Ísafold - 07.02.1903, Side 2
í eldri reglunum, frá 1891 og 1893,
var ekkert tekið fram um það, hvað
skoðunarmenn skylau vera margir í
hverri sýslu. Sumstaðar var aðeins
einn skoðunarmaður 1 sýslu, en tíðast
voru þeir fleiri, og í nokkrum sýslum
einn í hverju búnaðarfélagi.
Nú er tiltekið, að skoðunarmenn megi
eigi fleiri veta en 3 í sýslu hverrh
þetta er gert til þess fyrst og fremst,
að girða fyrir ósamkvæmni í skoðun-
argerðinni, svo og náin kunningsskap,
er kynni að geta haft áhnf á gerðir
skoðunarmanna, og í öðru lagi er með
þessu fengin meiri trygging fyrir, að
ekki séu teknir aðrir en þeir, er taldir
eru vaxnir starfinu. því færri sem
menDÍrnir eru, því fremur ættu að vera
tök á að útvega hæfa skoðunarmenn.
Æskilegt hefði verið, að skoðuDarmenn
væru aðeins einn í hverri sýslu, en það
þótti eigi ráð kostnaðarins vegna að
fara svo langt.
Misjafnt er það nokkuð, hvernig
skoðunarmenn hafa rækt starf sitt
fram að þessu.
jpað er kunnugt frá fyrri árum um
suma þeirra, að þeir hafa farið all-
mikið kringum reglurnar og beitt þeim
eftir geðþótta sínum.
Stundum hefir þetta verið gert í
einhverju hugsunarleysi, og án þess
að öðru lakara væri um að kenna,
En hinu hefir og brugðið fyrir, að
tilgaDgurinn raeð þessu var af lakari
rótum runnin, og verður því eigi bót
mælt.
þess eru dæmi, að skoðunarmunn
hafi tekið gildar girðingar, sem höfðu
ekkiþáhæð, er reglurnartiltaka. En til
að jafna þetta, og láta svo heita, að
alt væri eins og það átti að vera,
tóku þeir af lengd garðsins, gerðu
hann styttri en hann var, og lögðu
það til hæðarinnar.
Vitaskuld nær þetta engri átt, og
má alls ekki eiga sér stað.
En í þessu dæmi hefir skoðunin
verið að þræða eins konar meðalveg
milii þess, sem reglurnar fyrirskipa,
og vilja eða kröfu þess, er jarðabót-
ina gerðí. Öðruvísi verður þetta naum-
ast skiiið.
Síðustu skýrslur bÚDaðarfélaganna
hefir mér veizt kostur á aó sjá, og
hefi eg yfirfarið flestar þeirra.
Við sumar þeirra er ekkert að at-
huga; en þær eru fáar að tiltölu.
Hinar eru miklu fleiri, sem meira
og mínna eru gallaðar; því er ver og
miður.
Einna minst kveður að göllunum
að öllum jafnaði í skýrslunum úr
Sunnlendingafjórðungi, en þó er þar
víða pottur brotinn.
það eru ekki nema fáeinir skoðun-
armenn, er gefið hafa róttar og villu-
lausar skýrslur, og man eg að nefna
þá Gísla Seheving, Björn Bjarnarson
og Hjört Hansson; þeir eru allir bú-
fræðingar.
í Vesturamtinu eru skj'rslurnar úr
Mýrasýslu beztar.
í Norðlendingafjórðungi eru það 3
eða 4 menn, sem skýrslurnar eru
beztar frá; þar á meðal eru þeir
Magnús Stefánsson og Gísli Björns-
son, báðir búfræðingar.
í flestum skýrslunum er meira og
minna af reikningsvillum og í sumum
þeirra er að kalla má engin heil brú.
|>essar lökustu skýrslur virðast bera
það með sér, að skoðunarmennirnir
hafi naumaat kunnað einfalda sam-
lagningu, auk heldur meira í reikningi.
Eg ætla ekki að nefna nöfnin í þessu
sambandi, og setti þau heldur ekki á
mig; en sé einhver sá, er efast um
að hér sé rétt frá skýrt, þá mun auð-
gert fyrir þann hinn sama að fá frek-
ari sannanir með því að snúa sér til
landshöfðingja-skrifstofunnar.
Auk reikningsvillnanna, sem margar
eru afsakanlegar, þó þær á hinn bóg
inn séu leiðinlegar, er annað að at-
huga, sem síður er afsakanlegt, og
ekki ætti að eiga sér stað.
Sumar skýrslurnar bera það sem sé
með sér, að ýmsar jarðabætur haía
verið teknar í þær, sem fullnægja ekki
því, er reglurnar ákveða. Til dæmis
eru vörzluskurðir teknir athugasemda-
laust, þótt ekki hafi ákveðna breidd,
og garðar, sem ekki eru nógu háir
eftir reglunum.
Jarðabætur, sem ná ekki ákveðnu
máli, og eru að öðru leyti ófullnægj-
andi, eiga samkvæmt reglunum ekki
að- takast í jarðabótaskýrsluna. |>ær
teljast að vera ekki fullgerðar, og
slíkum ófullkomnum jarðabótum byggja
regluruar út, enda koma þær ekki
til greina við skiftingu styrksins, þó
taldar séu eða teknar í skýrsluna.
það er því ekki einungis árangurs-
laust til að ná í landssjóðssyrk, að
taka slíkar jarðabætut til greina,
heldur og óheimilt, samkvæmt bún-
aðarstyrksreglunum.
þetta er og mibilsvert fyrir þá, er
jarðabæturnar gera. Ef skoðunar-
menn fylgja þeirri reglu ávalt, að
taka aldrei aðrar jarðabætur en þær,
sem eru fullgerðar og ná tilgangi sín-
um, þá leiðir það menn til þess að
vanda betur verk sín en þeir gera nú,
og útrýma smámsamau kák-jarðabót-
um, sem ekki gera hálft gagn, og
koma oft og einatt að engum notum.
f>etta er mikilsvert atriði, og hlýtur
að hafa það í för með sér, að farið
verður að vanda betur en gert er all-
ar jarðabætur, hverju nafni sem nefn-
ast.
Nú mun einhver vilja spyrja, hvað
séu fullgerðar jarðabætur og e i g i
fullgerðar.
því svara búnaðarstyrksreglurnar
sjálfar nokkurn veginn glögt og greini-
lega.
I skýringunum handa skoðunar-
mönnunum 1. tölulið segir:
»Jarðabætur, sem ekki mega fullgerð-
ar teljast, eru meðal annars: Sáð-
garðar, fjárbælí og hestaréttir, e f
girðing er eigi komingrip-
held áalla vegui (auðkent hér).
f>að er og auðsætt að girðingar, um
hvað sem þær eru, teljast því að eins
fullgerðar, að þær fullnægi reglunum
að öllum frágangi, og séu gripheld-
a;r (sbr. reglurnar c.: girðingar, 1.—6.
tölulið).
Um sléttur er svo fyrirmælt,
að taka megi bæði þaksléttur og
grónar flagsléttur. Flagsléttur
eru þær sléttur, 3em hafa veriðplægð-
ar eða stungnar upp, en ekki þakið
yfir; þær er með öðrum orðum leyfilegt
að taka til greina, þegar þær eru orðnar
grasi grónar, búið að gera þær að
túni.
Kvartað hefir verið undan því, að
jarðabæturnar væru eigi æfinlega skoð-
aðar eða mældar á hentugum tíma
eða meðan jörð er auð og ófrosin. —
»Skurðirnir hafa verið hálffullir af
klaka«, segir einn, er skrifar mér um
þetta efni, »þegar skoðað hefir ver-
ið« o. s. frv. og telur sá hinn sami
slíka skoðun eða mælingu á jarðabót-
unum næsta ófullkomna og ónákvæma.
Búnaðarstyrksreglurnar tiltaka ebki
beinlínis, hve nær eða á hvaða tíma
árs skoðunin sbal fram fara. En það
er deginum ljósara og liggur í hlutar-
ins eðli, að skoðanir á jarðabótunum
v e r ð a að gerast meðan jörð er auð
og gaddur ekki kominn; ella getur mæl-
ingin ekki orðið nákvæm eða rétt.
Ef vart verður vanrækslu af skoð-
unarmanna bálfu í þessu efni, ættu
þeir, sem fyrir henni verða, að kvarta
um það til sýslunefndar, og hlýtur
hún þá að láta málið til sín taka.
Annaðhvort er þá fyrir sýslunefnd,
að áminna skoðunarmann um að
skoða á hentugum tíma, eða þá að fá
annan í hans stað til að gegna starf-
inu.
Ný bœjarstjórnarkosning
á nú fram að fara á mánudaginn, eft-
ir ónýtingarúrskurð landshöfðingja frá
31. f. m. á kosningunni ð. s. m., er
meðtekið hafði í síðustu forvöðum á-
frýjun á úrskurði bæjarstjórnar frá
15. s. m., þar sem kosningin hafði
verið dæmd gild, gegn atkvæði banka-
stjórans við annan mann.
Svo mörgum sem líkað hafði ekki
vel kosningaraðferðin á kjörfundinum
5. f. m., þá munu þó langflestir kjós-
endur hafa viljað sætta sig fúslega við
úrskurð bæjarstjórnarinnar og láta
kosninguna vera gilda, heldur en að
þurfa að hefja nýjan kosningaleiðang-
ur, ekki fyrirhafnarminni en þeir eru
orðnir hér.
En sá var ekki vilji bankastjórans
og hans manna. Hann og þeír félag-
ar þóttust hafa farið óbærilega hall-
oka í kosningunni 5. f. m.: úrvalshetj-
ur þeirra 3 fallið, en hærra hlut borið
meun, er þeir mega sízt hugsa til að
nokkur völd eða veg bljóti.
Fyrir því voru til fengnir menn úr
leynifélagi bankastjórans, að áfrýja úr-
skurði bæjarstjórnar og fá kosninguna
ónýtta af landshöfðingja; töldu sig
eiga fyrir fram vísa áheyrn hjá hon-
um. En draga skyldi áfrýjunina svo
sem lög ieyfðu frekast og gera að
öðru leyti þær tafir fyrir málinu, sem
auðið væri, helzt þangað til, að and-
vígir kjósendur, svo sem einkum þil-
skipamenn, færu að fá frátafir.
þessi var ráðagerð fyrnefnds félags,
sem er nokkurs konar lífvörður banka-
stjórans, boðinn og búinn til að styðja
hann til allra farsællegra hluta, er
hjarta hansgirnist, aðallega til kosninga
t i 1 a 11 s, en þeir eru höfðingjar fyrir,
rektor og þorleifur hans, Yalgarður og
»þjóðólfs«-maður, en óbreyttir liðs-
menn tilnefndir eftir hlýðni þeirra og
auðsveipni. Að öðru leyti eru höfuð-
félagsskyldurnar: a ð greiða um árið 1
kr. í félagssjóð, og a ð halda vandlega
leyndu öllu sem gerist innan félags,
enda vita aðrir út í frá varla nokkurn
tíma hvað á fundura félagsins gerist,
fyr en undir eins og félagsmenn eru
gengnir af fundi út um bæ.
Teknir voru höfuðkapparnir í banka-
valdsliðinu að safna sér atkvæðum
eða atkvæðaloforðum undir nýja bæ-
jarstjórnarkosningu jafnvel nokkuð
löngu áður en ónýtingarúrskurðurinn
kom frá landshöfðingja, og hafa rekið
það erindi síðan eigi óvasklegar en
við fyrri kosninguna, með taumlausum
blekkingum og sjónhverfingum, og
jafnvel líkamlegu ofbeldi: handalög-
máli, ef annað hrífur ekki — hrifsað-
ir kjörmiðar fráþeim semkjósa viljaöðru
vísi en þeim félögum líkar og troða upp
á kjósendur í staðinn þeirra öðrum mið
um — þeim gulu eða »mongóIsku« —
með fyrir fram undirskrifuðum nöfn-
um þeirra kjósenda, er þeir eiga við
í hvert skifti.
það segir sig sjálft, að ekki er auð-
ið að reisa rönd við slíkum ófögnuði
öðru vísi en með skynsamlegum,
frjálsum samtökum hinna óháðu kjós-
enda, sem hinir leitast þá við af öll-
um mætti að fá til að svíkjast úrleik
með því meðal ftnnars að telja þeim
trú um, að þeir séu með slíkum sam-
tökum sama sem látnir kjósa eftir
skipun — með öðrum orðum: spana
þá eins og óvita til að skifta um nöfn
á kjörseðlum sínum »til þess að sýna,
að þeir séu sjálfstæðir*. þ>eir vita
þessir kumpánar, að því fleiri sem
fást til þess, því fremur eru líkur til
að þeírra menn — «hinir gulu« (á gulu
miðunum) — verði hlutskarpari, með
því að þ a r líðst engin tilbreyting;
þar hlaut sjálfur landahöfðinginn að
kjósa um daginn alveg óskeikult, þ. e.
eftir gula miðanum óbreyttum; en
hinum fáfróðari og lítilsigldari talin
trú um, að gulu kjörmiðarnir væri ó-
gildir, ■ ef breytt væri á þeim nokkrum
staf, og meira að segja sumum sagt,
að þeir mistu kosningarrétt sinn, ef
þeir gerðu það !
það er fátt, sem taumlaus óskamm
feilni Iætur sér ekki sæma.
Maður varð úti laugardagskvöldið að
var af Alftanesi. Hann var á leið heim
til sín úr Hafnarfirði, og var fylgt þaðan
fram á GUrðaholt. Menn sem voru á heim-
leið til sín frá Bessastöðum i Hafnarfjörð,
mættu honutn á réttri leið eiri mjög langt
frá heimili hans; en skömmu síðar hefir
hann vilst og snúið aftur, því lik hans
fanst skamt frá túninu i Grörðum á öðrum
degi. Ölvaður hafði hann verið, og grun-
ur á, að hann hafi drukkið saftblöndu, sem
nú er mjög farið að tíðka i Hafnarfirði,
og hefir miður gott orð á sér; sá sem
saftina selur, sterklega grunaður um að
blanda saman við hana spíritus. Flaska
fanst brotin hjá líkinu og var snjórinn lit-
aður af saftinni úr henni. Maðurinn hét
Jón Jónsson frá Lásakoti, gamall maður
kvæntur; bjó þar i húsmensku.
Vitskertur kvenmaður, Salgerður
Marteinsdóttir, í Sviðholti á Álftanesi, stökk
nakin upp úr rúmi sinu og út, aðfaranótt
4. þ. m. Henni var þegar veitt eftirför,
en fanst eigi fyr en um morguninn og var
þá örend.
Dálagleg geðstjórn. Hr. ritstjórif
Eg get eigi stilt mig um að segja yður frá
ofnrlitlu at.viki, er eg var sjónarvottur að
rett á undan fyrri bæjarstjórnarkosningunni:
hérna, 5. f. m.
Eg var á gaugi hér um hæinn og sá,
hvar einn af landBÍns helztu og merkileg-
ustu embættismönnum stóð við húsvegg og
var að lesa eitt kosningarplakatið. Það
var hið bláa, með fulltrúatilnefningu þeirri,
sem kend var við ísafold og meiri hluti
kjósenda aðhyltist á kjördegi að meiri
hlutanum. Þar stóð ekkert annað en kurt-
eisleg tilmæli til »heiðraða kjósenda« bæjar-
ins um að kjósa þessa menn.
Þegar eg er genginn skamt fram hjá,
heyri eg eins og dálítinn smell, lit við og
sé þá, að höfðingi þessi hefir verið að rifa
niður auglýsinguna. Hann tætir hana því
næst snndur ögn fyrir ögn og stingur í
vasa sinn.
Mér varð að orði með sjálfum mér, að'
lítið legðist fyrir kappann, þjóðkunnugt,.
óskaplegt »mikilmenni«: að kunna eigi bet-
ur að stjórna geði sinu en að þurfa að
skeyta því a jafn-meinlausum pappírsmiða,
þó a ð hann væri sjálfur liá-»mongólskur«
PdU.
Aukaskipið frá Sameinaða félaginu,
Arno, kom loks sunnud. 1. þ. m., eftir 10'
daga ferð frá Skotlandi, vegna fádæma-
stórviðra; hafði mist úthyrðis töiuvert,
meðal annars 50 tunnur af steinolia af þil-
fari. Það hafði fullfermi af vörum hingað
til Reykjavikur eingöngu, nokkuð kol, og
er þó helmingi stærra en Laura.
Með þvi kom dr. Valtýr Guðmundsson
háskólakennari, er fengið hafði fararleyfi
frá embætti sinu til þess að vitja hingað
konu sinnar veikrar.
Við embættispróf I læknisfræði lauk
hér 29. f. m. Þorvaldur Pálsson, með 2,
einkunn.
Bæjarstjórnarkosningar. Mér er
sagt í dag, að einhver kosningaseðill sé á
gangi með mínu nafni sem bæjarfulltrúa-
efnis. Sé svo, er það án minnar vitundar
eða samþykkis.
6/2 1903.
Jón Ólafsson.