Ísafold - 20.06.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.06.1903, Blaðsíða 2
146 Gegn áfengisbölinu. Alþjóðasamkoma var haldin SDemma í vor í Brimum um róð til að eyða áfengisbölinu. Þar flutti dr. Bergmann frá Svíþjóð snjalla tölu og röksamlega um það, að algert bindindi væri eina ráðið, sem hrifi gegn áfengisbölinu. Um sama leyti ritar danskur lækn- ir, dr. Nordentoft, langa og rækilega grein í tímarit eitt í Khöfn (Dansk Tidsskrift) um málið, og fullyrðir, að lítill sem enginn árangur hafi orðið að svo komnu af bindindishreyfing- unni í Danmörku. Hann segir, að það sé því að kenna, að algert bind- indi 8é hvorki nauðsynlegt né nægi- legt til þess að eyða áfengisbölinu. Eina ráðið, sem hrífi, séu bannlög, og barmar sér mikið út af því, að ekki hafi að svo komnu verið nærri því komandi, að fá siíkum lögum á komið í Danmörku. En hann gleymir því, segir blað, sem á þetta minnist (V. G.), að slík lög koma ekki nú á tímum ofan úr skýjunum, eða úr allrahæsta stað. f>au verða að byggjast á almennings- álitinu, á þvf, að þjóðin finnur, að þar kallar þörf eftir. f>að er nú einmitt markmið bind- indisliðsins, að skapa slíkt almenn- ingsálit. Og til þess að það skapist, stoðar ekki »hófsemi« minstu vitund. Til þess er algert bindindi nauðsyn- legt, bæði vegna eftirdæmisins og hins, að sjálf hugmyndiu »hófsemi« er ekki annað en blekking og reykur. Norðurlöndin þrjú, Danmörk, Sví- þjóð og Norvegur, sýna þrjú stig í baráttunni gegn áfengisbölinu. Danir eru langskemst komnir. þeir eru yfirleitt ekki lengra komnir en það, að þeir trúa á hófsemina, halda að hún hrífi. |>ar er og áfengiseyðsl- an 11 pottar á mann um árið. Svíar vita, að ekki stoðar annað en algert bindindi. þar er áfengisbarátt- an háð á þeim grundvelli. |>ar er á- fengiseyðslan ekki nema 4T/2 pottur á mann. Norðmenn eru fj'rir margt löngu komnir aó sömu niðurstöðu. þar hafa nokkurs konar héraða-bannlög verið í gildi lengi. f>ar er og áfengiseyðslan komin niður úr 3 pottum á mann, og er hvergi minni nema á Finnlandi. Hér á íslandi mun hún vera um 4 potta. f>að er afaráríðandr, að brýna það sem rækilegast fyrir mönnum, að bannlög mega og eiga ekki að koma fyr en almenningsálit meiri hluta þjóðarinnar er orðið þeim fylgjandi. Annars geta þau orðið hefndargjöf og valdið afturkipp í baráttunni gegn á- fengisófögnuðinum. f>ess vegna þarf vínsölubann að vera gengið á undan. jpegar hvert héraðið á fætur öðru venst þann veg af því, að hafa áfengi um hönd, og sannfærist um það af reynslunni, að vel má áD þess vera, og að margt gott fylgir því, að hafa það ekki um hönd, en ekkert ilt, þá fyrst er þjóðin vaxin algerðu aðflutnings- banni. |>á fyrst hefir hÚD kjark og dug til þess að halda slíkum lögum í heiðri og fullu gildi. |>eir, sem byrja vilja á bannlögum, eru annaðhvort menn, er lítinn sem engan skilning eða þekking hafa á á- fengismálinu, eru þar á viðvanings- skeiði, sbr. fyrnefndan danskan lækni, dr. Nordentoft, og hans nóta, — eða þá misvitrir bindindis-ofurhugar, og stundum menD, sem vilja s ý n a s t fyrir mönnum, láta kalla sig óbilugar bindindÍ8máls-hetjur, hvergi hrædda hjörs í þrá, enga tvíveðrungsmenn, heldur einbeitta og alls hugar við sinn málstað. En hégómagirnin er sjaldnast haldgóð eða drjúg til góðs og nýtilegs árangurs. Um baráttuna gegn áfengisbölinu flutti nafnkendur læknir í Berlín dr. Poul Schenck, nýlega tölu á lækna- fundi, og bar upp og fekk samþykta svo lagaða ályktun: Frá heilbrigðis sjónarmiði er barátt- an gegn áfengisbölinu í minsta lagi jafn- mikilsverð eins og baráttan gegn berklaveiki og óskírlífissjúkdómum. f>ar ættu sjúkrasjóðssamlögin að láta til sín taka og láta það vera sitt fyrsta og mesta hlutverk, að berjast gegn hinni miklu misbrúkun áfengis. Allir læknar, sem hafa stöðu við sjúkrasamlög, ættu sífelt að kosta kapps um að berjast gegn áfengisböl- inu. |>eir ættu að meta það eitt aðal- hlutverk sitt og brýna fyrir stjórn- endum sjúkrasamlaga, að ráðast í gegn áfengisháskanum. þeir ættu að miðla sjúkrasamlagsmönnum smárit- um, er lýstu því, hvert skaðræði er að nautn áfengis að staðaldri. |>eir eiga að stuðla að því á alla lund og Iát- laust, að dregið só sem mest úr nautn áfengra drykkja, og sjá um það sér- staklega, að þeim, sem þjáðir eru af áfengissýkj, sé komið fyrir í drykkju- mannahæli. Samkomu þá í Brimum, er fyr seg- ir frá, setti einn af ráðherrum fýzka- landskeisara, Pasodowsky, með snjallri ræðu. Tala sú, er dr. J. Bergmann frá Stokkhólmi flutti, var »um siðmenn- inguna nú á tímum og baráttuna gegn áfengisbölinui. Hann kvað áfengisó- fögDuðinn vera alþjóðaböl og einn misindisávöxtinn af heimsmenning vorra tíma, er færi sívaxandi. Hann tók það fram sérstaklega, að Svíþjóð hefði hemill sá, er þar væri hafður á á- fengisnautn á síðari tímum, reynst hafa beztu áhríf á skáldment og aðrar fagrar listir, svo og á siðferðislega menning þjóðarinnar. Lög gegn vesturförum. það er nýlega í lög leitt í Banda ríkjunum, að hver innflytjandi þang- að, sem er ekki amerískur þegn, verð- ur að greiða 8 kr.; að enginn má þangað koma vistferlum sá er bundist hefir fyrirfram samningi um vinnu þar í Bandaríkjunum; að sama er um glæpamenn, er hegnt hefir verið, sveit- arómaga, geðveiklaða menn, Mormóna, óstjórnarliða og alla þá, er hafa ein- hverja næma veiki. Hepnist einhverjum, sem bannað er þangað að koma til bólfestu, að laumast inn í landið, er sá fluttur til síns fyrra heimkynnis þegar er það vitnast, og það á kostnað félags þess, er flutt hefir hann vestur um haf. Mannalát. Hinn 9. þ. m. andaðist á Bíldudal ekkjufrú Katrín Ólafsdóttir, pró- fasts Sivertsen í Flatey (f 1860) og konu hans Jóhönnu Eyólfsdóttur, Kolbeinssonar, prests að Eyri í Skut ulsfirði, — föðursystur H. Kr. Friðriks- sonar heit. yfirkennara, — ekkja Guðmundar heit. Einarssonar pró- fasts, er lengst var prestur að Kvenna- brekku og síðast að Breiðabólstað á Skógarströnd (t 1882). þeirn hjónum varð 15 barna auðið, er þau mistu öll í æsku.nemaþrjú og eru þaufrú Ásthild- u r, kona Péturs Thorsteinssonar kaup- manns á Bíldudal, Ólafur læknir á Stórólfshvoli, og frú Theodóra, gift Skúla Thoroddsen ritstjóra á Bessa- stöðum. Frú Katrín sál. var alsystir síra Ei- ríks heit. Kuld, síðast prófasts í Stykkishólmi (f 1894). Hún fæddist í Flatey 3. júní 1823 og var því 6 dögum betur en áttræð, er hún and- aðist. Hún var atgerviskona og kven- skörungur. Dáinn er og nýlega á Akureyri ekkjan Sigurlaug Ólafsdóttir borg- ara í Flatey Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Oddsdóttur Hjaltalín. Hún var gift Eyólfi kaupmanni Jó- hannsyni í Flatey, og er þeirra einka- barn Ólafur kaupmaður og stúdent Eyólfsson á Akureyri. Hún var gáfuð kona og valkvendi. Páll amtm. Briem fer með tilhæfulausai' getgátur. í 28. tbl. »NorðurIands« hefir herra amtmaður Páll Briem ritað grein um •Fjárbaðanir í Austuramtinu*, og sýn- ist hún aðallega til orðin til þess, að verja gjörðir amtmannsins að því er snertir böðunarfyrirskipunina alkunnu í haust er var. Er amtmaður sýni- lega glaður yfir því, hve vel baðan- irnar hafi gengið tiltölulega, þar sem að eins 3 hreppar af 27 hafi óhlýðn- ast, og mun það eiga að sýna, hve heppileg fyrirskipunin hafi verið, því að annars telur hann íslendingum •heldur óljúft að hlýða yfirvaldaskip- unumi. — Eins og búast má við, get- uramtmanni ekki komið til hugar, að óhlýðnin eigi rót sína í fyrirskipuninni sjálfri, og ekki er að sjá, að hann álíti að hún í þetta sinn stafi af almenu- um mótþróa gegn yfirvaldaskipunum; óhlýðnin hlaut því að vera af öðrum toga spunnin, og að því er 2 hrepp- ana snertir, er amtmaðurinn ekki lengi að tinna ástæðuna, því að »í Skriðdals- og Vallahreppum er bróðir Magnúsar Einarssonar dýralæknis, mágur hans og frændfólk«. Fyrst er eg las þesaa einkennilegu rókleiðslu, kom mér til hugar, að til- gangur amtmanns með orðum þessum mundi vera sá, að kasta skugga —- í hefndarskyni — á bróður minn, mág og frændfólk, með því að eigna þeim hvatir til óhlýðninnar, sem bygðar eru á öfugum frændsemishugmyndum, því að bágt átti eg með að ætla Páli amtra. Briem það, að hann væri að álpast að mér með meiðandi aðdrótt- anir án þess að hafa til þess hina minstu átyllu. Eg sé nú af öðru rit- smíði amtmanns í »N1.«, sem hann kallar »Fyrirspurn til stjórnar Heima- stjórnarflokksins«, að ætlun hans hefir verið með áminstum orðum að drótta því að mér, að eg hafi notað frændur mína og vini eystra til þess að æsa upp Skriðdæli og Vallamenn til óhlýðni við yfirvaldaskipun, er lúta átti að þvf, að draga úr eða eyða fjárkláðan- um í Austuramtinu, og þar með gert það, er eg gæti, til þess að draga úr gagni því, er verða mátti af 20 til 30,000 króna útgjöldum landssjóðs til baðlyfjakaupa; og er aðdróttunin þeim mun lúalegri, sem henni er beint tiJ mín sem dýralæknis. Auk þessa gef- ur amtm. það í skyn, að alt þetta hafi eg átt að gera til þess að svala pólitisku ofstæki mínu, og er mér, víst í því skyni; smeltinn í stjórn Heima- stjórnarflokksins. þ>að er auðvitað oft erfitt að sanna, að maður hafi ekki sagt eitthvað eða gert, og svo mun í þessu falli; en eg treysti því, að hr. amtmaðurinn og aðrir góðir menn taki orð mín trú- anleg. |>að fyrsta, sem eg vissi um óhlýðni þeirra Skriðdæla og Vallamanna, var það, er eg sá bréf þeirra til amtmanns birt í »Norðurlandi«. — þótt eg hefði nú eftir það lagt þar eitthvað til mála, gat það ekki haft nein áhrif á þá á- kvörðun, sem þegar var gerð fyrir löngu og framkvæmd, nema þá ef vera kynni í þá átt, að þeir sem hlut áttu að máli, hefðu frekara séð sig um hönd og breytt ákvörðun sinni, eins og seinna varð raun á. Ekki ætla eg mér þó að gefa í skyn, að það sé mér að þakka, að skipun amtmanns var hlýtt um síðir; en svo mikið má eg segja, að hafi eg lagt nokkuð til þeirra mála, er þýðingu mátti hafa fyrir framkvæmd á böðunum, þá var það þó heldur til þéss, að styðja og styrkja amtmann, en hitt; og get eg í þessu sambandi glatt amtmann með því, að í bréfi til prívatmanns þar eystra gat eg þess, að þótt illar væru óheppilegar yfirvaldaskipanir, þá væri það þó yfirleitt enn verra, er almenn- ingur tæki til þeirra óyndisúrræða, að óhlýðnast þeim. Vona eg að hr. amt- maðurinn og aðrir mætir menn séu. mér samdóma um það, að auk þess sem slíkur mótþrói getur gert mikinn skaða í því sérstaka tilfelli, sem um er að ræða, hefir hann einnig eða getur haft mjög víðtæka almennaþýð- ingu, og sízt vildi eg hafa verið valdur að því, að gefið væri slíkt dæmi til eftirbreytni síðar meir. Eg get full- vis8að hr. amtmanninn um það, að hefðu Skriðdælir og Vallamenn leitað minna ráða, áður en þeir ákvörðuðu sig til að óhlýðnast, mundi eg hafa ráðið þeim frá því, ekki af því, að eg áliti amtsboðið in casu heppilegt, held- ur af áðurnefndri ástæðu. Og hefðii herra amtmaðurinn ráðgast við mig,. áður en hann gaf út skípun sína, skyldi eg hafa ráðið frá því, að hún yrði á þann veg, er hún varð; og þótt eg þekki ekki mikið herra MykJe- stad, mun eg mega fullyrða það, að hann mundi hafa gert slíkt hið sama, ef um hefði verið spurður. Ed eftir að fyrirætlun amtmanns var orðin að fyrirskipun, áleit eg að eins til skaða að fara að andmæla henni opinberlega; og því gerði eg það ekki. Að eg læt dú í ljósi það álit mitt, að nefnd skipun hafi ekki verið vel ráðin, hygg eg að verði eigi kláðamál- inu til hnekkis framvegis, því að eg vona að sú tíð sé úti, er fyrirskipað- ar séu almennar kláðabaðanir út í bláinn, án þess að gerður sé nokkur munur á lækningaaðferðinni við sjúkt og heilbrigt fó, alt féð baðað eins og það væri kláðalaust. Slíkt er auðvit- að að eins kák, og, það sem verra er, óhæfilega dýrt kák. það er í sjálfu sér ekki furða, þótt fjáreig6ndur, sem skynja þýðingu slíkra tiltækja, vilji komast hjá þeim, og þó gengur það nú orðið mest út yfir landssjóðinn. Eg vil taka það skýrt fram hér, að eitt kláðabað er ekki nægilegt til að lækna kláða yfirleitt. Að fyrir- skipa eitt bað á kláðafé, er því kák, og að fyrirskipa eitt bað á fé, sem grunað er um kláða, er líka kák, og hafi kindin kláða, læknar eitt bað yfir höfuð ekki, en hafi hún ekki kláða, er kláðabað óþarft. Mér kernur það ekki óvart, þótt heyrði eg, að lítið hafi minkað um fjárkláða í Austuramtinu þrátt fyxir þessa allsherjarböðun, énda er ekki við því að búast; en hitt þykir mér leitt, að varið hefir verið svo miklu fé úr landssjóði til svo lítils gagns, og það á þeim tímum, sem menn ann- ars voru farnir að viðurkenna, að kák- ið ætti að hverfa og í stað þess koma tilraunir til útrýmingar kláðans, bygð- ar á þekkingu, en ekki tilviljunum og hendingu; og sorglegt þykir mér það, að einmitt herra Páll Briem, sem unnið hefir af alhug á móti káki,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.