Ísafold - 13.06.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.06.1903, Blaðsíða 3
139 inni, er hann dreifir við mótspyrnu þá, sem nokkrir hreppar í Suðurmúla- sýslu hafa veitt í vetur kláðalækninga- fyrirskipunum amtmanns þar. Sannleikurinn er sá, að M. E. dýra- læknir er og hefir verið jafnan ein- dreginn Framsóknarflokksmaður, greitt atkvæði með honum í alþingiakosn- ingum o. s. frv. Eldgos í Skeiðarárjökli. Eitað er ísafold af Síðunni 2. þ. m.: Eldur uppi í suður af Grænafjalli, vestarlega í jöklinum (Skeiðarárjökli). Hlaupið byrjaði í Skeiðará mánudag 26. maí síðdegis; miðvikudag seinni part kom Súla fram, og síðari hluta fimtudag8 sást eldurinn, og var mest- ur þá næstu nótt, bjart hér í syðri bygðum, Álftaveri og Meðallandi. Hrönn ruddi Skeiðará fram upp á gamlan móð, mest miðvikudag og fimtudag. þá skulfu hús í Svínafelli og Skaftafelli. Póstur kom hingað í gær; fór yfir sandinn hvítasunnudag; vegur nokkuð tvíbentur; á miðsand- inum 2 vatnsföll, austur undir Háöldu og nálægt Sigurðarfit, hvort um sig eins og Skeiðará »í sparifötunum* o: í sumarflugi. Fólk héðan ætlar í dag austur að Núpsstað og þaðan inn í fjöll til að skoða stöðvarnar; þar logar enn vel; eg er hræddur um öskufall í Oræfum í dag, því þangað er svartan bálk að sjá, og vindur er hvass að norðan. Nú erum við að búast við Kötlu þá og þegar, sami r............undir þeim báðum systrum, og fyrir löngu orðið von á Kötlu. Bœjarstjórn Keykjavíbur sam- þykti á fundi 4. þ. mán. lóðarkaup undir framhald Hverfisgötu milli Vatnsstígs og Klapparstígs eftir samningum og tilboðum, er vegaDefnd hafði fengið: af Ásgeiri Sig- urðssyni kaupm. fyrir 30 au. ferh.alin og 40 au. ferh.alin af eigendum þar fyrir vestan. Samþykt var að skora á lögreglustjórn- ina, að sjá um, að stakkstæði hæjarins, sérstaklega við Hafnarstræti, séu ekki notnð til annars en heimild er fyrir, og svo að ekki komi i bága við lögreglusamþyktina. Veganefnd var falið að sjá nm, eftir heiðni Sveins kaupm. Sigfússonar, að sett verði girðing um gangstig niður að Frosta- staðabrunni og meðfram Frostastaðabletti við framhald Lindargötu. Afsalað var forkaupsrétti að »Smiðjunni«, erfðafestu- landi og húseign H. Th. A. Thomsens, en áskilinn óskertur réttur til ókeypis vegar- stæðis gegnum erfðafestulandið. Bæjarstjórnin samþykti þessar útmæling- ar erfðafestulanda, samkvæmt tillögum erfðafestunefndar: a. Guðmundi Ingimundssyni 3—4 dag- sláttur fyrir norðan erfðafestuland Bjarna á Bergi, jafnlangt austur og Bjarna land og norður að Miðstíg. Milli Bjarna og Guð- mundar verður þó eftir óútvisað gamall móvegur og lítið óútgrafið móland. Eftir- gjald 7 ál. dagsl. b. Ara Bergþ. Antonssyni 4—5 dag- sláttur fyrir ofan og austan (juðm. Ingi- mundsson (þó 20 á)na ræma óútmæld á milli þeirra, vegarstæði) sunnan við Mið- stíg og sunnan lakmörk framhaldslínu af suðurtakmörkum Guðm. Ingimundssonar. Eftirgjaid 7 ál. dagsi. c. Sveini Jónssyni 4—5 dagsl. erfða- festuland austur af eldra landi sinu, að sunnan 60 faðma í austur frá suðurtak- mörkum eldra lands hanB, og norðurtak- mörkin verða framlenging skurðs þess, er nú skiftir erfðafestulandi hans í tvo hluti. Erfðafestugjaid 7 ál. dagsl. d. Guðmundi Jafetssyni 4—ö dagsl. norður af síðastnefndri útmælingu og jafn- langt norður og eldri útmæling Sveins. — Erfðafestugjald 7 ál. dagsl. Brunahótavirðingar voru þessar sam- þyktar: hús Jóns Þórðarsonar við Banka- stræti 12,802 kr.; hús Rögnvalds Þor- steinssonar við Laugaveg Ö633 kr.; hús Þorleifs Jónssonar og Sigurðar Guðlaugs- sonar við Hverfisgötu 4110 kr.; hús Guð- mundar Guðmundssonar við Grettisgötu 3705 kr.; hús Ragnhildar Briem við Lauga- vcg 2135 kr.; útihús Ásgeirs Sigurðssonar við Suðurgötu 1360 kr.; útihús Jóns Tóm- assonar á Grimsstaðaholti 770 kr.; útihús Stefáns B. Jónssonar við Laugaveg 220kr.; skiír Jakobs Jósefssonar við Laug&veg 154 kr. Síðdegismessa á morgun i dómkirkj- unni k). 5 (J. H.). Bœjarstjórnarfundur í kveld kl. 5, aukafundur um byggingarsamþyktina. Sumarhlýindi góð byrjuðu hér i fyrra dag — hvað sem verður um framhald þeirra. V eðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 19 0 3 ir W c+- í>- < CD ox P œ pr > 3 d júní cn ct* s g 09 3 err ct- >-i tr 88 cx 3 p m 3 s I P 00 P Ct- ' " £ Ld. 6. 8 760,7 8,1 sw í 10 18,0 7,4 2 763,1 9,5 8W 2 10 9 763,4 7,3 sw 1 7 Sd. 7. 8 765,7 7,4 s 1 8 0,9 4,3 2 768,2 9,0 W8W 1 8 9 768,8 7,2 SW 1 6 Md. 8.8 770,7 7,4 8W 1 6 ubet. 3,2 2 771,5 9,3 8W 1 9 9 770,1 W 1 10 Þd. 9. 8 773,0 6,8 W 1 5 1,6 3,2 2 775,3 8,7 W 1 4 9 776,1 7,8 NW 1 2 Mdl0.8 776,1 6,8 w 1 2 2,9 2 774,9 9,8 w 1 3 9 770,2 8,2 NW 1 5 Fd.11.8 766,6 7,1 w 1 10 5,8 2 768,9 13,3 w 1 1 9 769,6 12,8 I N 1 4 Fsdl2.8 770,6 10,7 ! NW 1 3 6,7 2 772,9 16,6 1 W 1 1 9 771,5 12,9 , 0 0 Fórn Abrahams. (Frh.) Hefir yður orðið svona mikið um við prédikun gamla mannsins? mælti hann. Eg get ekki á móti því borið, anz- aði hinn. Ef eg á að segja eins og er, þá hef- ir hún snortið mig líka, segir Kenne- dy. það var auðheyrt, segir hann, að hann lagði sjálfur trúnað á það, sem hann sagði. Hitt er þó lakara, að aðrir leggja trúnað á það, og þeir skifta þúsundum. Komið þér nær, svo að við getum talast við. Svona. það er þó notalegt, að hafa undir sér góð- an hest. Maður verður allur annar maður og heldur sér alla vegi færa . . þér megið ekki litast um svona órólega. þeir kynnu að halda, að við séum að hugsa um að strjrrka. Verið þér ekki svona forviða í framan! segir hann ennfremur, er félagi hans leit framan í hann með undrunarsvip og bætti við í hljóði og þó mjög óþesslegur á svip: Auðvitað gerum við tilraun til að strjúka, ef færi býðst. .. en þei-þei. þá komu tveir Búar ríðandi með byssú í hendi og skipuðu sér fyrir aft- an þá félaga og létu héstana feta sam- stíga þeirra hestum. það væri gaman að vita, hvort þeir kunna ensku, þessir náungar, segir yngri fyrirliðinn í hálfum hljóðum. það verður hálförðugt að haga sam- talinu eftir tungumálakunnáttu þeirra, er settir eru til þess að hafa á okkur gætur. Hirðið þér ekki um það, Kennedy, segir hinn. Ekki getur vður verið það alvara. f>að er helzti mikið undir þvf komið. Víð skulum rannsaka fyrst, hvernig því er háttað. Hann sneri sér við í hnakknum, hinn ungi lautinant, og virti fyrir sér ferðbúnaðinn, jafnöruggur og ófeilinn eins og hann hafði ávalt verið. þeir eru ekki svo vitlausir, segir hann, og þó dræmt, er hann sá, að gerðir voru njósnarar á undan liðinu og á báða bóga, um leið og hersingin lagði öll á stað, er merkisvaldurinn gerði bendingu um það. Og hann virti fyrir sér tómlátlega þessa tvo Búa, er settir voru til að gæta þeirra félaga. Hm, sá langi er áreiðanlega naut- heimskur, kvað hann; en sá litli vinstra megin, sem er svo dökkleitur í and- liti, hann er alt öðru vísi; hann er ekki allur þar sem hann er séður. Heyrðu, drengur minn, hann er víst þolgóður, hesturinn, sem þú ríður, en fljótur skil eg ekki að hann geti verið. Nei, byssukúla fer harðara, anzar pilturinn ofurspaklega. Og eg er hæf- inn, bætti hann við hvatskeytlega. Fyrirliðinn beit á vörina. Hótunin var greinilegri en svo, að hún yrði misskilin. Mér skjátlaðist ekki, segir hann í hálfum hljóðum við félaga sinn. Hann er skýr, strákurinn. Okkur lánast ekki að leika á hann. Jæja, það skift- ir engu, er til mín kemur. Talið þer frönsku, kunningi? spyr hann alt í einu á þá tungu. Hann hvesti á þá augum, Búana. Ed þeir horfðu í móti svo forviða og sakleysislega, að það eyddi fyrir hinum öllum ótta um það atriði. Fyrirliðiun notaði því frönskuna á- fram. það leynir sér ekki, kvað hann og hélt áfram frönskunni, að þeir kunna ekkert nema hollenzku og of- urlítið í ensku; og þess vegna verðum við að reyna að bjargast við þetta, sem við kunnum í tungu þeirra Gall- anna, þótt eg sé hræddur um, að það sé heldur lítið. Hann hló við ánægjulega, er hann hugsaði til þess, að fákunnátta þeirra gæzlumannanna veitti þeim félögum kost á að tala saman eins og þeim sýnd- ist hér um bil. þér skuluð ekki skifta yður af þeim, segir hann enn fremur, er Stephens bjóst til að líta við. því minna, sem við sinnum þoim að svo stöddu, því betur reiða þeir sig á okkur. Látið sem þeim komi þetta ekki hót við. þá verða þeir svo öruggir. Og þegar þeir eru teknir til að reiða sig á okk- ur, þá kemur til okkar kasta. Jæja, við ætluðum að fara að tala saman. Segið þér eitthvað, maður, og verið þér ekki svona niðurlútur. Eg get ekki að því gert, Kennedy; eg er farinn að hugsa. þarf eg að minna yður á, hver er fyrsta skylda hermanna? Eg vona ekki. þér sem eruð mjög svo innundir Iijá yfirmönnum okkar. En ef þér losið yður ekki víð alt tilfinningavol, þá fer eg að vantreysta því, að þér eigið mikils frama von, Stephens minn sæll. Eéttvísi eða ranglæti, — hvað haldið þér að það komí við undirtyll- um þeirra, er heimsviðburðunum halda sig ráða ? Látið þér yður lynda að vera þeirra megin, sem meiri máttar eru; það veitir von um ríflega umbun, þegar reikningum er lokið. Nei, seg- ið þér ekki neitt; bezt fyrir yður að þegja. þér eruð ekki í jafnvægi sem stendur. En heilræði vil eg leggja yð- ur, þótt yngri sé eg, — er ekki heyra fleiri til; varist að finna að þeim, er þér eigið frama yðar undir, jafnvel í instu hugarfylgsnum yðar. Yður ríð- ur lífið á því. Heimurinn, hvort held- ur eru ríkin eða einstaklingarnir, þekk- ir ekki nema eitt orðtak: að komast áfram. Og til þess eru öll ráð góð. Nú um stundir er ekki ágæti nokkurs hlutar miðað við siðferðislegt gildi hans. það er árangurinn, sem úr öllu sker. Að bera hærri hlut, hafa hepn- ina með sér, það er markmiðið orðið. Leiðtogar vorir hafa séð það. Og þeir hafa verið ófeilnir að láta afleiðing- arnar þar af ráða. það er hjálpræði þeirra. Og það er ekki hætt við, að nokkurt annað stórveldi mundi fara að finna að við oss. Ekkert þeirra mundi hafa farið öðru vísi að. Vér spyrjum ekki um, hvað minni ríkin hugsa. þau þora að minsta kosti ekki annað en að segja eins og vér kjós- um helzt; og yrðu þau svo fífldjörf, að fara að gera oss einhvern tálma, þá höfum vér nógan mátt í köglum til þess að þagga niðri í þeim líka. þjóð- irnar? þær elta leiðtoga sína dóm- greindarlaust og mega vera ánægðar að fá að æpa og óskapast í orði; meira verður aldrei úr fyrir þeim. Nei, það er einmitt fremd gamla Eng- lands, að það spyr ekki um, hvað öðr- um lízt, og eg tel mér fremd að vera þjóðar, sem gerir það sem henni sýn- ist, þótt allur heimur líti hana öfund- araugum. JSóé íil söíu. Fyrirtaks-lóð er nú til sölu. Semja má við málaflutningsmann Odd Gíslason Fundist hefir ULLARHYRNA í Latig- nnum. Ritstj. vísar á. U M B 0 D Undirritaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K Þakjárnið góða hjá BREIÐFJÖRÐ. Fyrir miklar áskoranir frá ýmsum, nær og fjær, þá hefir nú ofanritaður mikið úrval af þakjárni, báruðu og sléttu, ð, 6, 7, 8, 9 og 10 feta lengd- um. Kutter frá Mandal fæst til kaups eftir hér um bil 14 daga, í Evík. Skip þetta er 23 ára, bygt af eik, 64 tons að stærð, góður siglari og í ágætu standi, og er nú í fyrsta flokki. Nánari upplýsingar gefur Björn Gnðnmndsson í Reykjavík. eru beðnir að vitja ísa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Zeolinblekið góða er nú aftur komif! i afgreiðslu Isafoldar. Verksmiðjan Álafoss tekur að sér að kemba ull, spinna og tvinna; að búa til tvíbreið tau úr ull; að þæfa einbreitt vaðmál, lóskera og pressa; að lita vaðmál, band, ull o. fl. —- Utanáskrift er: Verk- smiðjan Álafoss pr. Reykjavík. SKANDINAVISK Exportkaff i-Surrogat KjobenhavD. — F- Hjorth & Co- Sunnanfari kostar 2Vj kr. árg., 12 arkir, auk titilbl. og yfirlits. Aðalútsala í Bókverzlun xsa- foldarprentsm., og má panta hann auk þess hjá öllum bóksölnm landsins, svo og öllum útsölumönnum Isafoldar. WHISKY Wm. FORD & SON stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjorth & Co. Kjebenhavn. K. rno

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.