Ísafold - 08.07.1903, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.07.1903, Blaðsíða 4
168 vegagjald. Flm. Ól. Ólafsson og Hannes þorsteinsson. 8. Um áfangastaði, heimildarlög fyrir þeim. Sömu flm. 9. —11. Um löggilding verzlunar- ataða að Óspakseyri í Bitru, Staðar- felli í Hvammsfirði og við Gerðaleir í Gullbringusýslu. Flm. þingmenn þeirra kjördæma. 12. Um að skifta Barðastrandar- læknishéraði í tvö læknishéruð. Flm. Sig. Jensson. Kosningrnkæra ný kom um daginn (4. þ. m.) að austan með Hólum, yfir kosningu Guttorms Vigfússonar í Suðurmúla- sýslu. Hann hafði, sem kunnugt er, 1 atkvæði fram yfir Axel Tulinius sýslumann. En kærendur, ýmsir máls- metandi meno og þjóðkunnir, fullyrða, að 7 kjósendur hans hafi alls engan kosningarrétt haft, sumir vegna óend- urgoldins sveitarstyrks, sumir verið grasnytjalausir húsmenn, eða vinnu- mann o. s. frv. Kæra þessi verður væntanlega tekin til meðferðar af þinginu. En naum- ast hætt við að hún hrífi mikið. TJm ÚtsUálaprestakall eru í kjöri þessir prestar: Einar þórðarson í Hofteigi, Kristínn Daníels- son á Söndum og Olafur Finnsson í Kálfholti. Fórn Abrahams. (Frh.) Og hann drap hendi við hjálmbrún sér og hneigði sig eins kurteislega eins og hann ætti vió hefðarfrú eða yfir- mann sinn. Hinum garala manni var litið snögg- vast framan í lautinantinn og því næst upp í bláa himinrákina yfir höfðum þeim. Síðan mælti hann : Orð, . . . orð. Hvers vegna er alt af sagt svo mikið, en gert svo lítið ? Sé svo, ungi maður, að verkin séu ávöxt- ur hugsananna, þá hlýtur útsæðið að vera mjög slæmt. Lautinantinn skildi ekki undir eins, hvernig stóð á þessum ávítum, og stygðist við; en jafnskjótt iðraði hann ósjálfrátt þess, er hann hafði sagt; hann skildí, að ekki var mikið vit f að vera að tjá þeim manni þakkir, er hafði tekið að sér það hlutverk, að hjálpa öllum, sem bágt áttu, hverrar þjóðar sem þeir væru, og hvernig sem þeir væru á lit, og það fyrst og fremst án þess að láta sér detta í hug að fá hrós fyrir það. Hinn gamli maður virti vandlega fyrir sér svip lautinantsit s. Hann sá ekki nema á vangann. Síðan mælti hann : Vér menn erum kynlegar skepnur skaparans, eða er ekki svo? Vérheyr- um hvarvetna hið góða lofað. Hvar- vetna er bent á hinn góða veg; og hvað gerum vér svo? Jú, vér tökum fúsir undir fagnaðarljóðin, en löbbum samt tómlátir gamla ferilinn og höfum ekki kjark til að segja skilið við gagn- slitna hleypidóma. Hvers vegna ger- um vér svo sjaldan það, sem vér ætt- um að gera? Hinn ungi maður leit niður á hann og ypti öxlum. Orð . . orð, mælti hinn gamli maður aftur. Heilir þurfa ekki læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru. Getið þér sagt mér, hvort sá er nokkur til, er alheilbrigður sé? f>ér hittið hvarvetna fyrir menn, er mist hafa ljós augna sinna. Já, þeir sjá líka .... blindu hinna, því allir reikura vér í myrkri. Og þó er ljósið til. f>að er hið eina, sem vér hliðrum oss hjá að sjá. Sann- leikann er hvarvetna að finna, en hann er hið eina, sem vér hrindum frá oss. Og þó stynja allir menn nótt og dag eftir því, sem eitt getur lækn- að það, sem að þeim gengnr. Hann þagnaði snöggvast skyndilega og tók síðan aftur til máls í áköfum róm : Bezta aðferðin fyrir menn, eins og þeir nú gerast, til að sanna heilbrigði sfna, er að smána þá, sem leiðina vísa til frelsis undan ánauð vanans. f>ér eigið að smána aðra, ungi maður, en varast alt þakkarþel; anuars verð- ur yður þungt fyrir fæti. Og hann lauk máli sínu eins og hann byrjaði: Orð . . . orð. Hungruðum eru boðnir steinar fyrir brauð. Orð . . . orð. Einn af Búunum bak við þá tók sig út úr hópnum og reið að vagnin- um. Eruð þér ekki þreyttur, bróðir? spyr hann viugjarnlega. Onei, svarar hinn gamli maður í sama róm. Nei, nei, mælti Búinn seint. En ef yður er það ekki móti skapi, þá vildi eg taka við af yður, og styðja hinn sjúka mann. f>akka þér fyrir, kæri vin; mér veit- ir satt að segja ekki af að rétta úr mér. Að bvo mæltu rendi Búino sór af baki, klifraði upp í vagninn og settist þar undir höfuð sjúklingsins; en gamli maðuriun lagðist út af þar við hlið þeim. En áður en hann lagðist fyrir, segir hann við lautinantinn í þýðum afsökunarróm: Eg er ekki eins hraustur og áður. Fæturnir á mér dofna upp. Lautinantinn svaraði engu, en keyrði hestinn sporum, svo að hann prjónaði upp og þaut af stað. f>að var skylda hans, að hjúkra landa sínum; en þó hafði honum aldrei komið í hug að bjóðast til þess. f>að var ekki ætlun hins gamla manns að ávíta hann; það sá bann á svip hans; en vera má að það hafi einmitt verið fyrir það, er hann stokkroðnaði í frarnan. Nokkrum föðmum haudar betur beygði árfarvegurinn snögglega við í vestur, og þar nam fararbroddurinn staðar. Vagnarnir staðnæmdust, menn- irnir rendu sér af hestbaki til að rétta úr sér, og fóru að taka til nestið. Ekki skildi lautinantinn, hvað þeim hafði gengið til þessa ferðalags, ogþað með slíkum hraða. Hann hætti að hugsa um það, og tók það ráð, að reyna að hvíla sig sem bezt þá litlu stund, sem staðið yrði við. f>að stóð heima. Svo sem tæpum tíu mínútum eftir að þeir höfðu numið staðar, kom merkiSvaldurinn við tuttugasta mann. f>eir höfðu gætt hersingarinnar vinstra megin, og komu nú ríðandi niður í ár- farveginn á svo hraðri ferð, að auðséð var, að þeim þótti sem hver mínúta væri dýrmæt. f>egar þeir voru komnir niður, þyrpt- ust öll hersingin utan um þá, og eín- hver spyr þurlega: Nú, nú? f>rjú hundruð minst, svaraði van der Nath seint. Tvær mílur enskar hérna megin við hólana tvo, hjá bænum f>jóðverjans. f>að eru þrjár mílur enskar beina leið, segir annar, er var að heyra kunnugur. Sem því svarar, segir merkisvaldur- inn. heyrðist blístrað snarpt í pfpn hægra megin við árfarveginn. og tveir menn komu ríðandi úr þeirri átt.' . Allir biðu þolinmóðir J ar til er þéir voru komnir niður brekkuna. En þá rigndi yfir þá spurningum. Ekki neitt, svöruðu þeir báðir jafn- snemma; engin fyrirstaða austur á bóginn. Nú vissu allir, hvernig til hagaði og héldu áfram að matast. Kennedy lautinant hafði heyrt alt sem talað var, enda enginn haft neina viðleitni til að aftra þvi. f>ar með hafði hann fengið glögt yfirlit yfir, hversu við horfði. Sigling. f>essi tvö seglskip komu hér í morgun: Oeean (198, Tröyiand) frá Frederiksstad, með timburfarm til Grodthaabs-verzlunar. Ansgarius (121, Tengesdal) frá Dysart, með kolafarm til W. 0. Breiðfjörðs. Umsóknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1902 til 1903 er veittur Iðnaðarmannafé- laginu í Beykjavík, »til þess að styrkja efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til að fullkomna sig í iðn sinni«, verða að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24. ágúst næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sína hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks. Sýning á listasaum eftir frk. Elínu Nielsen verður í Unglingafélag8húsinu (Lækjartorg 1) fimtudag til sunnud. 9.—12. þ. m. kl. 12—2 og 6—8. Inngangur 35 a. í Hegningarhúsinu má panta gólfteppi af ýmsri gerð. S. Jónsson. Tapast hefir kvennur með gyltri festi frá Laugaveg 11 að Þingholtsstræti 8. Skila má I afgreiðslu Isafoldar. Bó k mcntafé la gs íiíii du r verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu miðvikudaginn 8. þ. m. kl. 5 síðdegis (þ. e. í dag). Hegningarhúsið kaupir vorull til vinnu. S. Jónssoo. Kenslukona heimili em- bættismanns í sveit. Auk barna- og kvennaskóla-námsgreina verður hún að geta kent harmonium-spil. Bók- haldari Ólafur Eunólfsson gefur nán- ari upplýsingar. Hegningarhúsið kaupir tog á 25 a. pd., ekki minna en 10 pd. S. Jónsson. ZeoSinblekiö ííóöíi er uú aftur komið i afgreiðslu Isafoldar. 8KANDIN AVI8K Exportkaffi-Surrogat Kjobenhavn. — F- Hjorth & Co- Bæjarskrá Rvíkur 1903 er nýprentuð, — miðuð við það sem var eftir krossmessu þ. á., með því að þá er mest um bústaðaskifti. Hún er með líku sniði og síðast og kostar eins: 80 a. Fyrst er gatna registur og bæja; þá heimilaskrá; þá nafnaskrá; þá félaga skrá og stofnana; loks atvinnuskrá og auglýsingar. |>etta er ómissandi handbók fyrir bæjarmenn, og utanbæjarmenn líka, er viðskiftí hafa og samgöngur við höfuðstaðinn. Kir Nokkur ónákvæmni í burðareyris- klausnnni (bls. 120) hefir verið leiðrétt á innlímdum miða, sem þeir geta og fengið, er þegar hafa eignast bókina. c2fú ar nog tit af fíinu aíþafíta géóa Spyrjið steinsmiðina, hvaða cement þér eigið að nota, og þeir munu allir svara, að úr því að Álaborgar-cement fæst, er sjálfsagt að brúka það. Verðið er óheyrilega lágt. Virðingarfylst Hegningarhúsið kaupir gamlan kaðal (ekki strá). S. Jónsson. , X*X, xtx, xýx,.XÝA. .x|x. xýx, '' ’é'+'*. WJv Vi>.' Jörð til sölu. Jörðin M i ð h ú s í Garði í Bosm- hvalaneshreppi, 12,2 hndr. að n. m., ásamt mjög vönduðu timburíbúðarhúsi, tvílyftu, 12x12 al. að stærð, timbur- pakkkhúsi, hlöðu, fjósi og fleiri húsum, er til sölu og ábúðar nú þegar fyrir mjög lágt verð. Semja má við undir- ritaðan, er einnig gefur nánari upp- lýsingar, ef óskað er. Skiftaráðandmn í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, Hafnarfirði 22. júní 1903. Páll Einarsson. Hegningarhúsið tekur kaðal til að tæja og flétta. S. Jónsson. Verksmiðjiin Álat'oss tekur að sér að kemha ull, spinna og tvinna; að bra til tvíbreið tau úr ull; að þæfa einbivitt vaðmál, lóskera og pressa; að lita vaðmál, band, ull o. fl. — Utanáskrift er: Verk- smiðjan Alafoss pr. Reykjavík. WHISKY Wm. FOBD & SON stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjorth & Co Kjobenhavn. K. Hvergi ódýrari né vandaðri viðgerð á úrum og klukkum en á Laugaveg 23. Hjermeð tilkynnist almenningi, að Sesselja Olafsdóttir yfirsetukona, Skóla- vörðustíg 11, er fyrst um sinn sett til að gegna ljósmóðurstörfum hjer í bænum. Bæjarfógetinn í Bvík 6. júlí 1903. Halldór Daníelsson. Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.