengjum skyldunnar, menn, sem blésu í það Gjallarhorn, er vekti upp hið göfugasta, sem felst í mannshjart- anu. Og þá færi ekki hjá því, er tímar liðu, að kynslóðir kæmi, sem væri alls engir eftirbátar feðra vorra á blóma- öldinni, sem vér dáumst svo mjög að, en ætlum ókleift að jafnast við. Látum svo vera, að sumum þyki þetta draumórai; þeir um það! En af hverjum hafa stórvirki þau verið unnin í heiminum, sem rutt hafa fram- farastraumunum farveg? Af hverjum öðrum en þeim, sem tieyst hafa á mátt sinn og megin, næst forsjón- inni. x x Norskir landnemar Og landsréttindin. Árið 874 kom Norðmaðurinn Ingóif- ur Arnarson til Islands og nam Iand í Reykjavík, og sagan segir: »Hann var frægastr allra Jandnámsmanna, þvf at hann kom hér at óbygðu landi ok bygði hér fyrstr landit*. í land- námi hans bygðu margir bæði frændur hans og vinir. Árið 1874 kom Norðmaðurinn Otto Wathne til íslands. Hann kom til Norðurlands með timburfarm; og er hann sá, að hér lá mikill ónotaður auð- ur, tók hann hér aðsetur og bústað á Seyðisfirði. Hann er frægastur allra nútíðar-landnámsmanna, því hann færði sér í nyt og kendi mönnum að nota ókunnar auðsuppsprettur, er aldrei höfðu verið hagnýttar um 1000 ár, eða frá landsins fyrstu byggingu. Hann ruddi verzlun og siglingum braut og gjörðist leiðtogi ög bjargvættur Áust- firðinga- og Norðlendingafjórðungs. í hans landnámi bygðu bræður hans og vinir. Af því að ísland var að mestu leyti bygt af Norðmönnum, var eðlilegt, að samgöngur og siglingar væru tíðar og héldust lengi fram eftir öldum milli þessara frændþjóða; eftir því sem yfir- ráð Dana náðu meiri og meiri festu og kjarkur og kraftur þessara þjóða fór þverrandi, þá minkuðu að sama

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.