Ísafold - 13.06.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.06.1903, Blaðsíða 2
138 fólbi, ef ekki væri jafnframt aéð fyrir nægum bókum handa því til að glæða og auka við þekkingu sína, þegar úr skólunum væri komið. Nú verSur þá fyreta íhugunarefnið, hvernig þetta megi verða, og skal eg leitast við að svara því. Setja þarf á stofn bókasöfn að minsta kosti í hverri sýslu landsins, t. a. m. í líking við amtsbókasöfnin. |>au eiga að fá fjárstyrk af landssjóði móts við jafnan fjárstyrk annarsstaðar að, svo sem úr sýslusjóðúm og frá þeim, sem söfnin nota. Ef landssjóð- ur legði hverju safni 200 krónur á ári og ef safnið hefði 200 kr. annars- staðar að, yrðu tekjurnar 400 kr. á ári. Væri nú bókasöfnin jafnmörg sýslunum, og væru þau 3 amtsbóka- söfn, sem til eru, gerð að sýslubóka- söfnum, sem sjálísagt virðist — þaú eru líklega ekki annað í reyndinni hvort sem er — þá væri þetta rúmra 3000 króna gjaldauki fyrir landssjóð. Eg hygg nú samt, að koma mætti upp mikið góðum bókasöfnum fyrir þetta fé, og með þeim hætti, er áður er bent á. Tilgangurinn á ekki að vera sá, að hauga saman svo m ö r g u m bókum, heldur að menn gætu átt kost á að lesa alt hið bezta, sem prentað er árlega af íslenzkum bókum, og svo beztu bækurnar, sem koma út á norð- urlandamálunum. íslenzkar bókmentir eru svo fátæk- legar, að hver maður, er nokkurn veginn vill mentaður heita, hlýtur að leita til erlendra bókmenta; en, eins og flestir vita, er það efnalega ókleift öllum þorra manna. Maður veit minst um, hvað heim- urinn hefir fyrir stafni í orði og verki af íslenzkum bókum einum, sem von er. Sagt kann að verða, að þeir séu svo fáir, er hafi not bóka á öðrum tungu- málum, að til lítils komi að eiga að- gang að þeim í söfnunum. En bæði er nú það, að allir lærðir menn og allmargir alþýðumenn skilja að minsta kosti norðurlandamálin, og svo er þá fyrst, en fyr ekki, fengin veruleg hvöt til að læra erlend mál, er til væri að grípa góðra bóka á þeim; og án þess er eiginlega ekkert vit í að læra þau. f>á er að ræða um staði fyrir bóka- söfnin. Að reisa sérstök hús fyrir þau yrði of dýrt fyrst um sinn, enda þyrftu söfnin ekki mikið rúm í bráðina. Mér dettur í hug, að nota mætti kirkjurnar. f>ær eru flestar úr timbri, og eru því rakalitlar, og það er mikill kostur. Nógu stórar munu þær einn- ig reynast; sjaldnast eður aldrei eru þær fulUkipaðar við messugerð utan kaupstaða; virðist því rétt að nota sem bezt á ekki óviðeigandi hátt þessi hús, sem eru nokkuð dýr móts við afnotin. Frá kirkjulegu sjónar- miði getur ekki verið á móti neinu, sem ekki vekur hneyksli eða glepur fyrir fólki í kirkjunni, en það gera ekki bókahirzlur t. a. m. á kirkjulofti. f>á er bókvarzlan. Af því að ekki ætti að draga inn í söfnín hverja bók sem byðist, heldur safna saman úrvalsbókum, þyrfti vit- anlega valinn, góðan fróðleiksmann til að útvega hverju safni bækur. f>á menn ættu sýslunefndir að útvega. Annað um bókvörzlu þarf hér ekki að ræða. Væri þetta komið á stofn, og að því ætti að vinda bráðan bug, væri að minni hyggju stórt spor stigið í menn- ingaráttina. f>eir verða að vísu nokkrir, sem ekkert mundu nota þessi mentatæki; en þótt ekki yrði annar árangurinn en sá, áð 1—2 mentuðum mönnum fleira yrði í sveit hverri en nú eru þeir, yæri mikið fengið; því að frá þeim gæti mentun og fróðleikur runnið út til margra. f>ess mun á þann hátt sjást merki, þar sem afburða-fróðleiks- menn hafa verið eða eru í bygðarlög- um. Nægír í því efni að benda á Skagfirðinga fyrrum, og Suður-f>ing- eyinga nú á dögum. Sagt kann að verða, að nógur tími sé að koma upp bókasöfnunum, er skólarnir séu kornnir á stofn; þá fyrst færu menn að hafa þess þörf og not. f>ar til liggur það svar: margir eru þeir, sem mentast geta svo, að þeir hafí not bóka án skóla, en án bóka er skólagangan iítils virði. f>að sem mestu varðar er að fá nægilega marga mentaða menn í hverju bygðarlagi, sem svo gætu verið leiðarstjörnur fjöldans og fullnægt þeim störfum, sem vinna þarf og fróðleik og mentun þarf til, í hverju þjóðfélagi, sem siðað er og sjálfstjórn vill hafa. f>ví meira sem frelsið er, því meiri mentunar þarfnast hver þjóð. Eg skal leyfa mér að geta þess, að sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu hefir riðið á vaðið og heitið styrk til að koma á stofn bókasaíni fyrir sýsluna; mun verða leitað styrks hjá alþingi þessu til framkvæmdar. Ættu fleiri sýslunefndir að fylgja því dæmi, og skora á þingið um nauðsynlegt fé í þessu skyni; mun varla standa á því, ef fram kemur almennur vilji í þá átt. Þó að eg hafi ekki getað ritað svo ljóst og vel um þetta efni, sem vera bæri, og að margt fleira hefði mátt taka fram því styrkingar, vona eg að þessar bendingar nægi til þese, að mentavinirnir hér á landi muni sann- færast, er þeir hugleiða málið, að hér er um verulegt þjóðmenningaratriði að tefla, og að þeim takist að afla því þess fylgis, sem þarf til þess, að koma því í æskilega framkvæmd. Fitjurn, sumardaginn fyrsta 1903. St. Guðmundssov. Uppdráttur Reykjavikur m. m. Landmælingadeild herforingjaráðsins í Khöfn hefir gera látið landsuppdrætti af Reykjavík og Hafnarfirði með ná- grenni, eftir raælingum þeim, er gerðar voru í hitt eð fyrra og í fyrra. Uppdrátturinn af Reykjavík tekur alla leið frá því innan við Rauðará og fram fyrir Eiðstjörn,og suður fyrir Laufás, enda er býsnastór, 26 x 14 þml., og svo nákvæmur, að þar er markaður nær hver húskofi hér um bil, hver kálgarður og hver smágirðing, og gerður greinarmunur á, úr hverju garðurinn er (torfi, grjóti, vír o. s. frv.); enn fremur tún, engi, mýri, mel- ar, möl, stórgrýtisblettir, klettar og klappir, svo og hæðamunur allur og vegalengd, — yfirleitt alt með mikilli nákvæmm; að eins ofurlitlar afstöðu- skekkjur sumstaðar, hvernig sem á þeim stendur. Götunöfn og önnur örnefni villulaus að sjá og stafrétt; og er það nýlunda af útlendingi. Uppdrátturinn er mjög fallega prent- aður og sélegur, með hæfilegum lit- breytingum. Og gjafverð er á honum. f>á er uppdráttur af Hafnarfirði, frá Hvaleyrargranda að Fiskaklett og upp fyrir Hamarskot, með sömu ná- kvæmni gerður og sama frágangi og sá af Reykjavík. Loks er í þriðja lagi uppdráttur af •nágrenni Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar«, þ. e. nesin bæði (Seltjarnar og Álfta) með Akurey og Engey og landið upp af Hafnarfirði alt suður að Helgafelli. Fyriríerðin er að eins 7x/2 x 4 þml., en stærðin þó ð sinnum meiri en á Uppdrætti íslands (B. Gunnl.) og nákvæmni að því skapi meiri. Ornefnaval er þar nokkuð að handa- hófi gert og ekki laust við skekkjur í örnefnum eða afbakanir, t. d. Apo- thekernes f. Nes við Seltjörn, Valhús- bakki, Nauthóla, Smalholt; sumt er prentvillur: Skilðinganes, Unðirhlíðar, Hlíðsnes, Fifuhvammur, Vifilsstaðir. þetta eru smávægileg lýti að vlsu, en nóg til að stingi í stúf við hinn vand- aða frágang að öðru leyti, endaþraut- arlaust að sneiða hjá þeim. f>að er eigi lítilla þakka vert, þetta landmælingastarf herforingjaráðsins, alt unnið á kostnað ríkissjóðsins danska, fyrir ærið fé, án 1 eyris útláta fyrir oss eða landssjóð. Illgirnisleg ösannindi. Herra ritstjóri! Vilduð þér ekki ljá eftirfarandi línum rúm í yðarheið- raða blaði. Af tilviljun hefir mér borist í hend- ur auglýsingablaðið »Reykjavik«, sem ritstjóri þe88 fer með sem honum er Iagið. Stendur þar meðal annars dæmafá illyrðagrein, sem ætlast er til að segi frá þrælmensku Odds í Skaftárdal, en gerir þar í móti að ráðast persónulega á einstaka menn, sérílagi Svein prest Eiríksson í Ásum, með mannorðsketnmandi ó- sannindum. Orð blaðsins vil eg ekki taka hér upp, með því að þau eru langt of svívirðileg til að sjást í heiðvirðu blaði; en sannleikur þessa »vottorðs«-mála- rekstur er sá, er hér greinir: Síra Sveinn Eiríksson gefur »vottorð« eða álit sitt snemma í desember í vetur, er leið, eftir beiðni oddvita, um það, að þessi umræddi staður (hjá Oddi í Skaftárdal) verði að telj- ast »for8varanlegur«, þar sem ekki verði annað séð en að drengnum lfði þar bærilega (eða eitthvað því um líkt), og þar sem hann (o: drengurinn) vilji alls ekki fara þaðan. — Dauða drengsins ber að seint í marz- mán., og sér hver heilvita maður, að staðurinn gat verið »forsvaranlegur« snemma í desembermán., þótt hann væri óhæfur seint x marzmán., enda er þegar sannað, að hið gefna vottorð síra Sveins var al- gerlega sannleikanum sam- k v æ m t; er og enginn efi á því, að sýslumaður Skaftfelliuga mun gefa yfirlýsingu um þetta, er honum berst þessi óhróðursgrein. Sjálfur hefir ritstj. »Rvíkur«, að því er ætla má, ekki smíðað þennan á- burð, heldur mun óhætt að fullyrða, að á þessu sjást fingraför Páls Hans sonar (föður drengsins). Mættu menn ætla, að Páll Hansson hafi gripið til þessara svívirðilegu ósanninda af hrygð eða gremju út af þessum hryllilega atburði; en heldur veikist maður í þeirri trú, er kunnugir segja þannig frá, að svo hafi verið langt í frá, að hann hrygðist, að hann hafi miklu fremur verið hróðugur, þótt, ótrúlegt sé; geta menn þess til, að hann muni hugsa sér að nota þetta framvegis til að núa hreppsnefndinni um nasir, sem hann hefir nú upp á síðkastið átt í brösum við. Páll þessi kvað sem sé vera miður vel þokkaður, að eg komist sem vægast að orði; hefir hann nú t. d. hætt að vinna á bezta aldri og er því »á sveit«. Auðsætt er, að Páll hefir ekki treyst sér að koma þessum illyrðum að ann- arsstaðar en hjá ritstjóra »Rvíkur«. — En freraur virðist það bera vott um samvizkuleysi hjá ritstjóra, að birta þetta í blaði sínu, þótt honum berist það, reyndar sjálfsagt frá manni, sem hann þekkir ekkert, en hefði með ör- lítilli umspurn getað komist að raun um, að ekki mátti henda reiður á. Mætti og ætla, að ritstjórar væru eigi svo blindir, að þeir sjái ekki, að slíkt getur verið mannorðs-spillir heið- virðum manni, þótt í engri sök sé, að um hann séu höfð þvílík orð, enda þótt vitanlegt væri, að fáir eða engir legðu trúnað á orð blaðsins,. sem þau flytti. Reykjavík 11. júní 1903. Gísli Sveinsson. Byggingarefnarannsöknir. Samkvæmt. fjárveitingu síðasta al- þingis hefir cand. polyt. J ó n |> o r - 1 á k s s o n (frá Yesturhópshólum) ver- ið ráðinn eftir tillögum Búnaðarfélags íslands til að halda áfram byggingar- efnarannsóknum þeim og leiðbeining- um í húsagerð, er Sigurður heitinn Pétursson dó frá. Hann hefir verið að búa sig undir það erlendis frá því í vetur, kom hingað um daginn með póstskipinu, og ætlar að ferðast hér um land í sumar til slíkra rannsókna. Honum lízt að svo stöddu einna bezt á, að gerðir séu steinar úr steinsteypu til að hlaða úr húsveggi; telur það munu verða kostnaðarminna en að steypa veggina í einu lagi; þá mundi og verða hægra að hafa veggi hola. Hann ráðgerir að flytja fyrirlestur hér um þetta efni innan skamms. Hann hugsar og til að athuga kalkið á Kjalarnesi (í Esjunni) í því skyni, að kalkbrensla geti komist hér á sem fyrst, ef nóg fyndist kalkið. Enn fremur ætlar hann sér að leita að leir til tígulsteinsbrenslu, og sömu- leiðis að steintegund þeirri, er »trass« nefnist, og blanda má við kalk og sement. f>að segir hann vera ágætt byggingarefni, og ímyndar sér að gera mætti það að útflutningsvöru, ef fynd- ist á hentugum stað. Hann kveðst þurfa að fara utau með haustinu og ferðast um þýzka- land og England til þess að afla sér frekari þekkingar í þessum efnum. Stjórn Landsbúnaðarfélagsins hefir fal- ið honum eftir tillögu hans að láta gera tilraun til að búa til fram- ræslupípur úr sementsteypu. Að þvf væri hin mesta framför, ef tækist, með því að útlendar framræslupípur eru of dýrar, vegna flutningskostnað- arins einkanlega. Sláttuyél. Hugvitsmaðurinn Ólafur Hjalte- sted, sem hÍDgað kom frá Khöfn um um daginn og fer aftur þangað 16. þ. m., hefir hugsað upp þá tilbreyting á sláttuvélum, er hann hyggur koma mundi að fullum notum hér á landi, á snögt gras o. 8. frv., og ekki yrði erfiðari en það eða fyrirhafnarrneiri, að nota mætti með handafli, jafnvel af kvenmönnum, og slægi þó þrefalt á víð það er góðir slátturnenn gera nú með orfi. Hann sýndi nákvæman uppdrátt af vélinni á síðasta stjórnar- fundi Landsbúnaðarfélagsins. Hr. Ó. H. hugsar til að koma hér upp f Reykjavík hugvitssmíðastofu, er annast gæti ýmsar vandasamar smíðar og viðgerðir, þær er ella hefir orðið að leita með til útlanda. Hann ætlar að sækja um í því skyni til þingsins 10,000 kr. lán, er endurgreið- ist á 15 ára fresti. „Heima8t,iórnar‘'-liðið og fjárkláðinn. Hann fer merkilega villur vegar, Páll amtmaður Briem, er hann bendlar nýlega í »Norðurl.a Magnús dýralækni Einarsson við »heima8tjómar«-flokkinn og lætur hann vera meira að segja einn í flokksstjórn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.