Ísafold - 07.03.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.03.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 >/,2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (sarifleg) bundin viö iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Auxturxtrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 7. marz 1903. 11. blað. I. 0. 0. F. 8431381 /2. Raatobak. Störste Lager i Skandinavien; alt til Cigarfabrikationen henhörende anbe fales til yderst billige Priser. Speci- alitet: Lyse Sumatra og Java Dæks Bladrig Sedleaf- Java Omb. Felix Brasil m. m- OTTO PETERSEN & SÖN. Dr. Tværgade 81, Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd, Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbökasafn opið hvern virkau dag &]. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) tnd., mvd. og ld. tii ótiána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og rf. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Pmgmannsefni i Reykjavik. J>að mun nú mega telja fullráðið, að hér verði í kjöri í vor þeir hinir aömu, er kept hafa um þingmensku hér tvö skiftin síðustu undanfarin, Jón Jensaon yfirdómari af hálfu Pram- sóknarflokksins, og Tr. Gunnarsson bankastjóri af hinna hálfu. Sá er annmarki á hr.J. J. í þetta sinn frá Framsóknarflokksins sjónarmiði, að hann hefir fest mikla ást og trún- að við hugmyndina um að fá burt rýmt úr stjórnarskrárfrumvarpinu fyr- irmælunum um setu Islandsráðherr- ans í ríkisráðinu, og mundi hann því alls ekki tekinn í mál til þingfarar af þess flokks hálfu, ef ekki stæði svo sérstaklega á, að þessi sérstaða hans eða sérkredda hlýtur að verða alveg bagalaus. Hún hefir það í för með sér í hæsta lagi, að stjórnarpkráin verður endur-samþykt i sumar með 33 atkv. í stað 34, og er hún vissu- lega jafngóð fyrir það. — f>essi hug- mynd um að fá numin burtu orðin »í ríkisráðinu* hefir verið á dagskrá frá því á miðju þingi í fyrra; og þó að flestir kannist við, að margt mæli með þeirri ósk,. þá hefir hún ekki fengið meiri byr en svo, að ekki vit- um vér til að nokkurt þingmannsefni um land alt hugsi sér að halda henni fram, nema þessi eini maður hér. Enda mjög ríkum fastmælum bundið í stefnuskrá beggja flokka frá síðasta þingi, að hreyfa ekki við nokkrum staf í frumvarpinu, heldur veita því fullnaðarBamþykki gersamlega óbreyttu á þinginu í sumar. |>að vita allir, að ella liggur við borð ný stjórnbót- arbarátta, svo og svo löng og svo og svo tvísýn; en það er að eiga of mikið í húfi. það mál ber því að meta alveg út- kljáð nema rétt að eins í orði, og á því alls ekki að ráða þingmannavali í þetta sinn frekara en svo. f>að sem nú á að ráða þingmanna- kjöri að öðru Ieyti eru hin mörgu og miklu framfaramál, sem verða munu á dagskrá þings og þjóðar næsta kjör- tímabil, 6 ár samfleytt. Svo sjálfsagt sem verið hefði að ganga nú frarn hjá þingmannsefni með fyrnefndri sérkreddu, ef öðruvísi hefði á staðið og hugsanleg hefði ver- ið nokkur hætta af henni fyrir fram- gang stjórnbótarinnar, svo óhyggi- legt væri og fjarstæðu-kent að hafna nú nýtasta þingmannsefni að öðru leyti fyrir það eitt, — fyrir það eitt, þótt stjórnarskráin verði ef vil vill ekki samþykt nema með öllum atkv. gegn 1, í staðinn fyrir með hverju einu atkvæði. Flestar ef eigi allar stjórnarskrár í heiminum hafa orðið að láta sér lynda mikluminna fylgi, og þótt vel mega vera fyrir því. f>að væri of mikið lagt í sölur af þessu kjördæmi, ef það færi fyrir annan eins hégóma — hvort stjórnarskráin er samþykt með öllum atkvæðum eða öllu nema einu —, að hafna langlík- legasta þingmannsefninu, sem það á völ á, bæði fyrir vitsmuna sakir, ágætr- ar þekkingar á löggjafarmálum, frjáls- lyndis, stefnufestu og sjálfstæði, hvort heldur litið er á stöðu hans eða lynd- isfar. Nú þegará fyrsta þingi kjörtímabilsins verður gengið frá fylgilögunum við stjórnarskrána, um ráðgjafa-ábyrgð, um umboðs8tjórn landsins, m. fl., og koma þá slíkir þingmannskostir sem þessir vissulega í góðar þarfir. Vitaskuld má ganga að því vfsu, að reynt verði af einhverjum mjög ó- hlutvöndum þjóðmálakennimönnum eða þá mjög grannvitrum, að geraúrþessu brigzl um svikráð við stjórnarbótina, til blekkingar við hugsunarlitla og skammsýna kjósendur. En þeim hin- um sömu verður aldréi skotaskuld úr um róg og blekkingar hvort sem er, og væri óðs manns æði að ætla sér að sigla fyrir þau sker. f>að er ekki til mikils við menn, sem beita á annað borð bersýnilegustu og óskammfeilu- ustu ósanuindum í þjónustu þess göfuga markmiðs hve nær sem þeim ræður svo við að horfa. Sjóhrakln skipshöfn, norsk, 19 menn alls, kom hingað 2. þ. mán., með frakknesku fiskiskipi, er bjargað hafði henni af skipsflaki suður í bafi 27. þ. m. Það var stórt brigg- skip, er hét Noreg, frá Haugasundi, 1300 smálestir, og átti að fara til Mexiko. Það þrepti skaðaveður 20. f. m. nálægt Hjaltlandi og bilaði svo, að það varð óhaffært og hraktist þannig útleikið heila viku. Skipverjar voru þó allir ómeiddir. Undirstöðuatriði búnaðarframfara. Svar til St. kennara Stefánssonar. f>að er miklu fremur í orði en á borði, sem okkur skilur á um það mál. f>ess vegna hefi eg látið mér hægt að svara grein hans í Norðurl, 8.—9. tbl. f. á. f>ó tel eg réttara að gera það. Greinin getur annars ef til vill kveikt og alið misskilning, sem mein getur orðið að. Höf. þykir sem fleirum ofrnæli, þetta 8em eg sagði í grein minni í haust, að þúfnasléttur gæti ekki talist sönn jarðabót. Við leggjum býst eg viðekki sama skilning báðir í orðið jarðabót; annað ber líklegast ekki þar í milli, Jarðabót læt eg þýða sama sem jarð- vegsbót, og fullyrði, að þúfnasléttur út af fyrir sig bæti ekki jarðveginn svo neinu nemi, er teljandi sé, og sízt til frambúðar. Satt að segja kannast og heiðr. andmælandi minn við það greini- lega í sömu andránni, sem hann er að mótmæla kenningu minni um þúfna- slétturnar. Hann kannast við það, sem eg segi, að sléttunin þurki ekki jarðveginu og hiti hann ekki nó færi honum efnauppbót. Hann kannast við það með því að tala um, að reynt sé víða að þurka jarðveginn u m. 1 e i ð og sléttað er, með lokræsum eða á annan hátt. f>ar með segir hann ber- um orðum, að til þurkunar þurfi að gera annað og meira en að slétta, — gera a ð r a jarðabót, sem sé framræslu. Hitt, að eigi beri að þurka þar, sem fullþurt er undir, eða þá ekki nema hæfilegur raki — það er í fullu sam- ræmi við það sem eg hefi sagt, ogekki annað en hverjum manni liggur í aug- um uppi. Um hitunina segir höf. því næst að eins, að þar sem sé bæfilegur raki fyr- ir, þar sé hitinn einnig nægilegur fyrir þann gróður, sem þarvex. En ekki er það sama sem að slóttunin hitijarðveg- inn. f>að erað eins sama sem að segja, að þ a r, sem svo hagar til, þarfmst eigi jarðvegurinn frekari hitunar. Og það sjá aliir að er alt annað mál. Fyrir því er fyrgreind setning höf. sama sem samsinni við því, að slétt- unin hiti ekki jarðveginn. — Hins veg- ar vil eg vekja athygli á því, að eng- inn, setn bæta vill jarðveg hjá sér, lætur sér lynda, að hann sé hæfilega rakur fyrir þann gróður, sem þar vex, ef sá gróður er laklegur, með rýru fóð- urgildi. Sé þurkun ráðið til aðfá þar upp miklu betri gróður, þá notar hver maður það ráð, ef hann sér að það er tilvinnandi. f>á er viðrunin. f>ar verður sama uppi á teningnum hjá höf. Hann segir að eins, að nú sé víða orðinn siður hjá vorum mestu og beztu jarðabóta- mönnum að láta plægð eða stungin flög liggja ósléttuð og óþakin frá hausti til vors. f>ar með segir hann óbein- línis, að hitt sé algengast, að geraþað ekki. f>ví »mestu og beztu jarðabóta- mönnirnir« eru um leið fæstir. Og hann treystir sér ekki einu sinni til að full- yrða, að þessi aðferð sé alsiða orðin þeirra á meðal. Hann s^gir að eins, að það sé nú orðinn »víða« siður hjá þeim. Hann kannast með öðrum orð- um greinilega við, að, eins og alment gerist, fylgi sléttuninni ekki viðrun eða húu þá lítil sem engin. Og hvaða viðrun er þá þetta, sem hann segir að siður sé orðinn »víða hjá mestu og beztu jarðabótamönnunum* að eins? Eins vetrar, í stað margra ára. Með öðrum orðum: ekki hagnýtt nema lítið brot af því gróðrarmagni, sem viðrunin færir jarðveginum. En það er sama sem að varpa á glæ ógrynni fjár. Til dæm- is að taka um það atriði má geta þeirrar tilrauuar á Englandi, að láta hveitiakur vera áburðarlausan 60 ár samfleytt, en plægja hann á hverju ári; og hefir sú orðið raunin á, að uppskeran hefir haldist allan þann tíma fyrir ofan meðaltal annarsstaðar. þessu hefir viðrunin ein valdið, þ. e. greiður samruni eldisins úr loftinu viS frjó- efnin í moldinni. Loks fer alveg á sömu leið fyrir höf., þegar hann ætlar að hrekja fyrir mér það, að þúfnaslóttuninni fýlgi engin efnauppbót í jarðveginn — scm eg hafði raunar aldrei sagt. Hann kemur þá með það, að siður sé að bera bæði undir þökurnar og ofan á, þegar sléttað er. En hvorki er það sama sem sléttun, enda nóg dæmi þess, að það er ekki gert, þó sléttað só, — að minsta kosti ekki undir þökurnar. Margir jarða- bótamenn, sem eg hefi talað við, segj- ast hafa orðið að sleþpa því, af því að þeir hafi ekki haft neitt til þess, 8em gagn væri í. f>ar að auki er þesB að gæta, ef borið er ríflega bæði undir þökur og ofan á, þegar sléttað er, hvort jafnmikill áburður á sama blett ósléttaðan mundi gefa stórum minna gras en ef sléttað er, eða þá réttara sagt þeim mun minna, sem svarar kostnaðarsparnaðinum, ef ekki er slótt- að, að frádregnum vinnuléttinum við slátt og hirðingu. f>að er hinn rétti samanburður og annar ekki. f>á ber okkur það í milli, að eg vil, að dæmi allra siðaðra þjóða annarra, ekki kalla annað ræktað land en sáðland. Eg veit vel, að hér kalla margir land »í rækt«, þó ekki sé gert nema að slá það að staðaldri eða beita, hvað þá heldur ef á það er borið. f>að skiftir nú ekki miklu, hvort held- ur er gert. f>að er að deila um orð. Nema hvað eg er hræddur um, að þjóðin hafi heldur ilt en gott af því, að vera að skíra það hefðarheitum, sem ekki er annað en kák, — nefna kákið því nafni, sem aðrar þjóðir bera ekki við að hafa um annað en það á við að réttu lagi. Ræktað land getur að réttu lagi það eitt heit- ið, sem við er beitt þeirri meðferð, er knýr jörðina til að leggja fram það, sem hún hefir til af gróðurmagni. Með sléttuninni tómri er hún látin leila stórum af sér, á borð við hitt, ef henni er breytt í sáðland. En við því megum vér ekki. Vér höfum gert það nógu lengi. f>að er mál til komið fyrir oss, að taka upp annan sið. Hafi aðrar þjóðir ekki efni á að láta ónotað hið mikla gróðurmagn, sem jörðin geymir í sér og lætur ekki í té öðru vísi en að henni sé bylt við að staðaldri, þá höfum vér það ekki. f>að er síður en svo. Höf. hneykslast á því, að eg vil *

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.