Ísafold - 18.07.1903, Page 1

Ísafold - 18.07.1903, Page 1
’Kemur nt ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 18. júlí 1903 45. blað. J. 0. 0. F. 85724iT IWT G-jalddagi blaðsins var 15. júlí. „c7ior6urían6u. Aðalfundur hlutafélagsins iNorðurlandi verður haldinn á mánudaginn 20. þ. m. kl. 9 síðdegis í Goodtemplarahúsinu. Reykjavík 17. júlí 1903. Fyrir hönd stjórnarinnar Stefán Stefánsson. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8*/s síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- «Ddur ki. 10‘/a-—12 og 4—ti. Landsbankinn opínn bvern virkan daí kl 11 -2. Báukastjórn við kl. 12—1. Landshokasafií opið iivern virkan dag k.. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tanntœkning ókeypisiPóstbússtræti 14b !. og d. mánud. hvers tuán. kl. 11—1. Umboðsstjórnin nýja. iLáttu það nú vera bæði gott og ódýrtn, Bagði kerlingiu við bónda sinn, þegar hún aendi hann í kaupstaðinn til að kaupa utan á krakkana og til búsins. Og 8ötuu reglu hafa margir kjósendur á þingmálafundunum í vor fyrirskipað þingmönnum sínum að fylgja, viðvíkjandi hinni nýju uuiboðs- stjórn vorri. Hún á náttvirlega að vera svo góð og fullkomin sem unt er að gera hana, en jafnframt á bún að verða landinu svo ódýr sem auðið verður. Bn það hefir jafnan hingað til reynst nokkuð örðugt í framkvæmdinni, að sameina þetta tvent, að hafa eitthvað »bæði gott og ód57rt«, og vanalega ekki þótt neinn sérlegur búhnykkur að kjósa þá heldur hið ódýrara og Ié- legra, heldur en hið dýrara og vand- aðra. Og hætt er við að svipað verði ofan á, þegar um umboðsstjórnina nýju er að ræða. Eigi hún að verða svo vel skipuð, að hún geti orðið landinu að þvi gagni, sem til er ætlast, verður ekki hjá því komist að kosta töluverðu fé til hennar. þ>ví væri hin leiðin farin, að líta eingöngu á sparnaðinn, þá er hætt við, að svo gæti farið, að landið biði margfalt meiri hnekki af því, en nema mundi þeim fáu hunar- uðum eða jafnvel þúsundum króna, sem sparast hefðu á stjórnarkostnað- inum. En þó það þannig geti verið mjög varhugavert að ganga alt of langt í sparnaðaráttina í einstökum greinum, þá er það hins vegar jafnsjálfsagt, að beita allri þeirri hagsýni og hlífð við landssjóðinn, sem við verður komið, þegar ákveða á laun hinnar nýju stjórnar. En þá er um að gera að sparnaðurinn komi niður á réttum stað, komi einmitt þar niður, er hann geti ekki valdið neinum hnekki, hvorki fyrir sóma landsins né þann möguleika, að vér getum fengið verulega duglega og framkvæmdarsama stjórn. Að því er laun ráðherrans sjálfs snertir, þá virðist ekki rétt að klípa þau of mjög við neglur sér. þegar um þau er að ræða, má ekki eingöngu miða við það, hvað sá maður, er ráð- herrasætið skipar, mundi geta komist af með til lífsviðurhalds, heldur verð- ur og að líta á það, hvað samboðið er virðingu þings og þjóðar, að því er snertir meðferð á þessum fyrsta og æðsta fulltrúa hennar. f>ar sem ráð- herrann nú á að hafa sama rétt og skyldur eins og allir aðrir ráðherrar ríkisins og standa þeim að öllu jafn- fætis, væri mjög óviðkunnanlegt, ef hann væri ekki látinn sæta sömu Jaunakjörum og þeir, enda er enginn vafi á, að svo hefði verið, ef hann hefði verið búsettur í Kaupmannahöfn og launaður af dönsku fé, þar sem þjóðin nú hefir heimtað, að hann yrði búsettur hér og að vér ifengjum að laúna ’nonum sjálfir«, og þetta verið látið eftir oss, þá væri það ekki með öllu minkunarlaust, ef vér svo eftir á, þegar til kastanna kæmi, sýndum, að vér tímdum ekki að Iauna honum sæmilega. Auk þess gæti það litið svo út, ef laun ráðherra vors væru ákveðin nokkrum mun minni en hinna annarra ráðherra ríkisins, sem hann væri að einhverju leyti lægra settur en þeir, eins konar undirtyllu- r á ð g j a f i, en til þess ættum v é r sízt að verða, að vekja nokkra slíka hugsun. Laun ráðherrans ættu því helzt að vera hin sömu og hinna ann- arra raðherra, hvort sem haganlegast þætti að greiða þau öll í peningum, eða láta nokkurn hluta þeirra vera fólginn í leigulausum búst-að eða öðr- um hlunnindum. Hins vegar getur hvorki virðing r;lð- herrastöðunoar né þjóðarinnar að neinu leyti verið misboðið með því, þótt eft- irlaun ráðherrans verði, þegar hann hefir látið af embætti, ákveðin minni en gert er ráð fyrir í frv. stjórnarinn- ar. Samkvæmt því gæti konungur á- kveðið, að eftirlaunin skyldu vera 6000 kr., en engin ástæða virðist til að láta þau nokkru sinni fara fram úr 3000 kr. Laun landritarans eru í stjórn- arfrv. ákveðin 6000 kr., en ástæðulaust virðist að láta laun hans vera hærri en amtmanna, sem eftir núgildandi lögum eru 5000 kr. í Danmörku eru og samskonar embættismenn metDÍr á borð við amtmenn. Laun skrifstofustjóranna virða8t í stj.frv. hæfilega ákveðin með 3500 kr., þó ef til vill hefði verið eins heppilegt að láta þá byrja með 3000 kr., en hækka laun þeirra þriðja hvert ár með 200 kr. upp í 4000 kr. Eigi stjóruin að geta orðið verulega fram- kvæmdarsöm, er það afaráríðandi, að í þessi embætti geti orðið völ á reynd- um og vel verkfærum mönnum, en ekki tómum óreyndum nýgræðingum. En eins og sýslumannsembætti vor nú eru launuð, mundi það reynast fullerfitt að fá úr þeirra flokki menn í skrifstofustjóraembættin, jafnvel með þeim launakjörum, sem ákveðin eru í stj.frv. Til aðstoðar og skrifstofu- kostnaðar á samkvæmt stj.frv. að veita 16,000 kr. á ári. þetta virðist fullríflega í lagt og muudi mega lækka þá upphæð um 3—4000 kr. f>ar sem aðstoðarmönnum eru ætluð 2000 kr. laun hverjum, þá verður það að teljast óþarflega hátt. í Danmörku fá slíkir aðstoðarmenn venjulegast 900—1000 kr., en auðvit- að er vinnutími þeirra þar mjög stutt- ur, svo að þeir geta oft haft eitthvað aukreitis. Hér yrði vinnutími þeirra sjálfsagt hafður lengri, og er því sann- gjarnt að laun þeirra væru nokkru hærri. En 1200 kr. yrði þó að telj- ast nægilegt, að minsta kosti fyrstu árin, en hækka mætti það upp í 1500 kr. eftir nokkurra ára bil fyrir þá, sem mörg ár yrðu í þeirri stöðu. í þessa stöðu mundu einkum veljast ungir lögfræðiskandídatar, sem óðara sæktu burt úr henni, er eitthvert em- bætti losnaði, sem þeir gætu fengið. það er því óhætt að fullyrða, að í hana fengjust nákvæmlega sömu menn- irnir, hvort sem launin væru 2000 kr, eða ekki nema 1200 kr. Hér er alt öðru máli að gegna eða með skrif- stofustjórana, því enginn hörgull mundi verða á viðunanlegum aðstoðarmöun- um, þó launin væru lág, jafnvel lægri en hér hefir verið bent á. Skrifurum eru ætluð 1000 kr. hverjum, en 800 kr. verður að teljast nægilegt. Til þeirrar stöðu þarf enga undirbÚDÍngsmeutun aðra en þá, að vera vel skrifandi og er því þarflaust að launa þeim hærra en 800 kr. þó launin væru ekki hærri, mundu færri fá en vildu. í stj.frv. er gert ráð fyrir aðbreyta landshöfðingjahúsinu í stjórnarskrif- stofur og verja til þess 11.000 kr.; en litt hugsanlegt er að það takist, að gera það fyrir svo litla upphæð, nema þá rétt til bráðabirgða. |>á er enn fremur farið fram á að reisa embættisbústað handa ráðherr- anum, sem ætlast er til að verði timb- urhiis, er kosti um 50,000 kr. Ekk- ert skal um það sagt, hve hæfileg þessi upphæð er; en hins mætti aftur geta, að það virðist bæði mjög illa viðeigandi og óráðlegt, að farið sé að reisa timburhús á kostnað landssjóðs. Allar húseignir hans ættu að sjálf- sögðu að vera steinbyggingar. Lands- bankahúsið sýnir, að byggja má lag- legar byggingar úr íslenzkum steini án þess að kostnaðurinn verði neitt gífurlegur. Og enginn vafi er á, að steinbyggingarnar verða, þegar til lengdar lætur, miklu ódýrari en timb- urhúsin, auk þess sem þær eru ólíkt minni brunahættu undirorpnar. En »bæði gott og ódýrt* segja augnabliksmenuirnir, sem ekki geta verið að hafa fyrir því, að skygn- ast langt inn í framtíðina; og í þeirra augum er alt »gott«, sem lítur bæri- lega út í svipinn, þótt það reynist miður haldgott til frambúðar. Um btmaðarkenslu. Eítir Torfa Bjarnason. V. Norðmenn hafa til þessa haft bún- aðarskóla sína í sveit, og í sambandi við allstórt bú og verklega búnaðar- kenslu. það hefir oft komið til um- ræðu hjá Norðmönnum, að fiytja bún- aðarháskólann til Kristjaníu, og setja hann í samband við háskólann þar. Hefir sú tillaga átt ýmsa ötula tals- menn; en þeir sem hafa viljað halda skólanum kyrrum, hafa ávalt borið hærra hlut. Rað sýnist þó liggja langtum nær, að hafa búnaðarháskóla, sem aldrei sækja nema tiltölulega fáir menn, í höfuðborg landsins í sambandi við háskóla þjóðarinnar, heldur en að flytja alla hina lægri bóklegu bún- aðarfræðslu úr sveitunum til höfuð- borgarinnar, einmitt þá fræðslu, sem tiltölulega mikill fjöldi manna notar, ef nokkurt líf er í landbúnaðinum, þá bvinaðarfræðslu, sem á að vera við alþýðu hæfi, og ávalt er miklu minni, fáskrúðugri og ófullkomnari en fræðsl- an við búnaðarháskólana. Af þvf framanskráða má sjá, að hvorki Dön- um né Norðmönnum mundi hafa kom- ið til hugar að bæta úr brestum bún- aðarkenslunnar hjá sér með því, að léggja alla sveitaskólana niður og flytja bóklegu kensluna til höfuðborg- arinnar. Eg hefi nú sýnt, að ekki muni vera ráðlegt að leggja búnaðarskólana nið- ur að svo stöddu, og taka upp bún- aðarkenslufyrirkomulag það, sem herra Björn stingur tipp á. Eg hefi ekki gert neina tilraun til að sýna, að vér megum ekki leggja búnaðarkensluna niður með öllu. Eg geri ráð fyrir, að ekki þurfi að færa ástæður fyrir því. Flestir munu vera sammála um það, að vér þurfum að hafa einhverja bún- aðarkenslu í landinu, eins og allar aðrar mentaðar þjóðir, svo framarlega sem vér gerum oss nokkra von um, að þjóðin lifi framvegis á landbúnaði að meira eða minna leyti. Eg hugsa líka, að flestum muni koma saman um það, að svo góðar taugar séu í land- búnaði vorum, að mögulegt muni vera að hressa hann við, þó hann að sumu leyti líti dauflega út um þessar mund- ir. Og eg þykist líka viss um hitt, að þeir sem hafa von um framtíð fyr- ir landbúnaðinn — og eg vona að þeir séu margir — þeir muni álíta sjálf- sagt, að láta einskis ófreistað til að vinna það upp, sem búskapur vor hefir dregist aftur úr búskap nágranna vorra á liðnum tíma. |>eir munu vilja skerpa róðurinn, svo að oss miði dá- lítið meira áfram í búskapnum á 20. öldinni en oss miðaði á hinni 19., og þó miðaði oss óneitanlega talsvert á- fram á henni. Oss sýnist það vænt- anlega lítið, þegar vér berum það sam- an við búnaðarframfarir annarra þjóða á 19. öldinni. Eitt af því sem nágrannaþjóðir vor- ar gerðu einna fyrst til að efla fram- farir í landbúnaðinum, var að koma á

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.