Ísafold - 16.05.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.05.1903, Blaðsíða 1
!£emur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXX. árg. Reykjavlk laugardaginn 16. maí 1903. 27. blað. Jíuóyfadi Kosningarógur afturhaldsliðsins. I. 0. 0. F. 855299. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8l/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. tí á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag 'ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið & sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisí Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. bvers mán. kl. 11—1. Myndarammar og Gardínustengnr af haldbeztu og vönduðustu sort fást hjá cJónasicJonassyni trésmið Laufásveg 37. Erlend tíðindi. Borist hafa ensk blöS frá 4. þ. m. Bretar hjálpa Búum um 30 milj. punda peningalán, að tilhlutun Chamber- lains ráðherra, til viðreisnar landinu, með góðum kjörum. Það er svo að skilja, að stjórniu ábyrgist lánið. Því var svo vel tekiðaf almenningi, bæði auð- mönnum og öðrmn, að samdægur bauðst meir en 8-föld sú fjárhæð eða 250 milj. pd. Þó er ekki greitt af því nema 3 af hundraði í vöxtu. Þetta þykir með- al annars órækur vottur þess, hvert traust og gengi Chamberlain hefir. Játvarður konnngur nýlega heim kominn úr suðurför sinni. Frakkar á- kaflega hrifnir af komu hans til París- ar, og mikil vinmæli milli þeirra og Breta um þessar mundir. Enn helzt nppreistarófriðurinu í Mar- okko. Skæð orusta 24. apríl. Barist 10 stundir samfleytt, og höfðu upp- reistarmenn sigur. Bandaríkjamenn eiga enn í skærum við Filippseyjabúa. Segir svo frá, að Bandaríkjaherinn hefir unnið nylega 10 kastalavirki á Mandanao og margt fallið af eyjamönnum. Ekki friðsamlegt enn á Balkanskaga. Búlgarar s/na sig í að vilja liðsinna Makedónurn. Fyrir það hótar soldán þeim aðför. Það segist Austurríkis- keisari eigi munu láta viðgangast, og biður Búlgara jafnframt að hafa sig hæga. brakkar ráðgera að senda flota- deild frá Toulon austur eftir til að skerast í leik, ef þurfa þykir. Þá munu og Bretar og Þjóðverjar þykjast þurfa að vera nærri staddir með fleyt- ur frá sór. þessa dagana er eðlilega alt gert sem unt er af hálfu afturhaldsmanna hcr til þess að hnekkja kosningu ýmissa nýtra manna meðal Framsókn- ardokksins, með staðlausum ósann- indum og rógi af versta tægi. Eins og skiljanlegt er, óttast aftur- haldsliðið, að þvl muni verða á kné komið á næsta þingtímabili, og að hin- ar skaðvænJegu kenningar, er fluttar hafa verið með svo mikilli ofstæki úr þeirri átt gegn öllum framfaratillögum mætra manDa innan þings og utan, muni nú verða kveðnar niður á hin- um nýja tíma, er fer í hönd. þessi ótti afturhaldsliðsins hefir knúð aðalraáltól fáfræði, rógs og per- sónulegra skamma hér á landi til þess að flytja í síðasta blaði getsakagrein nokkra til Framsóknarflokksins, fyrir þá Bök, að »Landvarnarmenn« svo nefndir hafa farið ómjúkum höndum um máltólið og félaga þess, og sett það í gapastokk fyrir fáheyrða ósam- kvæmni við þær skoðanir, er áður voru bornar fram af þeirra hálfu gegn forvígismönnum stjórnarbótarinnar. Hefir máltólið í þeBsari grein gert til- raun til þess að skríða inn undir verndarvæng Framsóknarflokksins, með því að vísa til þess sameiginlega sam- þykkis, er goldið var við stjórnarskrár- breytingunni á síðasta þingi, en hefir þó jafnframt viljað gera það tortryggi- legt, hve illa meðferð afturhaldsliðið hefir fengið af hinum fyrri fylgismönn- um sínum, »Landvarnarmönnum«. Vér sem höfum áður orðið að lesa níðrit afturhaldsliðsins og gegndarlaus- ar getsakir í garð Framsóknarflokks- in8, meðan áminst máltól flaggaði með landsréttindunum, getum að vísu ekki átalið það, þó að þetta lið hafi nú snú- istá 8Ömu leið sem Framsóknarflokkur- inu á síðasta þingi. En hitt getur engum manni dulist, að þessi kúfvend- ing afturhaldshöfðingjanna gerir lýð- um ljóst, hve gersamlega óhæfir þeir eru til þess að vera leiðtogar og lög- gjafar íslendinga. Framkoma þeirra n ú sýnir, hve herfilega rangsnúinn rógur þeirra var áður gegn þeim mönnum, er höfðu sörnu skoðanir um ríkisráðsdeiluna sem afturhaldsforkólfarnir játast nii undir. Getur nokkur maður treyst samvizku- semi og hyggindum manna í öðrum landsmálum, er rægja og atyrða á báða bóga með og móti einni og sömu stefnu á sama árinu? þetta ættu kjósendur landsins nú að íhuga vandlega. Hamskifti aftur- haldsmanna í stjórnarskrármálinu hafa verið svo herfileg, að þeim er ekki trú- andi í neinu öðru landsmáli, hvorki til þess að bera skyn á, hvað þeir fara sjálfir með, né heldur til þess, að vera ósvikulir jafnvel við sínar eigin skoðanir. Enginn réttsýnn maður mun heldur verða til þess að gefa Framsóknar- flokkDum neina sök á því, þó að »Land- varnarmenn* hafi að sjálfsögðu aðal- lega snúið máli sínu að sfnum eigin fyrri erindrekum meðal afturhalds liðsins. Afstaða þess til stjórnarskrármálsins var þannig vaxin, að enginn gat furðað sig á því, þó að áminst máltól yrði gert að skotspæni af hálfu þeirra, er halda vildu fast við fyrri skoðanir þess um stjórnarskrármálið. Og það er og verður gagnslaus iðja fyrir máltólið, að vilja saka Framsóknarflokkinn um það, hve sárt blaðinu svíður, að sjá mis8agnir sínar og öfugstreymið í öll- um sínum kenningum sett í gapa- stokk. En á þ e s s a r i getsök ætlar blað- ið sér nú að byggja meðal annars í kosningarógi sínum, — nú þegar aft urhaldssamkundan finnur, hve snauð hún er að öllum falslausum rök- semdum gegn mótstöðumönnum sín- um. þar kemur fram hið sama sem áð- ur úr þeirri átt í flestum landsmál- um, og höfundar rógsins og getsak- anna byggja á því, að réttsýni og heilbrigð skynsemi só ekki til í land- inu. Eeykvíkingue. Ymnumenska og lausamenska. Eftir GDÐMUND PEIÐJÓNSSON. II. Lesendur blaðsins verða að vera þolinmóðir, þó að eg verði langorður, því að hér er um mál að ræða, sem er mibið nauðsynjamál alls landsins og jafnframt vandræðamál. íslenzkur sveitabúskapur getur ekki þrifist, án þess að vinnuhjú séu ársföst. Og ef landið á að vera eintóm sjómanna þorp, þá verða margir strengir slitnir, sem mór og mörgum öðrum eru við kvæmir, — og rneira en viðkvæmir. þess vegna settist eg niður til að rita um þetta efni. Eg er ekki að kvarta fyrir sjálfan mig, því að eg hefi fengið vinnufólk, það sem af er mínum litla búskap. En eg sé hvar skórinn kreppir að náunganum, og vildi feginn geta rýmkað hann. Samt sem áður; ef heill þjóðar- innar er betur borgið með því móti, að alt fólk sé í lausamensku heldur en vinnumensku, þá er ekki um það að fást. Eg er ekki upplagður til að toga hönk einnar stéttar í blindni. Hitt vildi eg, að hagur alls landsins væri trygður sem bezt. En það er sannfæring mín, að þá sé hagur þjóð- félagsins beztur, ef sveitir lands vors blómgast og eflast, jafnframt því, sem sjávarútvegurinn nýtur sín. En jafnframt er það trúa mín, að hóflaust ferðalag fólksins úr sveitunum til sjávarins sé opinn ógæfuvegur bæði fyrir einstaklingana flesta og þjóðina yfirleitt. þetta er ekki gripið úr lausu lofti, heldur úr skýrslum sjálfrar sög- unnar. Saga þjóðar vorrar ber kvið- inn á lausamenskuna og óræktar- hugann til landbúskaparins, og teiur þau sönn að sökinni. »Fer fiskisaga«. þegar glamrað hefir í þorskkvörnunum upp undir land- steinunum, hefir lýðurinn gengið á hljóðið og þust í veiðÍBtöðvarnar. En jafnksjótt sem þorskurinn hefir snúið sporðinum að fjörunni og kafað til djúpsins, þá hafa þurrabúðirnar lagst 1 eyði og fólkið farið á vonarvöl. Siðmenningin og veiðimenskan hafa aldrei átt samleið, hvort sem litið er til Eauðskinna í Vesturheimi, eða búðsetumanna undir Snæfellsjökli. Eg neita því ekki, að mentaðir menn geti verið meðal sjómanna. En eg tala um aðal-regluna. Margar skepnur, sem eru þroska- seinar, endast vel og verða langlífar. Eins er um landbúnaðinn og jarðrækt- ina. þjóðirnar hafa æfinlega byrjað á veiðilífinu og hafið sig síðan til korn- yrkju og kvikfjárræktar. Á þessu er auðséð, að sú þjóð er á niðurgöngu, sem hættir við jarðrækt og fjárrækt og gerist veiðiþjóð. Eg hefi komið með þessar athuga- semdir vegna þess, að vinnufólksekl- an í landinu stafar að miklu leyti af því, að lausamenskan og sjómenskan taka höndum saman móti landbún- aðinum og vinnumenskunni. Ef lausafólkið væri í sveitunum eftir sem áður, þá væri minni vandræði en nú eru. Nú er að svara þeirri spurningu: Hvernig fóru gömlu mennirnir að því, að græða meira fé í vistum en lausa- mennirnir græða nú? Kaupið var þó lágt. Faðir minn hafði 50 kr. í árskaup og græddi líkt og Stefán gamli á Heiði. Gömlu mennirnir voru lengi í sömu vistinni. Faðir minn var 8 ár í sama stað. þessi var ein ástæðan til þess, að þeir græddu fé. Fyrsta sporið var það, að smalan- um var gefið stekkjarlamb, oft og tíðum fermingarvorið hans. Húsbónd- iun gaf honum gimbur, sem seinua varð ær og undirrót fjárstofnsins. Smalinn lagði ást á lambið, einu skepnuna, einu eignina, sem hann átti, og gaf líf sitt út fyrir hana, eins og góði hirðirinn. þessi ást hans óx upp og færðist yfir á hjörðina, jafn- framt því, sem hún óx. Smalinn gerðist vinnumaður; hann varði öllu, sem hann eignaðist og afgangs var klæðnaði hans, í sauðfé. Skepnunum, sem hann lógaði eða misti, varði hann í lifandi pening. Hann heyjaði fyrir kindum sínum í tómstundum sinum og á sunnudagskvöldum, keypti fóður o. 8. frv. þessir vinnumenn höfðu hlunnindi hjá húsbændum sínum, þau hlunnindi, að þeir fengu að hafa kofa fyrir kindurnar og hirða þær ókeypis. þetta kom bændunum betur en að gjalda hátt kaup beinlínis, og var vinnumanninum notadrjúgt, þar sem hann gerði tvent í einu: jók efni sín og lærði að búa fyrir sjálfan sig. Báðir höfðu ábata, bóndinn og vinnumaðurinn; og þá er vel að verið, þegar báðir þeir, sem hlut eiga að viðskifium, hafa hag af þeim. Jafnframt því sem fjáreignin jókst, óx að sama skapi hvötin vinnumannsins til þess að verja öllu því, sem hann eignaðist, í fé, í bústofn, sem hann ætlaði sér að hafa til taks, þegar þar kæmi, að hann reisti bú og kvongað- ist. Segja má með sanni, að þessir menn hafi staðfest ráð sitt undir eins og þeir gerðust vinnumenn; þá voru þeir búnir að taka sér stefnu í lífinu. það þótti á gullöld landsins hamingju- drjúgt og virðulegt hverjum manni, að staðfesta ráð sitt, og þá fyrst voru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.