Ísafold - 13.06.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.06.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. miunst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðalustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árs;. Reykjavík laugardaginn 13. júní 1903. 35. bSað. JtuóÁutó jWa/ufaAÍn I. 0. 0. F. 856269. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12.' K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ö á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. 1903 á að koma út í næstu viku, — með bústöðum bæjarmanna eins og þeir eru nú, eftir krossmessu þ. á.; það er hentugra en að miða við nýár, með því að mest er um bústaðaskifti á vorin. Auglýsingar eru teknar í Bæjar- skrá þessa með sömu kjörum og síð- ast, og þurfa að vera komnar nú fyrir mánudag í afgreiðslu ísafoldar. J3s=’ þeir einir eru teknir í at- vinnuflokkaskrána, — iðnaðar- menn, kaupmenn o. s. frv. —, er þess óska bréfiega á þar til búið eyðublað. |>eir, sem þar leita, finna því ekki aðra, fremur en þeir væru alls ekki til. Ný verzlun í Ingólfsstr. 6. þar fást flestallar vörur til daglegs brúks. Mjög ódýrar eftir gæðum. íslenzkar vörur keyptar, svo sem : Smjör, Kæfa, Hangikjöt o. fl. Virðingarf. *3on *3ónasson. Iiúnaðart’élag Islands. Aðalíundur félagsins verður hald- inn í Reykjavík, í Iðnaðarmannahús- inu, mánudaginn 22. þ. m. kl. 5 e. h. jpar verður skýrt frá framkvæmdum félagsins og fyrirætlunum, rædd bún- aðarmálefni og bornar upp tillögur, er fundarmenn óska að búnaðarþing- ið taki til greina. Ennfremur ber þar að kjósa tvo fulltrúa til búnaðarþingsins til fjögra úra, og að auki einn fulltrúa um kjör- ffinabil látine fulltrúa. Reykjavík 12. júní 1903. I*órh. Bjarnarson. Verkamann- askór, mjög sterkir og ódýr— astir í cJléalstrœíi 10. BæjamtnsYeitan í Reykjavik. Nú er hingað kominn mannvirkja- fræðingur sá frá Englandi, er lögð höfðu verið drög fyrir til þess að rann- saka, hvort tök mundu á að koma hér upp bæjarvatnsveitu, að siðaðra þjóða dæmi, og hvernig bezt muni vera að fara að því. jpess var getið í haust í. ísafold, að hugmynd frumkvöðuls þessa fyrirtæk- is, héraðslæknis Guðm. BjörnBBonar, hefði verið sú, að reyna að ná vatns- birgðum handa bænum ofan úr Ell- iðavatni, til þess að komast hjá kostn- aðar8ömum brunngrefti hér við bæinn og dæluútbúnaði, er lyfta mætti vatninu nógu hátt, svo að runnið gæti sjálfkrafa inn í hæstu hús efst uppi. það er hið fyrsta, er mannvirkja- fræðingurinn enski, Mr. Hooper, hefir komist fyrir með rannsóknum sínum, að Elliðavatn liggur að vísu töluvert hærra frá sjávarmáli en Skólavörðu- hæðin, en ekki nógu hátt til þess, að runnið gæti efst inn í há hús, er þar kynnu að verða reist, á sjálfri Skóla- vörðuhæðinni. Vatnið er 35 álnumhærra en Skólavörðuhæðin. En yrðu þar reist 20 álna hús, er ekki eftir nema 15 álna hæðarmunur, en það er of lítið á svo mikilli vegarlengd, er vatninu þyrfti að veita hingað. Auk þeBS tel- ur Englendingurinn nær ókleift að leggja vatnsveiturás neðanjarðar þessa leið, með því að þar muni vera svo mikið um klappir í jörðu og aðrar torfærur. Hanu gizkar á, að sá gröft- ur mundi kosta hátt upp í 200,000 kr. f>að mun því verða hans ráð, sem Kn. Zimsen verkfræðingur hefir lagt til áður, að reyna að bora í jörðu eftir vatni sem næst bænum, líklegast undir Eskihlíðarholti, helzt í Eski- hlíðartagli, vestan Hafnarfjarðarvegar. Eftir reynslunni um Landakots- brunninn er líklegast, að bora þurfi alt niður að sjávarfleti eða vel það, og verður þá fyrirhafnarminna að bora þar sem láglent er en hálent. Fáist nóg vatn með þeim hætti, þarf að lyfta því með dælivélarútbún- aði upp í stórar safnþrór, aðra á Skóla- vörðuhæð og hina á Landakotshæð. |>ar þarf enn að hafa turna, er vatninu er lyft upp í, vegna þeirra húsa, er hæst standa í bænum. Að öðru leyti er hæðin nóg á téðum holtum. Veita síðan vatninu þaðan um allan bæ, úti og inni, eftir vatnsæðum af málmi. En hvað kostar þetta? f>að er lausleg bráðabirgðaáætlun, að birgja megi bæinn að vatni með 10,000 íbúum fyrir 30,000 kr. um ár- ið, í stað þess, að nú telst það kosta um 60,000 kr. En sá er munurinn þar að auki, að með hinu nýja lagi gætu vatnsbirgðirnar orðið tífalt meiri en nú gerist, 100 pt. á dag á hvern bæjarbúa, sem kvað vera meðalvatns- skamtur í bæjum erlendis. jþað er 1 miljón pottar vatns á dag fyrir allan bæinn. En það er stórvægileg framför, að öll freisting til vatnssparnaðar hverfi gersamlega, jafnt fyrir fátæklingum sem hinum. f>að er fyrsta skilyrði fyrir góðum þrifnaði, utan húss og innan. En þrifnaður er aftur harla mikilsvert heilsuskilyrði, auk annars. Sýslubókasöfn handa almenningi Mentamál alþýðu er að komast á dagskrá. þegar stjórnarskrárþrasinu linnir, verður tekið til óspiltra mentamál- anna. Stungið hefir verið upp á stofnun skóla fyrir börn og unglinga. Eg læt mér fróðari menn hafa orð- ið um þá. f>eir og ávextir þeirra eiga líklega nokkuð langt í land enn. f>ó að skólar væru komnir á víðs vegar um land, væri þá mentun al- þýðu borgið með því eingöngu? Nægir sá fróðleikskraftur alla æfi, sem skólarnir kynnu að veita? Nei! Eins og akurinn verður ekki sífrjór þótt einu sinni sé hann plægður og á hann borið, eins er og mannsandanum farið. Nema andinn njóti sífelds að- streymis eða innstreymis andlegrar lífsglæðingar, nær hann ekki að þrosk- ast, heldur visnar upp og fer aftur. Ekki er einhlítt, þótt troðið sé í menn einhvern tíma einhverju fróð- leikshrafli og látið svo staðar nema; andinn þarf sín lífsskilyrði, eins og alt sem lifir. f>au lífsskilyrði andans, sem eg á við, eru náttúran, mannlífið, listirnar og bókmentirnar. f>etta, sem nú er talið, éru þau ódáinsepli, er sérhver verður á að bergja, er andlegu lífi vill halda. Hver, sem færi á mis við þessar lífsnauðsynjar andans, mundi deyja fyrir örlög fram. Hugsum oss mann í fangelsi, öllu sviftan nema fæði og fötum, mann, sem aldrei bærist mannleg rödd að eyra, sem aldrei liti sól né himin og hauður; hvað yrði úr því lífi? Ekki þarf langa rannsókn til að sjá, að xmaðurinn lifir ekki af einu saman brauðio. Eins og hæfileg blöndun fæðunnar er nauðsynleg til þess, að maðurinn þroskist eðlilega og haldi heilsu, eins þarf andinn og að njóta allra sinna þróunarskilyrða til þess að ná fullum þroska. f>að er ekki nóg, að njóta þeirra sumra. Hugsum oss mann, sem umgengst mjög fáa, mann í afdal eða afskektri ey; hann yrði ekki eins fær í lífsins sjó, sem sá, er lifir í fjölbreytilegu mannlífi. Eða mann, sem alla jafna sæti boginn yfir bókum. Mann, sem sífelt væri á sveimi í súlnagöngum listarinnar, en kæmi aldrei út undir heiðan himin og aldrei liti guðs græna jörð. Hver einn þessara manna yrði ófullkomnari, minni maður en sá, er alls þessa nyti í hæfilegum mæli. En vit eða fróðleik þarf til að geta notið til fullnustu framantaldra lífs- skilyrða. f>að verður því að minni hyggju að vera markmið allrar fræðslu, að efla þennan fróðleik, þetta vit. Fólk- ið þarf að læra að skoða náttúruna með skilningi, mannlífið með skilningi, listir og bókmentir með skilningi. |>etta vit eða fróðleikur fæst aðallega af bókum. f>ær eru lykill vizkunnar, nokkurs konar ljósmyndir af öllu, sem til er í sjónarheimi og hugarheimi. Án þeirra er torvelt að skilja nátt- úruna og mannlífið. |>ær eru safn allrar þekkingar, sem aflast hefir mann fram af manni frá kyni til kyns. f>ar er sú uppspretta, sem aldrei þrýtur, þótt allir bergi á, og þær hafa að geyma fjársjóð, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Bækurnar eru ljósgeislar, sem stafa frá mestu mönnum heimsins, og upp lýsa þjóðirnar. f>ær eru lifandi raddir liðinna alda og kynslóða, og þær hafa að geyma alt hið bezta, sem hugsað hefir verið af vitrustu og beztu mönnum þjóðanna á öllum öldum. Hve óumræðilega dýrmætur fjár- sjóður felst þá ekki í bókmentunum, og hvílíkur óbótaskortur að vera án þeirra! Ekki er svo að skilja, að allar bæk- ur séu slíkur fjársjóður. Nei, illgresið vex ávalt meðal hveitisins, og bækurnar eru einB mis- jafnar og mennirnir. En eins og til er mikill fjöldi góðra og ágætra manna, svo er og til fjöldi góðra bóka, og það því fremur, sem góðar bækur deyja ekki eins og mennirnir, heldur eru nýjaðar upp, er þær taka að gerast fágætar. Ekkert jafnöflugt menningarmeðal er til í heiminum eins og bókment- irnar. f>að hefir verið sagt, að vér Islend- ingar ættum vorum fornu bókmentum það að þakka, þótt fáskrúðugar séu, að vér urðum ekki að skrælingjum á liðnum öldum; og er það satt. f>etta viðurkenna og allar siðaðar þjóðir. f>ar eru bókasöfn svo víða, að hægt er fyrir hvern mann að nota sér þau, er tíma hefir og löngun. í Bandaríkjunum eru jafnvel um- ferðabókasöfn, sem ekið er á járnbraut- um frá einum stað til annars. Vér erum illa staddir í því sem fleira. Bæði er það, að bókmentir vorar eru fáskrúðugar, og veldur því fólksfæð og fátækt. En svo er ógreitt að ná í þær bækur, sem til eru, fyrir allan þorra manna, vegna vegalengdar og strjálbygðar; 4 almenningsbókasöfn á strandlengju, sem er 800 mílna löng! f>að er ekki mikið. Og þó erum vér, sem dreifðir erum út um 8veitir þessa lands, lakast stadd- ir að þessu leyti. Vér förum svo að kalla má á mis við öll andleg lífsþró- unarskilyrði, nema náttúruna, en hún getur ekki bætt oss upp bókaskortinn, sízt ef oss vantar lykilinn að því að skilja hana. Enda er svo, að ef fróðleikslöngun er vakin hjá einhverjum manni, þá er það vísast, að hann fari hið bráð- asta burt úr sveitunum, af því að þar getur hann ekki fengið svalað fróð- leiksþorstanum. Fyrir því eru fullar líkur til, að ef stofnaðir væru skólar fyrir bórn og unglinga víða um land, eins og er að komast í orð, að það yrði helzt til þess að tæma sveitirnar enn meir að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.