Ísafold - 20.06.1903, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.06.1903, Blaðsíða 4
I4b Maður melddist fyrir skömmu á hvalveiðastöð hr. Bergs á Dýrafirði; varð fyrír brotum úr katli, er sprakk. Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkj- unni á morgun kl. 5: síra Bjarni Hjaltested. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson 1903 júní Loftvog millim. Hiti (C.) >- Cf <rf- <1 <x> cx cr 8 cx w pr 3 55 rc 2 Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld.13.8 770,5 7,8 w 1 10 7,0 2 769,5 8,7 w 1 10 9 768,4 7,4 w 1 8 Sd.14.8 768,1 6,8 WNW 1 10 0,2 5,8 2 769,1 9,7 w 1 2 9 768,9 9,9 0 10 Mdl5.8 768,1 8,1 WNW 1 10 6,7 2 766,9 9,7 88W 1 10 9 765,4 8,8 0 10 Þd.16.8 763,9 9,0 E 1 10 7,5 2 764,1 10,6 E 1 10 9 764,7 8,8 0 10 Mdl7 8 766,2 8,7 N 1 6 0,4 7,2 2 767,4 11,1 WNW 1 3 9 766,3 10,0 0 3 Fd 18.8 764,5 9,9 0 0 5,5 2 763,4 11,4 W 1 1 9 761,2 8,3 WNW 1 10 Fsd 198 755,9 7,5 0 10 6,2 6,4 2 753,9 7,9 0 10 9 754,1 7,3 0 10 Fórn Abrahams. (Prh.) Látið þér stíga dálítið liðugt, kallar minni Búinn hvatskeytlega. f>að fauk dálítið í lautinantinn við þetta heldur óþýða ávarp. Hann hálfsneri sér við og leit illúðlega til Búans. Búinn var næsta þungbrýnn og lét sér hvergi bregða. Og er lautinantinn sýndi sig líklegri til að halda aft.ur af hestinum en að herða á honum, seg- ir hann, byrstur í bragði: Látið þér stíga dálítið liðugt, segi eg. Og ef mér dettur nú ekki f hug að gegna, hvað ætlið þér þá að gera? Búinn reið fram við hliðina á hesti lautinantsins, nísti saman tönnum og mælti: Fyrir þremur mánuðum átti hann faðir minn þrjá sonu, en nú á hann ekki nema einn eftir. Bnginn veit hvar hinir eru. Hann þagnaði við snöggvast og seg- ir svo: Ef þér gæfuð mér tilefni til að keyra kúlu í gegnum hausinn á yður, þá mundi eg vera yður mjög þakklátur. Og hann dró upp bóginn á byssu sinni, til þess að veita því áherzlu, sem hann sagði. Lautinantinn sat á sér og keyrði hestinn sporum, Hann sí, að honurn hafði skjátlast í meira lagi um auma fjandmenn sína. það var viðbúið, að meðal þeirra væru eigi allfáir, sem teldu sig eiga sín í að hefna, eins og maðurinn þar við hliðina á honum, og það var auðséð á þungbúnum svip hans, að ekki mundi hann hika sér. Hinn ungi lautinant sá sér einn kost nauðugan og hléypti hestinum á sprett, þangað til hann náði í vagnana. þessari hörðu og þreytandi reið var haldið áfram tímunum saman, þótt ekki væri að sjá neitt tilefni til þess. Leið- in lá alla jafna áfram meðal öldu- hryggja, sem krepti saman sjóndeild- arhringinn, og hvert skifti sem hinir herteknu menn ímynduðu sér, að nú kæmu þeir út á stóra flatneskju, tóku við nýjar hæðir og teptu sjóndeildar- hringinn. Um hádegisbil var áð stund- arkorn við á, sem var nærri því upp- þornuð, og teknar upp nokkrar vatns- melónur. f>eir flysjuðu í snatri hin Stóru, safamiklu aldin, gleyptu nokkr- ar sneiðar af þeim á hestbaki, og bjuggust til að halda áfram, er þeir höfðu látið hestana drekka nokkuð af óhreinu vatni úr polli milli steina. þá varð dálítil töf fyrir það, að Stephens lautinant gat ekki setið leng- ur á hestbaki. Honum hafði versnað á leiðinni, af því að svo hart var rið- ið, og fekk hann áköf akjálftaköst hvað eftir annað, þótt ónotalega heitt væri í veðri. Hann hafði ætlað að kvelja sig til að borða melónusneið, þegar þeir áðu, en gat engu komið niður. Nú hneig hann alt í einu til jarðar af hestbaki, áður en nokkur gat varnað því. Trúboðinn gamli var óðara þar kom- inn. Hann gerði tveimur riddurunum bendingu að hjálpa sér og lét þá taka hinn sjúka mann og leggja hann upp í aftasta vagninn, er ætlaður var sjúk- um mönnum eða sárnm. Jpar bjó hinn gamli maður um hann, svo vel sem hægt var, í skiunfeldum og ullar- ábreiðum, settist síðan hjá honum og hélt undir máttlaust höfuðið á honum. Búi sá, er fyrir sveitinni réð í fjarveru van der Naths, gaf bendingu um að leggja af stað aftur, og riðu þeir leið- ar sinnar eins hart og áður. En ekki var stefnt sömu leið og áður, heldur haldið niður í uppþornaðan árfarveg og hann þræddur úr því. Kennedy lautinant hélt sig nærri vagninum, þar sem félagi hans lá. Honum komu illa veikindi hans, og hvarf hann að sinni frá að hugsa um að strjúka, en slepti þó ekki allri von um að fá hentugt færi á því. Hann gat nú við engan talað nema sjálfan sig, þó að margt flygi honum í hug; en alla tíð gaf hann því vandlegar gætur, er gerðist í kringum hann. f>ví gekk hacn að vísu, að losna mundi hann úr greipum Búa; en hitt vissi hann ekkí, hvernig það mundi atvikast. Hesturinn var orðinn svo þreyttur undir hontim, að ekki var að hugsa til að hleypa bonum, enda höfðu Búar þeir tveir, er gæta skyldu hans, jafnglöggar gætur á honum alla tíð. Hve nær sem hann gægðíst um öxl sér, varð fyrir honum ískyggilegt augnatillit hins unga Búa, og ef hann sýndi sig líklegan til að staldra við og vita hvað hinn gerði, tók hann hendi til bvssu sinnar. Hér var þvf ekkert að gera nema bíða. En til þess að fá sér einhverja dægrastytting, reið hann að vagninum, þar sem hinn sjúki maður lá með óráði, horfði um stund á, hve þolinmóður trúboðínn var að hjúkra honurn og mælti: þér eruð mjög góður maður, prest- ur minn. Hann er maður, anzar hann. Hm, eg hélt að hann væri í yðar augum ekkert annað en fjandmaður. E g á enga óvini, svaraði hinn gamli maður blíðlega; og þó í ávítunarróm. Slglingr. Hér kom 10. skonn. Ellen (94, S. P. Hansen) frá Halmstad með timb- urfarm til Sveins kaupm. Sigfússonar. — Enn fremur 17. Gjertrud (144, M. Jörgen- sen) frá Halmstad með timburfarm til Magn. Blöndahl & Co. Og loks s. d. Salus (133, L. J. Bager) frá Fredriksstad með timburfarm til Godthaabs-verzlunar. Stjórnarvalda-augl. (ágrip). Skiftafundur í þrotabúi Helga kaupmanns Helgasonar í Reykjavik verður haldinn á bæjarþingstofunni miðvikudag 24. þ. m. á hád. til þess að ráðstafa fasteignum búsins I/ U |T M Á morgun kl. 11 árd. göngu- IV. f. Ui llli tl;r fyrir yngri deild (hefst frá Melsteðshúsi); kl. 8‘/s siðd. fundur fyrir eldri deild (stud. theol. Ouðm. Einarsson heldur fyrirlestur). eru beðnir að vitja J sa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Vín og vindlar bezt og ódýrust í Thomsens magasíni. smábátar með árum. Saltað kindakjöt, ágætlega vel verkað. Aktýgi ný og tómar kjöttunnur brúkaðar og nokkrir reiðhestar eru til sölu. Menn snúi sér til Matthíasar Matthíassonar- Brúkuð ísl. frí- merki keypt. Skildingafrímerki, 5 aura blá, 20 a. fjólublá, 40 aura græn og 5 aurafrímerki yfirstimpluð með »þrír . 3’ græn« — er gefið fleiri krónur fyrir stykkið. Leitið í gömlum skjölum; það borg- ar sig. 011 frímerki yfirstimpluð með *I gildi 02—03« eru keypt háu verði; sömuleiðis þjónustufrímerki. Venjuleg 5—10 aura frímerki eru keypt, helzt í hundraða tali. Frímerki sendist í lokuðu umslagi með árituðu nafni og heimili seljanda annaðhvort til L. Popps verzlunar á Sauðárkrók eða beint til undirritaðs. Eftir að eg hefi veitt frimerkjunum móttöku sendi eg strax aodvirði þeirra til herra kaupm. L. Popps á Sauðárkrók eða beina leið til seljanda. M. H. Kromaitn, Sönderho, Damnark. VOTTOEÐ. Eg undirritaður, sem í mörg ár hefi þjáðst mjög af s j ó s ó 11 og árangurs- laust leitað ýmsra lækna, get vottað það, að eg hefi reynt Iv í n a-1 f f s-e 1- ixír sem ágætt meðal við sjósótt. Tungu í Fljótshlíð 2. febr. 1897. Guðjón J ó n s s o n. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án toll- álags á 1,50 (pr. fl.) glasið. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn Kontor og Lager Nyvei 16, Kjöbenhavn. Chr. Junchers Klædefabrik Randers er viðurkend að vera meðal hinna bezta og áreiðanlegustu ullarverksmiðja í Danmörku; hún afgreiðir mikið fljót- ara, og býr til betri og fjölbreyttari vefnaðarvöru en flestar aðrar verk- smiðjur. Aðalumboðsmenn fyrir Vesturland erum við undirritaðir. Sendið okkur ull og munum við. útvega yður ódýr og vönduð fataefni. Bíldudal 19. marz 1903. P. J. Thorsteinsson & Co. THE EDINBURGH ROPERIE & SAILCLOTH Co. Ltd. Glasgow stofnsett 1750, búa til fiskilínur, hákarla- línur, kaðla, netagarn, segl- garn, segldúka, vatusheldar presenningar o. fl. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjorth & Co. Kjobenhavn. K. cTioíié íœRifœrié I Til júníloka verður ísienzkt srnjör selt mjög ódýrt, sé minst keypt 10 pd. í einu, í verzlun Jóns l>órðarsonar, Rvík. CRAWFORDS ljúffenga 15ISCU1TS (smákökur) tilbúiö af CRAWFORDS £ Son Edinborg og London Stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn. Havet, deta Opdagelse og Erobriug af dlrtRur d'aóóarsan. Indhold : 1. Fra Havdybeta Dyre- verden. 2. Vort Kendskab til Havets Vilkaar. 3. Havets Nyttedyr. 4. Fiskeriets Udvikling. 5. Nutidens Fiskefangst (Skandinavernes- og Po- larfolkenes Fangst, andre Folkefærds Fangst, Kontrolleret Fiskeavl í Havet) 6. Industnen paa Havprodukter. 7. Fiskerfolket. Udkommer" til 18—20 rigt illustrerede Hefter (24 Sider) á 65 Ore og ledsages af 4 farvetrykte Bilagsbilleder. Duglegur skósniiöiir getur fengið ágæta atvinnu á Norður- landi, annaðhvort í haust eða nú þeg- ar. Nánari upplýsingar gefur Björn Kristjánsson. Reykvíkingar og nærsveitamenn, sera pantað hafa hvalreiiííi í verzl. Jóns Þórðarsonari Rvík, eru beðnir að vitja þess hið allra-bráð- asta. fyrir börn, kvenmenn og karlmenn. Sjöl stór og smá. Kjólatau. Enskt vaðmál. Tvisttau og Sipts. fást áreiðanlega fallegUSt, bezt og ódýrust, hjá cTR. cTRorsfeinssQn. Fjármark Ingimunds Guðmundssonar á Bakka á Vatnsleysuströnd er stúfrifað h. og stýft v. Ritstjóri Björn Jónsson. Isafol darprentsmiöja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.