Ísafold - 08.11.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.11.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni efra tvisv i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík laugardaginn 8. nóvember 1002. 71. blað. Biðjiö ætíð um OTTO MONSTBD’S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgtt eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrnstu í samanhurði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0. F. 84IH48Va.________________ Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í bverjum mán. kl. 11—1 i spítalanum. Forngripasafn op'ð mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Hankast.jórn við kl. 12—1. Landsbólcasafh opið hvern virkan dag kn 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útiána. Land.akotskirkja. Gmðsþjónusta kl. 9 og kl. tj á hverjum helgum degi. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisí Pósthússtræti 14 b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Blaðadeilur. i. Frá fundi, er nokkrir málsmetandi menn á Akureyri áttu með sér ný- lega, hefir ísafold verið send til birt- ingar svofeld ályktun eða áskorun: »Með því að fundurínn er sannfærð- ur um, að einlægir framfaramenn séu í báðum þeim þingflokkum, er þjóðin veitti fylgi við síðustu kosningar, og með því að hann lítur svo á, sem það sé afarmikilsvert fyrir þjóðina á þess- um tímum, að deilur þær falli niður, sem staðið bafa með henni síðustu ár, þá skorar hann á íslenzku blöðin, að ræða landsmál framvegis af hóg- værð, hætda gersamlega öllum upp- nefnum á flokkunum og öllum get- sökum í garð einstakra manna, og láta niður fallu allar deilur út af þeim málum, sem ráðið hefir verið til lykta eða menn orðið sammála um á al- þingi. Ennfremur skorar fundurinn á önn- ur héruð að láta til sín taka í sömu átt og þessi fundur*. Blaði voru er því ljúfara að birta þessa áskorun, sem hún kemur mæta- vel heim við það, sem fyrir því vakir og það þykist hafa leítast við að haga sér eftir, er kemur til hins fyrri flokka- rfgs út af stjóruarskrármálinu. J>etta hefir gert verið bæði sam- kvæmt ósk framsóknarflokksins á þingi í sumar, um að blöð þau, er þess flokka málstað vilja fylgja, »leiði sem mest hjá sér (ófrægjandi) getBak- ir og ósannindi andstæðinga vorrao, og af því, að vér lítum svo á, að öll flokkasundrung út af útkljáðum málum, sérstaklega eða aðallega stjórn- arskrármálinu, ætti að vera úr sög- unni, eða eigi að hverfa sem skjótast. |>að er hið sama sem fyrir fram- sóknarflokknum vakti, er hann samdi stefnuskrá sína fyrir þinglokin í sura- ar og bauð hinum flokknum að vera þar með sér, fyrir milligöngu eins helzta mannsins í þeim flokki, þótt árangurslaust yrði þá og sá flokkur kysi heldur að koma á eftir sér í lagi með sína stefnuskrá, þótt í sömu eða Iíka átt færi að mestu leyti. Að snúa sér að framtíðarmálum þjóðarinnar, en láta liðna tímann liggja á milli hluta — láta hina dauðu grafa sína dauðu —, það var það sem fyrir flokknum vakti, framsóknar- flokknum, og óefað mörgum í hinum flokknum líka, þótt ekki vildu við hann skilja að svo stöddu eða vinna að nýrri flokkaskiftingu á þeim grund- velli, og fyrír því kæmi hinir sínum vilja fram þá. Og þá stefnu hafa nú blöð framsóknar- flokksins sannarlega aðhylst og fylgt henni yfirleitt dyggilega og nálega undantekningarlaust. TJm þetta blað er það sérstaklega að segja að minsta kosti, eins og flest- ir munu hafa veitt eftirtekt, að hug- vekjur þær um landsmál, er það hef- ir flutt undanfarna mánuði, hafa nær eingöngu stefnt í þessa átt, og fram hjá því, að minnast á fornar væringar. En þrátt fyrir það kemur oss eigi í hug að hneykslast á því, þótt áminst- ur blaðafriðar-fundur á Akureyri virð- ist láta eitt yfir alla ganga, yfir öll blöð landsins, að því leyti sem í áskorun hans felst aðfinsla eða áminning. |>að er gömul regla og góð að jafnaði, að beina ekki slíkum aðfinslum að einum öðrum fremur, er svo stend- ur á, til þess að sneiða hjá því að vera brugðið um hlutdrægni, og tilþess að þeir, sem aðfinsluna eiga í raun réttri, firti8t síður við hana. Sumir munu að vísu líta svo á, sem þessi regla: »að leiða hjá sér ó- frægjandi getsakir og ósannindi and- stæðinga sinna«, geti verið og Bé oft og tíðum sama sem að bregðast góð- um málstað, ofurselja sannleika og réttvísi í ómildra manna hendur, lofa hvers konar róg og lygi að leika lausum hala og eitra tálmunarlaust allan þjóð- lífsakur vorn. En friðurinn er fyrir öllu, geta þá friðar-kennifeðurnir svarað, og samsint því, er Victor Hugo anzaði hinu nafn- kunna orðtæki Napóleons þriðja, að keisaradæmið væri friðurinn: að— það væri friður grafarinnar; líkin þeirra manna, er hann hefði látið skjóta fyr- ir það, aðþeim líkaði ekki illvirki hans, er hann brauzt til valda,— þau gerðu engán ófrið af sér. Vitanlega mælti hið mikla skáld Frakka og orðsnill- ingur þetta í nöpru háði, og fyrir það eru þau ummæli hans svo fræg orðin, sem þau eru. En hví skyldi og eigi mega tala slíkt í fullri alvöru ? þ>að e r hjartanleg sannfæring og örugg trú sumra vorra manna, að eina leið- in til friðar og flokkadráttarleysis í landinu sé að leggja gersamlega árar í bát andspænis látlausum rógi og ill- mælum í garð landsins nýtustu manna af hálfu þeirra alræmdu málgagna, er þá iðn stunda, þó að úr því verði ef til vill sams konar friður og Victor Hugo talar um. Vér erum samdóma því, er segir í framanskráðri fundarályktun, aðeinlæg- ir framfaramenn séu í báðum hinum gömlu þingmálaflokkum vorum, og höfum aldrei móti því borið. En hitt finst oss ekki láandi, þótt sumum virðist því líkast sem framfaramenn- irnir í hinum flokknum fari huldu höfði, m e ð a n þeir hlýðnast boði og banni leiðtoga, sem hvorki þeim né öðrum kemur í hug að dreifa við neinn framfaraanda, heldur er alkunnugt um, að lifa og deyja í ófrjórrí valdafíkn og þar með fylgjandi afturhaldsstefnu. Og meðan svo er, að eftir höfðinuþví dansa limirnir, þótt nauðugir kunni þeir að gera það, — á meðan getur naumast verið mikill glæpur að kenna flokkinn yfirleitt við afturhald. En það er svo margt til friðarins vinnandi; og því þá ekki það einnig, að steinhætta að nefna orðið »afturhald« í sambandi við fyrtéða leiðtoga, heldur kalla þá alla saman framfara-hamhleypur, ef þeim hugnar það betur? Umgetinn friðarfundur á Akureyri — ekki í Haag — hefir að þessu sinni látið sér lynda, að gefa út áminningu um aó létta öllum blaða-ófriði út af út- kljáðum málum á þingi m. m. f>að er og sjálfsagt meir en nóg, og vand- séð, hvort þar stoða orðin tóm við alla, sem hér eiga hlut að máli. En meira væri í hitt varið, ef sömu menn eða aðrír, sem nokkuð ættu undir sér, færðust í fang það hið víðtækara verkefnið, að reyna að koma af blaða-illdeilum yfirleitt. En til þess þurfa þeir, er fyrir slíkt vilja bindast, ýmislegt að gera frekara en svona fundarhald, og margt ógert að láta, sem nú við gengst alment manna á meðal.—f>að er efni í frarnhald þess- þessarar hugvekju. Skipstraml. Norskt gufuskip, J a d a r, gert út af Wathnes Arvinger, rak sig á sker, Víkursker, sem kallað er, á Fáskrúðs- firði 9. f. m. í niðaþoku og brotnaði svo, að algert strand varð úr. Skipið kom frá Akureyri, hlaðið útflutnings- vörum frá ýmsum þar. Fyrir snarræði og vaskleik sýslumanns A. Tulinius tókst að bjarga farminum að mestu eða öllu leyti. Hann fekk og ti! þess gufuskipið Mjölni frá Thor E. Tulin- ius, er þar var á ferð á fjörðunum. Herskipið Heklu bar þar að, meðan verið var að ná úr skipinu vörunum, og fekk sýslumaður kommandör Hammer til að láta skoða skipið. Hann dæmdi það langsamlega óhaffært og ógerandi við það; kvað það standa á svo slæmum stað, að það mundi fara í rnola, hve lítil hvika sem kæmi. Skipið hafði meðferðis 1500 tunnur af síld, 6—700 skpd. af saltfiski, um 50 balla af ull og nokkuð af kjöti og rjúpum. ■f>etta var síðan selt á uppboði og komst í 40,000 kr. Akbrautir. Samgöngumálið er án efa eitt með meiri háttar framfaramálum vorum, enda verður ekki annað sagt en að þing- ið hafi sint því einna bezt allra mála síðan landið fekk fjárhag sinn aðskil- inn frá Danmörku og þingið fjárfor- ræði. .Vegir hafa verið lagðir og brýr gerðar, og þótt enn vanti stórmikið á, að þolanlegir akvegir séu komnir yfir landið, eða þótt þeir nái réttara sagt að eins yfir lítinn hluta landsins, og fjölda margar ár þurfi að brúa enn, stærri og smærri, verður því þó ekki neitað, að framfarir í vegagjörð hafa verið afarmiklar á síðustu 25 árum; og þótt flutningabrautir þær og póst- vegir, sem búið er að leggja, komist í engan samjöfnuð við eimreiðabrautir og rafmagnsbrautir annarra landa, verð- ur þó að játa, að mikill er munurinn á hinum nýju vegum og einstigunum eða troðningunum yfir urðarholt og mýrafláka, sem varla var fært nema fuglinum fljúgandi, þótt vegir væri nefndir. SamgöQgubætur þessar hafa kostað allmikið fé, eftir hinum smávöxnu árs- tekjum landsins, enda verður ekki annað sagt en að fjárveitingarvaldið hafi klifið þrítugan haraarinn til þess að einhverir sæjust ávextir þess. Og þegar litið er til þess, að varla sást vegarspotti í landinu 1874, er til nokk- urs væri nýtur, og engin á brúuð, er auðsætt, að hér er um stórar framf&r- ir að ræða, þótt betur megi ef duga skal. Engin furða er, þótt héraðarígur og hreppapólitík hafi risið upp bæði utan þings og innan um samgöngufærin, einkum akbrautirnar. Og enginn get- ur með sanni sagt, að það sé að skara eld að sinni köku á ósæmilegan hátt, að vilja fá svo mikla vegabót í héraði sínu, að hægt sé að komast slysalaust bæja í milli um hábjartan sumardag. Hins vegar er sjálfsagt, að þegar ekki er hægt að veita fé til margra fyrirtækja í einu, svo gagn sé að, verð- ur að láta hin nauðsynlegustu sitja í fyrirrúmi, en láta önnur bíða, sem betur mega missa sig. jpað er betra að fá einnar eða tveggja mílna langan veg óslitinn á einum stað, því sá veg- ur verður þó einhverjum að liði, en að búta veginn niður í 20—30 smá- spotta, 1—200 faðma langa, hingað og þangað, sem engum geta að verulegu gagni komið, auk þess, sem smá- spottar hljóta að kosta töluvert meira að tiltölu en lengri vegur í einu lagi. Lengsta og dýrasta vegabótin, sem enn hefir verið ráðist 1, er flutninga- brautin úr Reykjavík austur yfir Hell- isheiði alt að f jór3á og þjóðvegurinn þaðan að Rangá, ásamt brúnum á f>jórsá og Ölfusá, enda var eðlilegt, að þessi vegagerð væri látin sitja í fyrirrúmi fyrir öllum öðrum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.