Ísafold - 16.05.1903, Síða 2

Ísafold - 16.05.1903, Síða 2
106 forfeður vorir komnir til mannvirð- inga, þegar staðfesta var fengin. þetta var skólaganga á sína vísu, þegar á reglubæjum var verið og hjá dugnaðarfólki. Reyndar þarf eg ekki alt af að segja:þá var. Svoer fyrir að þakka, að enn eru margir menn í vist, græða té og koma fyrir sig fótum. En þeim er að fækka — sjálfum þeim til óláns, bændunum og landinu til ó- gæfu. Eg segi sjálfum þeim fyrst og fremst. Mér er kunnugt um, að ungir menn, sem eru í sveitum, græða meira fé og mannast betur heldur en landhlaup- ararnir á lausum kili. Eins og vænta má og eðlilegt er, þá er ekki síður h»gt að græða nú en á dögum Ste- fáns Stefánssonar eldra á Möðruvöll- um, þeim sem hann var vinnumaður á. það er auðvitað betra nú að því leyti, sem kaupgjaldið er hærra. Eg þekki vinnumenn, sem hafa 100 kr. í kaup, unglinga um tvítugt, og þeir eiga meiri eignir í sauðfé en þrítugir lausamenn, sem vinna sér iun á ári hverju 200 kr. þetta er sannleikur, sem er algengur og alkunn- ur, og þarf lausamaðurinn enginn ó- reglumaður að vera til þess, að þann- ig sé hógum hans báttað. þetta fylgir lausamenskunni, að fé gengur í súginn. f>egar menn eru á faraldsfæti, geta þeir naumast átt fén- að, sem hugurinn og velvildin eru bundin við. f>á er engin sterk eða knýjandi hvöt til að halda vinnu- laununum saman. Tízkan togar skóna ofan af fótum þess, sem í fjölmenninu dvelur. Ungi maðurinn er eigi að hugsa um það kvöld og morgna, að innan skamms þurfi hann að sjá fyrir húsi og heimili. Hann hefir minni hvöt til þess að leggja fé sitt í sparisjóð held- ur en fjármaðurmn til þess að fjölga kindum sínum. Lausamaðurinn á vafalaust fleiri hlátursstundir en vinnu- maðurinn. En óvíst er, að hann hlæi betur að lokum. Sá hlær bezt, sem síðast hlær. Rétt er að geta þess, að margir bændur eru tregir til að veita vinnu- mönnum sínum hlunnindi um sauð- fjárhald í vistinni. f>etta er eðlilegt, þegar kaupið er sprengt upp. Vinnumennirnir hafa töglin og hagld- irnar, bændur verða að ganga eftir, og ganga að afarkostum. f>eir ganga oft að svo hörðum kostum um kaup- hæðina, að engin von er að þeir vilji veita hlunnindi þar að auki. Stund- um orsakast tregða bændanna í þessu efni af miskilningi, eða þrákelkni, og því, að þeir líta einungis á hag sjálfra sín. Eg vil nú leggja það til, að báðir málsaðilar komi sér saman á líkan hátt og tíðkaðist á fyrri dögum, þannig, að báðir líti á beggja hag. Bændum ætti að vera ant um að hlynna að vinnumönnunum og hjálpa þeim til þess að verða bændur, hjálpa þeim til þess að koma fyrir sig fót- unum og halda í áttina. Hins vegar ættu vinnumenn og lausamenn að líta á það, að þegar þeir sprengja upp kröfurnar við bænd- ur, þá éru þeir að fylla mæli, sem þeim verður aftur borinn á seinni skipunum. Eg byrjaði þessa grein á Stefáni gamla á Möðruvöllum. Eg ætla einn- ig að enda á honum, og endirinn verður þá svona: Vestur undir Jökli hefir verið öld- um saman lausamenska, tómthús- menska, sjómenska, sjálfræði, »frelsi« (í gæsaklóm) og fátækt, menningar- skortur, en þó fiskisælt. f>eir menn, sem þar hafa búið, hafa lúrt inni í kofunum, þegar styrmt hefir og stært sjóinn, svo að ófært var úr landi; þá hefir sveitabóndinn staðið yfir fé sínu í haganum, — þá stóð Stefán á Heiði yfir fé sínu í Gönguskörðum. Síra Sigurður í Vigur og Stefán kennari eru fæddir á Heiði í Göngu- skörðum, — en ekki í veiðistöðunum undir Jökli. Er þetta og annað eins tilviljun? Nei. Eg trúi ekki á tilviljanir, heldur á fast lögmál. Ákveðinn gróð- ur kemur upp úr ákveðnum jarðvegi og blómgast í ákveðnu Ioftslagi. f>ang og kellingarhár sprettur á mararbotni, en ilmgrös og sauðlaukur til dala, Ritað 5. febrúar 1903. JLárusar-málin. i. f>að kvað hafa gerst í för Stykkis- hólms-valdsmannsins hingað suður í vor, að hann hafi tjáð sig loks fáanlegan til að þoka úr dómarasæti í verðlags- skýrslumálinn — með öðrum orðurn: að gera þetta sem landsyfirréttur úr- skurðaði um miðjan vetur að bæri að láta hann gera þegar í stað. Hann hefir líklega ekki verið búinn fyr en það að ganga frá málum sjálfur svo sem honum llkaði. Nú á næsti sý8lumaður, hr. Sigurður þórðarson í Arnarholti, að taka við og leita í því sem eftir kynni að vera eða miður vandlega leitað, þar á með- al væntanlega í samvizku valdsmanns- ins sjálfs, hve nær sem hún kann að verða viðlátin. Nú liggja fyrir sýslu- manninum í Arnarholti allar mann- talsþingaferðir í Mýrasýslu og Borgar- fjarðar, og getur hann þá varla snúist við hinu fyr en skömmu fyrir þing. Og þurfi þá »þingsins herra« heiman að þess vegna, getur svo farið, að hann hafi ekki tíma r,il að láta spyrja sig fyr en í haust, eftir þing. f>á verður orðið úr þessu »nú þegar«, sem landsyfirrétturinn var með, töiu- vert á annað missiri. En hver segir við konginn: hvað gerir þú ? Hver segir við »heimastjórn» þessa lands, hina voldugu umboðsstjórn vora: hvað gerir þú ? II. Lárus skiftir búi. Lesendur isafoldar mun reka minDi' til, að nánasti yfirmaður Lárusar sýslumanns Bjarnasonar, amtmaðurinn hérna, lýsti fyrir nokkrum árum mið- lungi vel framkomu hans sem skifta- ráðanda í dánarbúi Sigurðar heit. Jónssonar sýslumanns. Haun segir svo í bréfi til manns þess, er settur var skiftaráðaudi í búinu, þegar Lárus fleygði því frá sér: »f>að er merkilegt, að L. B. skuli ekki finna til þess, að hann sem skifta- ráðandi á fyrst og fremst að líta á hagsmuni bús þess, er hann hefir til meðferðar; í stað þess rær hann öllum árum að þvi', að búið missi 1000 kr.«. f>ar næst gefur amtmaður í sama bréfi í skyn, að L. B. megi búast við að kunna að verða rekinn frá embætti fyrir atferli hans í þessu máli, og getur þess, að landshöfðingi hafi litist illa á það. (Bréfið er alt prentað orðrétt í ísa- fold 28. ág. 1901). f>að er nú sannað með vitnaleiðslu, er fram fór hér nýlega fyrir bæjar- þingsrétti Reykjavíkur, að það var til hagsmuna fyrir sjálfan 8 i g, er skiftaráðandi þessi vildi láta dánarbú fyrirrennara síns »m i s s a 10 00 kr.«, svo sem amtmaðurinn kemst að orði. Hann hafði margboðið í íbúðarhris Sigurðar heitins sýslumanns 8000 kr., en gengúr síðan frá því, þegar til kastanna kom, og vill þá ekki gefa fyrir það nema 7000 kr. Og er annar maður, H. Th. A. Thomsen heitinn kaupm., býður í það 8000kr., leitast hann við bréflega að fæla hann frá því og lýsír húsinu mjög illa fyrir honum. Skrifar honum síðan ó- notabróf á eftir, þegar það lánaðist ekki og Thomsen keypti húsið eigi að síður fyrir 8000 kr. Skyldi vera margt í heiminum um jafn-dýrðlega skiftaráðendur ? III. Af réttarhaldinu fræga í Ólafsvík í fyrra sumar kunna menu þetta að segja til áréttingar því, er áður hefir herrat verið í þessu blaði : Yið undirskrifaðir vitnum hér með, að Jón hreppstjóri Jónsson i Ólafsvik hafi í dag i ábeyrn okkar kannast við það, að réttarhald Lárusar sýsiumanns Bjarnasonar í verðlagsskrármálinn í síðastliðnum júni- mánuði hafi verið þannig: Fyrst hafi sýslumaður spurt séra Helga Árnason, sem mættur var sem vitni, hvort hann hefði ekki fleiri upplýsingar að gefa í verðlagsskrármálinu; hafi þá séra Helgi sagst hafa ýmsar upplýsingar að gefa. Þá sagði sýslumaður: »Það er ágætt, setjist þér þarna móti vottunum«. Sagði þá séra Helgi, að hann ætlaði að hyrja að segja frá þvi, að sfera Eiríkur á Staðar- stað hafi sagt sér það, að einu sinni hafi hreppstjórinn í Staðarsveit beðið sig að samþykkja, að skafa út vaðmál úr verð- lagsskýrslunni. af því, að sýslumaður vildi ekki, að það stæði þar. Þá spyr sýslu- maður: »Ætlið þér nú lika að koma séra Eiriki i bölvun, og livað kemur það þessu máli við«, og sagði síðan rétti siitið án þess, að bóka þetta, eða gefa séra Helga tækifæri til þess, að heimta það bókað. Ólafsvik ö. janúar 1906. Jón Ásgeimson. Albert Jónsson. * * # í 15. tbl. Þjóðólfs þ. á. skrifar sýslu- miður vor Snæfellinga grein um verðlags- Bkýrslnmálið, og segii þar, að hreppstjór- inn í Olafsvik hafi að fyrra bragði skrifað sér það, að eg skrökvaði vottorðinu alveg upp, er eg skrifaði Isafold. Þetta eru helber ósannindi, að eg skrökvi nokkru í vottorðinu. Að eins hefir annaðbvort misskrifast hæjarnafnið, Kaldilækur fyrir Kaldabakki eðnr það er prentvilla (Kaldi- lækur stendur í ntaðfestu eftirriti af vott- orðinu. — Rit.stj.) og hvort heldur er, getur það ekkert gjört aðalmáiinu til né frá, hvar það var talað. Að öllu er vott- orðið eins og Jón hreppstjóri sagði frá umtöluðu réttarhaldi, að séra Helga við- stöddum, og virtist mér Jóni segjast a 11- iiklega frá, eftir látbragði hans við frá- sögnina og áherzlu á sumum setningum i siigunni. Af þvi að eg þekki Jón þenna, þá undrar niig ekki slíkar gjörðir hans, og er ekki óliklegt, að eg lýsi honum nokknð siðar við tækifæri. I sambandi við nefnd ósannindi Jóns, þá hefir honum eður sýslumanni eður báð- um sýnst nauðsyn að auðkenna mig með því, að brunnið hafi hjá mér i Lækjar- botnum Hvað við er átt með þeirri auð- kenningu, skil eg ekki, því ósannindi eru það, að nokkuru sinni hafi brunnið hjá mér. Hvorki var eg þá ábúandi á Lækjar- botnum, er þar brann, né lieldur átti eg nokkurn hlut eður eignarrétt í húsi því, er þar brann. Það lítur þvi helzt út fyrir, að slik auðkenning eigi að blekkja mig eitthvað i almenningsaugum, og mætti það virðast, ærið strákslegt af hverjum svo sem helzt er gjört væri. Svo virðist mér og auðkenning þessi benda til þess, að sýslumaður þekki mig ekki, eður hvor þeirra, er auðkenninguna brúkar. En skýrt get eg hér með vel frá því, að báðir þekkja þeir mig vel, og afar-margir fleiri, án þess að eg væri auðkendur með öðru en nafni mínu. — Hver maðnr getur skilið, að sýslumaður þekki þann mann, er hann hefir skipað stefnuvott, virðingamann á húsum til tekju- skatts i landssjóð, og til að virða hús til peningaverðs, og til að taka út jarðir og vegi, er gjörðir hafa verið. Til alls þessa hefir sýslumaður vor skipað mig, og eg hefi unnið að slikum störfnm með framannefndum Jóni, svo að: báðir hlutu að þekkja mig, án þess að auðkenna mig með ósannri og algjörlega óviðeigandi auðkenningu. Eg fer svo ekki fleiri orðuro um þetta að sinni. Ólafsvík s/6 1903. Sigurbj. Guðleifsson’ Eftirmæli. Um fráfall síra benedikts eieíks- sonae frá Guttormshaga, síðast til heimilis í Saurbæ í Holtum, er ísaf. skrifað þar austanað ð. þ. m., að hann hafi andast þá daginn áður, 4. maí kl. 5 síðd. »Hann var sýnilega farinn að hrörna mikið í vetur og seinni hluta vetrar sóttu öðru hvoru á haun talsverð uppköst, sem honum batnaði þó fljótt aftur. í gær morgun klædd- ist hann og mataðist, en eftir miðjan dag fekk hann nppköst, sofnaði síðan og fekk hægt audiát. Hann var viku miður en 961/2 árs. Æfiatriði síra Benedikts er getið í »Verði ljós!« nóv- emberblaðinu f. á. og get eg þar engu við bætt«. |>ar segir svo meðal annars: Síra Beuedikt Eiríksson er fæddur að Árnanesi í Bæjarhreppi í Austur- ’ Skaftafellssýslu 12. nóv. (eða 12. des.) 1806. Hann var bróðir Stefáns heit. Eiríkssouar alþingismanns í Árnanesi. Foreldrar þeirra voru Eiríkur hrepp- stjóri Benediktsson og þórunn Jóns- dóttur í Árnanesi. Hann kom í Bessa- staðaskóla haustið 1825 og útskrifað- ist þaðan 1832; vígðist næsta ár að- stoðarprestur hjá síra Brynjólfi Guð- mundssyni í Kálfholti. Nokkru síðar kvæntist hann, Málfríði dóttur síra Brynjólfs. Aðstoðarprestur var hann 14 ár hjá tengdaföður sínum. Eu 1847 fekk hanD Efriholtaþing og þeim þjónaði hann unz hann fekk lausu frá prestskap í fardögum 1884; hafði þá verið >' prestsstöðu missiri betur en 50 ár. Síðan hefir hann verið til heimilis að Saurbæ í Holtum. Konu sína hafði hann mist löngu nokkuð áður en hann lét af prestsskap. þau höfðu átt saman 10 börn, en af þeim er að eíns eitt á lífi. Tvö börn sín misti hann voveiflega, og margt snerist hon- um til mæðu um æfina. Síra Benedikt heitinn gegndi em- bætti sínu með stakri samvizkusemi og skyldurækt, enda naut hanu jafn- an virðiugar og vinsælda sóknarbarna sinna. Fjörmaður hafði hann verið mikill á eínum yngri árum, léttur og glaður í lund, en þó þóttur fyrir þegar þvf var að skifta. Heilsuhraustur var hann alla æfi. Hann var langelztur skólagenginna manna hér á landi. Hinn 28. des. f. á. andaðist Grím- ur Ormsson bóndi á Gestsstöðum í Miðdal í StraDdasýslu, eftir mjög skamma legu, á 47. aldursári. Hann var fæddur í Miðdalsgröf 26. maí 1856. Faðir hans var Ormur Oddsson, er þar bjó lengi og druknaði á Steingríms- firði 6. febr. 1888, en móðir Elín Jónadóttir prests Björnssonar Hjálm- arssonar, er voru hver frarn af öðrum prestar að Tröllatungu. Grímur sál. ólst upp hjá foreldrum sínum unz hann fór á búnaðarskólann í Ólafsdal Að loknu námi þar stund- aði hann jarðyrkju á ýmsum stöðum hér í sýslu um hríð; en vorið 1887 reisti hann bú á Hveingrjóti í Saurbæ; ári síðar fluttist hann að Miðdalsgröf eftir lát föður síns; bjó hann þar 4 ár, en vorið 1892 fluttist hann að Tind og 1899 að Gestsstöðum. Grímur sál. stundaði jafnan jarðyrkjustörf jafnhliða búskapnum. Hann var jafn- an formaður búnaðarfélags Kirkjubóls- hrepps frá stofnun þess um 1890 og aðalstarfsmaður þess. Hann var lang-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.