Ísafold - 08.07.1903, Side 2

Ísafold - 08.07.1903, Side 2
166 1) Hvernig þær fiskitegundir hagi göngum sínum, er mest eru veiddar í Englandshafi, einkum þorskur og síld; og 2) Hvort fiski fækki í Englands- hafi, Skagarak og Kattegat og annar- staðar, af því að ofmikið sé veitt (með botnvörpum, einkum af skarkola og öðrum kolategundum og ý8u). Hitt yrði oflangt mál, að skýra nánara frá því, með hverjum hætti farið verður að fá vitneskju um þetta. í vor er leið byrjuðu þessar rann- sóknir alment og sum ríkin byrjuðu þegar í fyrra. Danir byrjuðu í vor og keypti stjórnin til rannsóknanna botnvörpuskipið »Thor« af félaginu Dan; og flest hin ríkin hafa botnvörpu- skip til rannsóknanna, að dæmi Norð- manna, er lótu smíða rannsóknarskipið •Mikael Sars« árið 1900 í öllu veru- legu með sömu gerð og enskan botn- vörpung. »Thor« kom hingað til lands í maí- mán. í vor og hér á Rvíkurhöfn snema í jóní. Hafði hann þá verið vi8 rannsóknir fyrir sunnan land og austan, fór þá vestur og norður fyrir land og er nú kominn hér inn aftur. Skipið er 112 fet á lengd og hið bezta í sjó að leggja, með sterkri gufuvél (10—11 mílna hraða) og útbúið öllum rannsóknaráhöldum af beztu og n/j- ustu gerð og margs konar veiðarfærum, þar á meðal botnvörpu, er draga má á 1000 fðm. dýpi með 2000 fðm. löng- um stálvírsstreng, reknetum, lóðum, háfum úr þéttasta silki til að veiða í minstu verur sjávarins o. fl. Lestarrúmi skipsins hefir verið að nokkru leyti breytt í sal og svefn- klefa handa vísindamönnunum, og uppi á þilfari er rannsóknarhús (laborator- ium) framan undir stjórnpallinum. Vísindamennirnir eru 3: mag. sc. Joh. Sehmidt, fiskifræðingur; mag. sc. Ove Paulsen planktolog, og cand. mag. Nielsen haffræðingur (hydrograf), alt ungir menn, í kringum þrítugt. Skipið með öllum útbúnaði kostaði um 170,000 kr. og árlegur kostnaður 100,000 kr. Af því má sjá, að kostnaður allra ríkjanna við rannsóknirnar er afar- mikill. Hve mikill árangurinn getur orðið af þessum rannsóknum, er alls ekki hægt að segja fyrir fram; en ástæða er til að ætla, að hann verði mikill, jafnvel þó að þær standí ekki yfir nema þenna stutta tíma; því að verka- mennirnir o: vísindamenn þeir, er að þessum rannsóknum starfa, ganga að starfi sínu með þeim áhuga og þeirri þekkingu, sem veitir tryggingu fyrir góðum árangri. Og það er gleðilegt, að þessi vísindalega samvinna er Ioks komin á, og að þeir sem völdin hafa eru farnir að sjá, að sjávarrannsóknir, sem hafa það fyrir mark og mið, að verða fiskiveiðum þjóðanna að liði, verðskulda að þær séu efldar með meiri fjárframlögum en hingað tilhefir gerst. Menn hafa fyrir löngu séð, að vísindín hafa unnið landbúnaðinum ó- metanlegt gagn; og hví skyldu þau ekki einnig geta unnið fiskiveiðunum gagn, jafnvel þótt rannsóknirnar séu miklu meiri örðugleikum bundnar? Vér Islendingar megum fagna þess- um rannsóknum, því næsta líklegt er, að þær vinni oss einnig mikið gagn — og það án hins minsta fjárframlags frá vorri hálfu. þær verða fyrir oss að ymsu leyti framhald og fullkononun rannsókna þeirra, er »Diana« hefir gert undanfarin ár, og þess litla, er vér sjálfir höfum gert. Stjórnarnefnd rannsóknanna í Danmörku ætlast til, að tekið verði alt tillit, sem auðið er, til þess er vér þurfum að fá rannsakað. Landsliöfðingi og 2. þingmaður Rangæiuga. Satt er það, að margs verður maður vís- ari í höfuðstaðnum, sem við veslings-sveita- flónin þekkjum eigi né skiljum heima i kot- unum okkar. Það hefi eg bezt sannfærst um dagana, sem eg hefi dvalist hér i höf- uð8taðnum núna nm mánaðamótin. Eg er ekki oft á ferð bér um slóðir, þvi leiðin er löng og einyrkjar mega ekki tefj- ast mikið frá búum sínum um þennan tíma árs. Eg hefi því reynt að nota tímann sem bezt til að litast hér nm og fræðast um hitt og þetta. Mest hlakkaði eg til að vera við, þegar þingið væri sett, og lét eg því ekki standa á mér, þegar þingmenn settust á rökstóla. Eg varð með þeim fyrstu upp á áhorfenda- pallana og sat þar allan timann, sem til þess gekk, að rannsaka og ræða um kjör- bréfin, og skemti mér vel. Þó var mér mein að því, hve fáa þingmenn eg þekti; en nokkuð hætti það úr, að eg heyrði fólk- ið í kringum mig oft hvislast á um það, hver nú væri að tala. Beint á móti mér sat maður, sem eg eft- ir búningnum gizkaði á að mundi vera landshöfðinginn, enda fekk eg brátt að vita vissu mína um það. En svo gerðist atvik, sem eg skildi ekk- ert í. Einn þingmaðurinn — mér var sagt að það væri dr. Valtýr — sagði í ræðu sinni, að sér hefði þótt sorglegt að heyra, að landshöfðinginn hefði látið í Ijósi, aðhann vildi samþykkja aðra eins lögleysu og kosn- ing þingm. Strandamanna. Þá sprettur landshöfðingi upp með tölu- verðum þóttasvip og heimtar að forseti verndi sig gegn slíkum áburði. Og þó gat eg ekki betur heyrt en að þingmaðurinn hefði rétt fyrir sér. Eg beið nú þangað til gengið var til atkvæða, og þá rak mig í rogastanz, er eg sá, að landshöfðinginn stendur upp og greiðir atkvæði með því, að kosningin sé tekin góð og gild. Eg fór nú að hugsa margt um þetta, og þegar eg var kominn út á götu, fór eg að spyrja kunningja minn um, hvernig á þessu stæði, að landshöfðinginn telur það fyrst ósæmilegan áburð, að hann vilji samþykkja kosninguna, en gerir það siðan sjálfur rétt á eftir. Eg vis8Í, að maðurinn var mikill vinur landshöfðingja, og vænti því greiðrar úr- lausnar á spurningum ininum. Mér brást það og ekki. Þú veizt það, segir hann, að landshöfð- inginn er þingmaður núna, þjóðkjörinn þingmaður — hann hefir aldrei verið það fyrri — og þegar hann situr i þingsainum, er hann því hvorttveggja í einu, þingmað- ur og landshöfðingi. Rann bað forseta að vernda lands- höfðingjann fyrir áburði dr. Valtýs, þvi landshöfðinginn skiftir sér ekkert af, hvort kjörbréf eru gild eða ekki. Áburð- ur dr. Valtýs var þvi mjög hlálegur og illa við eigandi. En sá sem greiddi atkvæði með kjörbréfi Strandaþingmannsins, var 2. þingmað- ur Rangæinga, en ekki landshöfðing- inn. Þessi úrlausn er vafalaust rétt, því að allir, sem eg hefi spurt um þetta og bezt eru viti bornir, eru á sama máli um hana. En það sem mér fyrst flaug í hug út af þessu, var eittbvað líkt þessu: Já, satt er það, ekki er okkur vel treyst- andi til að sitja á þingi, bændagörmunum, því það er eg viss um, að ekki eru þeir margir i bændast.éttinni, sem svo eru skarp- ir, að þeir skilji alt af, hve nær landshöfð- inginn er þingmaður Rangæinga og hve u*r landshöfðingi, úr því að hann getur þess ekki í upphafi ræðu sinnar, en það fynd- ist mér bezt við eiga. Eða þá hitt, að taka sér til fyrirmyndar hinn ráðsnjalla og háttprúða þingmann Snæ- fellinga, þegar hann var tvent í einu, kjör- 8tjórnaroddviti og þingmannsefni, og hafa stólaskifti hve nær sem hann skiftir um stöðu i þingsalnum — vera i landshöfðingjasæt- inu, þegar hann talar í embættis nafni, en í sæti 2. þm. Rangæinga á þingmannabekk, þegar hann talar í hans nafni. En það er ekki að marka mig; eg hefi alia tíð einfaldur verið. Staddur í Reykjavík 3. júlí 190». Eyóljur í Gerði. Um bímaðarkenslu. Eftir Torja Bjarnason. III. Af þessu yfirliti geta menn séð, að Norðmenn hafa ekki hlaupið upp til handa og fóta til að líkja eftir vetrar- skólanum í Kristjaníu. fvert á móti bafa þeir tekið sér fyrir hendur, að bæta svo og auka kensluna við amts- skólana, að vel mætti við una. Lúka nú allir upp einum munni um það, að skólarnir séu í mjög góðu lagi, enda láta Norðmenn sér ant um þá. Eg skil hreint ekki hvað hr. Björn á við á 125. bls., þar sem hann er að lýsa vetrarskólanum í Kristjaníu, og segir: »Eins og ráða má af fyrirkomu- lagi skólans, hefir hann kostað »hið opinbera« mjög lítið. Móts við aðra búnaðarskóla í Noregi er það eins og 42 á móti 478 á ári. — Ef það er svo að skilja, að þessi skóli kosti »hið op- inbera« 11 sinnum minna ár hvert en hver hinna búnaðarskólanna, þá er það villa. Árið 1902 var landssjóðstillagið til skólans í Kristjaníu 8500 kr. og til 16 skóla annarra að meðaltali um 11,000 kr. til hvers. — Um tillagið til 3 skólanna veit eg ekki; en það er varla meira. — Fjórir af þessum 16 skólum hafa minna tillag en Kristjan- íuskólinn. |>egar litið er á búnaðarskólasögu vora, sem ekki er nema rúml. 20 ára gömul, þá má heita, að sömu atriðin komi fyrir í henni sem í búnaðar- skólasögu Norðmanna, svo langt sem vor saga nær. — Vér byrjuðum 30— 40 árum seinna en Norðmenn, en byrjunin var með líku móti. Skólar vorir voru sniðnir eftir norsku skólun- um, verklegt og bóklegt nám sam- einað. — Svo kom sami afturkippur- inn hjá oss sem Norðmönnum. Marg- ir misskildu skólana, vanþökkuðu störf þeirra, og vildu svo helzt sem fyrst koma þeim fyrir kattarnef. Vorir skólar hafa þó orðið lífsseigari en hinir norsku, og eg hygg, að menn hætti nú bráðum að brugga þeim banaráð, en taki nú að sýna þeim þann sóma, sem þeir eiga skilið. Fyrst vér erum svo hepnir að hafa ekki enn gert oss seka í því glappaskoti, sem Norðmenn henti, að leggja skólana niður, til þess að verða innan fárra ára að reisa þá við aftur, meö margföldum kostnaði, þá fer varla hjá því, að vér látum hér eftir víti Norðmanna oss að varn- aði verða. Eg hefi orðið fjölorður — máske um of — um búnaóarkenslufyrirkomu- lag Norðmanna; en það verður að af- sakast með því, að eg vildi sýna það svo greinilega sem eg gat, að dæmi Norðmanna bendir ekki í þá átt, sem hr. Björn ætlast til, heldur alveg í öfuga átt. Eg skal svo athuga sér- staklega tillögu hans. |>að sem B. ætlasb til að búnaðar- nemendur læri hjá bændum er þetta: 1. Jarðyrkja (grasræktarstörf, og undir- búuingur jarðvegsins, áburðarhirð- ing og öll störf er þar til heyra). 2. Garðyrkja (matjurtarækt, og alt þar að lútandi). 3. Búpeningsrækt (þar með notkun af- urðanna, mjólkur o. s. frv.). Skýrslugjörð, töflur og reikningsfærslu viðvíkjandi öllu þessu þurfa nemend- ur jafnframt að æfa. J>ví hefir verið haldið fram af mörg- um, að bændur á íslandi væru frem- ur fákunnandi í flestum svokölluðum jarðyrkjustörfum, og er von þótt þeir væru það. Svo Iítið hefir verið feng- ist hér við jarðyrkju, að fyrir rúmum 20 árum þektu menn alment ekki plóginn að öðru en nafninu einu, en plógurinn er, eins og flestír munu við- urkenua, eitthvert fyrsta og helzta jarðyrkjuverkfæri allra þjóða. Bændur hér á landi eiga ennþá mjög lítið af jarðyrkjuverkfærúm. Svo mik- ið kveður að verkfæraskortinum, að það hefir komið fyrir, að miklir erfið- leikar hafa orðið á því, að útvega þökuspaða, kvísl eða pálreku handa verkamanni, sem ráðinn hafði verið í þjónustu búnaðarfélags í sveit. þ>ar sem jarðyrkjuverkfæri eru engin til, þar er vitanlega lítið starfað að jarð- yrkju, og þar af leiðandi er jarðyrkju- kunnátta þar lítil. J>að mun flestum koma saman um, að þeir bændur séu ennþá fáir, sem hafi bæði kunnáttu og um leið aðrar ástæður til þess að kenna jarðyrkjustörf til gagns. Og enginn skyldi undra sig á þvi. f>að er skamt síðan að aðeins örfáir menn á landinu kunnu nokkuð til þeirra starfa. |>að eru nú ekki nema 20 ár síðan búnaðarskólarnir voru stofnaðir, og það er einkum frá þeim, sem verkleg kunn- átta í jarðyrkjustörfum hefir færst út. Menn munu verða að kannast við þetta, hve leitt sem sumum kann að þykja það. Löngu áður en búnaðarskólarnir voru stofnaðir, hafði Guðm. Ólafsson á Fitjum leitast við að útbreiða kunn- áttu í plægingum og fleiri jarðyrkju- störfum, og orðið nokkuð ágengt. Guðm. var maður vel að sér gjör, fróður mjög og starfsmaður hinn bezti. Hafði hann aflað sér erlendis mikillar verk- legrar og bóklegrar búnaðarmentunar um miðja næstl. öld. Hann var of söemma uppi, og var því »hrópandi rödd í eyðimörku«. En sú kunnátta er auðvitað bæði lítil og strjál ennþá. — Árið 1894 töldu Norðmenn ekki fært fyrir sigað hætta við verklegu kensluna í búnað- arskólunum og fela hana bændum. |>á höfðu búnaðarskólar þeirra þó staðið um, 50 ár, og bændurnir voru alvanir jarðyrkjustörfum frá barndómi, og höfðu verið það löngu áður en bún- aóarskólarnir voru stofnaðir. Mér finst það því vera heldur rnikið bráð- læti, að ætla sér að taka nú þegar verklegu kensluna af búnaðarskólun- urn og aíhenda bændum hana, á með- an búnaðarskólar vorir hafa staðið að eius 20 ár, og það á veikutn fót- um, og á meðan flestir bændur hafa aldrei á æfi sinni tekið á plógi eða öðrum jarðyrkjuverkfærum en rekunni. — Björn ætlast til, að búnaðarnem- endur læri búreikninga og skýrslugjörð hjá bændum. En í þeirri grein held eg vér séum ekki betur staddir en í jarðyrkjunni, nema miður sé. — Fáir munu þeir bændur vera, sem hafa nokkra verulega reikninga eða skýrsl- ur áhrærandi búnað sinn, þó þeir séu mestu dugnaðarraenn og fyrirmyndar- búhöldar. Herra Björn finnur auðsjáanlega til þess, að kenslustaðirnir eru ekki á hverjn strái. Hann bendir að eins á einn bónda, og ráðsmann annars bónda, sem líklega til þessarar kenslu, og báðir þessir menn eru nýfarnir að reyna búskapinn. Eg veit vel, að báð- ir þessir menn muni vera hinir efní- legustu — annan þeirra þekki eg persónulega —; en þó að þeir kunni að vera fúsir til að taka að sér kensl- una og færir um það, þá er ekki nóg að benda á þessa 2 menn. f>að þarf rniklu fleiri bændur til að taka á móti öllum búnaðarnemendum. — þetta, að Björn bendir ekki á kenslustaði annarsstaðar en hjá þessum tveimur frumbýlingum, sýnir ljóslega, að hann hefir ekki mikla trú á því sjálfur, að tillögur hans séu framkvæmanlegar að svo stöddu. f>að er aðalatriðið við »nemenda- stofnun« Dana, og eins þá sem tengd er við vetrarskólann í Kristjaníu, að

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.