Ísafold - 20.06.1903, Page 3

Ísafold - 20.06.1903, Page 3
147 skuli verða til þess, svo að segja á síðustu stundu, að »drifa það í því stóra«. |>að er vonandi, að næsta þing haldi áfram í sömu stefnu og þingin 1901 og 1902 og bæti úr því, sem enn vantar til þess, að allar þær umbæt- ur komist á, sem eg lagði til í bréfi dags. 10. jan. 1901, að gerðar væru í kláðamálinu, og er þá að eina eftir að veita fé til munnlegrar og verk- legrar kenslu í kláðalækningum; en fyr en sú kensla hefir fram farið, álit eg ekki tiltækilegt að notuð sé lagaheimildin um landssjóðslyfin meir en því nemur, er þarf til þess að eins að halda kláðanum i skefjum, líkt og verið hefir, enda er ekki fyr ráðandi 1 algerða útrýmingartilraun; því að með kunnáttu þeirra, er með eiga að fara, fæst fyrst nokkur trygging fyrir því, að peningum landssjóðs til bað- lyfja-kaupa verði varið svo, að tilætl- uð not komi af. Til frekari áréttingar vil eg fullvissa hr. amtmanninn um það, að getgát- urnar um undirróður af minni hendi gegn böðunarskipunum hans í fyrra á Austurlandi eru bygðar á viðlíka ó- sönnum gruudvelli og staðhæfing sú, að eg sé einn meðal stjórnenda Heima- stjórnarflokksins. Magnús Einarsson. Of langt fariö. Mig hefir oft hrylt við máltóli aftur- haldsliðsins hér,og mig hefir lengi langað til þess, að sjá þann dag renna upp, er þjóðin vildi hreinsa af sér sorp það, ranglæti og ósmekkvísi, er mál- tólið hefir ansiö yfir landsmenn und- anfarið undir villandi yfirskyni og fláttskap, meö klingjandi nöfnum, er máltólið hefir sjálft gefið sér fyrir sína »þjóðlegu« frammistöðu. Mig hefir hrylt við því að sjá mál- tólið blað eftir blað og dálk á dálk ofan bjóða lesöndum sínum eintómar haugavitleysur, fábjánalega f'ramsettar, fléttaðar saman við persónulegar dylgj ur og getsakir í stað röksemda. þá er nú um nokkurn tíma hefir verið deilt um þaö opinberlega, hvað sannarlega felst í sjórnarskrárbreyting síðasta al- þingis. Og þó að blöð Framsóknarflokks- ins hafi, eftir að breytingin var sam- þykt síða8t, látið uppi það álit, að andmælendur st jórnarfrumvarpsins mundu ekki byggja skoðanir sínar í því efni á réttum grundvelli, þykist eg þess þó fullviss, að öllum hugsandi mönnum þessa flokks hafi boðið við því að sjá, hverjum vopnum aðalmál- tól afturhaldsliðsins beitti í hinni op- inberu deilu. f>ví að s v o m i k i ð má segja með vísu, hverrar skoðunar sem maður að öðru leyti er um stjórnarskrárbreyt- inguna, að þar er sá ljósi og glöggi greinarmunur á framkomu Framsóknar- flokksins og afturhaldsliðsins, að Fram- sóknarflokksmenn vilja einungis beita röksemdum, þegar til rannsóknar kemur á stjórnlaganýmælinu, en hinir vilja engu öðru beita heldur en per- sónulegum illmælum og getsökum. Afturhaldstólið hefir markað sig sjálft undir þessa aðferð frammi fyrir allri þjóðinni um afarlangan tíma í hverri opinberri deilu, sem legið hef- ir fyrir, og eg er sanufærður um, að allur fjöldi manna hér á landi er svo réttlátur, að sjá og skilja, hve óvirðu- legt það er, að halda lífi í blað-óféti þessu. En þó sýnist máltólið nú í síð- asta tölublaði sínu hafa alveg gengið fram af sjálfu sér, kastað tólfunum í sinni blindu, grunnbygnu ofsókn gegn persónulegum andstæðingum sínum, þar sem máltólið ræðst á Jón Jensson yfirdómara fyrir það, að hann sigldi með »Laura« áleiðis til útlanda fyrir nokkrum dögum, að sögn meðfram til þess að afla sér vitneskju um það, bvernig háttað mundi verða réttarstöðu hins fyrirhugaða Islandsráðgjafa í rfk- isráði Dana eftir stjórnarskrárbreyting- unni nýju. Máltólið, sem hefir hælst um af því, að vera opinber erfingi að flokksfylgi Benedikts heitins Sveinssonar og ann- arra forvfgismanna hinnar gömlu sjálf- stjórnarstefnu hér á landi, hreykir sér nú upp af því, að það vilji bæla nið ur allar skýringar um þetta aðalmálefni þjóðarinnar, er máltólið hefir lifað á að tönlast um, auðvitað á þann hátt, að það hefir aldrei sagt orð af viti um málið sjálft án þess að hafa það eftir einhverjum öðrum. Afturhaldstólið virðist nú alveg hafa gle>mt þvf, að það hefir á síðustu tímum þózt byggja fylgi sitt við stjórnarskrárbreytinguna á því, að skoðanir Jóns Jenssonar yfirdómara væru rangar; og gerir sig nú bert að því að vilja halda sama striki, þ ó að alt hefði verið rétt og satt, sem andmælendur stjórnarskrárbreytingar- innar hafa haldið fram. í þessu getur enginn heiðarlegur íslendingur fylgt afturhaldsmálgagn- inu. Meira að segja hlýtur hverjum réttsýnum meðhaldsmanni stjórnar- skrárbreytingarinnar að bjóða við þeim hvötum, er máltólið lætur nú berlega uppi að valdið hafi fylgi þess við breytinguna. Allir hljóta nú að sjá — sem ekki hafa vitað það áður — að þessi merkisberi allrar fákunn- áttu og ódrengilegrar ritmensku hér á landi hefir einungis viljað vera með því að gjalda jákvæði við stjórnarfrum- varpinu vegna eÍDhvers alt annars en að tólið áliti sjálft, að þeir menn færu með rangt mál, er sögðu hættu búna réttindum Islands, ef frumvarp- ið næði fullnaðarsamþykt alþíngis. Við slíkri játningu máltólsins hlýtur hvern réttlátan mann að hrylla, hverr- ar skoðunar sem hann er, með hverj- um flokki sem hann telst; því eitt er það, að gerast því sinnandi, að stofna nýja stjórnarbaráttu fyrir land- ið, vegna þess, að meun álíta slíkt hafa kosti í för með sér, og vegna þess, að þeim þykir ekki rétti lands- ins í deilu þess við útlent vald á þann hátt stofnað í hættu né hann fyrir borð borinn, og a n n a ð er hitt, að byggja samþyktaratkvæði sitt við breytingunni á öðru heldur en slíkri sannfæring og á blindu ofurkappí í því að nota sér nýbreytnina hvað sem líður velferð þjóðariunar. |>etta stóra spor afturhaldsmáitóls- ins fram fyrir sinn eigin flokk ætti að geta orðið til þess, að betri menn úr þeim hóp drægi sig í tíma frá blaðinu og þeirri »klíku«, sem stendur því nánast og fastast er tengd við fortíð blaðsins og alla aðferð þess að undanförnu. því af slíkri viðurkenn- ing um blaðsins sönnu hvatir í stjórn- arskrármálinu getur aldrei sprottið annað upp hjá þjóð vorri en djúp fyrirlitning og andstygð, hvort heldur er á meðal vina eða óvina hinnar nýju stjórnlagabreytingar. Svo mikið hljótum vér allir að muna um stefnu þjóðarinnar að undanförnu í þessu málefni, að vér getum ekki látið oss koma til hugar að bæla niður viljandi neinar réttar röksemdir um málefnið sjálft, og því mun það vekja óhug einnig hjá fjöldamörgum fleiri en mér meðal þeirra, sem óska eftir, að hin nýjastjórnarbreyting komist á, er aðal- máltól svonefnds »heimastjórnar«-flokks leyfir sór nú að rísa upp með aðdrótt- anir og ámæli gegn svo mætum manni og heiðvirðum, sem Jón Jens- son yfirdómari er, fyrir það, þótt hann hafi viljað gera einhverja tilraun til þess að komast fyrir hið sanna í deilunni um löglega merking stjórnar- frumvarpsins. Máltólið hefir viljað leggja sendiför HaDnesar Hafsteins á borð við þessa ferð yfirdómarans; en því tekst ekki að grauta saman svo öllum hugmynd- um fyrir almenningi, að menn sjái ekki, hve ólíku er hérsaman að jafna. Ef þingmaður minni hluta siglir til erlendrar stjórnar til þess að afflytja meiri hlutann á þinginu, þá er þar öðru máli að gegna heldur en um frjálsa ferð utanþingsmanns, er kynni að vilja fá skýringar lögfræði- legs efnis um eitthvert stórvægilegt málefni, sem varðar alla þjóðina og alla stjórnmálaflokka hennar jafn- miklu. Eg hef sagt, að alla réttláta menn ætti að hrylla við hinni síðustu trú- arjátníng blaðs þess, sem hér ræðir um. Og eg er viss um, að sú verður raunin á, ekki einuDgis hér á landi, heldur einnig meðal danskra manDa þeirra, er fjalla um íslandsmál og kunnugleik hafa á því, er hér kemur fram í opinberum ritum um stjórnar- skrármálið. E n g i n n getur fylgt máltólinu í þessu, nema allra-nánustu »klíku«- bræður þess, er hafa auðkent sig undir sama litinn, fjötrað sig svo fast saman við hin óhjákvæmilegu »póli- tisku« forlög blaðsneypunnar, að þeir verða að fylgjast með, þegar þjóðin þurkar sorpið af sér. Stjórnbótabvinue. Bœjarstjórn Beykjavikur lauk við á aukafundi laugardag 13. þ. mán. hina fyrirhuguðu hyggingarsamþykt og samþykti frumvarpið (sjá ísaf. 27. f. mán.) með fáeinum hreytingum, þeim er hygg- ingarnefndin hafði stungið upp á, svo sem að sund megi vera mjórri en 20 álnir, að vegghæð húsa megi ekki vera meiri en breidd götunnar, að hússtæði megi vera alt að 3/4 þeirra lóða, sem ekki hafa meiri breidd frá götu en 25 álnir, og alt að 2/s þeirra lóða, sem liggja að 2 götum, að hafa skulí bárujárn utan á öllum timhur- húsum. Vegghæð timburhúsa má vera mest 14^ álnir, og steinhúsa 25; ótiltekið, hvað hús megi vera marglyft. Frumvarpið bíður nú staðfestingar lands- höfðingja. Bæjarstjórnin veitti á reglulegum fundi sínum 18. þ. m. Skógræktarfélaginu h'CO kr. styrk þetta ár. Ekki vildi bæjarstjórnin gera út um kaup á lóð undir framhaldsveg af Klapparstíg milli Laugavegs og Grrettisgötu, en heimil- aði að eins Pétri Hjaltested úrsmið, að gera i samkomulagi við lóðareiganda að austan vegarspotta (privatveg) á lóð sinni upp frá Laugavegi með fram húsi, sem hann nú reisir þar, undir eftirliti vega- nefndar, móti þvi, að gjald það falli niður, er þeir eiga annars að greiða til vegar- lagningar þar á sínum tíma. Sesselja Sigvaldadóttir yfirsetukona hafði sagt af sér starfi sínu, og fól bæjarstjórnin formanni sínum, ásamt héraðslækni, að ráða því máli til lykta. Bæjarstjórnin afsalaði forkaupsrétti að erfðafestulandi ekkjufrú L. Friðriksson við Laugarnesveg, að áskildum rétti til ókeypis vegarstæðis um það; sömuleiðis á 5 álna breiðri spildu af erfðafestulandi þeirra Þorl. 0. Johnsson og Vilh. Bernhöfts, er þeir ætla að selja dr. Jóni Þorkelssyni, — með sama fyrirvara. Þá samþykti hæjarstjórnin að kjósa sér- stakan mann til þess, að vera fyrir bæjar- stjórnar hönd viðstaddur hrunahótavirðingar og láta hæjarstjórn i ljósi álit sitt i hverju einstöku tilfelli, og skyldi formaður skipa mann þenna til hráðahirgða. Þ4 var og samþykt, að leggja ekki undir samþykki bæjarstjórnar hrunahótavirðingar öðru vísi en á bæjarstjórnarfundum. Samþyktar voru þessar hrunahótavirð- ingar; húseign Jóns Eirikssonar við Lauf- ásveg b439 kr.; Guðmundar Sigurðssonar við Bankastræti 4922 kr., og Jóns Jónsson- ar við Lindargötu 1636 kr. Bæjarstjórnin samþykti að kaupa hús- eignina nr. 7 við Smiðjustig, og þar til heyrandi lóð, fyrir 4300 kr. — til fram- halds Hverfisgötu. Erindi frá sóknarnefndinni nm kirkju- garðinn svaraði bæjarstjórn svo, að hún vildi ekki færa hann lengra út en áður hafði verið ákveðið. Kristján Jónsson var kosinn til að taka sæti i nefnd þeirri, sem hefir með höndum breytingar á lcgum um hæjarmál. Brúðkaup fórst fyrir. Eins og í ekáldsögu. Þessi frásaga var i norskum blöðum snemma i f. mán. Það har til i fyrra sumar, að mann bar að garði hjá bónda einum 4 Ávaldsnesi. Hann lézt vera farmaður og kvaðst hafa verið skráður úr skiprúmi í Stafangri. Hann kvað sér leiðast sjórinn og falaðist eftir landvinnu hjá bónda. Bóndi réð hann til sín. Brátt leggur hann hug á dóttur bónda, unga og fríða. Hún tók honum og var hann þar í mesta dálæti. Hann kvaðst vera kynjaður norðan af Hálogalandi. Meira fengu þau ekki að vita um hagi hans að undanförnu, unnusta hans og tengdaforeldrar tilvonandi. Hann fór með hónda í verið. Þegar þeir komu heim, var tekið til að húa undir hrúðkaupið. Það átti að standa 2. mai. Skömmu áður brá brúðguminn sér snöggva ferð til Björgvinjar, til þess að kaupa sér ýmislegt í búið og ná sér í peninga, er hann lézt eiga þar inni í hönkum. Hann kom heim aftur með fulla vasa af peningum, gullúr og gersemar og aðra góða gripi handa sjálfum sér og unnustu sinni. Þetta spurðist víða um sveitina og þótti sem hóndi mundi vaxa mjög af slikum ráðahag dóttur sinnar. Skyldi mikið við haft um brúðkaupið og var boðið til þess um alla sveitina. Nú liður að hrúðkaupsdegi. Borð voru hlaðin heztu vistuin. Brúðguminn hafði hrugðið sér í kaupstað daginn áður, til Haugasunds, og var hans von á hverri stundu. Hann kemur ekki. En í hans stað hirt- ist maður i einkennisbúningi og er það lögreglustjórinu í .llaugasundi. Þeim brá heldur en eigi í brún, brúðurinni og foreldr- um hennar, er hann tjáir þeim, að þeim sé ekki til neins að vera að bíða eftir brúðgumanum. Hann sé nn fangelsaður og kominn undir manna hendur fyrir innhrots- þjófnað, er hann hafi framið fyrir löngu og hafi hans verið lengi leitað. Hann hafi verið fluttur heim frá Englandi í fyrra sumar, en strokið þegar hann kom til Stafangurs. Lögreglustjóri gerir þvi næst þjófaleit á bænum, úti og inni, hátt og lágt, leggur löghald á alla gripina og gersemarnar og liefir loks uppi á i læstum kistli, sem brúðguminn átti, 2000 krónur i peningum og miklu af stolnum skjölum, og var þar á meðal islenzkt skirnar- og fermingar-vottorð. Sjálfur hafði þjófurinn nefnt sig 3 lognum nöfnum til skiftis. Nú er þess að geta, einmitt i það skiftið sem þessi náungi fór ferðina norður í Björgvin, var á guíuskipinu, sem hann fór með, stolið 3000 kr. frá lagnarskútu- formanni, sem var á lieimleið með það, sem hann hafði fengið fyrir aflann. S4 stuldur hafði verið gerður ákaflega fim- lega og lögreglunni tókst ekki að koma því upp, svo mikið sem hún lagði sig fram um það. Nú þykja likur til, segir sagan, að lögreglan í Haugasundi hafi slegið þar tvær feitar flugur í einu höggi, og að inn- brotsþjófur þessi sé sami bófinn, og sá er 3000 krónunum stal. Hestur sló barn. til stórskemda vestur í Dýrafirði í vor, braut úr því tennur og hjó burt stykki itr andlitinu hjá nefinu. Barn- ið varð að næra gegnum pípu á eftir.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.