Ísafold - 24.01.1903, Page 2

Ísafold - 24.01.1903, Page 2
14 að maðurinn var og er fátækur, en gjafsóknir eru að lögum slíkum mönn- um ætlaðar öðrum fremur, og hér virt- ist þar að auki um að tefla vernd við inisbeiting á embættisvaldi gegn um- komulausum manni, þá sækir hann um gjafsókn, en er óðara synjað um haua, síðast af sjálfum ráðgjafanum, sem þá sem oftar varð að sjá með annarra augum, sinna undirmanna hér, erhann lét senda umsóknina til álita, og vit- anlega hafa gert alt sitt til, að svarið yrði 8ama úr þeim stað. Nir er þá svo langt komið, að mað- urinn verður annaðhvort að láta mál- ið falla niður og una við alla þessa meðferð bótalaust, eða reka réttar síns á sjálfs síns kostnað, og það með marg- földum kostnaði á við það sem alment gerist, með því að hér þurfti að fá að setudómara, sem heimtað gat meir að segja fyrir fram fulla ábyrgð fyrir svona hér um bil því sem honum sýnist í málkostnað. þetta stappaði svo nærri því, sem orðið gat, að mann- inum væri alveg fyrirmunað að leita réttar síns. Hann fekk þó loks sætt færi, er setudómari var sendur til ísa- fjarðar í öðrum erindum, að hagnýta sór það til þess að hægra væri að standast kostnaðinn. En hvernig sem á því stóð, þá atvikaðist einhvern veginn svo, að ekki tókst að fá einu sinni stefnu útgefna í það. |>ar með munu hlut- aðeiganda yfirvald og hans sinnar hafa talið því borgið. Næsta tilraun ónýttist fyrir það, að setudómarinn, sem þá var tilnefndur, heimtaði eigi minna en 500 kr. fyrir fram í málskostnað eða aðra eins á- byrgð, eí hann ætti að eiga við málið. En það var stefnanda ókleift. En »alt er þá þrent er«. J>riðja til- raunin lánaðist. |>á fekst raálið loks rekið og dæmt, við illan leik þó, og auðvitað ekki nema fyrir annarra bjálp bæði með kostnað og talsmenaku; var þó í síðustu forvöðum gerð ósleitileg tilraun til að fá málið dregið svo, að það ef til vill ónýttist. — |?að er eft- irtektaverð tilviljun og glögt dæmi þess, sem ósjaldan ber við, að sér grefur gröf, þótt grafi, hvernig það at- vikaðist, að loks tókst að fá setudóm- ara í málið með ekki ókleifum kostn- aði. |>að voru sem sé kosningakær- urnar úr ísafjarðarsýslu, út af því, að yfirvald það, er hér um ræðir, varð undir í kosningunum þar síðast, — það voru þær, sem þess urðu valdandi, að setudómari fekst loks í haust til ísafjarðar á almanna kostnað að nokkru leyti. — Saga málsins þessi felur sjálf í sér næga skýringu þess á ýmsa Iund, svo að spara má sér alla frekari útlistun. |>eir sem hana lesa eða heyra, munu eiga hægt með, að gera sér sæmilega glögga hugmynd um, hve Ianga eða skamma leið hér eiga menn ófarna að jafnréttishugsjón þeirri og réttarvernd- an, er fyrir mætum mönnum vakir og góð lög ætlast til. Stjórnvalda-auglýslngarnar, |>ess hefir eigi getið verið hér í blaðinu, af því að ísafold var það ó- kunnugt, að einu blaði enn hér í bæn- um, »Eeykjavík«, hafði verið gerður kostur á að bjóða í auglýsinga-einka- réttinn, auk hinna 3, er fyr eru nefnd. En iitgefendur þess blaðs komu sér saman um, er þeir íhuguðu skildaga ráðgjafans, að gera ekkert tilboð. Hafa því öll blöðin, þau er kost áttu á að fá auglýsingaréttinn, hafnað honum alveg, og vitanlega hvert í sínu lagi og hvert að öðru fornspurðu, — utan þetta éina, er hann hlaut, fyrir nær helmíngi meira gjald en þærgefa af sér alls, að kostnaði frádregnum. Svo mikið vill málgagnið þ a ð vínna til að láta mýla sig. Fyrstu kynni, sem eg hefi af Guð- mundi Friðjónssyni, eru þau, að kunn- ingi minn einn dvaldi um tíma í fpingeyjarsýslu, og hitti mig skömmu eftir að hann var kominn þaðan. Síðan eru hér um bil n>u ár. Eg vissi, að maðurinn var skáld og hafði gott vit á skáldskap, enda ræddum við oft um þvílíkt. Eg var fremur ókunnugur uppvaxandi skáld- um á íslandi um það leyti, og spurði kunningja minn meðal annars, hverja hann teldi efnilegust skáld á Islandi. Hann hristi höfuðið, og sagði, að ekki væri um auðugan garð að gresja. Ekki væri nema einu til að dreifa: Guðmundi FriðjónssyDÍ, ungum og umkomulausum þingeying. Annað skáld væri reyndar til, sem yrkti á íslenzka tungu og efnilegt væri, en það hefðist við í Vesturheimi og héti Stefán G. Stefánsson. Eg hafði varla heyrt þeirra Guð- mundar og Stefáns getið, þegar þetta gerðist; en síðar hefi eg lesið rit þeirra eftir föngum, og eg só alt af betur og betur, að reyndin hefir stað- fest dóm kunningja míns að mestu leyti. II. Eg vissi löngu áður en kvæði Guð- mundar komu út, að þeirra var yon, og eg get sagt með sanni, að eg hefi til fárra -bóka meira hlakkað. Eg hafði heyrt fleira eftirGuðmund en flestir aðrir, sem ekki eru kunn- ugir honum, og mig langaði í meira. Svo vildi til, að eg náði fyr í bók- ina en almenningur. Eg las hana hvað eftir annað, og eg skal nú skýra frá því, hvaða áhrif hún hafði á mig. Fyrsta kaflann af bókinni get eg ekk- ert um sagt, því að eg hefi aldrei lesið hann. Til þess liggja ástæður, sem ekki verða teknar hér fram. Annar kaflinn þótti mér misjafn mjög að gæðum í fyrstu; en eftir því, sem eg las hann oftar, eftir því komst eg betur og betur að raun um, að mikið er í hann spunnið, og að þar eru fá kvæði, sem ekki komast full- komlega til jafns við önnur ástakvæði af betra tægi, sem orkt eru og út gefin um þessar muDdir. Skoðanir Guðmundar standa stuud- um talsvert djúpt; en sá, sem hefir vit og vilja til þess að skilja þær, hlýtur að komast að raun um, að ástaljóð hans bera vitni um göfuglega hugsun og innilega ástarþrá. — Eg vil þó geta þess, að mér hefir aldrei líkað fyrirsögnin fyrir ástaljóðakaflan- um: Munablóm; og mér virðist Guð- mundur beita orðinu muni meir en skyldi, um alla bókina. Erfiljóðin eru jafnasti kaflinn í bók- inni, og eru sum þeirra snildarkvæði. Betri erfiljóð hafa aldrei verið orkt á íslenzku máli en sum þeirra, en ekki þarf að benda á þau, sem bezt eru. Hver heilvita maður, sem kvæðin les, hlýtur að geta þekt þau úr. — Með þessu er reyndar ekki sagt, að kvæð- in falli alþýðu í geð, því það væri furða, ef fjórði hver ísiendingur, sem náð hefir fullum þroska, væri heilvita að því, er snertir erfiljóð. Slík ó- grynni eru til af blindónýtum erfiljóð- um á íslenzku, að smekkur þjóðarinn- ar ér gjörspiltur í þessu efni, og er leitun á íslenzku skáldi, sem nokkuð kveður að, er hefir orkt j a f n g ó ð erfiljóð og Guðmundur. Eg held mér við það, sem prentað er, hvað sem öðru kann að líða. Síðasti kaflinn: Úti og inni, er lengsti kaflinn í bókinni og fjölbreytt- asti, en flest kvæðin eru þó um nátt- úruna, íslenzka náttúru. Skáldin lýsa venjulegast þeirri nátt- úru, því landslagi, þeirri veðráttu o. s. frv., sem þeim er kunnugust, eða svo ætti það að vera að minsta kosti, og það hefir Guðmundur gert. Mér er því miður ekki vel kunnugt nálægt Sandi, en þó nokkuð, og mór skilst, að óvíða sé fjölbreyttara landslag að því, er miður má fara: opin Skjálf- andi og eyðisandar í norðurátt, en eldhraun rétt fyrir sunnan bæinn, eitthvert mesta vatnsfall á Iandinu, Skjálfandafljót, fyrir vestan, Kinnar- fjöllin fyrir vestan það og tröllaleg sýn yfir í Náttfaravíkur, þegar norðar dregur. Laxá er aftur að austan, hraunbytna og herfileg yfirferðar. Ó- mjúkar munu og vera norðanhríðar um þessar slóðir og sandrok, ef til vill, stundum, þótt mér sé ekki kunn- ugt um það. »Undrist enginn, upp þó að vaxi kvistir kynlegir« úr slíkri jörðu; og þegar þess er enn gætt, að Guðmund- ur er og hefir verið heilsutæpur alla æfi, þá er engin furða, þótt honum verði að sökkva sér fremur niður í það, sem hrikalegt er og stórskorið við náttúruna, en það, sem blítt er og þýtt; oft bregður þessu þó fyrir í skáldskap hans, og eg minnist þess ekki, að nokkurt íslenzkt skáld hafi orkt jafnmikið um sólina og aðra himin- dýrð og Guðmundur. Eg hefi nú minst uokkuð á efnið í kvæðum Guðmundar; en þá er eftir að drepa á, hvernig mér virðist hann hafa farið með þetta efni, því af því skal skáldið marka, hvernig það fer með efni sitt. »Oft má lítið laglega fara«; en margt skáld hefir sprungið á erfiðu og um- fangsmiklu efni. Eg sé þá ekki betur en að Guð- mundur hafi sjaldan reist sér hurðar- ás um öxl, að honum farist jafn-vel að lýsa sólarljóma og vorharðindum, vorblíðu og mannskaðaveðrum, úti- gangsbikkjum og fagurri sveit. ÖIlu þessu lýsir Guðmundur eftir því, sem hann hefir séð sjálfur, en ekki aðrir, og það er aðalkosturinn við bók hans. f>að er auðséð á öllu, að hann lýsir samvizkusamlega, eftir því, sem skiln- ingarvit hans segja til, en ekki eftir því, sem hann heldur, eða veit, að alþýðu manna falli bezt í geð; og þessi koBtur vegur fyllilega á móti ýmsum ókostum, sem eru á bók hans: þreytandi endurtekningum, sem koma fyrir á einstaka stað, hortittum og meinlokum, sem hittast í bók hans ekki síður en í flestum eða öllum ís- lenzkum ljóðum. Enginn getur t. d. varið, að kalla lamb kjúkling, eða kall- að það sæmilegt, að segja að »ota gönguteinum« f staðinn fyrir »að ganga«; en í bók Guðmundar er óvenju- lega fátt af þessu tægi og miklu færra en í Ijóðabókum eftir sum þjóðkunn skáld, sem gefnar hafa verið út ekki alls fyrir löngu. í fáum orðum verður þá álit mitt um kvæðabók Guðmundar þetta: að bókin sé óvenjulega frumleg, því að skáldið bindur alls »ekki bagga sÍDa sömu hnútum og samferðamenn#, og að hann fari venjulegaBt vel með efni sitt; en þegar þetta fer hvort- tveggja saman í ljóðum, tekst skáld- inu ávalt vel. Eg verð því að taka undir með Níelsi skálda og segja það um Guð- mund, sem hann sagði um Jónas Hallgrímsson: »Hann er skáld, mann- skrattinn«,og jafnvel einkennilegt skáld. f>etta hljóta allir óvilhallir menn að fallast á. III. Mér þykir ekkert jafngaman og að lesa vel samið mál, og ánægjan er alveg jöfn, þó að eg geti alls ekki fallist á skoðan höfundar þess, sem um er að ræða. Eg rakst á grein í þjóðólfi nr. 43 og 44 f. á. um ljóðabók Guðmundar Friðjónssonar, og taldi sjálfsagt að lesa hana vagna þess, hve ég hafði miklar mætur á skáldinu; þótti líka gaman að líta á hann frá sem flestum hliðum, en bjóst við, að jpjóðólfur mundi láta það eitthvað heita í fáránlega átt. Hann er vanur því, þegar ekki er um sögulegan fróð- leik að ræða. Mér verður æfinlega fyrst að líta á nafn höfuuda bæði við bækur og blaðagreinar, og svo gerði eg enn. Eg sá, að Kolskeggur stóð undir grein- inni, og þótti mér það góðs viti, því að eg kannaðist við það úr fornum fræðum, að Kolskeggur frá Hlíðar- enda hafði fylgt góðum mönnum að öllum réttum málum, og eg bjóst hálft í hvoru við, að þessi Kolskegg- ur mundi feta í fótspor nafna síns. þetta brást reyndar; en aftur rætt- ist álit mitt að nokkru leyti, því að greinin, er mætavel samin á sinn hátt, og eg las hana með mjög mik- illi ánægju. |>egar eg las hana í fyrsta skifti, kom mér til hugar þetta alkunna erindi eftir Steingrím Thorsteinsson: Grrammatíkus greitt um völl gekk með tínukerin. Hann hirti spörðin, eg held öll, en eftir skildi herin. En þegar eg las hana i þriðja skiftí, kom mér til hugar sagan um tilber- aun, sem átti að tína saman öll lamba- spörð á Tvídægru í þrjár hrúgur, en sprakk við þriðju hrúguna. Ég furð- aði mig þeim mun meira á, að þessi tilberi eða Kolskeggur skyldi ekki hafa sprungið við sparðatínslu sína, af þeirri ástæðu, að hann hefir ekki að- eins tínt spörð, heldur margt annað, því að fæst af því, sem hann tínir til, eru vitleysur eða smekkleysur, heldur góður og gildur skáldskapur, þó að höf. viti það ekki eða þykist ekki vita það. Á greininni finst eng- inn bilbugur, engin sprungumerki frá upphafi til enda. Hún er jafn-vel samin seinast og fyrst, og eg kann Kolskeggi miklar þakkir fyrir búning- inn á greininni. það er ekki oft sem: hnífur minn kemur í feitt. IV. Alt öðru máli er að gegna um mál- efní það, sem Kolskeggur heldur fram; því að eg heíi sjaldan séð jafn- lipru máli og jafn-góðri framsetningu beitt tíl að verja jafn-raagan mál- stað. Kolskeggur heldur því fast fram, að Guðmundur Friðjónsson sé leirskáld, og að ljóðabók hans óprýði íslenzkar bókmentir. Til þess að sanna þetta, verja þeir |>jóðólfur liðugum niu dálk- um; en niðurstaðan verður sú, eins og vant er, þegar rangt mál er varið, að þeir, sem færir eru um að dæma, þeir, sem eiga kost á að lesa ljóðabók Guðmundar í þessu efni, sannfærast betur um það en áður eftir málsfærsl- una, að mál það sé gott, sem barist er á móti, og eg er illa svikinn, ef ritdómur KolskeggB verður ekki ein- mitt til þess að auka bók Guðmundar gengi og hylli. Jtitdómurinn er svo herfilega rang- látur, að eg get ekki stilt mig um að sýna fram á fáeinar villur, sem þar er krökt af, en fljótt verður yfir sögu að fara, því að annars yrði þetta of langt mál. Guðm. Friðjónsson og Þjóðólfur. Eftir Olaf Davíðsson. 1.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.