Ísafold - 17.12.1902, Side 3

Ísafold - 17.12.1902, Side 3
811 irnir komust þegar á kjöl og hinn þriðji lenti undir bátnum; en með því að hann var syndur, fekk hann stung- ið sér út undan og synti að öðrum bát, sem var í sömu ferðinni, en nokk- uð á undan, og var bjargað þaðan. Annar þeirra, er á kjölinn komust, slitn- aði þaðan þrívegis og hélt sér síðast uppi á sundi, þar til er hinn báturiun fekk bjargað honum. Fjórði maðurinn, Jón Pálsson frá Hól í Pnjóskadal, var ósyndur og skolaðist burt frá bátnum, undir eins og honum hvolfdi ogdrukn- aði þar. Annar þeirra, er á kjölnum var, fekk haldið sér þar, þar til rétt áður en honum var bjargað. þessir, sem björguðu sér með sundknnnáttu sinni, hétu Baldvin Gunnarssou (yngri) frá Höfða og Ingólfur Indriðason. Fyr- ir bátnum, sem|bjargaði, var Björn Gunnarsson, einn af Höfðabræðrum, við fjórða mann. Sá bátur var um 80 faðma frá hinurn, er slysið varð. Svo var veðrið mikið, að ekki þótti fært að snúa bátnum, er búið var að bjarga mönnunum, heldur var bonum hleypt aftur á bak inn í lendinguna. Mennirnir, sem bjargað var, voru mjög lasnir eftir hrakninginn, en urðu þó jafngóðir eftir nokkra daga. Dæmi þetta sýnir harla áþreifanlega, hvort ekki er nokkurs virði að kunna sund. Héraðsvatnabrúin fokin. Eitt slysið í ofviðrinu aðfaranótt 14. f. m. var það, að brúin fauk af Hér- aðsvötnunum í Skagafirði, »og liggur á ísnum eða í vötnunum«, segir í bréfi úr Skagafirði í Norðurl. »Hve mik- ið hún er brotin eða skemd, hefir enn ekki verið rannsakað. Hefir að lík- indum verið miður vel um hana búið«. Sama dag fauk brú af Sæmundará í Vatnsskarði. Nýjan spítala eru Frakkar að reisa enn á Fáskrúðs- firði, sama félagið og hér lét reisa í sumar sjómannaspítalann í Skugga- hverfi. f>ar eru því nú tveir spítalar; hinn reistu St. Jósefssystur þar fyrir nokkrum árum (1899). Nýi spítalinn er ætlaður 16—20 sjúklingum, jafnt íslendingum sem útlendingum. Skip strandaði á Grundarfirði í Snæfellsnessýslu í ofviðrinu nóttinna milli 14.—15. f. m. |>að hét »lsefjord« skipstj. Petersen og var eign Gramsverzlunarfélagsins; lá á Ólafsvfkurhöfn, er veðrið skall á, en hraktist þaðan og rak upp á Grund- arfirði. Menn komust allir lífs af. Lýðskólaljóð heitir dálítið ljóðasafn, er Sig. Þórólfsson hefir prenta látið fyrir skemstu, samtiningur nokkurra (um 30) ljóða eftir helztu skáld vor, mest eftir þá Steingrim og Mattias, ætlað sérstaklega lýðháskólalærisveinum hans, með því að söngur er einn mikilsverður þáttur í því sem þar er um hönd haft, að dæmi lýðhá- skóla annarsstaðar. Safn þetta hefir þann kost meðal annarra, að þar er mjög vandlega fylgt réttum texta. Það er mikilsvert til að aftra afbökun þeirri, er ljóð þau eiga að sér að verða fyrir, sem eru á hvers manns vörum og allir kalda sig kunna, en fara þrásinnis rangt með. „Og rjúfa h v o r k i trygð né vinarkoss« segja og syngja og flestir, er hafa yfir »Hvað er svo glatt«. En rétti textinn er: »0g rjúfa h v e r g i trygð né vinarkoss* eins og i þessu kveri stendur. Þetta er eitt dæmi af mörgum, og þó með- al hinna meinlausari. Aukasklpið frá Sam. félaginu, gufusk. Morsö, lagði á stað aftur í morgun og ætl- ar til Liverpool. Skift um veðráttu. Nú hefir loks skift um veðráttu: snjóað dag eftir dag lausamjöll frá þvi á helgi. Erost mjög lítið. Fórn Abrahams. (Frh.) Eiddararnir höfðu gengið þangað ó- tilkvaddir, er bálið var kynt, og sett- ust þar niður í hvirfing. þreytan kall- aði eftir, er úti var um alt, og kunnu þeir nú ekki annað betra að kjósa sér til handa en að matast og leggjast síðan til svefns. Hitt var þeim í minnarúmi, að virða fyrir sér fjendur sína, er nú áttu þeir kosc á, þótt því hefðu þeir lengi eftir leitað. því var líkast, sem Búar hefði rent í grun, hvað þeim byggi í hug. Maður einn síðskeggjaður fór til og sótti í kerru, sem þar stóð, fult fangið af maiskök- um og hertum kjötstrengslum, og bar þangað sem þeir sátu, hinir herteknu menn. Hann kinkaði kolli framan í þá vingjarniega og bað þá taka til snæðings. Eigi þurfti þess að kveðja lengi. f>eir tóku þegar til matar síns og gengu kjálkarnir hart og títt. Mátti af því marka, að þeir voru orðnir mjög svo matarþurfi. Maðurinn bað þá spara eigi matinn. »Yér höfum nægar vistir handa öðru herfylki enn«, kvað hann. Hann mælti vel á enska tungu. f>ví næst vindur hann sér við til hálfs og lítur til fyrirliðanna tveggja, er stóðu lítið eitt álengdar frá mönn- um sínum. f>eir voru enn drembileg- ir á svip og var sem hann hikaði við að yrða á þá. Hann hristir höfuðið og fanst fátt um. Loks herðir hann upp hugann og segir: »Eruð þið ekki svangir, eins og hirj- ir?« Eldri fyrirliðinu ypti öxlum. Hinn leit til Búans og roigðist við. Maðurinn hristi höfuðið og brosti, eins og ætti haun við einlynd börn, en léti sig það litla skifta. f>ví næst snýr hann sér að riddurunum aftur og segir : »Borðið þið. f>ess mun engin van- þörf«. f>eir hvomuðu í sig matinn, þótt lítt væri lostætur. Hann kinkaði kolli og segir í hálfurn hljóðum, að margur verði matlystugur á skemmri reið en 50 mílum vegar. Hann virti þá fyrir sér hvern á fætur öðrum og nam loks staðarvið einn, sem var svo þreyttur, að haun mátti eigi matast. f>að var eins og hann vildi koma sér í sem bezt kynni við þá bandingj- ana og segir góðlátlega : »Við höfum haft gát á yður frá því árla morguns. Oss var hægt að ráða niðurlögum yðar þegar þið fóruð yfir um lækinn um hádegisbilið. Við lág- um bak við hóla 150 faðma þaðan. En við sáum, að þrotnar voru vistir fyrir ykkur og að þið voruð orðin sár- þreyttir. f>ví biðum við. f>að er kunn- ugt, að ilt er að berjast svangur og þegar dimt er orðið. Og hví mund- um vér skjóta yður til bana að nauð- synjalausu ? Vér höfum og sett gadda- vírsgirðingu skamt norður héðan, Hefðuð þið haldið áfram eina mílu enska enn, mundu hestarnir hafa gefist upp undir ykkur og . . . . já, svo fór bezt sem fór«. Verzlun TH. THOR8TEIN8SON hefir fengið með Morsö alls konar nauðsynja- og kryddvörur til jólanna. Enskt vaðmál Bláar ullarpeysur Sirz í stumpum Regnkápur og Slög fyrir fullorðna og börn. Ýmir munir liontuRÍr til jólagjafa. cTiauésynjavörur til jólanna, leikföng, myndabækur, kerti, spil o. fl., hentugt áJólatrén. Hvergi ódýrara eD í verzlun Jóns Helgasonar (Adalstr. 14) ^Jorzlun c£fi. cJ’fiorsÍQÍnsson hefir útsölu á síldarnetum o g ádrátíarnetum frá 8tórri norskri verksmiðju. Verð mjög lágt t. d. síldarnetaslöngur frá ÍO kr. ádráttarnet 54—56 6—9 ál. á dýpt og 50—60 álua löng. Nokkrar tegundir liggja til sýnis. f>eir er vilja fá sér net upp m e ð Laura í janúar, gefi sig fram s e m f y r s t. Allir þeir sem nokkuð vinna fyrir verzlun J. P. T. Brydes í Reykjavík, hvort heldur er smíðavinna eða vana- leg erfiðisvinna, verða framvegis að koma með reikninga eða vöruseðla sína og framvísa þeim til útborgunar, ekki síðar en næsta dag eftir að verk- ið er unnið. Peningar fyrir vinnu eða annað það, er verzluninni ber að greiða, verða framvegis útborgaðir hvern virkan dag kl. 11—1 um miðjau dag og kl. 6—7 e. m. Ileykjavík, 17. desember 1902. Ó. Ámundason Sérstakt tækifæri. Silfur-pletteraður borðbúnaður með gjafverði á Bazarnum í Aðalstræti 10. ^Jarzíun cTfi. cTfiorshinsson selur ágætar danskar V Kartöflur 4 á 8 kr. tunnan. EPLI amerisk á 25 a. pd. APPELSÍNUR 5—lOa. st. tylftin á 55—1,00. Margs konar niðursoðin MATVÆLl t. d. Sardínur, Anjovis, Medister- og Bayerskar pylsur m. m. Nýjar birgðir af skófatnaði eru komnar með Morsö til verzlunarinnar í Aðalstræti 10. Dugleg stúlka getur fengið vist í húsi málaflutningsmanns Odds Gísla- sonar frá 1. jan. 1903. Tusen lijems siinge hafatapast álaið- inni frá G-oodtemplarahúsinu og lieim til mín, Laugaveg 41. Jón Pálssou UMBOD. Undirritaðir taka að sór að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K. Tækifæriskaup fyrir jólin. 1 nýr sérlega vandaður krullhárs- sofi, 4 nýir vandaðir ----- stólar (moderne Möbler), alt yfir- trekt með grænu silkiplyds fást, í verzl- uuinni Godthaab. með mjög vægu verði. Uppboðsauglysing. Kunnugt gerist, að húseign á Sauð- árltrók tilheyrandi þrotabúi Jóh. St. Stefánssonar kaupmanns, verður seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða á hádegi 2 hin fyrstu hér á skrifstofuuni laugardagana 21. og 28. febr. næstkom. og hið siðasta í hús- eigninni sjálfri laugardaginn 14. marz 1903. Húseign þessi er: hús með sölubúð og öðrum herbergjum 18 al. á lengd og 8 al. á breidd með kjallara undir öllu húsinu, og skúr 12 x 8 álnir. Húseign þessari, sem er virt á 3300 kr. fylgir lóð til sjávar. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Skrifst. Skagafj.sýslu, Sauðárkrók 2. desbr. 1902. Egsrert Brieni. Fiskifélag vill fá alveg áreiðanlegan manu (helzt kaupmann) fyrir umboðsmann á ís- landi. Bréfaviðskifti á dönsku. Menn snúi sér til H. Chr. JVelblund Kbhavn. ftirnefndar viðskiftabækur við spari- sjóðsdeild Landsbankans eru sagðar glataðar: Nr. 7666 (U 266) og — 2114 (H 301). Fyrir því er handhöfum téðra við- skiftabóka hérmeð stefnt, samkvæmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885, með 6 mánaða fyrir- vara, til þess að segja til sín. Landsbankinn, Bvík 12. des. 1902. Tr. Gunnarsson. íbúðarhús á Sauðárkrók, með 3 herbergjum, eld- húsi og kjallara, fæst til kaups eða leigu frá 1. júní næstkomandi. Lyst- hafendur suúi sér til V. Claessens á Sauðárkrók. Proclania. Hér með er skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Sigurðar Kristjánssonar frá Svalbarðseyri, er andaðist 8. sept. þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráð- andanum í þingeyjarsýsla, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birt- ingu þessarar auglýsingar. Erfingjar ábyrgjast ekki skuldir. Skrifstofu þingeyjarsýslu, Húsavík 28. nóv. 1902. Steingrímur Jónsson. Með síðustu ferð Laura komu nýjar birgðir af Mustads norska margarine og fæst hjá GUN. EINARSYNI. Barnabækur. Mesti fjöldi af dönskum barnabók- um og jólaheftum, allar með myudum, margar með litmyndum, fást í bók- verzlum ísafoldarprentsmiðju; hent- ugar jólagjafir.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.