Ísafold - 03.06.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1903, Blaðsíða 2
126 skipinu að svipstundu liðinni né neinu, er innanborðs væri. Nú var leita far- ið í skipinu og fanst kassinn brátt, með öllum þeim umbúnaði, er bréf- ritarinn hafði frá skýrt. Sömu forlög tjáði bréfritarinn fyrir- huguð öðrum enskum skipum, er gengju milli Vesturheims og Norður- álfu — samsæri gert í því skyni, er bundist hefði eiðum að vægja engum og beiðast sjálfir engra griða fyrir illvirki þeirra. Að vörmu spori eftir það er Ját- varður konungur var heim kominn úr Eómför sinni m. m., kemur þar Vil- hjálmur keisari og heimsækir þáVikt- or konung Emanúel og Leó páfa. Hann fekk eigi óglæsilegri viðtökur en móðurbróðir hans hafði fengið, eigi sízt hjá páfa, sem er nú sagður furðu- hress og ern, þótt kominn sé á 4. um nírætt. Höfðingja-orlofsferðum þessum stend- ur nú til að haldi áfram sumarlangt eða lengur. Viktors konungs kvað von vera til Englands, og Játvarður konungur hugsar til að fara að finna Rússakeisara einhvern tíma í sumar og halda þaðan til Berlínar. Krist- ján konungur níundi ætlar til Lund- úna í þ. mánuði og til Berlínar á á- liðnu sumri, að mælt er. En Vil- hjálmur keisari hefir á orði, að mælt er, að skreppa aftur til Kmh. í haust á fertugsafmæli ríkisstjórnar Kristjáns konungs 15. nóv. f>á er og í ráði, að Loubet Frakklandsforseti bregði sér norður yfir Ermarsund í sumar, til Lundúna, að endurgjalda heimsókn Játvarðar konungs, og er hafður þar mikill viðbúnaður að fagna honum. f>eir gera sér mikið far um að ving- ast sem bezt um þessar mundir, Frakkar og Bretar. Hyað gera þarf fyrir landbúnaðinn. Eftir Jóh. Magnússon. „Varðar mest til allra orða, að undirstaöan rétt sé fundin“. I. Fyrir skömmu áttu tveir menn tal saman um búskap og framtíð land- búnaðarins. Voru þeir, eins og geng- ur, ekkí á einu máli báðir. Annar hélt því frara, að með hverju ári yrði ástand landbúnaðarins í- skyggilegra. Eftir öllu útliti gæti hann alls ekki rétt við um langan aldur. Hann bar það fyrir sig eink- um, að þrátt fyrir alt sem gert hefir verið til að bæta landbúnaðinn, virt- ist honum hann ávalt fara hnignandi. Bændur safni skuldum og verði æ fá- tækari og fátækari. f>ær tilraunir, sem þeir gerðu til að yrkja jörðina og bæta húsakynni og annað, mistækist meira og minna og ylli þeim efnatjóni; að minsta kosti reyndust þær tilraun- ir tíðast ekki þau gróðafyrirtæki, sem alt af væri verið að prédika um og full- yrða fyrir þjóðinni. Maðurinn kvað landbúnaðinn standa höllum fæti. Vaxandi féleysi og vinnufólksleysi kæmi bonum á kné. Hinn maðurinn skoðaði framtíð hans alt glæsilegri. Hann kvað hitt miklu líklegra, að innan skamms mundi hér drjúpa smjör af hverju strái, eins og á dögum gamla þórólfs. Hér væri alt á eirðarlausri framför. Hin síð- ustu ár hafi orðið stórkostleg breyting á högum þjóðarinnar, sem væri að miklu leyti að þakka búnaðarframför- um. Lífsþægindin, andleg og líkam- leg, svo stórum betri, að enginn vildi skifta á þeim við lífskjör manna fyrir 50 árum, hvað sem í boði væri. Hann kvað framkvæmdir þær, sem gerðar væru í þeím tilgangi að bæta búnað- inn, yfir höfuð benda til þess, að inn- an fárra áratuga mundu verða þær framfarir hér, sem fæstir gerðu sér í hugarlund. Eigi skal hér lagður neinn úrskurð- ur á, hvor þessara manna hafi haft réttara íyrir sér. Fyrri skoðunin er keimlík skoðun- um þeim, sem víða gera vart við sig, þegar eitthvað er minst á landbúnað- inn og framtíð hans. f>ó að þeir séu vafalaust margir, er hafa trú á fram- tíð búnaðarins og þykjast sjá glögg merki framfara, þá er hitt furðu-al- ment, að menn örvænta um hana, meira og minna, og láta í Ijósi van- traust á þeim atvinnuvegi, sem og berlegast kemur fram í vonleysistil- þrifum bænda og búþegna um þessar mundir, að yfirgefa búskapinn og flytja sig burt til kauptúna og sjó- þorpa, eða til Ameríku, og vissulega komast færri en vilja. Efnahagurinn er þröngur hjá mörg- um, og þarfirnar aukast ár frá ári; en framleiðslan eykst eigi að sama skapi. Bændur finna að þeir hafa ekki bolmagn að keppa við aðra at- vinnuvegi, einkum sjávaratvinnuna. Nauðsynlegu þarfirnar eru orðnar svo margháttaðar, að efnin hrökkva eigi til að fullnægja þeim, og svo bætist þar á ofan óþarfinn, sem nú gerist mikill. f>egar þeir sjá enga leið til að rækja þarfirnar, missa þeir traust á atvinnu sinni, — verða vonlausir um framtíð hennar, og leita því burt þangað, sem mönnum sýnist betur vegna. f>ó að talsvert hafi því borið á von- leysi meðal manna, hefir þó hins vegar löngun til að taka sér fram og nauð- syn á umbótum vakið menn til að gera mörg tilþrif í þá átt, að bæta kjör sín og efnahag. Enda hefir land- búnaðurinn tekið miklum stakkaskift- um til bóta, og mun nú gefa stórum meira af sér en áður, meðan jarðrækt- in og kvikfjárræktin voru í algerðri niðurlægingu. En þó framleiðslan hafi aukist á marga vegu, þá standa þarf- irnar ávalt feti framar hjá bóndanum með sínar kröfur, og því aukast skuld- ir. þetta misvægi virðist fremur fara vaxandi í mörgum sveitum. |>etta gefur alt annað .en glæsilegar vonir. En ætli þá sé engin leið til að framleiðslan verði aukin.svo að búuaður- inn geti orðið verulega gróðavænleg og aðlaðandi atvinna? Jú. Um það hafa menn þó ekki efast, sem eitthvað hafa *eynt að taka sér fram; því hafa þeir gert tilraunir til að auka gróða jarðarinnar og bæta meðferð húsdýranna o. s. frv., að þeir vita, að með því verður framleiðslan aukin. En vegna efnaleysis og þekk- ingarleysis hafa þeir orðið að fara rangt að, öðruvísi en aðrar þjóð- ir mundu hafa gert, ef líkt hefði stað- ið á fyrir þeim. En það er ekki bændastéttinni að kenna þó að henni hafi orðið það á. II. Grasræktin er talin undirstaða bún- aðarins, og það er rétt. Bændur hafa og skilið það rétt; þeir hafa kostað kapps um að gera hana arðsama, bæta hana. |>eir hafa lagt alvarlega stund á að láta sér verða sem mest ágengt, eftir því sem ástæður hafa leyft, og leitað þar til ýmissa bragða, En alt þetta kemur fyrir ekki. f>rátt fyrir allar aflraunir bænda til að gera grasræktina arðvænlega, þá hefir hún alt til þessa ekki getað orðið þeim traustur gróðavegur. Jpetta finna bændur vel, og því bil- ar margan kjarkinn, og þetta finna einnig leiðtogarnir, sem svo eru nefndir. þeir spyrja hver um annan: »Hvert er ráðið til þess að grasræktin geti tekið nauðsynlegum framförum?« Og þeir hafa reynt að koma með svör. En ekki eru þau öll samhljóða, sem ekki er heldur von. Sumir vilja nær því gjörbylta allri ræktunaraðferð, og taka upp erlenda grasræktaraðferð, grasfræsáning og sáðskifti o. s. frv. Aðrir vilja breyta þeirri ræktunar- aðferð, sem nú er notuð að nokkru leyti, einkum að því að jörðin standi opin (óþakinj lengur en nú tíðkast um »flög«, svo að loftið nái að hafa lengri og meiri áhrif á jarðveginu. Og enn aðrir vilja halda fast við þá ræktunaraðferð, sem nú er höfð, en nota að eins meira hestafl og jarð- yrkjuverkfæri og að leggja meiri og alvarlegri stund á að auka og bæta áburðinn. Við allar þessar ræktunaraðferðir er nokkuð að athuga, einkum þær tvær, er fyr voru. nefndar. í ritgerð sinni um »Undirstöðu bún- aðarframfara* hefir adjunkt Bj. Jens- son hvatt til að leggja niður þöku- sléttunina, og sá í hennar stað gras- fræi, höfrum og rófum — höfrum og rófum 2 fyrstu árin, 3. árið grasfræi, sem sé síðan látið standa svo sem 5 ár. Með öðrum orðum: gera altrækt- að land að sáðlandi, með sáðskiftum, líkt því er tíðkast við akuryrkju. Mjög var ritgerð þessari fagnað af mörgum; jafnvel mun sumum hafa dottið f hug, að í henni væri bent á óyggjandi ráð til að auka grasræktina og rétta við landbúuaðinn, yrði því sem fyrst bomið í framkvæmd. En hins vegar margir fundið þar ýmsa annmarka, sem ekki yrði auðráðið við. þessi ræktunaraðferð, sem hr. B. J. heldur hér fram, er að mörgu leyti glæsileg, og ekki er ólíklegt að hún verði með tímanum nokkuð alment notuð. En að hún geti nú sem stendur komist í framkvæmd, því hefi eg litla trú á. Fyrst vegna þess, að enn er órann- sakað vísindalega, hvort hún muni vel gefast hér á landi, og því varasamt að eggja bændur á að taka hana upp, fyr en það hefir verið gert með allri nákvæmni. Og þá kemur aðaltorfæran: þekk- ingarleysi bænda á þessari aðferð og efnaleysi. Eigi hún ekki að verða dauðadæmd þegar í byrjun, þarf hún að verða notuð með nægri kunnáttu, en því er uú ekki að heilsa, sem ekki er von; því að fáir hafa átt kost á að læra slíka ræktunaraðferð. Auk þess verður alt sáðland að vera innan öfiugra girðinga, og það viður- kenna allir. Einmitt vegna þess, að sáðlandið verður að vera innan girð- inga, hlýtur að líða langur tími, áður sáningaraðferðin verði notuð af alvöru. það er ekki gert á skömmum tíma, að girða tún með traustri girðingu, og svo þarf mikið fé til þess; en hvar á að taka það fé? f>ótt of mikið þyki, ef til vill, gert úr efnaleysi bænda, þá mun það reyn- ast svo, að þeir hafa fæstir gjaldþol til að leggja svo mikið í kostnað, of- an á alt annað. það er víst, að þeim er ekki ókunn- ugt um þörfina á að girða túnin, en þeir finna getuleysið, og því er minna gert að því en skyldi. J?að er algjörlega rangt, að halda því fram, að það stafi af áhugaleysi og löðurmensku, eins og sumir búfræð- ingar vorir bafa látið á sér heyra. Tækist bændum að verða svo efn- um búnir, að þeir sæju sér fært að leggja þann kostnað á sig, sem til girðinganna þarf, þá mundi lítil fyrir- staða að koma á sáðrækt þar, sem sannað væri að hún ætti við. Hr. Sig. Sigurðsson ráðunautur hefir bent á nýlega þá ræktunaraðferð, að láta flögin standa óþakin 1—2 ár, og að sá í þau á meðan höfrum eða rófum, þekja þau að þeim tíma liðn- um á vanalegan hátt, með þökum, sem fluttar séu af því stykki, sem næst er tekið til ræktunar o. s. frv. Sjálfsagt er gott fyrir jarðveginn, að hann fái að standa opinn nokkurn tíma, áður en hann er þakinn; en ekki má ætlast til að sáning geti farið fram, eins og S. S. stingur upp á, nema túnin séu girt áður; að þvíleyti ber ávalt að sama brunni, að girð- ingaleysið er þar þrándur í götu, eins og áður er bent á. Sá agnúi er og á að láta jörðina standa opna og ónot- aða um langan tíma, að bændur yrðu með því rændir arði af því af landi sínu, sem þann veg lægi ávalt ónotað, meðan eitthvað væri undir rækt. |>ó að báðar þessar ræktunaraðferð- ir séu nýjar og góðar í sjálfum sér, þá eru þær hins vegar ótímabærar, og virðist því til lítils að vilja koma þeim á undirbúningslaust, þegar bændur eru og alment eigi færir um að veitaþeim sæmilega viðtöku. Sléttunaraðferðin gamla, sú að rista ofan af og þekja jafnharðan aftur, hefir að vísu þótt hafa ýmsa galla, sem því miður hefir lítið verið feng- ist við að útrýma. En það er sú að- ferð, sem öllum er kunn og reyngt hefir mörgum vel og drjúg til arðs. Sum túnin bera það ljóslega með sér, að sú aðferð gefur mjög mikla eftir- tekju. það mundu margir bændur- geta gefið áreiðanlega skýrslu um, að túnin sín hefðu batnað um helming og jafnvel miklu meira, og ætti það að gefa bendingu um, að vel væri leggjandi stund á að halda þeirri ræktunaraðferð áfram eftirleiðis. Hún er að vísú dýr og erfið viðfaogs. En svo mætti vafalaust til haga, að þær jarðabætur yrðu auðveldari en nú eru þær. Kæmust menn upp á að nota meira hestaflið og almenn jarðyrkju- tól, plóg og herfi, og ef þeim lærðist að sameina kraftana, sem veikir eru, og bindast samtökum, en hætta að starfa á sundrungu hver í sínu horni, þá mundu jarðabæturnar verða meiri og arðvænlegri fyrir allan almenning. þessi ræktunaraðferð hefir ýmsa kosti fram yfir þær, er fyr voru nefnd- ar. Full vissa er fengin fyrir, að hún er árviss, að hún getur gefið mjög mikið af sér, ef rétt er á haldið, að hún er vandaminna starf en sáðrækt- un, og að hana má framkvæma með góðum árangri á ógirtu landi, ef ekki verður hjá komist. Hinu má og ekki gleyma, að hún er landsmönuum kunn, og að hún stendur til bóta, ef henni er sómi sýndur. Bændum yrði því í engu of- boðið, þó þeir væru hvattir til að halda trygð við haua eftirleiðis. — þess verður og að gæta, að hún er upp fundin af landsmönnum sjálfum, og að þeir hafa kostað miklu til að bæta hana og fullkomna, þótt misjafnlega hafi tekist, og að henni er enn ekki fullfarið fram, — hún stendur til bóta. það þarf að eins að aðstoða bændur í að fullkomna hana betur. þá mun hún reynast fésæl landsmönn- um eftirleiðis. Búpeningsrannsóknir. Landbúnaðarfélagið danska hefir veitt Guðjóni ráðunaut Guðmunds- syni 600 kr. styrk til þess að rann- saka vísindalega hesta- og nautgripa- kyn hér á Iandi. Hann ætlar að byrja á þessum rannsóknum þegar í sumar í Árnessýslu, Eangárvalla og Skaftafells, um leið og hann ferðast þar um í þarfir Búnaðarfélags íslands.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.