Ísafold - 31.01.1903, Side 1

Ísafold - 31.01.1903, Side 1
’íKemur út ýmist eÍDu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (sUiífleg) buudin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árjr. Reykjavík laugardaginn :íl. janúar 1903. 6. blað. yfíiiáJaí/á JííaA^a/tMi I. 0. 0. F. 842687*. Raatobak. Störste Lager i Skandinavien; alt til Cigarfabrikationen henhörende anbe- fales til yderst billige Priser. Speci- alitet: Lyse Sumatra og Java Dæks Bladrig Sedleaf. Java Omb. Felix Brasil m. m- OTTO PETERSEN SÖN- Dr. Tvsergade 18, Kjöbenhavn K. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í hverjum mán. kl. 11 —1 í spltalanum. Forngripasafn op‘ð mvd. og ld. 11—12. Landakotskirkja. (fuðsþjónusta kl. 9 og kl. t> á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til ntiána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2-3. Tannlcekning ókeypisí Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Yiðrétting landbúnaðarins. er sannarlega gleðilegt að heyra það úr öllum áttum um þessar mund- ir, hve ant mörgum af vorum mestu framfaramöDnum er um landbúnaðinn, og hve sammála þeir eru um það, að af mörgu nauðsynlegu sé það einna nauðsynlegast, að rétta þessum atvinnu- vegi hjálparhönd. Að vísu væri ekki rétt að segja, að hér að lútandi hafi ekkert verið gert til þessa. Með lánveitingum úr banka og veð- deild nú síðast hefir bændum verið gefinn kostur á að kaupa, að nafninu, ábúðarjarðir sínar; með búnaðarskól- unum hefir verið reynt að efla þekk- ingu á búnaði og jarðabótum; með styrk úr landssjóði verið leitast við að örva til jarðabóta o. s. frv. En þó að þetta alt saman sé í sjálfu sér gott, þá er þó ekkert áreið- anlegra en það, að þetta hrökkur ekki til, og að landbúnaðurinn þrátt fyrir þetta er í eymdarástandi. Eg gæti bent á, hvernig því víkur við, að þessi ráð hafa reynst ónóg landbúnaðinum til viöreisnar, en eg veit, að þess gerist engin þörf; flestir þekkja þetta, vita, hve erfitt bændum hefir veitt að greiða vexti og afborg- un í peningum af þessum lánum, vita, að einyrkinn, þótt eigandi heiti að jörðinni, fær aldrei sýnt henni sóma, svo um tnuni, fremur en einyrkjaleiguliði. Og um búnaðarþekkinguna er það að segja, þá sem frá skólunum kemur, að ávextir af henni geta því að eins orðið sýnilegir, að einhver efni séu með. það er víst fengin þó nokkur reynsla fyrir því, að búfræðingum búnast ekki fremur en hinum; þeir byrja eius og flestir aðrir með litlum efnum, geta ekki einu sinni keypt sér nauðsynlegustu jarðyrkjutól og þar af leiðandi að mjög litlu leyti gert þekkingu sína arðberandi. Búnaðarstyrkurinn má einnig teljast ósköp veigalítil lyftistöng. Eða geta menn í alvöru haldið, að það sé nokkurt bjargráð í 100—200 kr. inn í heilt sveitarfélag? f>að verða kannske 3—8 kr. í hlut að jafnaði, þar sem þessu er skift meðal þeirra, sem eitthvað látavinna. Nei, það þarf eitthvað meira, ef duga skal. En hvað á þá að gera til þess að lyfta þessum atvinnuvegi upp úr þeim kröggum, sem hann nú er í? Eg ætla nú að reyna að svara þess- ari spurningu frá mínu sjónarmiði. Og eg skal þú tafarlaust lýsa því yfir, að eg sé ekkert ráð að gagni til þess að ná þessu takmarki annað en að veita bændum eða sveitarfélögum lán með sem beztum kjörum til að auka bústofninn. þetta er fyrir mínum sjónum eina ráðið, og fyrir þing og stjórn, að mér virðist, hið einfaldasta, fyrirhafnar- minsta og tilkostnaðarminsta. Sjávarbændum hefir verið veitt lán til þilskipakaupa; kýrnar og ærnar eru fleytur sveitabóndans; þegar þeim, fyrir einhver atvik, hefir fækkað svo, að engin leið er að því að bóndinn geti dregið fram lífið á því, sem eftir er, þá virðist ékkert blasa fremur við en að hjálpa honum til að fjölga þeirn aftur. f>að er í sannleika sorglegt og dap- urlegt, að fara á þessum árum um landkostasveitirnar vorar sumar og afréttirnar, þar sem svo að kalla drýpur smjör af hverju strái, og sjá þar varla nokkra sauðkind; að hugsa sór alt það góða og kjarnmikla gras, sem þar sprettur, verða ár eftir ár að engu, í stað kjöts og smjörs; að horfa á meiri partinn af slægjum og þar með jarðirnar fara ár eftir ár í vaxandi órækt, af því að ekki er svo sem fyrir neinu að heyja; einhverir smáblettir að eins slegDÍr handa þess- um fáu skepnum. Eg er hér ekki að fara með ýkjur; þessu er svona farið í raun og sann- leika; og mundi mega fá marga til að taka undir þetta. Spyrjið t. d. bankastjórnÍDa. Hvert álit hefir hún sem stendur á búnaðarástandinu og hag bænda? Jafuvel kostajarðir, sem eiga flæmi af góðu landi, eru í hennar augum ekki eins góð lánstrygging eins og lélegir húskofar, sem tildrað er upp og komn- ir eru í fúa eftir nokkur ár. Getur nokkuð lýst betur niðurlæg- ingu þeirri, sem landbúnaðurinn er í en þetta? Og bankastjórninni er hér vorkunn; hún sér, að menn eru að frá- hverfast landbúnaðinum, jarðir í ýms- um sveitum byggjast varla, og margir, sem við bú eru, hanga á heljarþröm- inni, af því að bústofninn er farinn og svo sem ekkert handa í milli. Eg þekki sveit, og því miður munu fleiri slíkar finnast, þar sem tíund- aður fénaður árið 1878 nam 400 hudr., en haustið 1901 voru talin fram til tí- undar að eins 200 hndr., eða róttum helmingi miuna. Síðan 1878 hafa þarfir allar aukist stórkostlega, kaupgjald hækkað til stórra muna, og svo hvílir nú í við- bót á æðimörgum vaxtagreiðsla í banka og sparisjóði, því flest, sem veðbundið verður, er nú orðið fast. Hvernig á nú vel að fara, fer bú- stofninn, samhliða þessum auknu þörtum og útgjöldum, hefir gengið saman til helminga? |>að er ekki tómur barlómur, að sveitabóndinn eigi erfitt; bústofn hans og tekjur um leið hefir víða gengið saman um helming. Hvernig skyldu aðrar stéttir þjóð- félagsins, t. d. lausamennirnir, bera sig, ef tekinn væri af þeim helmingur laun- anna nokkur ár, og þó gerðar til þeirra sömu kröfur og áður, og kann- ske meiri? Ekki yrði það fallegri söngur. Nei, það er ekki stór furða, þótt bændur kveini og beri sig illa; hitt er stærri furða, seiglan í þeim, að ekki Bkuli alt þegar verið komið í auðn, ekki lengra enn, þrátt fyrir alt og alt, en í órækt. (Túnbæturnar vega ekki nærri upp á móti óræktinni í engjum og útjörð, sem af því leiðir, að ekki er, vegna skepnufæðarinnar, slegið nema lítið eitt af því landi, sem áður var ræktað, rneðan skepnur voru fleiri). Eg veit það vel, að lántökur eru viðsjálar og draga dilk á eftir sjer, en hér er, að minni hyggju, ekki um annan veg að velja. f>að er af sú tíð, er sjávaraflinn var önnur máttar- stoðin undir efnahag sveitabóndans; þá rótti hann oft við eftir fellisár, án lántöku, enda þá ekki kostur á slíku; Ægir rétti honum þá oft drláta hönd, en það sund er nú lokað. Nú verður að fara aðra leið, eins og eg þegar hefi bent á. Eg skal mi með fám orðum skýra frá því, hvernig eg hefi hugsað mér að bér yrði, ef til þess kæmi, farið að. f>að er nú svo komið víða í sveitum, að meginþorri bænda eru orðnir einyrkjar. Látum svo vera. Einyrkjar bafa verið hér fyr og marg- ir bjargast vel. Sjálfsagt er þetta erfið staða; en allra erfiðust verður hún þegar þessi eini maður verður á mörgum tímum árs að vera sinn eiginn ómagi, vegna þess, hve bústofninn er lítill. f>að er ekki björgulegt að horfa á mann í broddi lífsius vera alt vorið að eigra kringum 20—30 kindur, og gaufa við að hirða álíka margt yfir veturinn; það segir sig svo Bem sjálft, hvaða atvinna slíkt er. Eg ætlast ekki til að farið sé með lánveitingum að setja stórbú undir bændur; en það vona eg að hljóti að liggja öllum í augum uppi, hve æskilegt það væri, að þessir einyrkjar, sem víða eru J—f af bændum sveitanna, gætu fengið einhverja hjálp til að koma upp svo mörgum skepnum. að þeir gætu sjálfir haft næga atvinnu við að hirða um þetta á öllum tímum árs. — f>að þykir ekki hyggilegt á þessum tímum, að geyma peninga í kistuhandraðan- um vaxtalausa; en er það þá ekki líka skaði fyrir hvert þjóðfélag, að eiga mikið af þeioi höfuðstól, sem í mannshöndinni felst, vaxtarlaust? Ef slík leið, er eg hér hef bent á, yrði farin, svo að t. d. 10—12 ein- yrkjar í sveit, er nú hafa á búi sínu 20—30 kindur, gætu, fyrir haganlega lánveitingu, eftir 3—4 ár haft 80—100 fjár, þá mundi hagur þeirra og sveit- arinnar verða ailur annar en nú er. Auðvitað þyrfti til þessa talsvert fé. Ef meðal sveitarfólag ætti t. d. kost á, í 2 ár, svo sem 4—5000 kr. á ári, með góðum kjörum, og fé þessu væri _ hyggilega varií, sjálfsagt helzt til vörukaupa með sem beztu verði, svo að hver lánþegi gæti hlíft sinni fjárviðkomu, og komið upp fleira fé af sínum eigin stofni, þá get eg ekki annað hugsað en að þetta yrðu veru- leg bjargráð fyrir landbúnaðinn. Og það er þó ekki nema eins og svar- ar þilskipsverði, sem til þess þyrfti í sveit. Er hægt að benda á nokkurt ráð til að lyfta heilu sveitarfélagi úr eymd og basli, nokkurt ráð auðveldara, kostnaðarminna eða líklegra til að hafa eins skjót ábrif og þetta? Og eru ekki líkindi til, að með þessum búbæti vaxi bændum hugur og dugur, vaxi þeim ánægja með kjör þeirra og máttur til að hagnýta sér margt af bendingum þeim til fram- fara, áhöldum o. fl., sem hinn nýi tfmi flytur í skauti sínu, og þeir geta. ekki sint í basli því og efnaþröng, 8em þeir nú eru í? Eg skal taka það fram að lokum, að slík lán, er eg hér hef minst á, eru ekki neitt nýmæli hjá oss. Áríð 1883 veitti t. d. þingið 100,000 kr. lán í sama tilgangi. Hvernig það hefir gefist, er mér ekki kunnugt um; en fremur ætti mönnum með líðandi tíma og mentun að lærast að fara með peninga og búa tryggilega um lán, og svo ætti betri meðferð á skepn- um, betri fénaðarhús o. s. frv. að gera þessa eign tryggari og arðmeiri en áður. t>að er að vísu satt, að valt er völubeinið á sauðkindinni; en takist, eins og fremur má ætla, að draga úr bráðapestinni eða afstýra henni, þá er þar með stór meinvætt sauðkindarinnar og um leið sveita- bóndans að velli lagður. Auðvitað legðist töluverður vandi á sveitarstjórnirnar, ef þetta fé gengi gegnum þeirra höndur; en líka mætti ef til vill hugsa sér, að sparisjóðir, þar sem þeir eru í sveitum eða sýslum, fengju tiltekna fjárhæð til ritlána í þessu skyni með tilteknum kjörum. 6. Bæjarvatusveitan. það svar hefir komið nú með póst- skipinu frá Englandi, að vatnsveitufé- lag þar tjáir sig muni vilja taka að sér að koma á vatnsveitu hér í höf- uðstaðnum, ef mannvirkjafræðing, sem það ætlar að senda hingað til að rann- saka það mál, lízt á það. |>að send- ir manninn á sinn kostnað, en fær þann kostnað endurborgaðan, ef samn- ingar takast; ella ekki. Félagið vill nú fá beint samningsatkvæði frá bæj- ar8tjórninni; áður hafði Mr. Ward að eins haft umboð hennar til að leita fyrir sér.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.