Ísafold - 28.02.1903, Side 2
38
Sjónleiííar
f>au frú StefaDÍa Guðmundadóttir
og hr. Árni Eiríksson, sem ekki hafa
leikið hér í vetur, en eru vitanlega
langfaerustu leikendur hér, lögðu sam-
an um að sýna list sína í Iðnaðar-
mannahúsÍDU í fyrra kveld og gær-
kveldi í 4 smáleikum, þar sem ekki
eru nema 1 eða 2 persónur í hverjum,
öllum þýddum úr dönsku.
Eitt af þeim, Hjartsláttur Emilíu,
hefir verið leikið oft áður (frú Stef
anía), en hitt eigi fyr fyrir almenningi.
f>að var »Umsækjandinn« (Suppli-
kanten, eftir sama höf., J. L.Heiberg),
«Hún vill verða leikmey« og »Hinrik og
Pernilla«. |>au Edv. Jensen og hans
kona, frá Khöfn, léku hér fyrir mörg-
um árum eitt þeirra, á sinni tungu,
Hun vil spille Komedie (eftir P.Engell).
Hinrik og Pernilla er eftir Dubois. Allir
eru leikir þessir fjörugir og skemti-
legir, ea ekki mikið í þá spunnið.
Húsfyllir var, og fram yfir það, bæði
kveldin; aðgöngumiðar allir pantaðir
löngu fyrir fram; — svo er mikið lát-
ið af leikendum þessum, og ekki um
skör fram, eftir því sem hér gerist.
Enda brugðust þau ekki vonum í þetta
sinn.
Aldrei á að leika neitt af þessu
í veturframar, að auglýst er, hvernig
sem gengur að efna það.
Sama aðsókn alla tíð að að Skip-
inu sem sekkur.
Nú er Leikfélag Eeykjavíkur að
búa sig undir að leika Víkingana á
Hálogalandi.
Póstpoki týndur og fundinn.
f>riðja í jólum Jhrepti pósturmn
frá Borgum til Kirkjubæjarkl. ofveður
austan við Kolgrímu. Áin var stífluð
af krapi og hann varð að fara upp
með henni að austan inn undir Skála-
fellsfjall. f>ar var veðrið byljóttara
og einn stormsvipurinn sleit koffortin
af hestinum; læsta koffortið hrökk upp
og flutningurinn tættist úr því, og lá
við sjálft, að alt færi í ána; hestarnir
fældust og pósturinn ætlaði ekki að
geta við neitt ráðið; frost var og snjó-
hríð nokkur. Hann gat þó að lokum
týnt saman flutninginn, blaðastranga,
póstpoka o. fl.; en einn pokann fann
hann ekki, pokannfrá Egilsstöðum til
Kirkjubæjar. Hann ieitaði og menn
með honum næsta dag, en varð frá
að hverfa við svo búið. En 20 dög-
um eftir faDn bóndinn á Skálafelli
pokann á skör rét't við ána. Leysing-
ar höfðu verið í millibilinu, og má það
hepni heita, að pokinn tapaðist ekki.
I honum var nokkuð af peningum og
meir en 20 bréf. Flutningurinn var
furðulítið skemdur. (Eftir bréfi).
Dalasýsla 31. jan. Héðan eru eigi
miklar fréttir.
Heilsufarið á mönnum er gott og skepnn-
höld einnig i géðu lagi.
Tíðin hefir um tima verið nokkuð úr-
fellasöm og hvassviðri ott mikil, en hagar
eru hér ágætir enn og útlit gott með hey-
birgðir.
Um landsmál er mjög litið rættt hér nú
og menn víst litið farnir að hugsa fyrir
næstu kosningum. Ofurlitla tilre.un hefir
Guðjón frá Ljúfustöðum (Kleifum) gert í
Saurbænum til að reyna að smeygja sér
inn í þessu kjördæmi við næstu kosningar;
en óliklegt þykir að honum verði auðið að
ná hér þingmensku, því fáir munu vilja
hafa bann. Björn sýslumaður og sira Jens
eru taldir vissir að bjóða sig hér i vor
fyrir aiþingismenn, og þykir mörgum trúleg-
ast, að sírajens hafi það nú, þvi að hann
er öllum vitanlega miklu meiri þingmaður
heldur en hinn. En flokkaskiftingin, sem
rar i fyrra og þá mátti teija eðlilega, er
nú vist alveg dottin úr sögunni, enda er
engin ástæða til að hún haldist lengur,
þar sem mál það, sem olli henni, hefir hlotið
samþykki beggja flokka í nýrri mynd.
Það mun því nokkuð erfitt, að nppvekja
flokkaskiftinguna aftur hér; að minsta eru
það þá mennirnir eigi málefnin, sem um
verður barist; en slíkt ætti hvergi að vera.
Unglingaskólinn í Búðardal gengur vel
í vetur; þar hafa verið 12 nemendur fyrra
kenslutímabilið og þó enginn úr þremur
vestustu hreppunum í sýslunni, sem er
hörmulegUsinnuleysi, því skólinn er ágæt
stofnun til almennrar ’alþýðufræðslu og
mætti alls|eigi leggjast niður. Síðara tíma-
bilið er^búist^jvið* að^enn “fleiri verði i
8kólanum.fgSkólanum. er skift í tvær deild-
ir og því verða kennararnir að vera tveir.
Það mun varla unt að hugsa sér svo
góða mentun sem skólinn veitir, nokkurstað-
ar ódýrari fyrir nemendurna. Skólinn er
vist einn al þeim fáu skólum landsins (að
undanteknum barnaskólum), sem er sameigin-
legur fyrir pilta og stúlkur, og þó fer það
vel úr hendi.
Það er annars afleitt, að í öllurn stærri
kaupstöðum landsins að minsta kosti og
sjóþorpum skuli eigi vera til unglingaskól-
ar, eða*fræðslnstofnanir, sem taki við af
barnaskólunum; því bæði er barnaskóla-
fræðslan í sjálfu sér ónóg og gleymist þar
að auki fljótt, þegar hún fær ekkert áfram-
hald eða viðhald. I stað þess að fræðast,
venjast því unglingarnir á iðjuleysi og ó-
reglu á vetrum, þegar atvinna er engin eða
lítil. (Niðurl.).
Ódrengileg- barátta. Höfundur skag-
firzka fréttabréfsins, sem birt er í Þjóðólfi
5. des. f. á., þykir mér skrifa miður góð-
gjarnlega um helztn mennina í Skagafirði,
þar sem hann segir, að einn valtýski bur-
geisinn hafi sagt í haust, þegar frétt var
að stjórnarskrárfrumvarpið hefði verið
samþykt, að það þyrfti ekki lengri tima
til að fella pað á nœsta þingi en gengið
hefði til að samþyklcja það nú.
Burgeisnafnið sýnir, að bréfritarinn á
hér við einhverja málsmetandi menn í
sýslnnni, þvi þó bann nefni einn, þá má
ráða af orðunum, að hann þykist vita af
fleirum. En þar eg er viss um, að slíkir
menn, sem hefðu látið sér aðra eins fjar-
stæðu til hugar koma, að hægt væri að
fella frumvarpið að sumri, eru hér alls
ekki til, þá kom mér þessi bréfkafli mjög
á óvart, þvi eg vissi ekki áður, að við
ættum pólitiska stigamenn í sýslunni.
Páll amtmaður Briem lýsir þeim snildar-
lega í Norðurl. 20. des. f. á., og vildi eg
mega biðja greinarhöfundinn að lesa þá
ritgerð rækilega, og hafa síðan ráð amt-
mannsins, að berjast hér eftir drengilega
fyrir áhugamálum sínum. Og sjálfsagt
ætti hann ekki að gera það oftar, að
skrifa tilhæfulausar ófrægðarsögur um þá,
sem ekki hafa að öllu verið honum sam-
mála, og láta svo Þjóðólf hlaupa með þær
um alt land sem nafnlans'ar sendibréfs-
fréttir, þvi það er sannarlega ódrengileg
harátta.
22/, 1903. 6. S.
Strsindmennirnir
þ/zku austan af Skeiðarársandi komu
hingað fyrir hina helgina, 4 þeirra, þar
á raeðal skipstjóri, og komust hóðan
með gufuskipi Jadar (Thor Jensens) 24.
þ. m. Þeir létu einstaklega vel af allri
meðferð á sér hér. Hinir 3, félagar
þeirra, liggja í sárum eystra, eftir kalið.-
Þegjandi fyrirlitniug.
Úr bréfi frá Guðl. sýslumanni Guð-
mundssyni 31. f. m.: »Einhver pólitísk-
ur vikadrengur þeirra »hinumegin« er
að sveigja að mér einhverju botnleysu-
þvaðri í «|>jóðólfi». |>að munu nú flestir
hugsandi menn á landinu vera farnir að
þekkja, hvaða mark er á slíku takandi.
|>að eru skynlitlir menn, sem glepjast
láta af þess háttar rógburði nafnlausra
fáfræðinga ; en uóg er illkvitnin. —
Slíku svara eg ekki öðru en með þegj-
andi fyrirlitDÍngu*.
Þilskipaflotinu hér er nú sem óðast
að búa sig; ábyrgðin gengur í gildi á
morgun. Toiler (G. Zoéga) reyndist hafa
mjög litið skemst og talið npp á að gera
megi hann jafngóðan viðstöðulaust.
Trippavals.
TækiíœrisljóT>, sem Árni Eiríksson syngur i
leiknum, Hún vill verða leikmey.
Dönsum nú milli fjöru’ og fjalls
fallegan, nýjan trippavals',
kveðum um bæjarkosningar,
kærur og deilur isfirzkar.
Kveðum um alt, sem kveða má,
kveðum um landvörn, stjórnarskrá,
stígum svo öll í einum svip
á Indriða skip.
Styrjöld er vakin nú á ný, —
nóg er oss boðið oft af því; —
koinu hér fram við kosningar
kynlegir, nýir þjóðflokkar.
Eeyndu þar með sér ryskingar
Bauðhöfðar, Blámenn, Mongólar,
Pistólu skutu’ og gáfu’ ei grið,
er glatað var frið.
Blámönnum stefndi Björn á íund,
brattur á velli’ og fast’r i lund;
Mongólum Tryggvi fylkti fram,
fengu þar margir góðan »dramm«.
Ruddust þar að sem rammefld ljón
Rauðhöfðar með hann sira Jón,
púðri þeir hleyptu’ af pistólum
úr pappirum.
Þegar svo dagur þrotinn var,
þá vora fallnir Mongólar;
Rauðhöfðar flúnir fjalla til,
földu sig inn við Kiðagil.
Eltu það lið, sem undan hljóp,
æpandi Blámenn siguróp;
þá var nú kátt i þeirra sveit,
já, það eitt ég veit,
Yestan að sögð er voðatið
vofir þar yfir blóðugt strið;
kallað er þar við kosningar
kæmi fram isfirzkt réttarfar.
Laxdal þar stóð með hjör í hönd,
Hannes með reiddan lagavönd,
skeyti þeir sendu’ á Skúla haus,
svo skrattinn varð laus.
Helgi er nefndur halur þar,
hafði sá mestu virðingar,
löngum hann sat við Laxdals borð,
lifði við bezta frægðarorð,
þangað til nú hann þaðan gekk,
þegar hann Manga kauB af hrekk.
Landrækur þá var lýstur hann
og Laxdah í bann.
»Blæs nú ei hlýtt frá Hornströndum«,
heyrum vér titt á Vestfjörðum,
þegar hann Kári hvin við hnjúk,
hristir úr malnum þorra-fjúk.
Eins er og sagt um isfirzk mál:
Eldur er þar í hverri sál
eitthvað ef horfir öfugt við
þeim almenna sið.
Rætt er og margt um Reykjavik,
ráðgjafann og hans »pólitík«,
Rússakóps-grey, er reika um
sem rottur í norður-höfunum.
Landvörn er þotin strax á stað,
stefna vill brott þeim rílcis-vað,
land vort sem er að lima inn
í >lagarinn« sinn.
Alt má nú gera’ í einum svip.
Indriði liefir smíðað skip;
ekki fer það um saltan sjó,
sökkur á hverju kvöldi þó.
Sorgmædd er þar hún Sigríður,
syngur og grætur Brynhildnr.
Það er oss sýnt i þessum leik,
hvar þjóðin er veik.
Plausor.
* *
*
Aths. Þjóðflokkanöfnin, sem talin er
upp í kvæðinu og komu upp í bæjarstjórn-
arkosningar-styrjöldinni hér í vetur, í gamni,
er dregin af litnum á kjörseðlunum, er þá
voru notaðir. Sá flokkur hlaut Mongóla
nafn, er kaus með gulum seðlum, en þeir
skírðu aftur aðal-andstæðinga sina Blámenn,
vegna blárra kjörseðla þeirra; Rauðhöfðar
höfðu rauða seðla, fáliðuð sveit, er fyrir
réð uppgjafa-kennimaður nokkur; loks var
dálitið félag eða flokkur, er sig nefndi
Pistólu og barðist sér.
Erekari skýringa mun bragur þessi ekki
við þurfa.
Bæjai'nefndir. Þess var ógetið í bæj-
arnefndaskránni um daginn, að ennfremur
er bæjarfógeti i nefndunum öllum, nema
veganefnd og skólanefnd, og hvarvetna for-
maður. Svo er og dómkirkjuprestur í
skólanefnd, og héraðslæknir i heilbrigðis-
nefnd.
Sjómannaguðsþjómista í dómkirkj-
unni á morgun kl. 5 síðdegis (J. H.).
Farþegar með Laura um dattinn ónefnd-
ir síðast: Bjarni Jónsson trésmiður, Eggert
Claesen stud. jur., Árni Sveinsson kaupm.
af Isafirði.
Gufuskipin Scandia og ísafold
eru nú feiðbúin héðan.
Veðurathuganir
í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
19 0 3 febr. Loftvog millim. Hiti (C.) >- err < <X> cx p -t cr 8 Q*t œ pr *-1n B flD K Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld.21.8 71-8,5 -3,8 NVV 1 9 3,5 -4,8
2 728,2 -2,6 wnw 2 10
9 735,5 -3,4 wnw 1 10
Sd. 22.8 738,1 -4,2 E 2 8 1,0 -5,8
2 736,7 -3,3 K 1 10
9 733,2 -1,7 NW 1 9
Md 23.8 726,5 -1,2 ssw 1 9 0,9 -5,5
2 728,7 -2,2 E 1 9
9 726,3 -1,1 S 1 8
Þd.24.8 711,5 0,6 E 3 10 0,2 -3,1
2 705,9 2.9 E 2 8
9 701,1 3,’j E i 9
Mv25.8 703,2 0,8 ssw i 9 0,1 -0,3
2 709,9 1,0 NW i 10
9 718,7 0,5 sw 2 10
Fd.26.8 722,7 -2,2 SE 2 9 0,9 -3,8
2 724,7 -1,4 E8E 2 9
9 725,6 -2,2 E 2 10
Fsd27 8 728,3 -3,4 E 1 6 4,6 -4,2
2 734,0 0,4 0 5
9 735,9 -2,9 ; E 1 4
Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt
sýndH okkur hluttekningu í sorg okkar við
fráfall míns elskaða föður, eiginmanns og
tengdaföður, vottum við okkar innilegasta
þakklæti.
Stafholtsey 4. febr. 1903.
Jón Biöndal Etín G. Blöndal
Sigríður M. Blöudal.
Jarpur graðfoli, 2—3 vetra,
marklaus, faust dauður við Hrauusú
í miðjum desbr. f. á. Skiunið var
hirt, en skrokiturinn grafinn niður.
Réttur eigandi snúi sér til undirskrifaðs.
Eyrarbakkahreppi, 18. febr. 1903.
P. Nielsen.
Margrót Eiiiarsdót.tir, Einarssonar
frá Laxárdal i Arnessýsln, sú, er var bjúa-
árið 1895—96 vinnukona í Siðumúla, er
hér með beðin að láta mig vita, livar
hún er niður komin, til þess að eg geti
komið til hennar ávísnn upp á 15 kr, er
eg hef tekið móti fyrir hana og hvað eftir
annað sent áleiðis til hennar, en fengið
jafnharðan aftur, af þvi að Margrét hefir
þá verið þaðan hak og burt, er eg átti
hennar von.
Gllsbakka 14. jan. 1903.
Magnús Andrésson.
Tækifœriskaup.
Hjá undirrituðum geta menn fengið brúk-
nð sjóstígvél fyrir mjög lágt verð. Fleiri
pör úr að velja. Sömuleiðis vel vönduð ný
sjóstígvél, einnig lialdgóða hversdags- og
spariskó.
Hagnýtið yður því þetta tilboð sem
stendur að eins tii 10. marz.
Björn Hrelöarson skósmiður.
8. Þingholtsstræti 8.
Þann 19. febr. síðastl. tapaðist á
sunnanverðum Faxaflóa sexæringur aftan
úr gufuskipinu »Súlan«. Þeir sem finna
skip þetta eru vinsamlega beðnir að bjarga
því og láta undirritaðan eiganda þess vita
gegn sanngjörnum ómakslaunum.
F. G. Lárusson
frá G-erðum i Garði.
Tll leigu frá 14. maí 4 til 5 herbergi
ásamt eldhúsi.
Semja má við Helga Thordersen Þing-
holtstræti 21.
Gainlar peniiigauiyntir allra þjóða
kaupir
Luðvig Hafliðason Edinborg.
Til leigu frá 14. mai þrjú loftherbergi
fyrir einhleipa. Upplýsingar í Vesturg. 10.
Stofa með húsgögnum til leigu nú þeg-
ar, fyrir einhleypan. Inngangur frá aðalgötu.
Ritstj. visar á.
Peningabudda, merkt innan vert með
stöfunum Þ. J., með peningum 1, hefir týnst
hér í bænum. Finnandi skili í afgr. ísaf.
Sjóraannasamkoma í Báruhúsinu
annað kvöld kl. 8. Frk. Ólafía Jóhannsdótt-
ir talar.