Ísafold - 01.07.1903, Page 3

Ísafold - 01.07.1903, Page 3
159 hann ætlaði til Reykjavíkur til að leita ráða í málum sínum, sem hann og einnig gerði. Hitt kannast eg við, að eg einhvern tíma lét í ljósi vafa um það, að það væri löglegt að kalla Ármann inn í Stykkishólm fram hjá varnarþingi hane áD úrskurðar, og þori eg vel að mæta málshöfðun sýslu- manns fyrir þetta. Síður vildi eg eiga að verja málstað Armanns, ef eg skyldi hafa svo mikið við hann, að stefna honum fyrir bænagerðina, sem mér virðist varla gustuk, því maður- inn hefir samið þær í einhverjum dauðans vandræðum. Svo er Lárus að verja útúrsnúning sinn á bréfi okkar síra Jósefs sál. Hjörleifssonar til ráðgjafans með bréfi frá amtmanni, dags. 28. nóv. f. á. En honum verður ekkí við hjálpað. Hann játar sjálfur, að amtmaður hafi sent sér kæruna með nefndu bréfi, og hefði hann því sem reglusamur em- bættismaður átt að taka eitirrit af kærunui, svo að hann þyrfti ekki uð fara með ósatt mál. En það gerði hann í þjóðólfsgrein sinni um verð- lagsskrármálið, þar sem hann gefur í skyn, að við síra Jósef hefðum sagt í kærunni til ráðgjafans, aó vaðmál hefði einnig verið skafið út úr skýrsl- unum, sem eru í vörzlum stiftsyfir- valdanna frá haustinu 1899. Til þess hann skuli ekki vera að rugla um þetta lengur, skal eg gera honum þann greiða, að setja hér orðréttan þann kafla kærunnar tíl ráðgjafans, sem að þessu lýtur: nJafnframt og við undirritaðir prestar kærðum þetta fyrir stifts- yfirvöldunum, sendum við með meðmælum viðkomandi prófasts áskorun til amtmanns þess efnis, að hann hlutaðist til um, að sór- stakur dómari yrði skipaður til að rannsaka þetta mál. Við lit um svo á, að hinn reglulegi dóm- ari væri eigi habil í þessu máli, því, eins og meðfylgjandi vottorð sýtia, hafði hið sama, að vaðmál væri dregið út af skrán um, átt sér stað árinu áður, þó því væri eigi hreyft þá. f> e s s i sömu vottorð sýna og, að það þá skeði eftir ráðum og und- irlagi sýslumanns sjálfs. Við lit- um svo á, að sýslumaður mundi eins að þessu sinni vera orsök þess og þannig riðinn við málið, og því lítil líkindi til, að sannleik- ans yrði leitað svo röggsamlega sem skyldi«. Af þessu geta allir séð, að við höf- um hvergi sagt, að skýrslurnar hjá stiftsyfirvöldunum frá 1899 hafi verið útskafnar, eins og Lárus hélt fram, heldur að þau vottorð, sem við send- um með brófinu til ráðgjafans, sýndu, að vaðmálið hefði verið dregið irt af skránum sama ár að tilhlutun sýslu- manns, áður en þær komu í hendur stiftsyfirvaldanna. f>að er sitt bvað, að segja að eitthvað sé, og að segja, að eitthvað sýni að eitthvað sé. En máske að það þýði hið sama í laga- málinu í Snæfellsnessýslu. Bænrækni sannleiksvotturinn lýkur bænagerð sinni með einhverju bulli um tunnur. f>að er reyndar góðra gjalda vert, að sú bæn er frá hans eigin brjósti og ekki aðfengin. En fremur óviðfeldin finst mér bænin vera. Ef hann á við ósannindaám urnar sínar, vildi eg óska, að surnar- hitinn yrði svo mikill, að þær gætu gisnað, svo að einhver sorinn læki niður. Nóg yrði sjálfsagt eftir samt af svo góðu. Ólafsvík 22. júní 1903. Helgi Hlrnason. Druknanir í Vestmanncyjum. Morguninn 22. f. m. stundu fyrir miðjan morguu í góðu veðri sökk bát- ur með 6 mönnum við Klettsnef, suðurenda Yztakletts. Slysið sást úr landi, og fór bátur með 7 mönnum, sem var að lenda, þeg- ar út; náðust 3 menn lífs (Högni Sigurðsson, kvæntur húsmaður frá Vegamótum, Sigurður Jónsson vinnu- maður frá Skarðshh'ð undir Eyjafjöllum og Guðjón Einarsson unglingur frá Fornu-Söndum undir Eyjafjöllum). Hinir 3 voru sokknir: formaðurinn, Þorvaldur Jónsson frá Jónsborg, efn- ismaður 21 árs, Þorsteinn Ólafsson lausarnaður um fertugt frá Búðarhóls— hjáleigu og Markús Einarsson 21 árs, vinnum. frá Kúhól í Austur-Landeyj- um. Slysið atvikaðist þannig: Báturinn, sem var helzt til of hlaðinn, kom innan fyrir, og fóru þeir að seglbúa við Kletts- nef til að sigla heim svo sem 15 mín. veg, þar sem hægur kaldi var við aust- ur; reyndist þá skakt dregið í á siglu- trénu, sem tafði fyrir að koma upp segli, báturinn lá ganglaus og varð þá hálfflatur við bárunni, þar sem enginn var undir árum, meðan verið var að seglbúa, og formaður fór aftur í, þyngd- ist þá báturinn um of að aftan, svo að í hann fór að ganga, og svo kom ein stærri bára, sem sökti houum að fullu. Hefðu þeir aldrei farið að seglbúa, en róið heim, mundi alt hafa farið vel, og sömuleiðis hefði rétt verið dregið í á siglunni, þá hefði seglið þegar komist upp og skrið á bátinn með sama. Þetta sýnir, hve ilt getur oft hlotist af kunnáttu- eða kæruleysi, ekki sízt á sjónum. E*m varð slys í Vestmanneyjum 27. f. m. Þann morgun um óttuskeið fór gamall maður, Árni Diðriksson, að heiman frá sér, að því er haldið var að safna dún úr hreiðrum hér og hvar. En er hann var ókominn aftur síðari hluta dags, var gerð leit að lion um af almenningi, og fanst loks nótt- ina eftir sjónpípa hans, húfa og dúnn í klút í þrepalitilli brekku nálægt svo nafndum Napa, vestan í Stórhöfða. Er ætlun manna, að honum hafi orðið fóta- skortur eða runtiíð i brekkunni, og olt- ið svo ofan í sjó, sem ekki er mjög hátt á þessum stað. Árni heitinn mun hafa verið 73 ára gamall. Hann var hjá tengdasyni sín- um, Gísla bónda og gullsmið Lárussyni í Stakagerði, þar sem hann hafði búið allan sinn búsltap. Hann var um all- langan tíma einn með efnuðustu og gildustu bændum í eyjunum, en að lokum gengu efni hans til þurðar. Hann var tiokkur ár hreppstjóri, og gegttdi fleiri störfum í almennings þarf- ir. Um fjölda mörg ár var hann með allra ötulustu og hepnustu formönn- um þar, og að fimleik og dugnaði við fuglaveiðar átti hánn varla nokkurn sinn jafningja; sömuleiðis mjög heppin selaskytta. Árni heitinn var hreinn og einarður í lund, og í einu orði merkur maður og góður drengur«. (Eftir bréfunt úr Vestm.) Þilskipaafli. Undanfarinn vikutíma hefir þilskipa- floti bæjarins verið að hafna sig hér, með góðan afla yfirleitt. Hæsta tölu hefir Björn Ólafssott (B. Ól.) frá Mýrarhúsum, 33 þús. frá því ttm lok. Þar næst Ragnheiður (Magn. Magnússon) 32 þús.; þá Björgvin (Kr. Magnússon) 28 þús.; þá Ester (Kr. Brynjólfsson) og Swift (Hjalti Jónsson) 25 þús.; þá Matgrét (Finnur Finnsson) 21 þús. Meðalafli talinn um 16 þús.; minstur 11. Fiskur sagður í góðu nteðallagi að vænleik. Finskur fræðimaður og íslaudsvinur mikill, mag. Rolf N o r d e n s t r e n g, kom með Botníu i' fyrra dag, ásamt frú sinni. Hann á heima í Uppsölum, hefir dvalist í Sví- þjóð þrjú árin síðustu. Hann er flest- um útlendum mönnum kunnugri Islandi og íslenzkum bókmentum, og hefir rit- að um það margar ágætar greinar í sænsk og finsk tímarit. Hann hefir ritað fimm greinar í sænska tímaritið »Ljus« um Island, sögu þess og dag- legt líf að fornu og nýju; í Finsk tids- skrift um fornnorræn kvæði, þýdd á 8ænsku, og nýlega grein, sem lieitir »En förbisedd Kultur«, um nútíðar- menningu Islauds. Um Þorstein Er- lingssoti hefir hann ritað í finska tíma- ritið »Euterpe« o.s.frv. Mag. Nordenstreng ætlar að ferðast hór um land í sumar og rita bróf um ferð sína til ýmissa sæuskra og finskra blaða. Hann skilur og talar íslenzku, og er vonandi, að svo góðum gesti verði hór hvarvetna vel fagnað. Prófessor Prytz, skógfræðingurinn danski, er hingað kom með Botnfu um daginn og ferð- ast hér um land í sumar, eins og fyr hefir verið frá skýrt, er maður hálf- fimtugur að aldri og hefir verið 18 ár kennari við landbúnaðarháskólann danska í skógræktarfræði, enda er lang- frægastur skógfræðingur á Norðurlönd- um. Hann er hinn mesti áhugamað- ur ekki einungis um skóggræðslu hér á landi, er þeir félagar kapt. C. Ryder hafa tekið ástfóstri við og hafa mikla trú á, heldur og um önnur framfara- mál landsins. 81íkir menn eru oss miklir aufúsugestir, ekki sízt þegar þeir eru slík Ijúfmenni sem professor Prytz er. Stúdentspróf. Þessii luku stúdentsprót’i í gær frá latínuskólanum og lilutu þær einkunnir er hór segir (utanskólapiltar stjörnu- merktir): Eink. Stig. 1. Geir Zoega . 2. Jótias Einarssou* . 3. Guðm. Haunesson . 4. Vigfús Einarsson . 5. Bogi Brynjólfsson . 6. Jóhann Briem . 7. Gísli Sveinsson* 8. Georg Ólafsson 9. Guðm. Guðmundsson 10. Guðm. Ólafsson 11. Konráð Stefánsson* 12. Ólafur Þorsteinsson 13. Lárus Sigurjónsson 14. Haraldur Sigurðsson 15. Jóhann Möller* Póstskipið Botnía (kapt. Bönnelykke) kom fráútlöndum 29. f.m. með fjölda farþega, meðal annarra dr. Finn Jónsson prófessor, cand. mag. Boga Melsted, frú H. Vidalín, cand. jur. Jón Hermannsson, Sigfús Ey- mundsson bóksala, stúdentana Ara Jónsson, Sturlu Guðmundsson, Vilhjálm Finsen og Þorstein Þorsteinsson. Allmargir útlend- ingar komu og með skipinu, þar á meðal prófessor C. V. Prytz frá Khöfn, til að líta eftir skógræktartilraununum hér á landi. Embættisprófi við háskólann hef- ir lokið í þ. m. í læknisfræði Halldór Gunnlaugsson með I. einkunn. Fyrri hluta lögfræðisprófs hefir Einar Jónasson tekið með II. einkunn. Hoimspekisprófi við háskólann eða forspjallsvísinda hafa þessir ísl. stúdentar lokið i f. m.: Bjarni Jónsson, Jakob Möll- er, Magnús Guðmundsson, Sigurjón Jóns- son, Sturla Guðmundsson, Valdemar Er- lendsson og Þorsteinn Þorsteinsson allir með ágætiseinkunn ; Brynjólfur Björnsson, Halldór Jónasson, Olafur Björnsson, Pétur Bogason, Sigurður Guðmundsson (frá Mjóa- dal) og Sigurður Sigtryggsson allir með 1. einkunn; Björn Þórðarson og Jón Magn- ússon með II. einkunn. Strandasýslu (miðri) 19. júni; T í ð a r- f a r mjög ilt, kalt og rosasamt; nálega gróðurlaust enn. Kúm er gefið með enn, og hefði reyndar þurft að láta þær standa inni til þessa, ef vel hefði verið. Skepnu- höld fremur góð, nema unglamba; hafa þau víða týnt tölunni, sem von er í slíkri ótíð. Veldur þvi meðfram bitur, sem víða er skæður, eins og oft vill verða i karðind- um. S k á 1 h o 11, ssm nú er nýfarið austur um, hitti mikinn is á leið sinni frá ísafirði og mundi hafa snúið aftur, ef veður hefði eigi verið bjart og lygnt. Það er skiljan- legt, þó að kalt sé, er ísinn er svo nálægur. Kighósti og vesöld i börnum ogfull- orðnum gengur hér alment. Fyrrijjhluta læknisprófs hér leystu þeir af hendi Jónsmessudag, Mattías Ein- arsson og Jón Rósenkranz. M. fekk 66 stig, en hinn ÖS1/^. Mannalát. Hinn 11. apríl þ. á. andaðist að heimili sínu Berufirði í Reykhólasveit merkiskonan Guðrún Andrési d ó 11 i r. El(ún var fædd 1841 í Gauts- dal í Geirada^hreppi. þar bjuggu þá foreldrar hennah, Andrés Guðmunds- son frá Kaldrananesi Guðmundssonar, og Sigþrúður Ólafsdóttir Sveinssonar hins sterka Sturlaugssonar. Guðrún sál. ólst upp með foreldrum sínum í Gautsdal og fluttist síðan með þeim að Bæ í Króksfirði. þar brugðu þau búi og fluttust þá í Hergilsey til Ingibjargar dóttur sinnar (d. 27. ágúst 1898), er gift var Kristjáni bónda þar Jónssyni frá Kleifum, Ormssonar. En Guðrún fluttist þá að Ólafsdal 1 Saur- bæ og giftist þar (8. nóvembi r 1867) Stefáni Jónssyni, bróður Kristjáns. Næsta vor fluttust þau að Berufirði og bjuggu þar búi sínu alla stund síðan, unz þaú fyrir ári liðnu hættu búskap, en dvöldust þar þó eftir sem áður. þau bjón eignuðust 9 börn, en 5 þeirra mistu þau í æsku; eru nú 4 á lífi: Eiður, hjá föður sínum í Beru- firði; Guðbjörg, á Guðmund Guðmunds- son bónda á Skáldsstöðum; Sesselja, á Jón H. Brandsson, bónda í Beru- firði; Sigþrúður, ógift hjd föður sínum f Berufirði. þar sem Guðrún sál. er fallin frá, á maður hennar á bak að sjá beztu konu, börn hennar ástríkri móður og hérað þetta einni af sínum fremstu og ágætustu dætrum. Fór þar saman líkamleg atgervi, andlegir hæfileikar og miklir mannkostir. Var það ein- mæli, meðan þær systur, hún og Ingi- björg sál. í Hergilsey, voru í hús- freyjustöðu, að sá sess væri ekki ann- arsstaðar betur skipaður innanhéraðs; voru þær báðar samhentar mönnum sínum að gera garðinn frægan með góðgerðum og hjálpsemi við þá, er bágt áttu. Hagur þeirra hjóna, Stefáns í Berufirði og Guðrúnar sál., blómgað- ist skjótt, og mátti jafnan heita góður, enda nutu þess margir; fylgdist þar að við einstaka hjálpsemi dugur beggja og forsjálni. það var hvorttveggja, að hin látna sæmdarkona ávann sér hinn bezta þokka þeirra, er henni kyntust, enda var hún kvödd með almennum sökn- uði og hluttekningu. Og lengi mun minning hennar lifa f blessun og þakk- læti. B I ág. 106 I ág. 105 I 101 I 100 f 97 I 96 [ 95 1 93 I 91 l 87 I 85 II 83 II 83 II 77 II 63

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.