Ísafold - 07.03.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.03.1903, Blaðsíða 2
42 láta taka til við að breyta ræktunar- jötð voiri í sáðland hið allra bráðasta, jafnvel á vori komanda. En eg skil ekki, livað er hneykslanlegt í því, að vilja ekki láta það dragast nema sem allra minst, að taka upp það sem máður er sannfærður um að sé réttari og betri ræktunaraðferð. Eg veit vel, að ým8Ír hafa lagt tilefnislaust þann 8kilning í orð mín, að bændur ættu aiment nú þegar í vor að rjúka í tún sín og róta þeim öllum um og breyta í sáðland. Eg hefi að eins lagt það til, að byrjað væri á því, tekin hin nýja stefna nú þegar, og þá að sjálfsögðu svo framarlega og að svo miklu leyti, sem þess væri kostur, meðal annars hvorki skorti til þess tæki né kunuáttu; og veit eg vel og hefi alla tíð vitað, að ekki gæti það orðið nú þegar nema mjög óvíða og í litlum mæli. Eg veit vel, að ekki er hægt að fá skjótlega nema að eins fáa verkamenn annarsstaðar að, til þess að bæta úr kunnáttuleysinu til sáðlandsmeðferðar. En eg ætla þeim aðallega að kenna það frá sér hér, og trúi því laust, að landar yrðu mjög tornæmir á það. Hér er ekki um að tefla vandlærða list eða íþrótt, heldur einfalt nýtt verklag, sem hver maður kemst óðara upp á og hann er látin vana það dálítið. J>að er fjarri mér að amast við utanför ungra manna héðan til að læra rétta landyrkju. En mér þykir það eigaof langt í iand að svo stöddu. Kostnaðarsamanburður höf. á slótt- un og sáning eða sáðlandsyrkju er mjög viðsjáll að mér virðist. Slétt- unarkostnaðurinn gerður miklu lægri en hann mun vera alment, en hinn miklu hærri, meðal annars og einkan- lega með þvl, að láta plægingu vera jafndýra síðari skiftin, þegar búið er að ryðja landið. Hins ' þarf ekki að geta, að ekki er arðmunurinn'lengi að vinna upp mikinn kostnaðarmun, ef svo væri. f>að virðist vera orðið þjóðtrúar- atriði hér á landi, að flest þurfi hér að vera frábrugðið því, sem gerist annarsstaðar. |>etta sífelda víðkvæði, að hér eigi annað við, er þrásinnis vantrausts-fyrirsláttur, sem ekki hefir nein rök við að styðjast. Fræðisetn- ingar um rétta hagnýting jarðvegarins, bygðar á vísindalegum rannsóknum og reynslu, eiga vissulega víð hór sem annarrjstaðar það sem þær ná. Lög- mál efnafræðinnar hefir sitt gildijafnt hér sem annarsstaðar. Að láta sér lynda gömlu jarðabóta- aðferðina, sléttunina, og telja henni flest til gildis fram yfir sáning og sáðlandsrækt, er líkt að sínu leyti og að vilja ekki heyra neíndan öðru vísi lagaðan sjávarútveg en handfæraveiði á smákænum fram í þaranum. Vér er- um þó upp úr því vaxnir nú. Vér höfum horft þar á atburði annarra þjóða hér við landið og tekið þá upp smám saman, eftir mætti: lóðir, net, þilskíp o. s. frv. Landyrkjuvinnu- brögð þeirra höfum vér ekki átt kost á að hafa fyrir augum vorum. Fyr- ir því erum vér seinni til þar. En eg trúi því ekki á oss, að þess verði langt að bíða úr þessu, að hér kom- ist á almennileg sáðlandsyrkja og að plógurogherfi verðií hinum frjórri sveit- um landsins að minsta kosti viðlíka algeng jarðyrkjutól og jafn-töm verfeafólki voru eins og orfið og hríf- an eru nú. Fyr er ekki rétt lag komið eða viðunanlegt á landyrkju og landbúnað hér á landi. Keykjavík 6. marz 1903. Björn Jensson. Smjörsalan frá rjómabúunum. f>að gladdi mig, að lesa grein hr. Garðars Gíslasonar í ísafold 13. des. f. á. um smjörsöluna frá rjómabúunum. Hún er góðra gjalda verð, það sem hún nær, og styrkir þá von mína, að yfirlýsingar hr. Garðars, um eftir megni aó greiða fyrir sölu íslenzkra afurða,sé annað ogmeira en venjulegt auglýsinga- glamur; en það flaug mér helzt í hug, þegar eg sá smjörsölureikninga hans til rjómabús Holtamanna, er á vantaði undirskrift söluumboðsmanns og drengskaparvottorð um verð og þyngd smjörsins; en þetta hvorttveggja er skil- yrði fyrir greiðslu smjörverðlauna úr landssjóði samkv. lögum 11. nóv. 1899 Söluumboðsmaðurinn skýrir frá að- finningum þeim, sem gerðar hafa veríð við smjörið. En sá er galli á, að þær eru vel flestar of almennar til þess, að koma að tilætluðum notum. Svo er fyrst og fremst um þá aðfinn- íngu, að smjörið hafi þótt ólíkt frá sama búi. Til þess að hún komi að gagni, þurfa rjómabúin að vita, að hverju leyti smjörið var ólíkt, hvort það var t. d. að lit, bragði, umbúðum, þessu öllu saman, eða einhverju öðru. , Sama er að segja um mygluna og súrinn, að nauðsynlegt er að fá að vita, hverju þetta var að kenna: óvandaðri eða of lítilli söltun, misjafnri hnoðun o. s. frv. Káðleggingar um, að nota betur smjörpappír og merkja ílátið öðruvísi en gjört hefir verið, geta rjómabúin heldur eigi notfært sér fyren skýrt er frá, hver tegund smjörpappírs er hentust og hvernig bezt fer á að merkja smjörtunnurnar. |>etta, sem til er tínt, nægir til að sýna, að aðfinningarnar verða að vera greinilegri og nákvæmari, ef að haldi eiga að koma. Og að fullum notum koma þær ekki fyr en hverju einstöku rjóma búi er skýrt frá, í hverju smjörinu frá því er ábótavant. Vilji hr. Garðar Gíslason legga verulega alúð við smjör- söluna, ætti hann, um leíð og sölureikn- ingarnir eru sendir rjómabúunum, að skýra þeim nákvæmlega frá aðfinníng- um við smjörið. Væntanlega tekur hann þetta til athugunar að sumri. Af ályktarorðum Sigurðar ráðunauts mætti ætla, að hann hefðí flutt rjóma- bú Holtamanna út í Olfus eða að það hafi verið svo lítið, að hann hafi ekki komið auga á það. Vonandi þroskast kálfurinn það til næsta hausts, að hann reki þá augun í hann innan um stór- hvelin. 31. jan. 1903. M. T. K. F. U. M. Hin íslenzka deild þess mikla og merki- lega félagsskapar, »Kristil. félags ungra manna«, átti sér hátíðisdag sunnud. 1. marz, með því að þá var vígður nýr samkomusalur, er það hefir komið sér upp við húseign sína hér við Lækjar- torg, Melsteðshús, sem félagið í Dan- mörku hjálpaði því til að eignast fyrir 2—3 missirum. Salurinn er 18 álna langur og 10 álna breiður, tvídyraður, með ræðustól fyrir öðrum gafli, bjartur og mjög snotur útlits. Hann er áfastur við húsið gamla og innangengt í milli, en það er notað jafnfyamt í þarfir fé- lagsins (skrifstofa, kenslustofa, lestrar- stofa o. s. frv.). Þeir fluttu tölu við vígsluna, formað- ur félagsins, síra Jón Helgason, og 2 meðstjórnendur hans, Kn. Zimsen mann- virkjafræðingur og síra Friðrik Friðriks- son. En á hljóðfæri lók Brynj. Þorláks- son og st/rði söngflokk, er hann hefir komið upp innan félags og söng prýði- lega, margraddað. Félagsmenn eru hér um 400, í 2 aðaldeildum, yngri (12—17 ára) og eldri (17—40), svo og dálítilli stúlkna- deild. Það heldur guðrækilegar sam- komur, biblíulestra og nolfkra kenslu. Frumkvöðull og stofnandi þessa félags- skapar hér var síra Friðrik Friðriksson, nú fyrir 5 árum, af litlum föngum, og sannast að vonum með tímanum, að þar hafi verið mjór mikils vísir. Það er hin mesta nytsemdarstofnun, sem allir ættjarðarvinir ættu að árna heilla og góðs gengis, og helzt að styðja af alúð í orði og verki. Fjarskynjunargáfa. »Norðurl.« segir frá því um nýdáið gamalmenni í Eyjafirði, Hallgrím þórð- arson á Völlum, að eftir það er hann var blindur orðinn og lagstur í kör, tók að bera á því, að hann sá gegn- um holt og hæðir, sem kallað er, og sagði fyrir óorðna hluti. Maður hrap- aði á Vaðlaheiði fyrir nokkrum árum. Sama kveld segir Hallgr. heima á Völlum í rúmi sínu, blindur, að ósköp sé að horfa á manninn, sem sé að hrapa á Vaðlaheiðinni. Hann sagði fyrir eldsbrunann mikla, sem varð á Akureyri í fyrra, og hagaði eldurinn sér mjög á þann veg, er hann hafði lýst löngu áður. Mýlda málgagnið. "SSEFrosIeg sága gengur hér um bæ- inn um ábyrgðarmann þess, og mun raunar sönn vera, þótt ótrúleg sé, — hann, sem bauð 800 kr. árgjald í vet- ur fyrir stjórnarvaldaauglýsingarnar. það er hvorki meira né minna en að garpurinn hafi með siðustu póstskipsferð beðist allþarflega, — ekki undan því, að láta leggja við það múlinn alræmda, um leið og það fer að flytja auglýsing- arnar,— honum unir hann vel, — held- ur undan þessu háa árgjaldi, sem liann bauð sjálfur með ráðnum hug og eftir margra mánaða umhugsun. Hann hefir sótt um til ráðherrans, að hann færi það niður í 200 kr.! Karlmannlega er nú að veriö. Nærri má geta, að ráðherrann muni ekki treystast til að verða við þessari ölrausubón. það er fjárveitingavaldið eitt, sem er bært um að veita slíkt, — veita uppgjöf á löglega tilkomnum tekjum landssjóðs. Eftirgjöfin nemur alls 1800 kr. (3 x 600), og hefir oft orðið umtal um minna. Og hvað er nú sennilegra en að þetta verði upphaf nýrra þing flokkaskiftingar, og að málgagn það, er hér um ræðir, fari nú að leggja ríkt á við kjósendur, að þeir megi engan mann kjósa á þing, sem ekki vill heita því að greiða atkvæði með þessari eftirgjöf? AnDað séu skýlaus landráð. Að Hólaskóla er nú svo mikil aðsókn orðin, að hús- rúm ætlar að verða langt um of lítið. Hafa sótt um skólann 23 nýir nem- endur, auk þeirra 12, sem í honum eru í vetur. Um aukakensluna í vet- ur, handa bændum og bændaefnum, hafa sótt 40,—segir »Norðurland«. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Frest á greiðslu vegabótagjalds veitti bæjarstj. i fyrra dag íbúum Hverfisgötu til septemberloka þ. á.; þeir höfðu viljað fá sig nndanþegna því. Samþykt að Halldór Jónsson í Bráðræði fengi útvísað stakkstæði til 5 ára gegn 6 kr. árgjaldi. Guðmundi Jakobssyni hafði verið falið af byggingarnefnd að hafa eftirlit með, að hús og girðingar yrði sett rétt eftir út- mælingum nefndarinnar, og var það sam- þykt. Undir sóttvarnarhús hafði byggingar- nefnd útvísað eftir áskorun landshöfðingja, dagsláttusvæði i Miðselstúni, og samþykti bæjarstjórnin að svæði það yrði látið ó- keypis, eins og aðrar lóðir, en áskildi leigu- iiða Miðselstúns yrkingu og arð af blett- inum meðan eigi þyrfti að nota húsið til sóttvarna. Skýrt var frá, að veganefnd hefði skift þannig með sér verkum, að formaður er Sig. Thoroddsen og hefir eftirlit með allri vegagerð og rennugerð; varaformaður Jón Magnúsaon; skrifari Guðm. Björnsson og heíir umsjón með vatnsbólum; Kristján Þorgrimsson hefir umsjón með öllum ljós- kerum bæjarins og öllum rennum vestur- bæjarins, vestan lækjar, en Magnús Einars- son með öilum snjómokstri í bænum og með rennum í austurbænum. Beiðni frá Guðm. Þorkelssyni i Pálshús- um um endurgjald fyrir lóð undir Lág- holtsveg og um girðingu meðfram vegin- um úrskurðaði bæjarstj. þannig, að girð- ing yrði sett meðfram veginum og Guðm. skyldi fá endurgjald eftir óvilhallra manna mati fyrir þann hluta lóðarinnar, sem var ræktað land og tekið var undir veginn, þó þannig, að 5*/a dagsverk eða andvirði þeirra skyldi dregið frá endurgjaldinu. Utaf beiðni frá Eyóiti Eyólfssyni um hússtæðí í Miðselstúni var fjárhagsnefnd falið að gera tillögur, hvort selja skuli lóðir í slikum erfðafestulöndum og þá íyr- ir hvaða verð. Til veganefndar var vísað beiðni frá bú- endum við Bergstaðastræti um veg þar i milli og Laufásvegar; sömuleiðis beiðni um veg þvert yfir Miðvöll, og loks um breikk- un Ingólfsstrætis norðantil. Sveinn Jónsson trésmiður bafði beðið um að mega taka grjót í grunn undir sótt- varnarhúsið í fjörunni þar fyrir neðan, og var veganefnd falið að leyfa það, ef hættulaust þætti fyrir bæjarlandið, og skyldi hún enn fremur hafa eftirlit með grjótlökunni, ef til kemur. Lögregluþjónn og aukanæturvörður frá 14. marz var eftir tillögu lögreglustjóra skipaður Páll Árna3on. Samþyktar voru þessar brunabótavirð- ingar: á húsi Guðm. Egilssonar við Lauga- veg 6658 kr. og á húsi Guðmundar Slef- ánssonar við Lindargötu 1255 kr. Kláðalækoingakensla. »Norðurl.« getur um fyrstu kláða- lækningakenslu hr. O. Myklestads, að Eyrarlandi í Eyjafirði, seint í janúar. Hann flutti fyrst fyrirlestur um þekk- ingu manna á fjárkláðanum, hvernig hún hefði smámsaman aukist; skýrði frá hugmyndum manna á fyrri hluta 19. aldar um kláðamaurinn: að hann mynd- aðist af vessum, sem drægjust saman, þegar regn félli á hörund kindarinnar. Talaði um sótthreinsun fjárhúsa og rannsóknir og* ráðstafanir í Noregi, sem leitt hefðu til algerðrar útrýming- ar fjárkláðans. Erindi sínu lauk hann á þá leið, að eftir því, sem sér virtist, mundu vera fylstu líkindi til þess, að fjárkláðanum yrði útrýmt hér á landi, ef lík aðferð yrði höfð hér og f Noregi. Hr. Myklestad sýndi mönnum svo fjárkláðamaur, nærri fullþroskaðan, á- samt unga, eitthvað tveggja daga göml- um, í smásjá, er stækkaði 350 sinnum. J>ví næst sýndi hann mönnura kláða á kindum, tók svo kláðamaur úr kind- unum, og lét að því búnu hvern ein- stakan nemauda reyoa sig á því, að leika það eftir sér. J>essir maurar voru svo skoðaðir í sterk^m stækkun- arglerum, sem sérstaklega er til þess ætluð, að skoða maura. J>á lét hann undirbúa böðun á þess- um kindum og baða þær einu baði. Kindurnar voru hafðar niðri í baðinu 10 mínútur. þ>rátt fyrir það, að kind- urnar voru svona lengi niðri í baðinu, og höfðinu dýft niður algerlega tvisv- ar sinnum, voru þær hinar hressustu á eftir og enginn skjálfti sást á þeim. frjátíu og fjórir menn sóttu tilsögn- ina, og voru úr öllum sýslum í Norð- ur- pg Austurömtunum, nema Austur Skaftafellssýslu; tveir úr Suðuramtinu. Eftir það fór hr. M. með lærisveinft sína flesta yfir í Kaupangssveit, sýndí þar böðunaraðferðina og lét alla nem-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.