Ísafold - 14.02.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.02.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/8 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Dppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgeíanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstræti 8. XXX. áre. Reykjavík laugardagiim 14. febrúar 1903. 8. blað. JíuáÁutá JttaAýaAMV I. 0. 0. F. 8422087,. Raatobak. Störste Lager i Skandinavien; alt til Cigarfabrikationen henhörende anbe- fales til yderst billige Priser. Speci- alitst: Lyse Sumatra og Java Dæks- Bladrig Sedleaf- Java Omb. Felix Brasil m. m. OTTO PETERSEN & SÖN. Dr. Tværgade 81, Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum rnán. kl. 11—1 i spítalanum. Forngripaaafn op'ð mvd. og ld 11-—12. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. tí á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafu opið hvern virkau dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útiána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og 3. rnánud. hvers mán. kl. 11—1. Hroðalegt strand. í -SUipshöfn liggur úti 11 sólarhringa á Skeiöarársandi. Þrír krókna út af, og aðra þrjá skammkelur. f>ýzkt botnvörpuveiðiskip, Priedrich Albert frá Geestemunde, hefir strand- að í f. m. fyrir miðjum Skeiðarúrsandi, óraveg frá öllum mannabygðum, skip- verjar komist lífs á land, en legið úti 11 sólarhringa; og er hér ítarleg skýrsla sýslumanns (Guðl. Guðmundssonar á Kirkjubæjarklaustri) um þann atburð ullan, rituð 31. f. mán. •í gær kl. 2 e. h. kom hér sendi- xnaður frá Orustustöðum á Bruna- sandi og skýrði mér frá, að þangað væru komnir 8 eða 9 strandmenn þýzkir; þeir höfðu komið þar kl. 9l/2 i gær morgun; mundi hafa strandað úti fyrir Skeiðarársandi, a u s t a n Hvalsíkis. — þeir væri þjakaðir mjög og allflestir mikið skemdir af kali. — Eg kom að Orustustöðum kl. 7 e. h. í gærkveldi. Héraðslækninn tók eg með mér á leiðinni, frá Breiða- bólstað. Hann rannsakaði þagar skemd- irnar á mönnum þessum og telur 3 af þeim lítið skemda, en 6 mikið kalda og þó 2 eða 3 til stórskemda. Kölin mest á fótum og höndum. Búið var að mestu leyti að þíða kölin upp í köldu vatni og snjó, þegar eg kom austur eftir. Strandið sagði skipstjóri mér að væri »eftir ágizkun 10 mílur enskar vestan Ingólfshöfða, en 15 mílur enskar aust- an Hva!síkis«, — eða f y r i r m i ð j- um Skeiðarársandi austar- 1 e g a. f>að er á hinum hættulegasta og versta stað, sem til er hór með atröndinni allri,— upp frá sjó til jökuls eða fjalla, þar sem sumarvegurinn ligg- ur, nál. 5 mflur danskar, og þó enn lengra til mannabygða á hvora hönd sem farið er frá strandstaðnum — auk þeBS gangandi mönnum alófært, því Hvalsíki er öðru megin, auk fleiri ósa, og Skeiðarár-útföllin hinu megin, e n vötnin núalauð, enginn mann- heldur ís á þeim. Hérlendir menn, sem eiga rekarétt á fjörum á þessum stöðum — austan Hvalsíkis, en vestan Skeiðarár — fara þangað nær því aldrei um hávetrartímann og telja frágangs- sök, vegna vegalengdar og hættu, að fara á fjörur þær, nema að mannheldir ísar séu yfir öllum þessum mikla vatna- fláka framan til á sandinum; en ann- arra manna vegur en þeirra, er fjöru stunda, liggur þar aldrei um, hvorki sumar né vetur. Kunnugir menn segja, að frá næstu bæjum við Skeiðarársand séu menn að minsta kosti 4—5 klukku- stundir fram á fjörurnar, þó að ísalög séu yfir öllu og riðið sé greitt, og má af því ráða, hvílíkar vegalengdir þetta eru. Úti fyrir þessari hættulegu eyði- mörku strandaði skipið 19. þ. m. (jan.) kl. 10 e. h. Erost var nokkurt, nátt- myrkur og veður hvast, en drífa ekki mikil. Úr skipinu komust þeir kl. 2 um nóttina á land. Strandaði með hásjávuðu og féll svo út af því um fjöruna að miklu leyti. — Allir voru í fastasvefni á skipinu, nema varðmaður, og það fyltiat þegar af sjó, er það nam níðri í brimgarðinum. — Skip- verjar voru 12 og komust allir lifandi á land.— Úr skipmu hafa þeir nær því engu náð, nema nokkru af mat- vælum og einhverju litlu af fatnaði. þeir voru allir mjög illa búnir að klæðum. Nærfelt 11 sólarhringa hefir þessi skipshöfn því legið útiá Skeiðarársandi. Hinn 30. janúar kl. 9J f. h. komu þeir 9 menn, er þá voru lifandi, til mannabygða. jprisvar sinnum höfðu þeir reynt að vaða vestur yfir vatna- flákann, bæði fram á sandinum í beina stefnu vestur af strandinu, og eins ofar, uppi undir jökli, en alt af orðið að hverfa frá. Vötnin óvæð. Við strandstaðinn gerðu þeir sér skýli úr tunnum, sem skolaði úr skipinu, settu þær, í hring. mokuðu sand að og breiddu segl yfir. I byrginu voru þeir 3 nætur alls. þeir voru alt af að leitast við að finna mannabygðir, höfðu litlar vistir og kviðu því að verða hungur-morða. |>eir lágu svo úti á sandinum, þar sém þá þraut dag á göngum sínum, stundum á ísunum og stundum í skjóli undir sandhólum (•melakollum*). Fyrir 4 dögum hafði stýrimaðurinn af skipinu ætlað einn síns liðs að brjótast vestur yfir Hvalsíki. Hann hefir ekki sést síðan, og hefir eflaust druknað í vötnunum eða helfrosið á eyrunum í þeim. f>ann 28. janúar lögðu þeir enn á stað vestur að vötn- unum og höfðu þeir smíðað sér dá- lítinn timburfleka til að fljóta á yfir dýpstu álana og drógu hann vestur að Hvalsíkinu. f>ann 29. jan., fyrra hluta dags, voru þeir komnir að síkinu og þá sáu þeir til manna fyrir vestan síkið, sem þar fóru um, á leið á fjör- ur hérna megin vatnanna. f>eir gátu þó eigi á neinn veg vakið athygli á sér, en vegalengd svo mikil á milli, að köll heyrðust ekki, enda vindur við vestur. f>etta mun þó hafa hert á þeim aðtefla á fremstahluun með að komast vestur yfir, en 2 af mönn- unum urðu þar til, helfrusu báðir, annar austan við síkið, háseti af skip- inu, en hinn skildu þeir við dauðan á eyri vestan til í vatnaflákanum; það var 1. vélstjóri af skipinu. Svo fundu þeir sleðabrautina eftir þessa hérlendu menn og röktu hana þann dag (29.) til kvölds. Um nóttina höfðust þeir við undir bátflaki, er þeir hittu fram á sandin- um, um f mílu danska frá þæjum, og komu svo, eins og áður er frá sagt, þann 30. jan. kl. 9J f. h. að Orustu- stöðum á Brunasandi. f>ar býr fátækur einyrki; en það má óhætt fullyrða að alt, sem hægt hefir verið að gjöra til þess að líkna þessum þjökuðu mönnum, það hefir verið gert þar. Nánari skýrslu um ásigkomulag strandsins get eg eigi að þessu sinni sent. Skipstjóri segir, að skipið hafi alt verið brotið, þegar hann skildi við það, siglutré, þilfari, stjórnpalli o. fl., skolað burt og skipsskrokkurinn að mestu leyti sokkinn í sandinn. Eg sendi 4 menn í nótt frá Orustu- stöðum inn að Núpsstað og áttu þeir að fara í dag fram á strandstaðinn, ef hægt væri að gefa mér svo skýrslu um ásigkomulag þess. Tvo menn sendi eg til að leita að hinum dauðu mönnum og í nótt fór eg hér um bygðina til að útvega hesta og menn til þess að flytja hina sjúku menn á læknissetrið. það átti að gerast í dag og héraðslæknir ætlaði að sjá um flutninginn. Vegir eru hér vondir nú, mikill snjór á jörð, vötn flest auð eða illa mannheld, froBt hafa verið nokkur en ekki þó næg til þess að ísalög yrði trygg. Snjóhríð var í nótt og hefir venð síðari hluta dags í dag, svo hér hefir verið við mikla örðugleika að fást. Uppboð á strandi þessu geri eg ráð fyrir að auglýsa þegar eg fæ skýrslur um ásigkomulag þess; en eg tel vafa- samt að þar mæti nema ef til vill örfáir menn; það treysta sér fáir út á þær eyður um þetta leyti árs, þeg- ar dagurinn endist varla til ferðarinn- ar fram og aftur, þó að lítið sem ekkert sé staðið við á fjörunni og yf- ir vegvísal&usa sandauðn að sækja. Skipstjórinn fullyrti við mig, að litlu sem engu væri hægt að bjarga og að gózið mundi fráleitt borga kostnað við björgun og uppboð, enda má telja gózið verðlítið eða því nær verðlaust á þessum stað, vegna flutninsgörðug- leika til bygða. Sjúklingunum hef eg komið fyrir hjá héraðslækninum. Hvert þeir 3 menn, sem minst eru skemdir, verða ferðafærir undir eins, er enn eigi hægt að segja með vissu. En hinir 6 eiga án efa fyrir höndum nokkuð langa legu*. Guðfræðisprófi við háskólann hefir Gísli Skúlason lokið með I. einknnn. Siðdegisiuessa í dómkirkjunni á morg- un kl. 5. (J. H.). Bæj arstj órmirkosu ingin. Hin endurtekna bæjarstjórnarkosning fór svo 9. þ. m., að kosnir voru: 1. Björn kaupm. Kristjánsson.m. 359atkv. 2. Hannes Hafliðason skipstj. 302 — 3. Halldór Jónsson gjaldkeri 514 — 4. Kristján Þorgrímsson kaupm. 333 — 5. Magnús Einarsson dýralækn. 303 — 8.’ Ólafur Ólafsson dbrm. . 337 — 7. Tr. Gunnarsson bankastjóri 321 — Næst hlaut P. Hjaltested úrsm. 291 atkv.; þá Jón Jakobsson forngripav. 274; Jón Þórðarson kaupm. 214; ArinbjÖru bókb. 198; Jón Brynjólfsson skósm. 186; Magnús Blöndahl trésm. 161. H. J. fekk svona mörg atkv. vegna þess, að hann var á báðum aðalfulltrúa- efnaskránum. Alls kusu 580 af um 880 kjósendum. Hlaup fyrir lítið kaup. Ekki ferð til fjár. Lítið úr högginu, sem hátt var reitt. Sá átti erindið í Lónið. — þessir og þvílíkir málshættir fuku eins og örvadrífa um eyru þeirra bankavaldsliða um kveldið 9. þ. m., er hljóðbært varð um árangur af bæj- arstjórnarkosningabasli þeirra, — hinni endurteknu kosningu, er þeir höfðn verið valdir að með kæru sinni og síðan áfrýjun málsins til landshöfðingja, og því næst öllum þessum smáræðis- viðbúnaði, er hafður var af þeirra hálfu undir síðari kosningu. þá átti nú ekki til að sleppa, — sigurinn svo sem ekki að ganga þeim úr greipum! En svona skrítilega fór það samt. f>að fulltrúaefnið á skránni, sem kend var við ísafold, er þeir banka- stjóri og alt hans einvalalið börðust ákafast í móti, hlaut nú’langflest at- kvæðin, allra þeirra er kept var um. það fulltrúaefnið, er þeir hinir sömu sóttu fastast að koma að, en fallið hafði við fyrri kosninguna, — hann varð nú ekki meiri en hér um bil hálfdrættingur á við þann hinna kjörnu fulltrúa, er fæst hlaut atkvæði. Og svo annað eftir þessu. Greinilegri gat ekki ósigurinn orðið þeim til handa. f>að munu ókunnugir ímynda sér sumir, að barist hafi verið frá upphafi aðallega um bankastjórann sjálfan, og því muni ósigurinn minni en af er látið hér, úr því hann komst þó að. En það er gersamlegur misskilningur. f>að var aldrei lögð nein áherzla á, að bægja honum frá bæjarstjórn. Fjölda-margir að öðru leyti óháðir kjósendur, þeir er annars voru sam- taka um, að kjósa alveg eins og lagt var til í Isafold, áskildu sér að breyta það til, að kjósa hann, en sleppa fyr- ir það einhverjum hinna. Og við því var enga vitund amast. f>vi þessi fyllilega óháðu kjósendur, af ýmsum stéttum og flokkum, er komu sér saman um ísafoldar-fulltriiaskrána, en höfðu hann þar ekki með, töldu hon- um alls ekki ofgott að vera í bæjar- stjórn, úr þvi að hann langaði svo

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.