Ísafold - 03.06.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.06.1903, Blaðsíða 3
127 Slíkar rannsóknir eru mjög vanda- samt starf og eigi síður mikilsvert, hvort sem litið er á málið frá vísinda- legu eða verklegu sjónarmiði, enda hvarvetna í mentalöndunum taldar nauðsynleg undirstaða undir allar veru- legar kynbætur. jpað er því mjög vel gert af Landbúnaðarfélaginu danska, að koma þessu máli á rekspöl. Bankafargið. Miskunnarlaust er það notað hér um þessar mundir af kosningasmölum bankastjórans, væntanlega án hans vilja og vitundar, en alt eins hlífðar- laust fyrir því og sjálfsagt með meir en litlum árangri. það er eins og þeir, smalarnir, viti ekki annað ráð vænlegra til þess að afla húsbónda sínum kjörfylgis. Segja má að vísu, að það sé mönn- um sjálfum að kenna, kjósendum, ef þeir láta þe3S kyns áhrif ráða at- kvæði sínu á kjördegi. f>að sé stakt ístöðuleysi af þeim eða þá blátt áfram heimska. Bn mennirnir eru hér sem annars- staðar og endranær ekki allir eins og þeir ættu að vera eða á mætti kjósa framast, hvort heldur er að kjarki eða hyggjuviti. |>eir eru vitanlega þetta upp og ofan, eins og annarstaðar ger- ist. Sumir reiðubúnir til að leggja mikið í sölur fyrir sannfæring sína og frjálsræði, en sumir ekki. Eins dæmi mun að vísu vera eða því sem næst heimskan náungans þess, er lét hræða sig hér í vetur til þess að kjósa í bæjarstjórn eins og hann hugði bankastjóra þóknanlegt, með þeirri hótun af smalanna bálfu, að ella yrði gengið að honum þegar í stað um greiðslu 50 kr. láns, er átti ekki að falla í gjalddaga fyr en eftir marga mánuði. En það eru ærið mörg stig þar í milli og fullkomins óttaleysis um ann- arleg og ólögmæt áhrif bankaskulda- skifta. Og þar getur verið sinn á hverju stigi eða margir á sumum, og safnast þegar saman kemur. Hér æ 11 i slíkt ekki að geta kom- ið til greina að því leyti til, sem þessi verzlun, bankaverzlunin, ætti ekki að vera hættulegri frjálsræði manna en aðrar verzlanir. En úr því að reynslan sýnir, að svo er þó, væri mesta nauðsyn á, að láta eigi þingmensku og bankastjórn fara saman. Bönkum á að stjórna eftir sömu meginreglum sem hygnir kaupmenn stjórna sfnum verzlunum. þeir láta sem ekki sé til neitt flokksfylgi eða flokkadrættir í þingmálum og lands- stjórnarmálum. |>eir eru jafngóðir vinir allra þeirra, er við þá vilja skifta, hvaða flokk sem þeir fylla eða hverja landsstjórnarstefnu sem þeir hafa. |>eir láta sér ekkert við koma í slíkum efnum annað en kaupskapar- viðskiftin. það vita þeir að er skilyrðið fyrir því, að verzlun þeirra þrífist. |>að kemur miður vel heim við þá hollu og hyggilegu meginreglu, er fyr- ir banka stendur einhver ákveðnasti og óbilgjarnasti flokksfylgismaður á landinu. f>að er ekki bætt við, að slíkt hafi ekki stórvægileg áhrif á kjósendur, þó að hann géri aldrei nema að sneiða hjá að neyta stöðu sinnar sjálfur sér til kjörfylgis. það er sjaldan skortur á þjónustu- sömum öndum, þegar svo á stendur, mönnum, sem nóg er að þeir viti vilja síns herra til þess að gera það, sem þeir hyggja stuðning að fyrir hann til þess sem hann óskar sér. Vanaleysið að eiga við banka hefir valdið þeim háskalega ósið, að lán- þurfar finna yfirleitt bankastjóra eins- lega, áður en þeir koma í bankann, og bera sig eins og þeir sem leica þurfa á náðir manns. f>ví fyigir þá eðlilega sú hugsun, að því betur muni þeim verða til, sem þeir geri bankastjóra fleira að skapi, en viðsjált að haga sér hins vegar. Svona getur farið, þótt hann láti alls ekkert á sér skilja um slíkt, hvorki af né á. Og fyrir því ber að gera ráð um hvern mann að öðru óreyndu eða ósönnuðu. Almenning skortir nógu glöggan skilning á því, að bankaviðskiftin eru ekkert annað en verzlun, — meira að segja verzlun, þar sem hönd selur hendi. Sá sem peningalán fær í bankanum, lætur fyrirþað fullgilt veð eða tryggingu, og greiðir áskilda vexti, alveg eins og sá sem kaupir sér eitthvað í búð læt- ur úti fyrir það peninga eða vöru. f>ar selur hönd hendi á báðum stöðum. þar kemur eigi til máls neinn greiði eða ógreiði, góðvild eða óvild, f>að eru hrein viðskifti. Hönd selur hendi. f>á fyrst, er maður lætur ekki hönd selja hendi, heldur falar í búð lán tryggingarlaust, svo sem hér er al- gengt, — þá fyrst kemur að því, að lánveitandi sýni góðvild eða ekki góð- vild. En þess kyns góðvild m á ekki Landsbankinn sýna. Hann m á ekki lána öðru vísi en gegn fullri tryggingu. þetta er annarra fé, sem stjórnend- um hans er falið til meðferðar, og jafnframt bannað að láta það úti öðru vísi en að hönd selji hendi með fyr- greindum hætti. f>etta þarf almenningur að láta sér skiljast. f>að væri ekki lítil framför. f>á hverfur af sjálfu sér alt banka- farg. f>á ber enginn lánþurfi annað við en að gangabeint í bankann og leysa þ a r af hendi sín viðskiftaerindi, við bankastjórnina í heild sinni, eða bankaþjónana, — alveg eins og hver maður, sem ætlar að kaupa einhvern hlut fyrir peninga út í hönd, fer beint í búðina, þar sem hluturinn fæst, eða sendir þangað, en fer e lc k i að finna kaupmanninn að máli áður heima hjá honum eða á gatnamótum, til þess að spyrja hann eða biðja urn þ á n á ð, að mega kaupa hlutinn í búðinni hjá honum. f>að mundi þykja skrítið hátterni. En ekki er það skrítnara en hitt, að knékrjúpa bankastjóra sjálfum ut- an bankans um sams konar viðskifti. f>að er kallað alment í kaupmanns- ins þágu, að skift sé við hann — keypt hjá honum —, ekki síður en þess, er það gerir. Alveg eins er það í bankans þágu, að fé það, er hann verzlar með, só tekið á leigu. Forstöðumaður hans er ekki dyggur ráðsmaður yfir fé hans, annarra fé, ef hann gerir sér ekki far um að verzla með það og fá það ávaxtað. f>etta mun og koma skýrt f ljós, þegar bankarnir eru orðnir fleiri en einn. f>á hlýtur náðar- eða ölmusu- hugsunin að hverfa. f>að getur verið, að mótspyrnan gegn því, að þeir verði tveir, standi hjá sumum í sambandi við, að þeir kunni dável við,að náðarveitingarhugs- unin haldist við. En ærið ætti það að vera til þess að óska eftir, að bankarnir verði tveir, — að hér verði ekki nein bankaeinokun. Fiskyeiöafélag Danmark. Reknetaveiðar við ísland. Félag með því nafni er nýstofnað í Khöfn. Tilgangur þess er að stunda síldarveiðar við ísland með reknetum. Aðalmaðurinn í félagsskap þessum er fiskimaður einn, H. J. Olsen að nafni; 6 aðrir eru í því. Olsen þessi var á Akureyri í fyrra sumar til þess að kynna sér fiskiveiðar þar. f>ar frétti hann, hversu vel hefðu tekist tilraun- ir Norðmanna með reknetaveiðar, og varð það til þess, að hann kom fé- lagi þessu á fót. f>að byrjar smátt, en ætlar sér að færa út kvíarnar seinna, ef vel gengur. f>að hefir keypt enskan fiskikugg. Hann á að hafa með sér 1 hreyfivélarbát og 4 aðra báta, 100 reknet 20 faðma á lengd hvort, og eina ameríska hringnót. Skipshöfnin á að vera íslenzk að meiri hlut. f>að á að gera að síldinni og salta hana niður í tunnur jafnskjótt sem húu veiðist. þegar skipið er orðið hlaðið, affermir það á Siglufirði, og þaðan verður síldin send jafnskjótt til Noregs. f>eir ætla í sumar að stunda veiði þessa eingöngu fyrir norður- og austurlandi. Eftirniæli. Hinn 13. f. m. (apríl) andaðist að Veðrará merkiskonan Sigríður Jóna- tansdóttir, eftir langvinn veik- indi og þungbær. Hún var fædd 18. des. 1833 að Minnibakka í Langadal á Langadalsströnd. Foreldrar hennar voru þau Jónatan Jónsson, og Helga Hjaltadóttir, prests að Kirkjubóli í Langadal. Tveggja ára gömul fluttist Sigríður sál. með foreldrum sínum að Efrihús- um í Önundarfirði; þau bjuggu þar 3 ár, fluttust svo að Vöðlum, og það- an eftir 8 ár að Veðrará innri. f>ar giftist Sigríður sál yngismanni Jens Jónssyni, 22 ára gömul; byrjuðu þau þar búskap og bjuggu alls 43 ár, þar af á Veðrará innri 15, Kroppstöðum 25 og Veðraráytri 3. f>á brugðu þau búi, og dvöldust eftir það hjá tengda- syni sínum, óðalsbónda og hrepps- nefndaroddvita Bóasi Guðlaugssyni á Veðrará innri. Sigríður sál misti mann sinn 1899. f>au hjón áttu 5 börn. f>au eru: 1. Sigríður, gift oddvita Bóasi Guðlaugs syni; 2. Jónatan, bóndi á Efstabóli; 3. Jensína, gift Jóni Gabríelssyni á Skaga í Dýrafirði; 4. Guðfinna, gift Birni Jóns- syni, presti að Miklabæ í Skagafirði; 5. Ólafur, verzlunarmaður á Sauðár krók. Sigríður sál. lærði yfirsetufræði 1866 og var skipuð yfirsetukona í 33 ár; því starfi gegndi hun með frábærum dugnaði og samvizkusemi. Hún ávann sér mikið álit sem yfirsetukona, ekki einungis í sínu umdæmi, heldur víðar. Hennar var því oft leitað úr fjarlæg- um héruðum; sýndi hún ávalt, að hún var kjarkmikil þrekkona. Sýslunefnd- in viðurkendi dugnað hennar og skyldurækni með því að veita henni eftirlaun, þegar hún gat ekki gegDt því starfi lengur sakir ellilasleika. Á heimili sfnu sýndi Sigríður sál. sama dugnaðinn og skylduræknina, og mun hún hafa átt fullkomlega sinn þátt í því, að þeim hjónum búnaðist ávalt ágætlega, og heimili þeirra var að mörgu leyti fyrirmyndarheimili. Sigríður sál. var í stærra lagi meðal- kvenmaður á vöxt, þrekleg og til- komumikil álitum, gekk ávalt vel og myndarlega til fara; hún var vel greind kona, og virt af öllum, sem hana þektu. Hún mun ekki hafa átt kost á mikilli mentun í uppvextinum, enda var lítið um það hér á þeim tímum; þó mátti heita að hún væri vel að sér. f>að er ekki of sagt, að hún var einhver merkasta kona þessa héraðs, og þótt víðar væri leitað. Sigríður sál. var jarðsett 20. f. m. að Holti, að viðstöddum fjölda fólks, eftir því sem hér gerÍBt. 9. maí 1903. G. Á. E. Fórn Abrahams. (Frh.) Og þá kemur önnur spurning. Mund- uð þér ráðast á annað stórveldi af sömu ástæðu og þér hafið ráðist á oss? Eg held naumast, og þér haldið það ekki sjálfir. f>að er sitt stjórnaratferli fyrir hvort, stóru ríkin og smáu, og sitt siðalögmálið fyrir hvorn, voldugan eða vesalan. En við skulum ekki eyða fleiri orð- um að þessu. f>að eru smámunir ein- ir í samanburði við svikræði það, er land yðar hefir látið leiðast til að hafa í frammi við allan heiminn. f>að varð mikill fögnuður hér syðra, er það spurðist, að stefnt hefði verið til friðarmálstefnu í Evrópu og kvadd- ir þangað fulltrúar frá öllum þjóðum. f>að varð mikill fögnuður vor á meðal segi eg, því nú átti ekki að þurfa neitt að óttast framar og oss ekki að vera hættara við ófriði en öðrum, er allar deilur skyldi útkljá á friðsamleg- an hátt; og það var eins og steiní væri létt af öllum heiminum. Nú er úti alc sundurlyndi og táldrægni; nú er þúsund ára ríkið komið. En, æ, oS8 brugðust heldur en eigi vonir. Ólium heiminum brugðust von- ir. f>ví ekki var blekið óðara þurt orðið í fundarbókum þeim, sem þér rit- uðuð einnig undir, er þér lögðuð frá yður pennann og þrifuð til vopna í hans stað. Jólakveðja englanna til mannanna af- skræmdist í hrottalegan fyrirlitningar- hlátur. Hinni fyrstu miklu friðarráð- stefnu mannanna lauk með ófriði. Eitt er þó herfilegast: að meðan her menn yðar Iiggja flakandi í sárum í framandi landi eða deyja hrönnum 1 vesölum sjúkratjöldum, sem halda hvorki regni né vindi, þá flytja blöð yðar hreykin þann boðskap, að þjóð- höfðingi yðar hafi ritað nafn sitt und- ir það, sem um samdist í Haag. Hefði einhver annar sagt það, hefði enginn maður í hvorugu þessu landi hikað við að ganga fram, hrækja framan í hann og segja: það er lygi. En þér hafið sjálfir sagt það, og eg trúi því, þótt ekki skilji eg það. Hvað var þá öll þessi ráðstefna? Var hún ekki annað en svívirðilegur skrípaleik- ur? Eg veit það ekki og hefi ekkert að miða við annað en orð og athafn- ir sjálfra yðar. En sú kemur stund, er ný öld ritar sögu hinnar liðnu ald- ar, og þá mun þar mega lesa á hálfri blaðsíðu: Einu sinni stóð mikið til, en ekkert varð úr. Hvað voru þá þessi skjöl, er ritað var undir með svo mikilli viðhöfn? Var það ekki annað en fögur hilling og draumvingl? Nei. Sandur í augu fáráðra heimskingja, sönnun þess, að enginn hlutur er mönnunum meir um megn en að þ'ekkja sjálfan sig.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.