Ísafold


Ísafold - 28.02.1903, Qupperneq 1

Ísafold - 28.02.1903, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (bO ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/j doll.; uorgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). # Uppsögn (sk.ifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 28. febrúar 1903. 10. blað. jfíuáÁiífó yffa/iýO'tuiL I. 0. 0. F. 84368*/^ Raatobak. Störste Lager i Skandinavien; alt til Cigarfabrikationen henhörende anbe- fales til yderst billige Priser. Speci- alitet: Lyse Sumatra og Java Dæks Bladrig Sedleaf. Java Omb. Felix Brasil m. m- OTTO PETERSEN & SÖN. Dr. Tværgade 81, Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11 —1 í spltalanum. Forngripasafn op'ð mvd. og ld, 11—12. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 <og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbólcasafii opið hvern virkan dag :k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útiána. Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlcekning ókeypis i Pósthússtræti 14 b 1. og 3. mánud. hvers máu. kl. 11—1. Jarðarbætur buuaðarfélaganna °g búnaðarstyrksreglurnar. Eftir Siyurð ráðunaut Sigurðsson. II. (Síðari kafli). f>á eru ýmsir, bæði skoðunarmenn og aðrir, sem þykir sum fyrirmælin í búnaðarstyrksreglunum óljós og vafa- söm. í almennu skilyrðunum, tölul 3 staflið c. segir, að jarða’oótaskýrslan skuli útgefin af stjórn félagsins. Sumum formönnum búnaðarfélag- anna hefir skilist þetta svo, að með þessu væri það stjórn félagsins eða formaður þess, sem bæri ábyrgð á þvf, að jarðabæturnar væru rétt mældar og skýrslan rétt. En svo er alls eigi; enda næði slíkt engri átt. |>á þyrfti formaður félags- ins að vera með skoðunarmanninum á skoðunarferð hans; en til þess mun alls eigi ætlast. það er skoðunar- maðurinn, sem ber veg og vanda af skýrslunni, að jarðabæturnar séu rétt baldar og vel af hendi leystar, enda er hann skyldur að votta að svo sé. Með undirskrift fólagsstjórnar eða for- manns er átt við, að þar með sjáist, að félagíð hafi skipað sér stjórn, svo sem heimtað er. Fyrirmælin um torfgarða eru mörg- um furðu-torskilin. í reglunum, stafl. c., tölulið 5, seg- ir svo, að garður úr torfi skuli vera 3 fet á hæð og 4—5 fet á breidd að neðan. — f>að er svo sem auðvitað ekki ætlast til, að þessir garðar séu teknir gildir, nema því aðeins, að þeir sé á einhvern hátt gerðir g r i p- b e 1 d i r. f>etta sést ljósast og bezt, þegar gætt er að skýringunum, tölul. 2. f>ar segir svo: »Sé girðingin eigi gripheld að áliti skoðunarmanns, e n d a þótt hún að hæð og breidd fullnægi regl- um þessum, og skal hún því að eins fullgild talin, að hún sé gerð gripheld með vír- streng eða á annan jafn- tryggan hátt« o. s. frv. Samkvæmt þessari skýringu er því auðsætt, að torfgarð, sem er 3 fet á hæð, o. s. frv., má því að eins taka gildan, að haun sé gerður gripheldur með vírstreng eða á annan hátt, enda er slíkur garður ella ónógur til girð- ingar. Naumast þai-f að taka það fram, vegna hvers ekki er heimtuð meiri hæð á garðinum. En þess skal þó getið til skýringar, að háir torfgarðar þykja að flestu leyti léleg jarðabót, sökum endingarleysis og ónógrar varn- ar. Meðan eigi var kostur á gadda- vír„og hann nær óþektur, var það af- sakanlegt, þó hæðin á torfgörðum í eldri búnaðarstyrksreglunum væri ekki höfð meiri. En nú eru tímarnir breyttir, og er því engin ástæða til að binda sig við, að hafa þá mjög háa, því frem- ur, sem það er talinn ókostur, — garð- urinn því endingarminni, sem hann er hærri. Torfgarðar 3 feta háir geta enzt lengi, ef þeir eru vel gerðir, og með 1 umferð af gaddavír veita þeir trygga vörn. Ennfremur greinir menn á um gadda- vírsgirðingarnar eða gildi þeirra til landssjóðsstyrks. Sumir ætla, að eigi muni leyfilegt að taka gilda gaddavírs- girðingu með mjóutn teinum, og vitna þar til reglnanna, stafl. c., tölulið 6. f>ar er svo fyrir mælt, að taka megi vír- girðingu 3-þætta, með járnstólpum og tryggri undirstöðu. En í skýringunum, tölul. 6, segir svo, að vírgirðing megi telja þvíaðeins trygga, að»járnstólparnir séu festir í keng eða stöðuga undir- stöðusteina, eða á annan hátt svo um stólpana búið, að þeir eigi raskist, þótt gripir ráðist á girðinguna#. Eg fæ nú ekki betur séð en að eftir þessu sé heimilt að taka í jarða- bótaskýrslurnar vírgirðingu með sívöl- um járnteinum, er gangi 3 fet niður í jörðina og sé að minsta kosti 3-þætt, og að öðru leyti vel frá henni gengið. I sandi eða lausri jörð geta teinarnir sveigst til á annanhvorn veginn; en annarstaðar naumast mikið, e f þeir eru reknir nægilega langt niður, vírinn vel strengdur og hornstólparnir traustir. Jafnvel þó eg telji þessa vírgirðingu ekki eins trausta og þá, þar sem stólp- arnir eru festir í steina eða berg, þá er það eftir mínum skilningi ekki ó- heimilt eða brot á móti búnaðarstyrks- reglunum, að telja slíka girðingu í jarðabótaakýrslu góða og gilda. Fríkirkjan nýja í Reykjavík var vígð sunnudaginn var, 22. þ. m., af síra Ólafi Ólafssyni ritstjóra, væntanlegum presti safnað- arins. |>að er allveglegt guðshús, lík- lega snotrasta kirkjan á landinu. Hún er 20 álna löng og 18. á breidd, vegg- hæð 12 álnir og risið 6. Turn 40 ál. frá jörðu og 7 álna stöng upp af, með krossi á endanum. Innanprýðirkirkj- una mjög vönduð krosshvelfing, með sömu gerð og í Frúarkirkju í Khöfn, og eúlnahöfuð með prýðilegum út- skurði eftir Stefán Eiríksson. Vegna breiddarinnar er kirkjan furðurúm- góð, hefir sæti handa nær 600 manna uppi og niðri; full 1000 komust fyrir í henni vígsludaginn. Tólf hundr- uð vita menn hafa komist fyrir í dóm- kirkjunni mest; meiri er ekki mun- urinn. Kostað hefir kirlcjan þessi þannig upp komin nær 20 þús. kr. Organ vantar enn í hana, en er pantað, fyr- ir um 4J/2 þús. kr.; svo og ljósahjálm. Ráðgert helzc að fá í hana rafmagns- lýsing, og er gizkað á að mundi kosta nál. 2000 kr. að koma henni upp. það er meir en lítið þrekvirki af fátækum söfnuði, að hafa komið sér upp á sínar spýtur jafn-vönduðu guðs- húsi. þ>að munu vera í honum um 1000 sálir, langflest fátæklingar, sumt bjargálnamenn, en örfáir efnamenn, varla nema tveir eða þrír. Enginn úr flokki hinna meiri háttar borgara bæjarins, sem svo eru kallaðir, svo sem embættismenn eða kaupmenn. Fyrir kirkjusmíðinni hafa þeir stað- ið aðallega, Jón Brynjólfsson skósm., Gfísli Finnsson járnsm. og Arinbjörn Sveinbjarnarson bókbindari. En yfir- smiður hefir verið Sigvaldi Bjarnason, og Bertelsen málað hana; þeir þykja hafa leyst sitt verk mætavel af hendi. Húsið er þeim öllum til mikils sóma. Hvíta-bíindið. Að hverju starfar Bindindisfélag ís- lenzkra kvenna eða Hvítabandið, er það er stundum nefnt? |>að eru margir, sem spyrja að því. Vér viljum skýra hér stuttlega frá, hvað Reykjavíkurdeild félagsins hefir unnið 8iðastliðið ár. Hvíta-bandið hefir haldið fund í mánuði hvörjum til að ræða málefni sín og auka samvinnu og áhuga með- al félagsmanna. Hvítabandið hefir látið úti 69 potta af mjólk að meðaltali um mánuðinn eða 828 potta yfir árið til fátækra sjúklinga hér í bænum. Hvítabandið hefir lánað fátækum sjúklingum hér 120 rekkjuvoðir af Iíni, sömuleiðis koddaver og skyrtur. þ>essum fatnaði hefir félagið séð um þvott á. Hvítabandið hefir greitt 42 krónur fyrir aðhlynningu á fátækum sjúkl- ingum. Hvítabandið sendi eina stúlku til »Royal Infirmary« í Edinborg til að læra hjúkrunarfræði og sá henni fyrir nauðsynlegum farareyri. Hvítabandið tókþáttí »veitingahúss- verðinum* í fyrra vetur. Hvíta bandið stóð fyrir samkomu þeirri er Dr. Clark frá Boston hélt hér í sumar sem leið. Telja mætti mjög margt fleira sem Hvítabandið hefir starfað síðan 1895, að það var stofnað hér á landi. Hvítabandsdeildin á Bíldudal, sem frú Ásthildur Thorsteinson er forseti fyrir, hefir t. d. komið upp styrktar- sjóð fyrir ekkjur druknaðra manna þar, og m. fl. Deildin á Akureyri, sam frú Ragn- hildur Jónsdóttir er forseti fyrir, hefir opt gengist fyrir að hjálpa þeim, sem bágt hafa átt þar í bænum. Hver er skuldbinding Hvítabandsins? Sú, að neyta einkis áfengis og að veita það ekki fyrir sjálía sig. Árstillag í Hvítabandinu er 50 aurar fyrir kvennmenn, og 1 króna fyrir karlmenn. Hvítabandið beldur fundi fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 8 síð- degis í Melsteðshúsi. |>eir, sem kynnu að vilja gerast fé- lagsmenn, eru velkomnir á fundina. Félagsstjóruin. r Onýtt ráðagerð. Hin nýja bæjarstjórn hér er nú loks sezt á rökstóla, og verður ekki »rudd« úr þessu. En minstu munaði þar. f>að mátti heita tilviljun tóm, að síðari kosningin ónýttist ekkí líka. f>á hefði leynifélagshöfðingjarnir fengið sinni fyrirætlun framgengt: að gild kosning færi eigi fram fyr en farið væri að íækka í bænum um viðsjála kjóseudur — viðsjála frá þeirra sjónarmiði. f>eir eiga það upp á lausmælgi eins þ e i r r a manna, að það lánaðist ekki. f>egar síðari kosningin var auglýst, var svo komist að orði, að kjósa skyldi »7 bæjarfulltrúa«. Kjörstjórnin eða oddviti hennar hafði litið svo á, sem ónýtingarúrskurður landshöfðingja ætti að eins við bæjarfulltrúakosning- una, en ekki endurskoðendakjörið, þótt farið hefði fram jafnhliða, á sama kjörfundi (5. jan.) f>ví að bæði í kærunum sjálfum, áfrýjuninni og loks í úrskurði landshöfðingja hafði að eins verið talað um »bæjarstjórnarkosningu«, þ. e. hún kærð og ónýtt af lands- höfðingja, en hvergi minst á kosningu endurskoðunarmanna; enginn kært hana o. s. frv., og naumast hægt að celja þá með »bæjarstjórn«. En hitt kvisast þó einhvern veginn, eftir að ný kosniug var auglýst með fyrtéðum hætti (»7 bæjarfulltrúa«) að úrskurðinn muni eiga að skilja hins vegar og því beri einnig að auglýsa nýja endurskoðendakosning. Og þá glappast það út úr einum kappanum hinna: »Ef okkur líkar ekki kosningin (9. febr.), þá látum við auðvitað ónýta hana«, — sem sé fyrir það, að hún hafi ekki verið rétt auglýst: endur- skoðendum slept. f>essi lausmælgi náungans þess var tilefni að því, að ný endurskoðenda- kosning var einnig auglýst nokkrum dögum síðar og hinir þar með sviftir allri von um nýja ónýting, »e f þ e i m líkaði ekki kosningin«. Nærri má geta, hvort ekki muni hafa komið scr illa, að ekki var hægt að fá sfðari kosninguna ónýtta, svo hrapallega illa sem hún tókst — frá þ e i r r a sjónarmiði. f>es8 þarf naumast að geta, að því ganga menn að vísu, að þessi ráðagerð hafi alls eigi verið á vitorði lands- höfðingja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.