Ísafold - 03.06.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1903, Blaðsíða 1
'Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin viö iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miövikudaginn 3. júní 1903. 32. blað. I. 0. 0. F. 856129. Er. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. XJ M. Lestrar- og skrifstofa op- dn á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og 'Sunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ag kl. 0 á hverjum helgnm degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag <kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið <1 sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b í. og 3. mánud. hvers rnán. kl. 11—1. Synodus, sjá auglýs. Mannfjölgun og yesturfarir. Einn kaflinn í aldar-landshagsskýrslu hr. Indriða Einarssonar er um fólks- flutninga og áhrif þeirra á fólksfjölda í landinu. Hann á þar við flutning fólks bæði inn í landið og út úr því yfirleitt. En roeð því að þar gætir lítið sem ekkert annarra fólksflutninga en vesturfaranna, þykir vel mega kalla þann þátt í fólkstöluáhrifunum nafn- inu vesturfarir. Oldina sem leið fæddust hér á Iandi alls 43J/2 þús. fleiri en dóu. En fyrsta ár aldarinnar (1801) var fólkstala á landinu 47x/4 þús. Eftir því hefði hún átt að vera orðin í aldarlokin nær 91 þús. Hún hefði átt að vera orðin það, ef ekki hefðu verið neinar vesturfarir alla öldina, eða réttara sagt raunar, ef ekki hefði fleiri fluzt búferlum burt af landinu en inn í það. Hún h e f ð i vitanlega e k k i verið það, þ ó a ð engar vesturfarir hefðu verið. þvi að þar koma aðrar orsakir til sögunnar og valda því, að þess kyns h e f ð i gildir ekki að fullu. En í stað þessara nær því 91 þús. voru nú landsbúar í aldarlokin ekki nema 78y2 þús. Hafa því búferlaflutningar af landi burt numið alla öldina samtals nær 12J/2 þús.' umfram það lítið, sem fluzt hefir af fólki til landsins á sama tímabili. Sex tugi alaarinnar framan af telst höf. mannflutningar af landi burt hafa numið alls rúmum 1000 hræðum um fram það er hingað fluttist. það verða um 17 sálir á ári. Útstreymi þó meira en aðstreymi, það lítið það er. En þá þektust engar vesturfarir. Næstu tvo áratugina skiftir um. þá kemst útflytjendatalan töluvert á þriðja þúsund (2159), þ. e. fram yfir innflytjendur. þá hefjast vesturfar- irnar, á því tímabili miðju. En ekki kastar tólfunum fyr en næsta áratuginn, 1881—1890. f>á kemst brottflytjendatalan upp í 6300. Og það eru vitanlega mestalt vest- nrfarar. Síðasta tuginn fækkar þeim aftur að mun. Brottflytjendur eru þá ekki nema rúm 2800 umfram innflytjendur. Sízt mun fjarri fara, að sjálfar vest- urfarirnar á öldinni nemi svo sem 10 þúsundum. f>á ættu að hafa fluzt lítið eitt fleiri af landi burt til ann- arra landa en Vesturheims síðari 40 ár aldarinnar en 60 hin fyrri. f>eir hafa og sjálfsagt verið nokkuð fleiri, svo sem einkum til Noregs og Danmerk- ur. En hins er líka að gæta, að mannflutningar t i 1 landsins hafa verið miklu meiri það tímabilið en hið fyrra, einkum af Norðmönnum, eftir það er þeir hófu hér síldveiðar og hvalveiðar, — þótt aldrei hafi þeir miklir verið. Höf. víaar að lokum í það sem hann hefir ritað fyrir mörgum árum (í landshagssk. 1884) um hag og óhag fyrir Iandið að mannflutningum héð- an. f>á voru skoðanir almennings á því máli ákaflega óþroskaðar og hleypi- dómakendar. f>ær hafa breyzt mikið síðan, með vananum. Nú er almenn- ing8álitið orðið það, að hóflegar og jafnar vesturfarir, svo sem 100—200 eða 300 á ári jafnvel, séu landinu alveg bagalausar og raunar heldur til bóta að sumu leyti. Mikil stökk eru skað- leg og einkum ef burt þyrpist meira af fólki í broddi lífsins og á bezta vmnuskeiði. Höf. sýnir fram á það á fyrnefnd- um, tilvitnuðum stað, að séu burt- flytjendur fátækari að meðaltali en þeir, sem eftir eru, koma meiri efni á hvern þeirra eftir en áður. Losið, sem hér kemur á margt fyrir mann- flutningana af landi burt, er að sumú leyti til bóta: rýmkar t. d. um jarð næði fyrir þá sem eftir eru; lönd og lausafé kemst í hendur nýjum eigend- um, oft þeim í hag; vonleysisfargi léttir af mönnum og framkvæmdar- deyfð, er þeir eiga annars úrkosta til reynslu en að hanga fastir á sörnu þúf- unni, hversu örðugt sem þeir eiga uppdráttar og andstætt við að búa. Fyrir ásiglingr varð það slys í f. m. fram undan Dýrafirði, að fiskikuggur, er átti Síg- fús kaupmaður Sveinsson í Hafnar- firði og Winfred hét, sökk að vörmu spori — á 4 mínútum. |>etta var um nótt, og björguðust menn, næsta fá- klæddir sumir, upp á skip það, er á þetta sigldi, en það var Karólína, eign Bunólfs Ólafssonar í Mýrarhúsum. Strandferðaskipið Vesta kom hingað hvítasunnumorgun, norð- an um land og vestan, 4 dögum eftir áætlun. Hafísjaki braut 2 blöð úr skrúfunni á Skagafirði, skamt frá Sauð- árkrók; þar var dálítið hafíshrafl, mein- laust að öðru leyti. Skipið skreiddist því næst við illan leik vestur á ísa- fjörð og fekk þar bráðabirgða-viðgerð. Farþegar hingað voru meðal annarra þeir Páll prófastur Ólafsson í Vacns- firði, á amtsráðsfund, og nokkrir Good- Templara-fulltrúar á stórstúkuþing, er byrjar 6. þ. m., þar á meðal Helgi Sveinsson verzlunarmaður á ísafirði, David Östlund trúboði af Seyðisfirði, og Gunnl. J. Jónsson kennari frá Stykk- ishólmi. Ennfremur ekkja síra Jósefs Hjörleifssonar á Breiðabólsstað, frú Lilja Ólafsdóttir, með 5 börnum þeirra, alkomin hingað. Erleml tíðindi. D a n m ö r k. Mikið afrek liggur eftir ríkisþingið í þetta sinn, þar sem eru ný ekattalög, er unnið hefir verið að eigi skemur en 8 ár samfleytt. Skattalöggjöf Dana hefir lengi þótt ábótavant og var það eitt aðalatriði f stefnuskrá vinstrimannastjórnarinnar, er hún komst til valda, að koma fram hæfilegri umbót á henni. Nú hefir henni loks tekist það, með tilstyrk flokks þess f landsþinginu, er kallar sig »de frikonservative«. |>ar stóðu í móti Estrupsliðar og sósíalistar. Breyt- ingarnar eru aðallega í því fólgnar, að fasteignaskattur er afnuminn, en í stað hans lagður á eigna- og tekju- skattur. jþað er mjög mikill léttir fyrir landbúnaðinn, miklu meiri en réttlátt er að dómi Estrupsliða og sósíalÍ8ta. I Kaupmannahöfn lækka raunar gjöld til bæjarins, en sú lækk- un vegur hvergi nærri upp hækkunina á ríkissköttunum. Sósíalistum finst verkmannastéttiu og þeir hinir efna- minni verða of hart úti i samanburði við efnamennina. En alment þykir þetta vera mikil réttarbót, og þrek- virki af stjórninni að hafa kornið henni á. |>að er mest þakkað fjár- málaráðherranum, C. Hage. Ejársvik og féglæfrabrögð ágerast mjög í Danmörku. Rétt nýverið varð málfærslumaður nokkur í Khöfn, er Valdemar Madsen heitir, uppvís að margvíslegum fjársvikum, er nema mundu samtals 2—300 þús. Hann hafði verið haldinn mjög svo áreiðan- legur maður og vandaður, og haft á sér almenningstraust. Fyrir því brá mönnum ákafl.ega í brún, er uppvíst varð athæfi hans. Hann játaði síðan sjálfur á sig klæki þá, er hann hafði haft í framrni. Gálgahæð var örnefni nokkurt á einum stað vestan og norðan við Kaupmannahöfn. þar er nú komin bygð; Khöfn hefir færst það út. þar var verið að grafa fyrir húsi fyrir skemstu, og fanst þar mikið nokkuð af mannabeinum, nokkrar beinagrind- ur. En þar hafði aldrei kirkjugarður verið. Beinin sum báru menjar eftir eggjárn og ímynduðu menn sér fyrst, að þetta væri valköstur frá umsát Svía um Khöfn 1659, eða þá frá því er Bretar sóttu borgina 1807. En þá var því veitt eftirtekt, að eitt líkið eða tvö vantaði bæði höfuð og hendur, og báru þess menjar, að þetta hafði verið höggvið af. Og þykir nú líklegt, að þettaséulik þeirraStruensee ogBrandts, er höggnir voru 1772 á Austurvelli við Kaupmannahöfn, en líkin hjól- brotin síðan og hengd í gálga á þess- um stað, Gálgahæðinni. f>ar hafði Kristján konungur sjöundi haft sér til skemtunar að horfa á líkin í gálg- auum heiman úr höll sinni á Frið- riksbergi. Hryðjuverk þau, er drepið er á í síð- asta bl. að B ú 1 g a r a r hafi framið í Saloniki, tyrkneskri borg allmikilli við flóa samnefndan norður úr Grikklands- hafi, gerðust 29. apríl og dagana þar á eftir, og urðu að bana nokkrum hund- ruðum manna. f>au hófust á þá leið að kveldi dags, er myrkt var orðið, að gert var koldimt í borginni með þeim hætti, að slitin var meginæð allrar gaslýsingar í staðnum, og því aæst varpað dýnamit-sprengikúlum víðs vegar um hana, svo að ákafleg- um felmti sló á borgarlýðinn, sem von var. þessu hélt áfram fram á nótt, og tók sig upp aftur næstu kveldin tvö — varð ekki stöðvað fyr en á 3. degi. f>á fanst höfuðbæli ill- virkjanna, í smágötu einni í borginni, þar næst, er stóð einn helzti banki Tyrkja. Höfuðforkólfur illvirkjanna, er Jourdan hét og var sagður ítalskur að kyni, skaut sig, er hann sá sér ekkert undanfæri, en varpaði áður frá sér nokkrum sprengikúlum, er gerðu töluverð spell. Slíkt hið sama gerði félagi hans einn á eftir honum. »f>annig deyr Búlgari* mælti hann, er hann skaut sig í gegnum brjóstið. f>að komst upp, er tekið var til að kanna verksummerki eftir aðfarir spellvirkjanna, að grafin höfðu verið leynigöng neðan jarðar langa leið að undir baukann og hefir átt að sprengja hann í loft upp. En ekki komist þó svo langt. Tyrkjasoldán sendi her manns til borgarinnar að hafa hemil á illvirkj- unum; og stórveldin stefndu þangað nobkrum bryndrekum úr Miðjarðar- hafsflota þeirra. Brytt hefir síðan á samkynja óeirð- um og spellvirkjum víðar í löndum Tyrkja, og Makedónum um kent. f>að mun vaka fyrir þeim, að valda svo miklum býsnum og ósköpum í manndrápum og eignaspjöllum, að stórveldin neyðist til að skerast í leik og soldán verði smeykur um sig. Gyðinga-ofsóknum bryddir enn á í Rússlandi. f>að gerðist þar um páskaleytið, í borginni Kitchenew, að göbuskríll tók til að brjóta hús á Gyðingum með grjótkasti og hafði í frammi ýmsan ósóma við þá, svívirtu konur, drápu karlmenn og misþyrmdu börnum eða bönuðu þeim í augsýn mæðra þeirra. En lögreglustjóri bæj- arins lét það hlutlaust, enda heldri menn slegist í lið með skrílnum, jafn- vel embættismenn keisarans. Róstur þær urðu að bana á 2. hundrað Gyð- ingum og ollu fjártjóni, er nema mundi nær 10 milj. kr. Stjórnar- völd skárust þá fyrst í leik, er skipun kom um það frá Pétursborg. En engra bóta munu Gyðingar von eiga fyrir illvirkin. Vestan fráAmeríku, New-York, er ein voðafréttin, af ægilegu tilræði til að granda ensku gufuskipi geysistóru, er var ferðbúið austur um haf með mikinn fjölda fólks. f>etta var 9. f. m. og heitir skipið Umbría. f>á fær lögregluliðið í New-York skriflegt skeyti um, að f ráði sé að láta Umbríu springa í loft upp, er hún sé látin í haf, og hafi verið í því skyni komið með henni kassa, er hafi að geyma 100 pd. af skæðasta sprengitundri (dynamit), og þar með tól nokkurt í stundaklukkulíki, þann veg útbúið, að hægt sé að láta kvikna í tundrinu á þeirri stundu, er henta þykir, og mundi þá engin örmul eftir sjást af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.