Ísafold - 13.12.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.12.1902, Blaðsíða 1
ÍKeinur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. ársr. Reykjavík laugardaginn 13. desember 1902. 77. blað. Jíwldadá jfiaAýaAÍTv I. 0. 0. F. 84l2l98‘/2. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. í hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn op'ð mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag \kl. 12—2 og einni stnndu Jengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til óuána. Landakotskirkja. Gruðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Tvisvar næstu viku kemur ísafold út, miðvikudag og laug- ardag. Hægt og hentugt að koma að jóla-auglýsingum. LaMsfisiiii verður lokaður frá 22. desember til 3. jauúar næstkomandi, að báðum dög- um meðtöldum. Bankavaxtabréf og bankavaxtabréfa- miðar verða þó innleyetir í bankanum 2. janúar næstkomandi kl. 11—2. Lannsbankinn 11. desember 1902. Sunnarsson. Smjörsalan frá rjómabúunum. Söluumboðsmaður rjómabúanna ís- lenzku á Skotlandi, hr. G a r ð a r Gíslason, hefir ritað forseta Lands- búnaðarfélagsins eftirfarandi fróðlegt og ítarlegt bréf 20. f. m., um, hvern- ig salan hefir gengið: Smjörið frá rjómabúunum á Suður- landi var mér sent í tveimur sending- um: með Lauru í ágúst 158 ilát, og Vestu í sept. 354 ílát, og er það nú alt selt og andvirðið sent til íslands. Verðið hefir verið 90—93 sh. vættin 8nsk (cwt) í nál. 100 pd. ílátum, og 85—90 sh. vættin í 75 pd. ílátum. Eg er ánægður yfir því, að eg álít að salan hafi gengið vel e f t i r a t- v i k u m. f>ó hafði eg gert mér jafn- vel betri vonir, sem hafa brugðist vegna ófyrirséðra óhappa og annarra atvika, sem eg skal nú skýra frá: a. Smjörið hefir hitt illa á markaðinn eður komið á óhentugum tíma. Verðið á smjöri hefir farið lækk- andi eftir að báðar þessar smjör- Bendingar komu. ■b. Smjörmarkaðurinn í haust hefir verið óvanalega slæmur, langtum lakari yfirleitt en um síðastliðin ár, sérstaklega þó verð á öllum ó- dýrari smjörtegundum, sem mun stafa af aukinni aðsókn úr ýmsum áttum. Eg sendi yður innlagt frétt- ir af smjörmarkaðinum í Lundún- vnm í f. m., svo þér gecið til hlið- sjónarséð, hvernig hann var. Lak- ari tegundir af smjöri hafa verið seldar undir 80 sh. Bezta danskt smjör hefir einna bezt haldið sínu verði (110 — 120 sh.); en það er al veg óviðkomandi okkar smjöri að verði til. c. Smjörið kom of sjaldan, en í of stórum sendingum, sem orsakaði aukakostnað og hafði ill áhrif á verðið. d. f>að var þó allra verst, að margt var fundið að smjörinu; sérstaklega- 1. að það var ólíkt (ueensartet) frá hverju einstöku búi með sama marki, og einnig mjög mismunandi frá öllumbúunum; 2. að það var að því öllu meira og minna eitthvert annarlegt bragð, sem kaupmenn kendu við fisk, olíu eða ost, en eg get ekki vel lýst, þótt eg fyndi það líka í samanburði við betra smjör ; 3. að meiri hluti þess var orðinn of gamall og búinn mikið að tapa sínu nýjabragði og fersku lygt. Sumt smjör var farið að súrna, og í einstöku ilátum voru komnir græmr myglublettir í smjörið, sem eg lét skafa af og skifta um pappír. e. Sumt af smjörinu var í óhentugum ílátum (of smáum). Líka ætti að hafa annan og betri smjörpappír, og merkja ílátin öðruvísi. Smjörverzlunin á vafalaust góða framtíð, ef að henni er hlúð, ekki ein- ungis af framleiðendum sjálfum, með því að vanda vörunasem bezt, heldur og líka af Búnaðarfélaginu og þing- inu með því að sjá til þess, að smjörið komist fljótt og óskemt á mark- aðinn. |>að er sem stendur mikil- verðasta atriðið í þessu efni. Smjörið þyrfti að koma hingað reglulega ekki sjaldnar en einu sinni í hálfum mánuði; þá ætti það að geta haldist ferskt, og, selst greiðlega þeg- ar hingað kemur. Meðan smjörið kemur sjaldan, í stórum sendingum og óreglulega, get eg ekki haft neina fasta og vissa kaupendur. Kaupmenn vilja ógjarna kaupa meira í senn en þeir geta selt bráðlega. Annaðhvort er því, þegar svo á stendur, að geyma smjörið, Bem er kostnaður og áhætta að það skemmist og falli í verði, eða missa af hagatæðum viðskiftum. Líka er eðlilegt, að kaupendur vilji að eins verzla með þá vöru, Bem þeir geta veitt sér þegar þeir fá pöntun frá sínum viðskiftamönnum. Meðan ekki er hægt að sjá ráð til að senda smjör- ið oft og reglulega, á eg alt af á hættu að fá þau svör frá mínum við- skiftamönnum, að þeir séu búnir að kaupa úr annari átt, eða að þeir geti ekki verzlað með þá vöru, sem þeir eigi ekki kost á að fá þegar þeir vilja. Samkvæmt þessu er lfka mjög áríðandi að búin geti framleitt smjör árið um kring. Eg treysti því að þér og aðrir þjóð- hollir menn munið sækja fast að fá saragöngunum hrundið f betra lag. f>að virðist mundi mega skjóta inn í millilandaferðirnar lltlu, hraðskreiðu gufuskipi, sem færi nokkrar ferðir beintá milli Skotlands og í s 1 a n d s. j?að ætti að hafa smjör, fisk og kjöt að flytja hingað, en til baka mundu bjóðast nógar vörur héð- an, eins og hefir sýnt sig og sannast, þar eð héðan hafa farið mörg auka- skip frá Sameinaða gufuskipafélaginu, hlaðin vörum til íslands. Og þá ættu ísl. kaupmenn betri kost á að nota sér brezkan markað bæði í kaupum og sölum*. Ý * * Sigurður ráðunautur Sigurðsson hyggur, að hinn annarlegi og óvið- feldni keimur, sem kvartað er um að smjörið héðan hafi, muni stafa af því helzt, að sýring rjómans hafi ekki lán- ast svo vel sem skyldi. |>að kvað vera mikið vandhæfi á henni. Að smjörið hafi verið orðið heldur gamalt sumt, er það var selt, hyggur hann muni stafa meðfram af því, að hr. Garðar Gíslason var lengi nobkuð heiman að í sumar— ferðaðist hingað, — og muui þá smjörið hafa orðið að bíða hans á meðan. Loks vill hann brýna fyrir mjólkur- búunum, að nota rétt ilát, 100 punda, en ekki 75. jpað sé afarárfðandi. Sumir hafa viljað kenna galla á smjörinu héðan því, að blandað hafi veriðsaman sauðamjólk og kúa. Til þess að fá skorið úr smjörgæðum eft- ir því, hafa verið send í sumar héð- an til Khafnar til efnafræðislegrar rannsóknar þrenns konar sýnishorn af smjöri: eitt úr tórari kúamjólk, annað úr sauðamjólk og þriðja úr hvoru- tveggja. Svarinu mun mega búast við bráðlega. Olfusingar áttu smjörið í stærri ílát- unum (100 pd.), sem betur seldist. f>eir hafa nú fengið 81£ e. fyrir pund- ið í síðari sendingunni, með Vestu, að kostnaði öllum frá dregnum, en meðtöldum laDdssjóðsverðlaununum. pað eru Hreppamenn, sem minni ílátin áttu, 75 punda. f>eir ættu eudi- lega að hætta við þau. |>etta, að hin stærri, 100 punda, séu illa baggatæk, mega þeir ekki láta standa fyrir, með því líka að nú þurfa þeir ekki að reiða smjörið lengra en niður á Skeiðin, en geta flutt það á vagni úr því. Vetrarfar. Sumarauka má kalla það, sem af er þessum vetri, en það er meir en t/4 hluti hans eða alls 50 dagar. Alls einn frostdagur hér af þeim 50; það var 3. nóvbr., 4—6 stig. Ella að eins stirðnað stund úr degi eitthvað 5 sinn- um alls. Lítið eitt oftar dálftið frost á nóttu. Hitinn ella 4—6 stig að degi til tíðastur; stundum 8—9 stig. Aðrar eins þíður munu vera eins dæmi að vetri til, jafnlangvinnar. En stormar hafa fylgt þeim miklir og rign- iugar, — hrakviðrasamt fyrir skepnur, einkum nærri sjó; þurrara í uppsveit- um, regluleg öndvegistíð þar. Unnið nær daglega að jarðabótum þar sem þær eru annars Btundaðar. Sömuleiðis að húsasmíði hér í höfuð- staðnum eigi miklu sfður en að sumri til. En — íshúsin fara að verða í voða, ef frostleysur haldast lengi úr þessu, með alla hina miklu síldarbeitu, er þau geyma handa þilskipaflotanum, auk matvælaforðans fyrir allan veturinn. Erlend tíðindi. Eftir að landsþiugið hafði hafnað 8ölu Vesturheimseynna dönsku var efnt til hlutafélags með 4 milj. kr. stofnfó til að rétta við hag eyjabúa. Heldur hefir veitt tregt að fá féð saman, en þó búist við að það hafist, áður en lýkur. f>á er í annan stað f ráði að senda nefnd manna vestur til eynna, til þess að rannsaka ástandið þar. Lands- þing og fólksþing velur sinn manninn hvort og stjórnin aðra tvo. Eriðriksspítali í Kaupmannahöfn og fæðingarstofnunin hafa lengi þótt orð- in úr sér gengin og á eftir tímanum. Nú hefir loks verið borið upp á þingi frumvarp um að leggja þær stofnanir niður og reisa í þeirra stað ríkisspí- tala svo nefndan, og svo vel úr garði gerðan, sem nú þykir hæfa. Ken8lumálaráðherra Dana lagði fyrir fólksþingið 18. f. m. skólafyrirkomu- lagsnýmæli það, er lengi hefir á prjónunum verið og margir unnið að. f>ar er ætlast til, að þrenns konar skólar taki við hver af öðrum: barnaskólar, miðskólar og unglinga- skólar. Miðskólinn samsvarar að miklu leyti gagnfræðaskólunum, sem nú eru, og neðri bekkjum f lærðu skólunum. Unglingaskólinn samsvarar efri bekkj- um í latínuskólunum, 4.—6. bekk, og er þríliðaður, ýmist kendur við forn- máliu, nýju málin eða tölfræði og náttúruvísindi, eftir því, hvað kent er aðallega af þessu þrennu. Stúdentar eru þeir, sem útskrifast úr unglinga- skólanum, hverri deildinni sem er. Skriflegt próf haft miklu viðtækara en nú gerist, en minni áherzla lögð á munnlega yfirheyrslu. Kunnáttu- vottorð frá skólunum koma að sumu leyti í stað prófseinkunna. Frumvarpinu var mikið vel tekið í fólksþinginu. Milliflokkurinn < landsþinginu, »átt- menningarnir* svo nefndu, hafa tekið sér uýtt nafn og skýrt sig »de Fri- konservative*. |>eir eru orðnir 10. Móðurmorðinginn andstyggilegi, Ar- thur Jörgensen, f Kh.,hafði látið móður sfnaarfleiða sig skriflega samdægurs sem hann sálgaði henni. Hann lét fyrst í veðri vaka, að hann hefði unnið hið hryllilega illvirki í bræði sinni og viti sínu fjær. En arfleiðslan og fleira þykir bera þess órækan vott, að svo hafi ekki verið, heldur hafi hinn ó- skaplegi glæpur verið unninn með fyllilega ráðnum hug. Dáinn er22. f.m.tfallhyssubongurinn* mikli f Essen á f>ýzkalandi, Alfred Krupp, mestur og auðugastur verk- smiðjueigandi á þýzkalandi. Hann hafði 13—14 milljónir króna í árs- tekjur. Verkalið hans og fjölskyldur þess skiftir tugum þúsunda — all- stór borg, er upp hafði risið um hans daga og föður hans, sem stofnaði verksraiðjuna fátækur snemma á öld- inni sem leið. Alfred Krupp hafði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.