Ísafold - 20.06.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.06.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minDst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin víð iramót, ógild nema komin sé ti! útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslu8tofa blaðsins er Austurstræti 8. XXX. ára:. jfíllósiadá ytÚl^OyÍMh I. 0. 0. F. 856269. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripascifn opið md., mvd. og id. 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8*/„ siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 «g kl. 6 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 41 11—2. Bankastjórn við ki. 12 — 1. Landsbókasaft, opið livern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) ;md., mvd. og ld. t.ii útlána. Náttúrugripasafn, í Yesturgötu 10, opið i sd. kt. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti I4b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Af kosningum og kjörfundum. ii. feir ætluðu að fara kænlega að ráði sínu, ísfirzku höfðingjarnir, og létu sem þeir mundu ekki hugsa um að hafa neinn í kjöri í móti Skúla Thor- oddsen — »betri(!) mennirnir mundu láta kosninguna hlutlausa«, kvað mál- tól þeirra þar. Bn tveim, þrem dög- um fyrir kjörfund voru gerðir út tveir menn á bát norður í Jökulfirði, svo að lítið bar á, og látið sem þeir væru sendir til fiskikaupa, en voru raunar með bréflega orðsending til nokkurra höfuðkappa afturhaldsliðsins þar um sveitir: verzlunarstjórans á Hesteyri, læknisins, og Grunnavíkurprestsins, þar sem heitið var á þá að bregða við og smala Hornstrandir í snatri og halda því liði til höfuðstaðar þeirra kjördagsmorguninn, þriðja í hvítasunnu. En þá gerði hvítasunnuhret og ónýtti allar frambvæmdir. f>ó var gufubátur- inn Ásgeir litli leígður og sendur norður nóttina fyrir kjörfund, en kom nærri tómur aftur, með að eins 11 kjósendur handa þingmanni þeirra afturhaldshöfðingjanna, Árna kaup- manni Sveinssyni, er fekk að eins 26 B'tkvæði í viðbót af ísafirði og 5 alls annarsstaðar að úr sýslunni. Hann féll aíðan við nauðalítinn orðstír, með að eins rúman fimtung atkvæða á við Sk. Th. Helmings atkvæða munurhér um bil var í vestursýslunni milli þeirra Jóh. Ólafssonar og síra Sigurðar Stefáns- sonar, og fekk Jóhannes meir en helm- ing sinna atkvæða úr sínum hreppi, þar sem og kjörstaðurinn var hafður, en síra Sigurður að eins eitt. Jóhannes fekk og öll greidd atkvæði (12) úr Auðkúluhreppi, en síra Sigurður öll (15) úr Suðureyrarhreppi (Súganda- firði). Hinir hrepparnir, Mýra og Mosvalla, skiftust hér um bil jafnt milli þingmannaefnanna. Sigur Jó- hannesar er í þjóðviljanum eignaður aðallega því, að hann lýsti því yfir skýrt og skorinort á kjörfundinum, að fiann vildi ekki styðja núverandiinnlendu stjórn, heldur vildi hann eindregna framsóknarstjórn og mundi hann ljá henni fylgi sitt. Kjósendum mun því hafa þótt sem haeði þingmannaefnin hefði sömu stefnu Reykjavífe langardag'ims 20. júní 1903. 37. blað. í landsmálum, en vildu heldur hafa bónda á þing en prest. En viðurlitamikið er að hafna jafn- mikilhæfum manni við þingstörf, eins og síra Sigurður Stefánsson er, og þar eftir snjöllum og reyndum, og auk þess raunar gildum bónda, — fyrir alls óreyndum manni, sem vel m á vera að vísu að hafi þingmannshæfileika og reynist vel. Lítið atvik skrítilegt en harla fróð- legt þó, gerðist á Hafnarfjarðarkjör- fundinum 6. þ. mán. þar kemur einn kjósandi (úr Garð- inum?) inn að kjörborðinu og mælti svo: »Eg kýs Björn Kristjánsson«. þá kemur hik á hann, og siðan bæt- ir hann við: »Og 3vo n e y ð i s t eg til að kjósa Halldór Jónsson«. Einhverir viðstaddir fara að hlæja, og verður af ys, svo að sýslumaður heyr- ir eigi glögt síðari setninguna og inn- ir eftir henni aftur. Kjósandi tekur hana upp með alveg sömu orðum: »Og svo neyðist eg til að kjósa Halldór JónssonU Sýslumaður lét sór auðvitað ekki koma við, hvernig á þeirri nauðung mundi standa. Honum var nóg, að maðurinn kaus tvo þingmenn, eins og lög mæla fyrir. Og ekki hirtu heldur aðrir um að spyrja hann um það. þeir hafa líklega ekki þózt þurfa þess. Þekking er ömissandi. Fyrirfarandi sumur hefir íslenzkt smjör verið selt hér á Bretlandi, og þegar borið er saman verð á því og dönsku smjöri á sama tíma, þá sést, að íslenzka smjörið hefir selst nær undantekningarlaust 20 a. lægra pund- ið en danskt smjör. 3?að er rétt hjá hr. Garðari Gísla- syni, að mikils væri um vert, að smjörið kæmist óskemt og fljótt til Leith eða á markaðinn brezka, og einnig að það væri nauðsynlegt, að bændur reyndu að framleiða smjör ár- ið um kring. En það er ekki nóg, ef bændur vilja fá eins mikið fyrir sitt smjör og Danir fá fyrir sitt. f>að er mikilsvert atriði, að hafa tíðar skipaferðir og kuldaklefa á skip- unum, sem flytja íslenzka smjörið hingað á markaðinn. það er áríðandi, að búin á íslaudi geti framleitt smjör árið um kring, og það er mjög nauð- synlegt, að hafa góðan dreng fyrir umboðsmann hér á Bretlandi. En það er ómissandi, að þeir, sem búa til smjörið, hafi næga þekkingu á smjör- gerð. þegar eg rita orðið þekking hér, þá á eg ekki við verklega kunnáttu ein- göngu né bóklega kunnáttu án verk- legrar fræðslu; en eg hefi í hugaverb- lega þekkingu, er byggist á vísindum og styðjist við þau; það er af því, að Danir hafa þessa þekkingu og hafa notað hana við tilbúning smjörs síns, að þeir hafa fengið 20 au. meira fyrir hvert pd. af smjöri sínu en íslenzku sveitabændurnir. |>að er með öðrum orðum, að þekkingin, sem Danir nota við tilbúning og sendingu smjörs síns, er 20 au. meira virði á hvert pd. en þekking sú, sem íslenzkir bændur nota eða eiga völ á við tilbúning smjörs síns. |>að er einmitt þessi þekking, sem svo bagalega er lítið til af á íslandi. Hún er þó ætíð vel borguð, og sá sem hefir hana, má eiga von á beinhörðum peningum fyrir hana, en þarf ekbi að eiga á hættu að fá hana borgaða með loforði um »sýru seinna«. Tuttugu aurar á hvert pund, — það er mikið fé. Sá sem vill reikna, hve miklu það nemur á búi, sem framleiðir 5000 pd. af smjöri um sumarið — bú- ið í Birtingaholti framleiddi 1901 4734 pd. af smjöri (Búnaðarritið 2. hefti 1902, bls. 104) — hann sér, að það nemur 1000 kr. á einu sumri. það munar um þó að minna sé. Bændur hafa ekki efni á að fara á mis við það fé, sízt íslenzkir bænaur. f>ú veizt, bóndi sæll, betur en eg, hve þér sárliggur á peningum. Eg hefi bent þér á uppsprettu auðs heima hjá þér; en þú verður að muna eftir, að þekkinger ómissandi, ef þú átt að geta notað þér hana. f>að er óefað, að mjólkurskólinn á Hvanneyri hefir gert gagn, og að kenn- arinu þar, hr. Grönfeldt, hefir aukið þekkingu á smjörgerð að stórum mun; það sést þegar borið er saman verð á 8mjöri fyrrum og nú. Ef þú ber saman verðið fyrrum og nú, þá muntu sjá, að verð á smjöri hefir aukist hjá þeim — og að eins hjá þeim —, sem hafa aflað sér þekk- ingar á smjörgerð. En þegar litið er til þess, að verð á smjöri er nú langtum lægra en það ætti að vera, lægra en á dönsku 8mjöri, þá verður því ekki neitað, að þekkingin er ékki nærri eins mikil og hún ætti að vera og þarf að vera; og þegar haft er í huga, að mjólkurfræð- in byggist á og styðst við gerlafræði, eðlisfræði og efnafræði, þá verður aug- ljóst, að 6 mánuðir eru harla stuttur tími til þess að nema mjólkurfræði til fullnustu. f>að er alveg ómissandi, ef þú, bóndi sæll, vilt fá eins mikið fyrir smjör þitt og Danir fá, að sá eða sú, sem stýrir rjómabúunum eða mjólkurbúun- um, hafi fullkomna þekkingu á smjörgerð, það er: að hann eða bún viti svo mikið í gerlafræði, eðlisfræði og efnafræði, að þau s k i 1 j i verk sitt. Ef þú getur fengið bústjóra eða bústýru frá Hvanneyri eða einhvers- staðar á íslandi — eg á við bústýru eða bústjóra, sem hafi fullkomna þekk- ingu — þá væri það bezt; en ef þú getur það ekki, þá verður þú að fá þau frá Danmörku, því að það borgar sig ekki einungis með tímanum, heldur undir eins í byrjun. Á mjókurbúi eða rjómabúi, sem er stjórnað af þekkingu og hagsýni, þar er ekki hætt við að fánýt og úrelt á- böld séu keypt eða mikið af fitu sé skilið eftir í undanrennu eða áum, og þar er alt, sem framleitt er, af beztu tegund og þess vegna í hæsta verði. En þar sem fáfræðin drotnar, þar fer töluvert af peningum fyrir óbentug og fánýt áhöld; þar er smjör- ið skilið eftir í áunum og fitan í und- anrennunni, og auk þess fer þar margt annað til ónýtis; og loks eru allar af- urðirnar í litlu verði. Bóndi sæll! |>ú verður að ná þér í peninga. Eini vegurinn til þess að afla þeirra er að láta búa til b e z t u t e g u n d smjörs úr mjólk þeirri, sem þú hefir, en til þess að geta framleitt b e z t a smjör, þá verður þú að vinna saman meS nágrönnum þínurn, og um fram alt verður þú að fá bústýru eða bústjóra til þess að standa fyrir bú- inu, — bústýru eða bústjóra, sem hafi fullkomna þekkingu á smjör- g e r ð . Fáfræðin borgar sig ekki, en þekk- ingin er ómissandi og er borguð í beinhörðum peningum. Liverpool, vorið 1903. Indriði Bcnediktsson. Utanför Jóns Jenssonar. Hér með er lýst yfir því í Fram- sóknarflokk8stjórnarinnar nafni og fyr- ir hennar hönd, a ð hr. yfirdómari Jón Jensson fór ferð sína til Kaup- mannahafnar með póstskipinu 16. þ. m. að þeirri flokksstjórn alveg forn- spurðri, og a ð hann fór þá ferð án 1 eyris fjárframlags eða fjárframlaga- fyrirheitis frá hennar hálfu. Beykjavík 20. júni 1903. Björn Jónsson, ritstj. ----- m ----- Embættisprófi við prestaskólann luku 19. þ. mán. þeir: Eink. Stig. Ásgeir Ásgeirsson með I 85 Lárus S. Halldórsson — I 81 Stefán Björnsson — II 76 Jón N. Johannessen — II 75 Verkefni í skriflega prófinu: Skýring nýjatestamentisins: Jóh. 3, 1—8. Trúfræði: Að gera grein fyrir hinni svonefndu apokatastasis-kenn- ingu, og hrekja mótbárur hennar gegn hinum kirkjulega útskúfunarlærdómi. Siðfræði: Hver er nytsemi og til- « gangur lögmálsins? Kirkjusaga: Grísku kirkjufeð- urnir á blómaöld guðfræðinnar. Prédikunartextar: Matt 13, 31—33; Mark. 12, 41—44; Lúk. 10, 38—42; Jóh. 10, 22—30. Tveir inenn druknuðu nýlega af hvalveiðabát frá Meleyri í Jökulfjörðum, með þeim hætti, að þeir fóru með þriðja manni á bát frá gufubátnum til að leggja með hand- skutli hval, er búið var að skjóta, en var þó með fullu fjöri, sökum þess, að skotið kom á óhentugan stað. Hvalurinn sló bátinn með sporðinum og mölbraut hann. þriðja mannin- um varð bjargað, hættulega særðum. Höggva varð skutulstrenginn svo, að hvalurinn drægi ekki gufubátinn í kaf, og mistu hvalveiðamenn hans alveg. Mennirnir, sem druknuðu, voru norsk- ir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.