Ísafold - 07.03.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.03.1903, Blaðsíða 3
43 endur skiftast á um að stjórna baðinu. Hyggur hann þá nvi færa um að stjórna kláðalækningum undir hans umsjón. — Haun ætlaði að hafa aftur kenslu í kláðalækningum á Akureyri marzmán. Fiskiveiðan:ufuskip íslenzkt var hór á ferð nýlega, aust- an af Mjóafirði, frá hr. Konráð Hjálm- arssyni, er hann hefir látið smíða handa sér fyrir skemstu í Norvegi, 100 feta langt, 201/,; fet á breidd og 1] á dýpt, með geymslu fyrir 60 tunn- ur af síld til beitu og sem því svarar fyrir ís. það fór héðan vestur til ísa- fjarðar og ætlar að stunda þar fisk- veiðar við Djúpið til páska með 5 bát- um, fjölgar eftir það bátunum og færir sig kringum land eftir því sem fiski- göngur eiga að sér að vera, verða fyrir sunnan laud um sumarmálin og fram yfir lok, þá fyrir vestan land fram í miðjan júlím. og síðan eystra, á Hér- aðsflóa; þá er fiskur er vanur að vera þar kominn og hann afbragðs-fallegur, segir »Norðurl.« 8jö aðgerðarmenn eiga að vera á skipinu, svo að fiski- menn þurfi sem minst að tefja sig. |>etta er mikið í ráðist af hr. K. H. og vasklega að verið, enda er hann annálaður atorku og framkvæmda- maður. Norður-Þingeyjarsýslu (Núpasveit) i miðjum febr. — Tíðin hefir verið hér æski- jega góð, og varla þurft að taka fé á gjiif fram að þessum tíma. Eigi að síður er allmikill Ameríku- hugur i mörgum hér i hreppnum, og mælt, að um 20—30 muni flytja sig héðan vest- ur i vor. Er vafasamt, hvort það er meira að kenna fortölum þessara tveggja Yestur- heims-agenta, sem hafa hreiðrað sig hjá guðsmanninum í Presthólum i vetur, eða safnaðarlifinu hér, sem menn eru fyrir löngu orðnir uppgetnir á; ef til vill hjálp- ast þetta hvorttveggja að. Tvær kirkjujarðir i hreppnum er mælt að muni verða í eyði eða því sem næst í vor: Katastaðir, sem lagðir verða undir Presthóla, og Sigurðarstaðir á Sléttu. Það er einhver stærsta og hlunnindamesta jörð á SiéttunDÍ og hefir verið búið þar blóma- búi um marga mannsaldra samfleytt, en nú kvað prestur ætla að hagnýta sér sjálfur hlunnindi jaröarinnar eftir föngum, en iáta heilsulítið gamalmenni vera i bænum, vinnu- kraftslausan. Lögtök á skyldugjöldum til prestsius eru nú ekki sjaldgæf, en önnur embættisverk lians til muna fátíðari. Dalasýsla 31. jan. í byrjun desembermánaðar komst loksins brúin á Laxá, svo að hún er nú vel fær með besta, þótt hún sé eigi aiveg fullgerð að grindverki og máiun. Svo virðist sem brú þessi sé traust,, og stór hagur er það fyrir allan suðurhluta héraðsins, að fá brú þessa, því oft er Laxá ill yfirferðar. Tóvinnuvélarnar í Olafsdal hafa haft i vetur nóg «ð géra og búnaðarskótinn þar heldur áfram eftirleiðis, öllum góðum ættjarðarvinum til gleði, þótt amtsráðið hafi víst ætlast til, að hann legðist niður og því slept hendi sinni af honum. Yerið getur, að surnir amtráðsmennirnir hafi eigi munað eftir þvi, að skólinn verður alis eigi sviftur liinu lögboðna búnaðarskóla- gjaldi, þótt hann sé einstaklings eign, og að hann með því og landssjóðsstyrknum getur vel lifað, þegar eigi þarf að leggja í neinn nýjan og sérlegan kostnað til húsa- gerðar og áhaldakaupa. Það þykir mörgum annars skritin ráðs- menska hjá amtsstjórninni, að vilja heldur gefa hálft 18. þúsund krónur af almannafé einstökum manni heldur en kaupa eigulegan og þarfan hlut fyrir sanngjarnt verð og réttlátt, svo sem því stóð til boða; og eiga þar að auki að fá gefnar til þess af lands- sjóði 10 þúsund krónur. Þarna hafa þeir því fleygt frá sér 27*/„ þúsundi. Sumir hér vestra halda nú, að úr þvi að amtsráð- ið leyfir sér slíkt að fornspurðum gjald- endunum, þú megi hreppsnefndirnar alveg eins fara að gefa úr hreppsjóðunum; en hætt «r við að það yrði eigi látið ganga af orðalaust. Talið er víst af mörgum í þessari sýslu, að þingið í sumar muni eigi geta látið sér til hugar koma, að taka aftur inn í jandssjóð þær 10,000 kr., sem amtið átti að fá ti! að kaupa skólann en þáði eigi, heldur muni það verða veitt Torfa sem heiðursgjöf; enda er hann þess marg-maklegur, og með þvi að hann hefir unnið öllu landinu gagn, en ekki einum landsfjórðungi að eins, þá er réttlátt að alt iandið þóknist honnm með einhverju sem er skýi vottur góðrar viðurkenningar um veiðleika hans. Pöntunarfélag Dalasýslu lifir enn og heldur aðalfnndinn nú í næsta mánuði. Verð er þar miklu betra en hjá kaupmönn- um. »Kaupfé!ag Saurbæinga* og »Kaupfélag Hvammsfjarðar« erubæðiheldur að blómgast. Þjóðólfa-kálfarnir. Svo segj’a menn, að leit muni á ófé- legra skepnukyni. fiorgeirsboli fleginn með húðina á eftir sér mesta metfé hjá þeim. Hinn síðasti eða yngsti heitir Ríkisráðssetan, og er raunar ekki markaður undir nafn húsbónda síns, heldur annarra, líklega til þess að villa á honum heimildir, enda nokkuð annað fjárbragð á honum en hinum, en var þó látinn fylgja »gamlabola« með póst- um um daginn, í laumi og lagaleysi; það kvað fóstri þeirra hafa játað á sig. Hann (ábm. |>jóðólfs) var einn þeirra, er dansinn stigu við leiði Jóns Sig - urðssonar í surnar. En nú gefur hann út og dreifir úí um land í pukri flog- riti, þar sem leitast er meðal annars við að rýra orðstír Jóns Sigurðssonar. Ekki vantar samkvæmnina. |>ess mun hafa verið sérstakleg nauðsyn nú, eða þvað? — Annan ná þarf og flogrit þetta að leggjast á. |>að er Benedikt heit. Sveinsson. Talað um meðal annars, að hann hafi verið í sífeldum fjárkrögg- um, og gefið greinilega í skyn, að hann hafi látið fjárhagsástæður sínar hafa áhrif á landsmálastefnu sína. Hitt vita þeir, sem þann mann þektu og vilja láta sannmælis njóta, — en það ætti öllum að vera útlátalaust nú, er hann er löngu kominn undir græna torfu —, að hann var einlægur og á- kafur hugsjónamaður, og sást ekki fyrir. Enginn skyldi láta sér í hug koma, að dreifa meiri hluta flokksbræðra f>jóð.-ábyrgðarmannsins við þetta til- tæki hans. |>að er vafalaust eitt af mörgum dæmum þess, að framkoma hans og málgagns hans er þeím bæði skaði og mikil skapraun. En vitaskuld eru þeir ekki ábyrgðarlausir af því að hafa annað eins tól að höfuðmál- gagm sínu. jþað er þeim óverjandi. Mannalát Hinn 2. október. mán. f. á. andaðist að heimili sínn Torfastöðum i Torfastaðahreppi fremri i Húnavatnssýslu Jón Bjarnason, fæddur að Lambastöðum i Laxárdal í Dala- sýslu 1830. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson og Sigrlður Magnúsdóttir, hjón, er þar bjuggu. Hann kvæntist 1854 Kristmu Böðvarsdóttur frá Sámsstöðum i sömu sveit, og reistu þan bú þar. Flest búskaparár siu bjó hann á G-oddastöðum þar í sveit; en árið 1889 fluttist hann að Torfastöðum, til sonar sins Jóns óðalsbónda, og dvaldi hjá honum til dánardægurs í húsmensku. Börn þeirra hjóna eru 5 á lífi: Jón, sjálfseignar. bóndi á Torfastöðum; Anna, vinnukona s. st.; Bjarni, vinnumaður á Haugi; iisgerður, i Stykkishólmi; og Guðrún, gift i Yesturheimi. Jón -sál. var vel skynsamur maður og skemtinn i viðræðum, djarflyndur og trygg- ur vinum sinum, ráðdeildarsamur og sérstak- ur atorkumaður; sýndi hann öllum, sem við hann kyntust, velvild og staka greiðasemi; hann var góður faðir barna sinna og ást- ríkur og umhyggjusamur konu sinni, og sýndi henni staka umönnun þati 10 síðustu ár af samvistartima þeirra, sem hún var svift sjón og þjáð af margvíslegum heilsu- bresti. J. G. Nýársdag á hádegi andaðist á Sauðár- krók frú Jóhanna Hallsdóttir, ekkja prófasts sira Jóns sál. Lallssonar, síðast prests í Glaumbæ. Húu fæddist árið 1817 í Hvammi i Hjaltadal. F’oreldrar hennar voru Hallur bóndi i iívammi og Kristjana Lovisa Pétursdóttir. Með manni sínurn, síra Jóni, eignaðist hún 15 maunvænleg börn. Af þeim lifa nú þessi: Stefán verzlunarstjóri á Sauðárkrók; Sigurður bóndi á Reynistað; Björg, kona Sigurðar óðalsb. á Hofstöðum; Ingveldur, ekkja Stefáns sál. frá Krossanesi; og Þorbjörg, Stefania og Alaria, ógiftar heirna. Frúin sál. giftist manni sinum sál. hinn 8. okt. 1841. Hún var fyririnynd kvenna um marga hluti: aðdáanlega stilt og þrekrcikil, ráð- deildarsöm og starfsöm, góðviljuð og hjálp- fús, og bæði bezta móðir og umhyggju- samasta‘húsmóðir, og lifir minning hennar í virðingu og þakklæti hjá öllum, sem þektu hana, en þeir voru eðlilega mjög margir, þar eð hún vai ein af atkvæða- mestu konum héraðsi is nær 60 ár. Líf hennar var mjög uppbyggilegt. Biessuð sé minning liennar. Z. Við hádegisguðsþjónustu á morg- un, stigur oand. theol. Sigurbjörn Á. Gísla- son .1 stólinn. Rúmar 300 kr. hefir síra Björn B. Jónsson, prestur í Minneota í Ameríku, sent »Norðurlandi« frá löndum þar (i haDs sóknum?) til handa sjúkraskýli því í Höfða- hverfishéraði, sem Sigurður héraðslækni Hjörleifsson er að berjast fyrir að koma upp. Það er fallega af sér vikið, og á- þreifanlegur vottur um alt annað en kala til landsins i brjóstum bræðra vorra vestan hafs. Teðurathugranír í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 19 0 3 s r~í ’-*> « >- <1 CD ox p œ 3 cj — is febr. marz B S OQ 3 cr ct- >-t cr 8 ox 3 p 3 I p 00 5« '-i Ld.28.8 735,2 -1,3 E i 9 0,4 -4,7 2 737,3 0,3 8W i 9 9 739,3 -1,2 sw i 10 Sd. 1.8 737,0 -2,5 E i 7 6,0 -4,5 2 736,2 -1,2 E i 8 9 / 3o,3 0,6 E 2 9 Md 2.8 735,5 0,8 E 2 8 -4,0 2 742,6 0,4 E 1 6 9 743,7 -3,4 E 1 9 Pd. 3.8 741,7 2,9 ENE 2 10 -5,0 2 737,9 -1,4 ENE 2 10 9 733,1 -1,3 ENE 2 10 Mv 4.8 730,2 -1,4 E i 9 -4,1 2 731,8 0,4 E i 9 9 731,7 -2,0 E i 9 Fd. 5.8 732,1 -1,5 KNE 2 8 -4,3 2 735,5 0,6 E 1 9 9 738,1 -1,6 E 1 4 Fsd 6.8 740,9 -1,2 E 1 9 -4,1 2 744,6 0,9 E 1 7 9 746,5 -4,6 ! ENE 1 2 1 t Min kæra kona Jóhanna Frið- riksdcttir andaðist i dag á St. Josefs Hospitali. eftir 4 mánaða legu þar og fleiri ára vaxandi lasleika. Hún fékk blítt og rólcgt andlát að meðtekn- um öllum náðarmeðulum. Jarðarförin fer fram frá kirkjunni, þriðjudaginn 10. þ. m. kl. II. Þetta tilkynnist hér með ættingjum og vinum nær og fjær. Reykjavik 3. marz 1903. Gun. Einarsson. Nokkrir duglegir fiskimenn geta fengið skiprúm um lok eSa fyrir lok. Góö kjör. Menn snúi sér til herra J>orsteÍHS Gnðmimdssonar hjá Thomsen, sem gefur upplýsingar og ræður menn- ina. ee Uinboðsmaðm- beztu fe Klæðaverksmiöjunnar fl er kaupmaður Jón Helgason. Auk hinna eldri sýnishorna er nú komið stórt úrval af öðrum nýjum, bæði fyrir frúr og herra. Sérhver hyggin húsmóðir komi sínum ullarsendingum sem fyrst til umboðsmannsins. Jón JHolgason kaupmaður (Aðalstr. 14). Sá sern tekið hefir til hirðingar (í frí- kirkjunni vigsludaginn) koralbók Jónasar Heiga8onar. geri svo vel og komi henni sem allra fyrst til undirskrifaðs. Gísil Finnsson. eru beðnir að vitja Isa- foldar í af- greiðslustofu blaðsin's, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Gjafir til orgelssjóðs Fríkirkjunnar: Guðm. Einarsson, Nesi . . . . 10 kr. Erlendur nullsm. Magnússon . . . 5 — Jón BryDjólfsson skósmiður 20 - Björn Kristjúnsson kaupmaður . . 100 — Gisli Finnsson járnsmiður. . . . 50 — Guðjón Jónsson járnsm. . . . . 5 — Vilhjálmur Jakobsson skósm. . . 10 — Hjalti Jónsson skipstj. . . . 10 — Arni Nikulásson rakari . . . . 10 — jí IJ |I I Á morgun kl. 6 siðd. fundur U' 1,11 fyrir yngri deild (sira Fr. Frið- riksson talar); kl. 8x/2 síðd. fyrit eldri deild (sira Jón Helgason talar). MálfundarfélaKÍð. Fundur á morg- un kl. á1/^. Þorsteinn Erlingsson flytur eitthvað til skemtunar. Þjóðhátíðarnefnd, m. fl. Barnaguðsþjóiiustur verða haldnar í samkomusal K.F.U.M’ við Lækjartorg í fyrsta skifti á morg- un kl. 93/4 árdegis og framvegis á hverjum sunnudegi á sama tíma. Öll börn eldri en átta ára eru velkomin. Barnasálmabókin verður notuð. Fyrir liönd stjórnar K. F. U. M. Knud Zimscn heldur ársfund sinn í I ð n a ð a r- manDahúsinu mánudaginn 9. marz kl, 8l/.2 síðdegis. |>ar verður ársreikningur lagður fram, kosin ný stjórn og haldið uppboð á bókum og blöðum. Jón Helgason p. t. form. Jarðræktarfél- Rvíkur heldpr ársfund sinn mánudnginn 9. þ. m. kl. 5 e. h., í fundarsalnum í Breiðfjörðshúsi. Reikningur fram lagður og vinnu- skýrsla 1902. Rædd félagsmál, þar á meðal plæg- ingar á næsta sumri. Kosin stjórn og endurskoðunarmenn. Reykjavík 6. marz 1903. I»órh. Bjarnarson. Innilega þökkum við þeim, sem sýndu í gær hluttekningu i sorg okkar við jarðarför okkar sárt söknuðu dóttur. Reykjavík 6. marz 1903 Helga Magnúsdóttir. Bjarni Valdason. Hjermeð auglýsist almenningi, að bæjarstjórnin hefur skipað húsmann Pál Árnason í Ingólfsstræti 6 auka- lögregluþjón (frá 15. marz til 1, september) og aukanæturvörð (frá I, september til 15. marz) hér í bæn nm. Bæjarfógetinn í Rvík 6. marz 1903. Halldór Daníelsson-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.