Ísafold - 28.03.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.03.1903, Blaðsíða 2
58 unina. En skrítið verður það þó alla tíð, að vera að skifta sér af því, er málshöfðun þykir þurfa að fyrirskipa, hvers sinnis sá embættismaður er, sem fyrir móðgun hefir orðið. f>að lag g e t u r orðið til þess, að um þess kyns málshöfðanir fari eftir því, hvort embættismaðurinn treystir sér til að hreinsa sig eða hann treystir sér ekki til þe88. það, sem hr. Kr. J. gekk til að hírða ekki um málshöfðunarskipun, er ímugustur hans á venju þeirri, er ráð- ið hefir téðum málshöfðunarskipunum og þarmeð fylgjandi gjafsóknarveit- ingum. Hann vildi fara alveg sinna ferða í þessu efni og enga gjafsókn hafa, þótt hann færi í mál. Þilskipaflotinn. Nú hefir spurst til allra skipanna héðan eftir austanrokið 8. þ. mán., og hefir þá, sem betur fer, ekki meira orðið um slys þar en áður er frá skýrt. Tvö skip hafa komið inn þessa vik- una með afla, og hann ágætan, 14j/2 þús. hvort af vænsta fiski, Swift (Hjalti Jónsson) og Björn ÓlafsBon (B. Ó.) Fiskiganga sögð óvenjugóð og mikil á svæðinu milli Vestmanneyja og Beykjaness, — torfur í miðjum sjó og ofar. F.járkláða hafði hr. O. Myklestad fundið meiri og minni nýlega í skoðunarferð um þingeyjarsýslu í öllum hreppum suð- ursýslunnar og Kelduneshreppi og Ax- arfjarðar í Norður-þingeyjarsýslu. Uppgjðf landsréttinda. Svo heitir nýr stjórnarmálsbækling- ur, eftir Jón Jensson yfirdómara, rúm- ar 3 arkir, þess efnis, að sýna og sanna, að samþykt síðasta alþingis um, að Islandsráðherrann sitji »í ríkis- ráði«, sé slík uppgjöf. Miklu skýrast eru þar rök að því leidd alls þess, er sést hefir um það ritað frá því í fyrra. En ekki raskar það þeim grundvelli, sem flokkasamþyktirnar frá síðasta þingi voru á bygðar, en hann var sú sannfæring, að þó að svo ólíklega færi, að vér fengjum framgengt þeim vilja vorum, að ekki stæði neitt í stjórnarskrá vorri um ríkisráðssetu ráðherra vors, þá mundi hann þó ekki einungÍB verða látinn sitja þar eftir sem áður, heldur og þau verða mála- lok, ef til verulegrar misklíðar drægi fyr eða síðar út úr ágreiningi vorum við Dani um það mál, að þá yrði það þ e i r r a skoðun, en e k k i vor, sem yrði látin ráða, fyrir ríkismunar sakir, þótt ekki væri annars, svo sem dæm- in gerast um þess kyns viðureign þjóða í milli; og því væri ekki ráð að tefla stjórnarbótinni í tvísýnu með nýrri baráttu um margnefnt atriði. Strand Eitt fiskiþilskipið héðan, Castor, eign Brydesverzlunar ogÓlafs fakt- ors Amundasonar, bar upp á sker við Býjaskerseyri aðfaranótt 19. þ. m., í dimm- viðrisfjúki, en hsegviðri þó, og brotn- aði svo, að óhaffært er. Það er annað strandið meðal þilskipa- flotans héðan, siðan er hann lagði út i upphafi þ. m., og kemur á þilskipaábyrgð- arsjóðinn hér; hitt er Litla-Rósa frá Oseyri; og kvað ábyrgðin nema fyrir bæði skipin 11—12 þús. kr. — Sturla var óvátrygður, sá er sökk inni í Sundum. Póstgul'uskipið Vesta (Gottfredsen) kom hingað í gærkveldi fyrstu ferðina þ. á. kringum land; fór frá Khiifn 1. þ. m. Hún kom á ailar áætlunarhafnir, nema ekki Stykkishólm, sakir ofviðris á Breiðafirði; misti frá sér akkeri í Flatey og varð að hrökl- ast þaðan að óloknu erindi; ætlar þangað aftur í Kveld og þvi næst í Stykkishólm. Samson kaupmaður Eyólfsson var farþegi með henni hingað. Gufusklp Perwie kom ..ftur afYest- fjörðum í fyrra dag til Hafnarfjarðar og hingað í gærmorgun; lagði siðan á stað á- leiðis til Khafnar í gær siðdegis. Hingað kom með henni vestan að P. J. Thorsteins- son kanpm. á Bildudal og Sveinbj. Sveins- son verzlunarm. á Patreksfirði. Til Khafn- ar sigldi með henni Gunnar Einarsson kaupmaður. Lausn frá prestskap hefir iandshöfð- ingi veitt 18. þ. mán. sira Jósef Kr. Hjörleifssyni á Breiðabólsstað á Skógar- strönd frá næstu fardögum sakir heilsubrests og með lögmæltum eftirlaunum. Þingeyrar-læknishórað hafði lands- höfðingi veitt 19. þ. mán. settum lækni þar, Andrési Féldsteð. Óveitt prestakall. Breiðabólsstaður á Skógarströnd (Breiðabólstaðar og Narfeyrar sóknir); mat kr. 1184,83. Prestsekkja er i brauðinu frá 1882, sem nýtur */i2 »f föstum tekjum þess. Bygging- arlán úr landssjóði hvilir á þvi, upprunalega 2000 kr., tekið 1897, sem afborgast með 1/28 á ári (Stj.tið. 1897, B. bls. 13). Leyfi til að taka 500 kr. lán til jarða- bóta, er endurborgist með V.5 4 ári, var veitt með lhbr. 25. júni 1900, en mun ekki hafa verið notað (Stj.tíð B. bls. 79). Veitist frá fardögum 1903. Augl. 21. marz. Umsóknarfrestur til 8. maí. Slðdegisguðsþjónusta verður engin á morgun i dómkirkjunni. Botnyörpungar á Ólafsvíkurmiðum Margt hefir verið ritað um aðfarir enskra fiskimanna hér við land, eink- um Suðurland; sá landsfjórðungur hef- ur einnig eflaust orðið fyrir þyngstum búsifjum af þeirra völdum. En nú á síðustu tveim árum eru þessir vogestir teknir að heimsækja fiskimið vor Ólafsvíkurbúa, og má með sanni segja, að þeir láti hér greipar sópa um eignir smábænda. það er segin saga, að þar sem ó- heillagestir þessir fara yfir með veiði- aðferð sína, þar er eyðing vís um lengri eða skemmri tíma. Fyrir því 6r næsta ískyggilegt, ef Ólafsvík skyldi líka verða fyrir öðru eins, sem lifir nær eingöngu af bát- fiskiveiðum og heita má að sé ungur og uppvaxandi bær, og að mörgu leyti efnilegur; þetta er því i- skyggilegra, sem kauptún þetta stend- ur lakara að vígi en önnur um að koma sér upp þilskipum og hafagagn af þeim, vegna þess, hve höfnin er slæm, og vegna bryggjuleysis, svo að jafnvel er vandséð, hvort þilskipastóll mundi svara hér kostnaði fyrir aðra en kaupmenn, nema þegar fiskverð er mjög hátt. Hér er fjölmenni saman komið, um 600 manns, mest fátækt fólk, sem hænst hefir að hinum fiskisælu mið- um Ólafsvíkur og allri þeirri atvinnu, sem af fiskiafla stafar; allir lifa hér mestmegnis á bátfiski, beinlínis eða óbeinlínis; alt stendur og fellur hér með því. Auðsætt er því, hvílíkur voði yfir Ólafsvík vofir, ef botnvörpungar fá »að bafa hér í fullu tré«, sem kall- að er, eins og við hefir gengist tvö árin síðustu. En nú hagar svo til hér, að öll beztu fiskimið Ólafsvíkur liggja utan landhelgi og geta því botnvörpungar skafið botninn í næði á vorum beztu miðum, án þess að verða sektaðir, enda þótt varðskipið kæmi hér; en þó mundi vera mikið gagn að því, ef það liti hér eftir; því svo mikinn beyg hafa botnvörpungar af því, að þeir hverfa gjörsamlega, þegar það lætur sjá sig; það sýndi sig bezt -í fyrra vor, það eina skiftí^ sem Hekla kom hér; þá voru hér á dýpstu miðum og fyrir framan þau margir botnvörpungar, langt fyrir utan landhelgi ; en jafn- skjótt sem Hekla kom fyrir Brimnes, voru þeir allir óðara þotnir á braut og létu eigi sjá sig langan tíma á eftir. En því miður kom Hekla hér aldrei eftir þetta. það er sannarlega hörmulegt, að fiskisælir firðir landsins skuli ekki fást friðaðir fyrir ófögnuði þeim, er hér um ræðir. f>að stoðar t. d. nauða- lítið fyrir oss Ólafsvíkurbúa, þótt botn- vörpungum sé bannað að fiska nær en ®/4 úr mílu frá nesjum, þegar beztu fiskimið vor liggja dýpra og varðskip- ið lætur aldrei sjá sig hér. f>að er því tvent sem bráðnauðsyn- lega þarf að gera þegar á komanda sumri, ef einu meðal fjölmennustu kauptúnum landsins á ekki að vera sýnilegur háski búinn, og það er: 1. stjórnin þarf að hlutast til um, að varðskipið hafi hér iðulegar gætur á botnvörpungum; og 2. alþingi þarf að taka enn í sumar botnvörpulögin til ítarlegrar endurskoð- unar. Vér skulum og geta þess, að fleiri geta beðið tjón af yfirgangi botnvörp- unga hér en íbúar Ólafsvíkur; hann getur og haft slæmar afleiðingar fyrir þilskipaútveg margra fjær og nær; því þegar líður á sumar eru þilskip oft tugum saman hér í kringum Nesið, beggja megin við Alinn, og inn eftir öllum Breiðafirði alt inn fyrir Selsker; munu botnvörpungar fara fljótt með allar þessar góðu fiskistöðvar, ef þair fá að vaða hér uppi tálmunarlaust. Vér viljum að endingu láta þá ósk vora og von í , ljósi, að alþingi og stjórn leggist nú á eitt í sumar og taki mál þetta til ítarlegra athugunar og karlmannlegra framkvæmda; í stuttu máli: að þingið semji og stjórn- ín samþykki ný lög gegn botnvörp- ungum, svo yfirgripsmikil og svo ströng, sem framast er unt. 22. febr. 1903. Nokkrir Ólafsvíkurbúar. V eðurathufranir í Keykjavík, eftir aðjnnkt Björn Jensson ffi a> œ 3 C7 1903 o ’Zf. c-i’ c-t >- <rr- cx <■*. B B. -s — ~ >-• 0 marz 3 1 ac P cr 0 OX & ?S 5 3 • p r-i Ld.21.8 733.1 -0,2 E 1 7 0,4 -4,2 2 737,2 2,7 E 1 5 9 731,6 -1,4 NNE 2 4 Sd. 22.8 734,2 -1,2. N 1 7 -4,1 2 739,7 1,2 N 1 6 9 742,1 -4,0 E 1 4 Md 23.8 741,5 -2,1 E 2 10 -5,6 2 742,7 -0,4| E 2 10 9 742,6 —1,5 E 2 10 • !>d. 24.8 741,5 -1,3 E 2 5 1,5 -3,1 2 743,1 1,4 E 1 6 9 741,8 -0,2: E 1 10 Mv25.8 735,0 -0,2; N 1 7 -2,1 2 729,2 0,2. N 2 9 9 723,1 0,9 N 2 9 Fd.26.8 719,2 -0,7; N 3 8 -1,6 2 720,3 0,6 N 3 7 9 720,6 -0,2 N 3 6 Fsd27.8 723,7 1,7 SE 1 8 0,7 -1,6 2 727,3 0,8] SE 1 10 9 728,9 0,4 SE 1 10 ■ f erfiðis menn geta fengið góða matvinnu á næstkomandi vori við jarðyrkjuvinnu, og tveir til fiskiróðra hjá undirrituðum Geirseyri 24.marz 1903. M. Snœbjörnsson. Til íeigu óskast frá 20. apríl i miðjum bænum, fyrir ein- hleypan, 2samanliggjandi kerbergi (ekki á lofti). Ritstj. visar á. Sá, sem fekk lánaða hjá mér lykla að Good-templarahúsinu í Reykjavik i vikunni sem leið, skili mér þeim sem fyrst. Rvik 28. marz 1903. Árni Eiríksson. Samkoma í Báruhúsinu kl. B*/2 annað kvöld. Frk. Ólafía Jóhannsdóttir talar. Til leigu frá 14. maí eru 2 herbergi við Spítalastíg í Jónshúsi. K P [I jj A morgun kl. 6 síðd. fundur . f ■ U. II. fyríi* yngri deild (sira Fr. Friðriksson talar); kl. Ö/Za síðd. fyrir eldri deild (lektor Þórhaliur Bjarnarson talar). Af skipinu »Stjernö« héðan úr bæn- um fanst skipsakkeri með 15—20 faðma keðju 25. maí f. á. á Patreks- firði. Akkeri þetta, sem er flutt hing- að, virðist vera af gufuskipi, en eng- inn einkenni eru á því. Hér með er því skorað á eiganda þess og keðjunnar, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, og sanna fyrir amtmanni heimildir sínar til þessara muna, og taka við þeim, að frádregn- um bjarglaunum og öllum kostnaði. Suður- og Vesturamtið 17. marz 1903. J. Havsteen. SKANDIN AVISK Exportkaffi-Surrogat Kjobeuhavn. — F- Hjorth & Co.. frá C. V STEENSTRUP Kaupmannahöfn K. Knabrostræde 12. Frá 1. janúar þ. á. hefi eg tekið við hljóðfæra-stórsöludeild verzlunar- hússins Petersen & Steenstrup, þann- ig, að sala til útsölumanna, sem fyr- nefnt verzlunarhús annaðist áður, fer eftirleiðis eingöngu fram frá stórverzl- un minni. Eg leyfi mér því að ráða kaupmönnum, úrsmiðum, bóksölum og öðrum verzlunarmönnum, sem kynnu að vilja kaupa harmoníkur, munn- harmoníkur, fiólín, guitara, zithera, strengi og annað því um líkt, að fá sér það hjá mér, þegar svo ber undir, með því að eg get kept við hvaða verzlun sem er í þessari grein, með því eg hefi fengist eingöngu við kaup og sölu á hljóðfærum kringum 30 ár, enda mun eg fylgja sömu meginreglum og verzlunarhúsið Petersen & Steen- strup hefir fylgt og kaupa og selja eingöngu fyrir peninga út í hönd. þeir herrar Björn IÁristjáusson í Reykjavík og Jakob Gunnlögsson í Kaupmannahöfn taka á móti pöntun- um frá mér, ef vill. Virðingarfylst C. V. Steenstrup Proclama. Með því að Guðmundur bóndi Jóns- son i Fagradal í Vopnafjarðarhreppi hér í sýslu hefir framselt bú sitt til gjaldþrotaskifta, er hér með samkvæmt lögum 12 apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skulda telja hjá honum, að lýsa kröf- um sínum og færa sönnur á þær fyr- ir skiftaráðandanum hér í sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá birtingu þessarar innköllunar. Skrifst.Norður Múlasýslu 10. febr. 1903. Jóh. Jóhiinneí!».soii. 8 anra! gefur undirskrifaður fyrir pundið al góðum ullartuskum. EinDÍg kaupi eg ullarhnak, tog og fl. Valdemar Ottesen. auglýsist hér með, að við undirritaðir frá þessum degi höfum slitið samfélagi okkar, og með því að Kr. Kr. hefir tekið að sér allar þær skuldir, sem á félaginu hvíla, og ber ábyrgð á þeim gegn 3. manni,. þá eru menn beðnir að snúa sér til hans með kröfur sínar á félagið; sömu- leiðis borgist allar útistandandi skuld- ir félagsÍDS til hans. Reykjavík 23. marz 1903. Kr. Kristjánsson. Sigurj. Ólafsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.