Ísafold - 14.02.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.02.1903, Blaðsíða 2
30 injög til þess, þrátt fyrir undanfarna reynslu, — þótt þeir kynnu ekki við að vera sjálfir að leggja það til, með- al annars vegna þess, að hann hafði virt að vettugi hið fyrra umboð kjós- enda með því að stökkva burt úr bæjar- stjörn um hríð fyrir engar sakir. fúngmálaflokkaríg vildu Framsóknar- flokksmenn hér bægja alveg frá bæj- arstjórnarkosningunum. Fyrir því tóku þeir á síua fulltrúaefnaskrá 2 eindregna mótstöðumenn sína undan- tarið og miðuðu að öðru leyti sitt val við alt annað en landsmála-afskifti. En hinir höfðu gagnstætt lag. f>ar mátti helzt ekki taka í mál í bæjarstjórn nema samflokksmenn. f>ar þótti sjálf- sagt að gera þessa kosningu að flokks- máli, og það — eftir stjórnbótarflokka- skiftingunni gömlu! Minna mátti ekki gagn gera. Og niðurstaðan varð sú, með ítrekaðri tilraun, að alls einn komst að, er ekki stóð á skrá Fram- sóknarflokksmanna (ísafoldar) —einn, af ellefu alls, að endurskoðendum með- töldum; og sá (Tr.G.) ávitanlegaað þakka á að gizka helming sinna atkvæða hinu sama og áður — bankafárginu. Ekki var þó ofsinn og óskammfeilnin f kosningabaráttunni af hálfu þeirra félaga minni nú en áður. f>að yrði ófögur lýsing, ef birt væri sönn og rétt. Fjárklúða segir «Norðurl.« síðast (24. f. m.) að hinn norski dýralæknir, hr. O. Myklestad, hafi verið búinn að finna á 17 bæjum í Eyjafirði fyrir framán Akureyri, beggja megin árinnar. En búist við að hann væri víðar. »Kláðinn hefir fundist eins á þeim kindum, sem reynt hefir verið að lækna síðan í haust, eins og öðrum. Hvorki baðlyfin né lækningamátinn hefir verið fullnægjandi til þess að lækna féð. Tóbak er ekki nægilegt hér í framhreppunum til þess að al- mennar baðanir fari fram. En hr. O. M. ætlar að gera tilraun með hér um bil 3000 fjár, vita hvort ekki tekst að útrýma kláðanum á þann veg, að að eins sýnilega kláðasjúkar kindur séu baðaðar tvisvar, aðrar ekki nema einu sinni. Takist það, ætti að mega útrýma kláðanum um land alt með þeirri aðferð, og það mundi verða mörg þúsund króna sparnaður. Hr. O. M. segir, að sérstaklega mikill á- hugi sé vaknaður á málinu hér fram f |firðinum, fólk sækist eftir að fá hann til að baða hjá sér, og þráirút- rýmingu fjárkláðans. Yfirleitt lízt honum mjög vel á samvinnu sína við lslendinga«. Verðlagsskrárnaállð. Út af hinni óskammfeilnu aðdróttun í málgagni snæfelska yfirvaldsins og bandamanna þess um daginn í tilefni af úrskurði yfirréttarins þess efnis með- al annars, að yfirheyra skuli téðan valdsmann ura það mál, hefir háyfir- dómarinn látið málgaguið birta sjálft í gær yfirlýsingu frá sér (háyfird.), er ber með sér, að sögusögn þess um á- greining meðal yfirdómaranna um téð- an úrskurð er tómt skrök frá rótum, eins og ísafold gizkaði á. Lagarfljótsbrúin. Henni á ekki undan að aka um alysin. Eftir því sem skrifað er aust- an að um miðjan f. mán., þá hefir fsrek farið með þá nýlega alt sem uppi hékk af henni, »27 járn, 1400 pd. að þyngd og alla stólpa«. — »|>að mátti ætíð við því búast, að svona mundi fara. Að ætla sér að girða yfir 100 faðma breitt fljót með þungum straum með tréstólpum, rekD- um ofan í aur, fljót, sem leggur á á hverju ári og er undirorpið sunnanveðr- um og rigningum um hávetur, — það er ekki annað en frámunaleg heimska; auk þess var brúin of Jág; grindina, sem járnin voru á, flaut fljótið yfir og sópaði þeim burt, og svo kom rek á ísinn og tók aJt sem eftir var, stólp- ana og járnin ofan á þeim«. „Margt er skrítið í Harmóníu“. Svo sagði kerlingin, og líkt má aegja um ýmislegt af því, sem haft er eftir bankavaldsliðinu víkverska um þessar mundir. Fyrst reynir það með öllu hugsan- lega móti að telja fólki trú um, að ekkert verði úr stofnun Hlutafélags- bankans; en þegar komnar eru fram svo óyggjandi sannanir þar að lútandi, að menn vita að engínn muni g e t a lagt trúnað á slíkt framar, þá er farið að stinga því að þeim, að — einn af starfs- mönnum Landsbankans muni verða baDkastjóri við hinn nýja banka! Allir hljóta nú reyndar að sjá, hversu hér er líklega skrökvað eða hitt þó heldur, eftir þvi, sem á undan er geng- ið í sögu bankamáhins. |>að er sem sé alkunnugt, að yfir- Ieitt hafa starfsmenn Landsbankans barist cueð hDÚum og hnefum á móti stofnun Hlutabankans — sá þeirra ein- mitt hvað svæsnast, sem nú er verið að ljúga í fólk að eigi að verða Hluta- bankastjóri, — og talið hana hið mesta tjón fyrir landið; og þar sem þeir hafa bæði í ræðu og riti látið í Ijósi, að þessi barátta þeirra stafaði af einskærri ættjarðarást, þá má nærri geta, hvort þeir mundu vilja ganga í þjónustu stofnunar, sem þeir telja sjálfir jafn- skaðlega fyrirlandið, jafnvel þóttþeim stæði það til boða og um nokkurn per- sónulegan hagnað kynni að vera aðtefla. Og ekki verða líkindin meiri, þegar lifcið er málið frá hálfu stofnenda Hluta- bankans. þ>ví það virðist þó hljóta að liggja í augum uppi, að þeim mundi sízt af öllu koma í hug að fara að velja sér banka- stjóra úr flokki hinna stækustu mót- stöðumanna bankans. En svo segja fróðir menn, að sum- um sendlum Landsbankaliðsins hér suður með sjónum verði ekbi mikil skotaskuld úr því, að hnekkja þessum mótbárum. |>eir kváðu gera ráð fyrir, að ætt- jarðarástín og sannfæringaraflið um skaðsemi stofnunarinnar muni verða létt á metunum, þegar hins vegar sé í boði launahækkun svo þúsundum króna skiftir; og er mikil furða, að vinir Landsbankans og starfsmanna hans skuli leyfa sér eigi virðulegri eða góðgjarnlegri getsakir en það. En þetta var nú um starfsmenn Landsbankans. Um stofnendur Hlutabankans segja þessir sömu menu, að þeir muni engu ráða um skipun bankastjór- anB. það verði bankaráðið, sem þar hafi tögl og hagldir, og í því verði þeir í meiri hluta, hinir kjörnu fulltrúar alþingis, ásamt ráðherranum eða umboðsmanni hans, landshöfðingj- anum. Og þá sé svo sem auðvitað, hvernig fari. En óhætt er að fullyrða, að þessi útreikningur reynist ekki réttari en getsakirnar í garð starfsmanna Lands- banbans. Að visu mun bankaráðið, þegar fram líða stundir, verða látið ráða, hvernig stjórn bankans er skipuð; en f fyrsta s i n n áskilja stofnendurnir sér einum rétt til þessa, með samþykki ráðherr- ans fyrir ísland. jþetta er og ekki nema sjálfsagt og ofur-eðlilegt, þegar litið er til þess hvernig meiri hlutinn á síðasta alþingj kaus í bankaráðið og hver ummæli hann lét fylgja kosningu sinni í ávarpi því til þjóðarinnar, sem hann gaf út sama daginn, þar sem hann lýsir því yfir, að hann ætli sér einkum að láta sér ant um vöxt og viðhald k e p p i- n a u t s Hlutabankans (þ. e. Lands- bankans), en ætli sér ekki að sinna honum sjálfum frekara en það, að »amast« ekki við honum. Allir geta nú séð í hendi sér, hversu girnilegt væri fyrir stofnendur Hluta- bankaus, að trúa mönnum með slíku markmiði fynr fé sínu, og það öðru eins stórfé eins og hér er um að tefla, án þess að geta ráðið sjálfir nokkru verulegu um, hvernig því verði stjórnað. J>etta dettur þeim auðvitað ekki í hug að gera, og því áskilja þeir sér rétt til að skipa stjórn bankans sjálfir í fyrsta sinn. Og engum þarf að koma á óvart, þó þeir skygnist fremur eftir banka- stjóraefni meðal fylgismanna bankans en meðal andstæðinga hans; enda kvað þegar hafa verið leitað hófanDa við einn mikilhæfan, þjóðkunnan F r a m- sóknarflokksmann um. hvort hann mundi vera fáaDlegur til að taka að sér annað bankastjórastarfið. En hinn bankastjórinn er ætlast til að verði danskur maður, alvanur banka3törfum þar, sem bönkum er stjórnað af nauð- synlegri þekkingu. Akureyrarbúar voru í haust orðnir rétt að segja 1500. |>ar skyldi endurnýja í vetur, um áramótin, bæjarstjórn að nokkru leyti, og hlutu þeir kosningu: Páll Briem amtmaður og J. V. Havsteen konsúll. Kláðabaðanir eystra. Bændur þeir í Vallahreppi, er höfðu tekið sig saman um í haust að neita að baða fé sitt, hafa nú, eftir frásögn »N1.«, bætt ráð sitt og látið undan, með þeirri umbeðinni tilhliðrun frá fyrirmælum amtsins, að ekki þurfi að hafa kindur niðri í leginum lengur en 1—2 mínútur, og að hitinn á baðleg- inum megi vera eftir vild þeirra. Full- yrt höfðu þeir í haust, að enginn kláði mundi til vera í Múlasýslum sunnan Lagarfljóts. En hrútur fanst þó í haust útsteyptur í kláða á Egilsstöð- um á Völlum; hann átti heima á öðr- um bæ þar í sveitinni, þar sem kJáði hafði verið í fyrra. Eigandinn sótti hrútinn, reiddi hann heim til sín og— gróf í jörðu niður. Dáiiin er Hallgrímur Jónsson hreppstjóri og dannebrogsmaður á Staðarfelli í Dalasýslu; hafði hann bú- ið þar full 30 ár við mikla rausn og mikils metinn. findurskoðunarmenn bæjarreikninga Eeykjavíkur voru þeir kosnir aftur í fyrra dag, Gunnar Einarsson kaupm. og Hannes Thor- steinsson cand. juris, til næstu 6 ára, með rúml. 30 atkv. J>ar var minna um kapp en í bæjarfulltrúakosninguu- um. Bæjarstjúrnarkosning; á ísafirði í vetur kvað hafa orðið í meira lagi gölluð, af alt öðru vísi lög- uðum annmörkum og saknæmari en hér. Kært var yfir henni til bæjar- stjórnar og hennar úrskurði áfrýjað til landshöfðingja eða átti að áfrýja, en mun hafa orðið ekki tregðulaust. Landsbúnadarlélagið. Með ferðastyrk frá þvi fór hr. Sig. ráðunautur Sigurðsson utan nú með póstskipinu til að kynna sér nýjustu búnaðarframfarir í Danmörku og Nor- egi. Er væntanlegur aftur 5. júní. Frá útlöndum hafa ísafold boriet fréttir í blöðum (enskum) til 2. þ. m. þ>ar segir munu lokið vera uppreisninni í Marokko; hermálaráðherra soldáns hafi sigrast á uppreisnarliðinu og höndum tekið höfð- ingja þess, þann er til ríkis barðist. Sama þjarkið um Venezuela-málið. |>jóðverjar skutu á kastalavirki eitt í Venezuela um 20. f. m., San Carlos, og gerðu mikil spell; en ekki gafst það upp. þ>að tiltæki mæltist illa fyrir. Venezúelamenn gera þann kost til sátta, að öll erlend ríki séu gerð jafn- rétthá um fjárheimtur þeim á hendur; en þeir félagar þjóðverjar, Bretar og Italir, vilja hafa óskertan forgangsrótt. Gnfuskipið Scandia frá Mandal' (vanal. i förum fyrir B. Guðm.) kom 9. þ. m. frá Englandi með saltfarm til Asgeirs kaupm. SigurDssonar. Aultaskip »Arno«, frá Samein. fél. lagði á stað aftur héðan i fyrra kveld, á- leiðis til Spánar, með tóma seglfestu. Til Thor Jensens (Godthaahs-verzl- unar) kom í gœrmorgun hingað gufuskip með saltfarm frá Englandi; kom nokkrum dögum áður í Hafnarfjörð. Póstgufuskipið Laura (Aasberg) lagði á stað héðan út 10. þ. m., samkvæmt áætlun, og með henni fjöldi farþega, flest kaupmenn: Konsúll |D. Thomsen, Björn Kristjánsson, Siggeir Torfason, Gunnar Gunnarsson, W. Ó. Breiðfjörð, Erlendur Erlendsson, verzl.m. Jón Bjarnason — allir úr Evik; Garðar Grislason frá Leith, Jóh. Möller, Blönduósi; Ól. Arnason, Stokkseyri; Ólafur Benjamínsson verzl.m. frá Dingeyri; slökkviliðsstjóri Matth. Matthíasson, Rvík; enn fremur Tr. Grunnarsson bankastjóri, Magnús snikkari Blöndahl; Einar Benedikts- son málflytjandi ásamt konu sinni; Carl Lárusson (Lúðvígssonar — til Manchester til dvaiar), Skúli Tboroddsen og Sigf. Ey- mundsson. V eðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1903 1° « í»- <t> cx œ Í 3 crq 3 3 £ febr. fí CK? 3 rrr- e-t- >~t nr 8 ox .3 3 P co 3e r-i Ld. 7.8 738,1 -6,9 NNW 2 5 -8,2 2 745,6 -7,9 NNW 2 6 9 750,5 -8,3 NNW 2 3 Sd. 8.8 756,2 ■12,3 E i 21 -13,3 2 759,5 -8,6 E i 2 9 756,4 -4,4 E i 5 Md. 9.8 748,8 2,8 S i 10 4,4 -14,0 2 741,0 3,8 SB 2 10 9 734.7 731.7 2,7 s 1 10 Þd. 10.8 1,6 w 1 10 1,4 0,4 2 744,3 -0,4 NW 1 10 9 749,8 -1,1 w 1 10 Mvll.8 753,8 0,7 w 2 7 4,1 -3,5 2 760,8 -2,5 w 1 7 9 766,0 -4,2 WNW 1 4 Fd.12.8 769,1 -8,0 E 1 tö -9,1 2 771,0 -4,1 ENE 1 10 9 766,5 -3,9 E 2 10 Fsd 13 8 757,0 3,2 E i 10 6,8 -9,1 2 756,8 2,5 E i 10 9 757,8 1,2 E 0 10 Euginn fundur á morgun, held- ur næsta sunnudag. Tii leigu frá 14. maí n. k. 4 herbergi með eldhúsi og geymsluplássi. Upplýsingu gefnr Magnús Jónsson við Brydes-verzlun. í Edinborg fást ágæt V í N B E R að eins 0,75. TÓMAR sÍQÍnoliutunnur kaupir C. Zimsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.