Ísafold - 16.05.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.05.1903, Blaðsíða 3
107 beztur plógruaður þeirra búfræðinga, er hér eru kunnir, og plægði einn. Hann var fjölhæfur og góður smiður; hann smíðaði kerrur og önnur jarð- yrkjuverkfæri. Auk þessa hafði hann kynt sér vegabótastörf, 0{ stóð fyrir ýmsum vegabótum hér í sýslunni hin síðustu ár; eru þær vegabætur, er unn- ar bafa verið undir stjórn hans, miklu betur af hendi leystar en hér voru áður dæmi til, og standa ekki að baki vegabótum þeim, er unnar eru á lands- sjóðs kostnaö. Fyrir sveit sína hafði Grímur sái. auk þessa ýms störf á hendi, svo sem hreppsneíndarstörf, heyja og fjárskoð- anir o. fl., og leysti hann þau öll vel og samvizkusamlega af bendi; má ó- hætt fullyrða, að fjárhirðingu og með- ferð búpenings hafi mikið farið íram um hans daga, og að hann hafi átt góðan þátt í þeirri framför, enda var hann öðrum til fyrirmyndar í því sem fleiru, hversu vel hann fór með allar skepnur. Grímur sál. bjó allgóðu búi, efiir því sem hér gerist, en hafði jafnan fremur erfiðan fjárhag, enda byrjaði hann félaus búskapinn og átti mikla fjölskyldu að annast. Honum var sem mörgum öðrum hæfileika- og fram- faramönnum mikið mein að fjárskort- inum, að því að vanta afl þeirra hluta, sem gera skal. — Grímur sál, var manna vandaðastur, eins og haun átti kyn til; naut hann því að mak- legleikum almennings álits og vinsælda, og þykir öllum, er kynni höfðu af hon- um, hinn mesti skaði að hinu skyndi- lega fráfalli hans á bezta aldri. Hann lætur eftir sig ekkju, Bjargeyju Símonardóttur, og 6 börn á lífi af 10, er þau eignuðust. 2% 1903. A. Hmn 10. febr. þ. á. drukuaði J ó n ívarsson, húsmaður í Innri-Fagra- dal i Saurbæ, með þeim atvikum, að hann var í kaupstaðarferð, en var orð- inn hrumur og sjónlítill, og viltist um kveldið út á ónýtan sjóarís, sem lá á voginum við Skarðsstaðarkauptvm; fanst böggull, er hann hafði meðferðis, fram á ísskör, en inaðurinn hefir eigi fund ist, þrátt fyrir margítrekaða leit. — Jón heitinn var 69 ára gamall. Hann bjó um nokkurra ára tíma blómlegu búi í Gautsdal í Geiradal, og á þeim ár- um var hann hreppstjóri í Geiradals- hreppi, og stóð í þeirri stöðu með vandvirkní og mestu samvizkusemi. Hann var dulur í skapi, og framkoma hans stundum barnsleg og einfeldnis- leg; en þrátt fyrir það var hann vel skynsamur maður og vel að sér, fróð ur og lesinn. Samvizkusamari mann og lausari við undirferli er vart hægt að finna. Hann reyndi flestum frem- ur hverflyndi hamingjunnar, því mörg síðustu æfiár sín var hann félaus ör- eigi, og heilsa og kraftar hans voru að þrotum komnir; en hin staka vönd- un, sem einkendi lff hans, fylgdi hon- um til dauðadags, og þótt svo sýndist sem hamingja og heimslán væri horfið og hefði 8núið við honum bakinu, var hann jafn-ánægður með kjör sín. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur óð- alsbónda á Víðidalsá við Steingríms- fjörð, bróðurdóttur Sigurðar heit. kaup- manns Johnsens í Flatey. Hún lifir mann sinn. O. Strandmennirnjr þýzku austan úr Skaftafellssýslu komu hingað um daginn á Hólum frá Vík, þangað fluttir landveg, 4 af 5, er leg- ið hafa í sárum austur á Síðu frá því er þeir fundust um miðjau vetur. Einn var ekki ferðafær og liggur enn undir umsjón læknisins, Bjarna Jens- sonar á Breiðabólsstað. f>að var fyrir tilmæli þýzka kon- súlsins hér, er Hólar komu við í Vík í suðurleið til að taka hina, ef þeir væri þangað komnir. Kapt. Öst-Jak- obsen hafði þá í 1. farrými og hjúkr- aði þeim svo vel á leiðinni, sem frek- ast var kostur á. þessi, sem eftir liggur eystra, er sá sem teknir voru af báðir fætur fyrir neðan hné. Hann heitir Fritz Wutzo. Af tveimur hinna, Emil Lange og Carl Meckert, hafa verið teknir báðir fætur um hælbein, og tveimur annar fótur í sama stað. f>eir heita Hein- rich Hagemeyer og August Pittke. f>eir hafa nú fótavist. f>eir bera mjög vel söguna læknun- um, er stunduðu þá eystra, og eigi síður Guðl. sýslum. Guðmundss., er leit- aðist við á alla lund að gera þéim gott og láta fara svo vel um þá sem hægt var. Hór er og auðvitað látið fara vel um þá, á hótel ísland, að ráðstöfun koDSÚlsins. þeir halda heimleiðis héðan á morg- un með Ceres. Nýtt þinfrmannsefnl er upp risið þessa dagana hér í næsta kjördæmi. f>að er hr. August Flygenring, kaupmaður í Hafnar- firði, og kvað vera settur til höfuðs þeim dr. Valtý og B. Kristjánssyni, við hlið Halldórs Jónssonar. Enda hefir máltól afturhaldshöfðiugjanna þegar helgað sér hann og innsiglað í gær með miklum fögnuði. Straiidasýsin (miðri) 25. marz. fléð- an eru engin markverð tiðindi; tiðin frem- ur góð og snjór venju fremur litill, eftir þvi sem vant er að veva. En ofviðri og umhleypingar hafa verið með mesta móti í vetur. í einu sliku roki um 20. jan. fank 120 kinda fjárhús með hlöðu við, hvorttveggja ■ undir járnþaki, hjá Magnúsi bónda Jóns- syni á Ljúfuhtöðum. Hafði hann keypt hús þessi ásamt jörðnnni og fleiri húsum af Guðjóni alþingismanni siðastliðið vor fyrir 3000 krónur. Skaðinn nemur mörg hundruð krónum, þvi búsin brotnuðu í spón. Kíghósti er kontinn liér nýlega og eitt harn dáið úr honum. Sama stað 3. mai: Ailir firðir full- ir af hafís og fjalfella yfir undir miðjan flóa; þar er að sjá autt, en eftir því sem sagt er að uorðan, breikkar ísspildan eftir því er norðar dregur með Ströndunum. Frost ern furðulítiþen sifeldar þokur og snjókoma öðru hverju. Haglaust má heita fyrir aiiar skepnur; að eins hnottasnöp í góðu veðri. Heyskortur mjög almennur, og enginn að kalla aflögufær; eiga þeir, sem bezt eru staddir, Í1—7 vikna gjöf, en flestir minna. Stöku menn hafa þegar rekið fénað sinn suður yt'ir fjall. Þar er auð jörð, og veiða það því efaiaust úrræði margra, að leita þangað til þess að reyna að hjarga skepnum sínum. V ©ðurathuganlr í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson 1903 maí Loftvog millim. Hiti (C.) <rr ci- CD cx c æ a\ Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 9.8 769,6 0,9 NW i 9 -2,8 2 769,5 4,6 NW i 10 9 768,2 3,7 NW i 9 Sd. 10.8 765,2 4,7 w i 10 2,3 0,3 2 763,8 4,7 NW i 10 9 761,7 5,2 NW i 10 Mdll.8 759,5 5,3 NW i 10 3,4 3,9 2 761,2 7,6 WNW i 7 9 757,7 6,9 8 i 10 Þd.12.8 752,2 5,6 w í 10 5,2 4,2 2 747,3 6,7 E i 10 9 740,8 5,7 NE i 10 Mvl3.8 735,1 6,5 E i 10 5,1 3,4 2 734,1 7,7 N i 10 9 733,6 6,2 N i 8 Fd.14.8 736,1 6,9 » i 10 0,5 3,6 2 738,6 7,1 0 10 9 740,1 6,2 NNw í 10 Fsdl5.8 745,2 5,8 wsw i 10 1,5 3,2 2 749,2 7,4 w í 6 9 752,1 5,3 ; N i 3 Vestur uudir .Jökli. f>að sein hr. Guðm. Friðjónsson seg- ir þaðan í sinni ágætu grein um vinnu- mensku og lausamensku, á auðvitað einkanlega við fyrri tíma. Hann þekk- ir þar til að eins af því sem hann hefir lesið um ástandið. Kunnugir vita, að þar er uú margt að taka breyt- ingu til batnaðar, einkum í Ólafsvík og þar í grend, síðan er þangað flutt- ust ýmsir mjög uýtir og merkir fram- faramenn, og eru þeirra nafnkendastir þeir mágar Einar kaupm. Markússon og Helgi prestur Árnason. Fórn Abrahams. (Frh.) Vitið þið, ungu menn, hvað þessi ófriður er ? segir hann enn fremur eftir litla málhvíld. Hann beið ekki svars og heldur áfram þegar í stað: Nei, það vitið hvorki þið, nó neinn hinna 200,000 Englendingar, sem eru að sveima fram og aftur um þetta auma land. f>eir vita ekki, hvers vegna þeir eru að berjast og vega menn. Og eg held mér sé óhætt að fullyrða, að það viti enginn annar heldur, hvorki eg né þið. Eg finn það eitt, að hér gerist hvarvetna eitthvað ömurlegt, að það er ítrekað dag eftir dag, að það verður æ meira og óviðráðaclegra, og að hatur og illmenska drotnar umhverfis mig. Eg get ekki gefið yður neina hugmynd um harmleik þann, þar sem yður hefir og verið fengið hlntverk af hendi að inna. Eg stend svo sem steini lostinn og fæ hvorki skynjað né skilið. Kennedy lautinant ypti öxlum óþol- inmóður; og er hinn gamli maður sá það, flýtti hann sór að bæta við: En hitt veit eg, að sá guð, sem allir þykjast tilbiðja, hefir skipað oss, að elska uáunga vorn eins og sjálfa oss; en hver gerir það? Hver þá? spyr eg. Allir, bæði þér og vér, höf- um lög, sem oss er skylt að hlýða; ella er þeim hegnt, sem óhlýðnast. Harðasta hegningu fá morðingjar, og það er róttlátt; er ekki svo? Hér eru menn vegnir hundruðum saman og bæði mannleg lög og guðdómleg vettugi virt; og svo hafa verið búin til ný lög, er umbuna glæpi með hreystiverðlaunum, lofi og ymsum hagsmunum. f>að er hernaður, svarið þér. En er það nokkur skýriug eða afsökun? Blóðsúthelling er andstæð trú þeirn, er vér játum allir, andstæð boðorðum siðalögmálsins, andstæð þjóð- menning þeirri, er þér látið svo mikið yfir, eins og rótt er. Glæpamenn eru líflátnir og þeim meinað að gera ilt af sér; en hjá yður og oss eru það beztu mennirnir, lastvarir sæmdarmenn, sem hegnt er. Getur það verið, að róttar- meðvitund kristinna þjóða sofi svefn- inum eilífa í þessu efni? Jörðin er öll föðurland mannanna, og hvar svo sem einhver maður er, þá er hann til öðrum mönnum til góðs. Hvaða vit er þá í því, að svifta þá lífi, sem vér þekkj- um ekki ? Hvaða vit er í því, að vera að reka hernað? f>ér svarið, að þér hlýðið skipunum frá þeim, sem hafi fengið vald til að gefa þær út. En er það samboðið manni, sem er gæddur frjálsum vilja, að hlýða jafnan, en hugsa aldrei? En hvaða gagn gerir þá skynsemi sjálfra ykkar? Hvernig farið þið að líta með fyrirlitningu niður á villumennina, sem treysta vopnum sínum og láta þau skera úr, er eitthvað í milli ber. Maðurinn hefir skyldur ekki einungis við aðra, heldur og við sjálfan sig, og því meiri maður, sem hann heldur sig vera, því meiri eru skyldur hans. Og hefir hernaður nokkurn tíma iagað meira en aðrar styrjaldir hafa úr lagi fært eða tortímt? Er vaninn sá, að hugsa, ekki svo ríkur, að mentuðum mönnum sé alvara að selja frumburð- arrétt sinn um fram allar skapaðar skepnur aðrar til þess eins, að losna við að nota heilann ? Hvað eiga þeir með hann að gera ella? Að hugsa, að nota skynsemi vora, það er alt og sumt, sem vér þurfum að gera, og það er hið eina, sem vér gerum ekki. Hvers vegna? Hvers vegna? f>að eru margar spurningar, sem eg hefi borið upp, og allir vita, hvernig á að svara þeim; en enginn hefir hag- að sér eftir þeim. Ekki á mannkyn- ið hernaði að þakka framfarir sínar, og þó viðgengst hann. Hvað þýðir það ? Og allir þeir, sem verða fyrir hrell- ingum þeim og harmkvælum, sem geisa yfir land, þar sem ófriður er háður, karlar, konur og börn, hvað hefir það fólk fyrir sér gert? Ekki minstu vitund. f>að eitt var að, að það vissi ekki, hvað ófriður var; á þá að hegna því með lífs og lima tjóni og eignamissi fyrir þá fákænsku? f>að hefir látið tælast . . . . já, en það er ekki glæpur, er só í neinu sennilegu hlutfalli við hegninguna. Og jafnvel þið sjálfir, hvað vitið þið um hernað- inn, hvort heldur er þessi eða annar? Jafnmikið eins og vér. Æ, frið, frið, frið biður ailur heimurinn um, og ófrið, ófrið, ófrið! er honum hvarvetna svar- að. Hve nær mundu mennirnir hætta að hafa ranglætið í frammi hver við annan ? Enginn svaraði, enda var auðséð að hinn garnli maður hafði ekki búist við, að neinn mundi gera það. Hann hætti talinu suögglega, svo sem hon- um væri þrotinn allur þróttur, og þeim heyrðist hann vera að segja eitthvað í hljóði, er þeim skildsit sem mundi vera þetta: Friður á jörðu og mönn- ,unum velþóknun. f>á setti alla hljóða stundarkorn. f>eir voru svo sem utan við sig. Kennedy lautinant var fyrstur til að rakna við sér og virti fyrir sér hinn gamla mann, svo vandlega sem myrkr- ið leyfði. Ekki gat hann hrósað því, hinn ungi maður, að hann bæri mikið skyn á skapferli manna og hugarfar; en þó hafði hann séð það fljótt, að merkiavaldurinn tröllvaxni og gamli maðurinn við hlið honum voru góð börn, er hann hugði sig hafa í öllum þumlum við í kappræðum. Honum rann í skap fyrst i stað út af þrá- kelkni hins gamla manns; en svo fór honum að þykja gaman að þreyta við þá rökræður, þessa tvo úr þeirra hóp, er hann hafði ásett sér að kalla fjand- menn sína. Auk þess þótti honum það í meira lagi djarft af hinum gamla manni, og meira að segja barnalega heimskulegt, að ætla að fara að neyða skoðunum sínum upp á ókunnan mann, — svo barnalega heimskulegt, að mentaður maður, og það vissi hann að hann var, gat ekki vel komist hjá að sýna af sér meðaumkunarbros, og það varð einnig til að örva hann. Stjórnarvalda-augl. (ágrip). Húsavíkur-sparisjóðsbœkur nr. 3, 4, 48, 49. 54, G9, 70, 92, 107, 112, 118, 120, og 124 skv. innlegsbók A. eru taldar glat- aðar. Haudhafar gefi sig fram þar við Jó ias Sigurðsson og Bjarna Bjarnarson innan 6 mánaða frá 15. þ. m. Uppboð þrítekið fer fram 25. þ. m., 8. og 22. júní n. k. á þessum fasteignum þrota- bús Helga kaupm. Helgasonar: húsinu nr. 11 og 12 i Þingholtsstræti, nr. 2 í Pósthússtræti, og erfðafestulandi við Grænuborg. Glas(gow7-bruna-sainskotin. Þeim, sem eiga enn óvitjað sins bluts i þeim, á skrifstofu ísafoldar, er hér með gert við- vart um að gera það sem fyrst, helzt á mánudaginn 18. þ. m. kl. 11—12.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.