Ísafold - 18.07.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.07.1903, Blaðsíða 2
i;8 íót haganlegri fræðslu handa bændum í öllum bánaðarefnum. Vér höfum einnig byrjað á þeasu, og eg veit ekki betur en að allir séu sammála um, að það hafi verið rétt gert. Gamalt enskt máltæki segir: Hvað sem er þess vertaðþað sé gert, er líka þess vert, að það sé gert vel; samkvæmt því má segja: ef bún- aðarfræðsla er gagnleg, þáá líka að gera hana sem bezt á r g a r ð i. — Eftir því hafa Norð* menn breytt síðan 1880. — Eg veit ekki betur en að flestir íslendingar hafl kannast við það, að bánaðarskól- ar vorir hafi gert n o k k u r t gagn, og sumir, jafnvel menn í fremstu röð, svo sem Páll Briem og þorvaldur Thoroddsen, hafa sagt að skólarnir hafi gert m i k i ð gagn. Og eg hygg, að öllum komi saman um að fjár- skortur og fleira, sem ráða má bót á, hafi þó mikið dregið úr star fsemi skól- anna til þessa. Af þessu öllu tel eg einsætt, að flestir muni vilja hafa bánaðarkenslu í einhverri mynd. Verði sá steína ofan á, sem herra Björn heldur fram, og verði skólar þeir, sem ná eru til, lagðir niður, þá féllu þeir vitanlega úr sögunni, og ástæðulaust væri þá að tala um endurbætur á þeim. En fyrir því þarf raunar ekki ráð að gera. Hér mun fara líkt og í Noregi, að þeir munu verða í meiri hluta, sem vilja halda skólunum, enn um langan tíma, og þá kemur til tals, hvað gera þarf til þess að bæta úr þeim göllum, sem nú eru á skólun- um. Hingað til hafa ekki komið fram margar tillögur til umbóta á búnaðar- skólunum. Búnaðarmálanefndin á þinginu 1893 tók búnaðarskólana til rækilegrar íhugunar, og hélt því fram, að nauðsyn bæri til að auka sem mest verklegu kensluna við skólana. Vildi nefndin láta helming nemenda vera við jarðyrkju um sláttinn; einnig vildi hún láta hætta bóknáminu að vorinu fyr en vanalegt er. Svo vildi nefndin bæta einum vetri við skólatímann vegna undirbúningsmentunar. Skyldi það vera sérstök deild, og fleiri hafa að- gang að henni en þeir, sem ætla að vera í skólanum framvegis. Tillögur þessar eru mjög eftirtektaverðar. f>að mun engum blandast hugur um það, að nauðsynlegt sé að auka jarð- yrkjukensluna sem mest má verða, þar eð bændur yfir höfuð eru óvanir jarðyrkjustörfum. — f>að er ekkert á móti því, að stytta bóknámstímann lítið eitt, og láta bóknámið byrja 1. nóv. og enda 30. apríl. Til þess að sem mest verði úr sumartímanum til jarðyrkjuæfinga, þarf að hafa svo mik- inn mannafla á heimilinu, að nemend- ur þurfi sem minst að vinna að þeim verkum, sem ekki tilheyra náminu. Eg álít ekki æskilegt, að nemendur séu alveg lausir við heyvinnu, því bæði geta þeir — í minsta lagi sumir — haft gagn af að taka þátt í henni, og svo mundi kostnaðarins, vegna ekki vera ráðlegt, að láta nemendur alls ekkert vinna að heyskap. En eg tel æskilegt að ekki þurfi að hafa nem- endur við heyvinnu nemá svo sem hálfan Bláttartímann. Væri nú þann- ig til hagað, eins og búnaðarmálanefnd- in stakk upp á, mundu nemendur geta fengið viðunanlega æfingu í flestum jarðyrkjustörfum á 2 sumrum. Hjá öllum nágrannaþjóðum vorum hefir rekið að því, að sá áburður, sem búin gúfu af sér, hrökk ekki til þess að auka frjósemi jarðarinnar, svo sem þörf var á, svo að nauðsynlegt varð að kaupa áburð inn f búið. Eg skal ekki segja neitt um það, hvort að þessu muni reka hjá oss. f>að líður sjálfsagt langt þangað til, að mikið kveður að því. Vér verðum vitanlega fyrst að hirða þann áburð betur, sem búin gefa af sér. En ekki er ólíklegt, að sumir búnaðarskólarnir komist í áburðarþrot, ef þeir fara að starfa svo mikið að jarðabótum, sem æskilegt er. Og þá verður það eitt af ætlunar- verkum skólanna, að gjöra tilraunir með aðkeyptan áburð. Skólarnir þurfa líka að gjöra tilraunir með ýmsar sáðjurtir, mismunandi aðferðir við túnrækt o. fl. Slíkar tilraunir gætu orðið til mikils gagns, þó að þær væru ekki yfirgripsmiklar eða kostnaðar- samar. Tilraunastöðin við Beykjavík gjörir með tímanum ómetanlegt gagn, en það er ekki nóg að hafa hana eina. — það er talsverður munur á loftslagi í binum ýmsu landsfjórðungura, sem geta haft mikla þýðingu fyrir jarð- ræktina. Eftir vorum ástæðum er alveg ó- missandi, að hver búnaðarskóli hafl góða smiðju og smíðatól, og einhvern mann, sem að minsta kosti getur gjört við öll verkfæri, sem brotna eða fara aflaga, og jafnvel smíðað mörg þeirra að nýju. |>ar sem margir nem- andur vinna að jarðyrkju, þarf að vera mikið til af ýmsum verkfærum, og þau vilja ganga úr sér með ýmsu móti hjá óvönum og lítt vönum mönnum, og væri engin mynd á því* að geta ekki jafnskjótt lagað það, sem bilar. Án þess að hafa smið og smíðatól á heimilinu getur ekki orðið gott lag á verklegu kenslunni. Eg get ekki búist við, að nemendur fái mikla æfingu við fénaðarhirðingu á búnaðarskólunum. Fénaðarhirðing lærist ekki til gagns í hjáverkum. — Æfing sú, sem nemendur fengju við hirðingu búfénaðar, gæti aldrei orðið annað en hjáverk, og mundi þá skaða bóknámið nokkuð. Mín reynsla er sú, að bezt sé fyrir nemendur, og skóla- búið líka, að þeir séu sem allra minst hafðir við fénaðarhirðingu. — Ef meðferð búfénaðar er í góðu lagi á skólanum, þá geta nemendur fengið margar bendingar, sem þeim kynnu að koma að miklum notuín síðar meir, en að öðru Ieyti hefi eg ekki mikla trú á verklegri kenslu í skólanum í þessu efni. — Eg læt mér nægja að kasta þessu fram, án þess að færa á- stæður fyrir því. — Hitt á vel við, að nemendur séu látnir vinna stundar- korn á hverjum degi að vetrinum að einhverju utanhúss um miðjan daginn. Eg hefi reynslu fyrir því, að það tef- ur bóknámið ekkert, en kemur í veg fyrir, að nemendurnir stirðni til muna að vetrinum. Á þá vel við, ef ekki verður starfað að grjóti eða öðru slíku, að láta nemendur hjálpa til við smíðar. Sjá þeir þá ýmislegt, sem þeim getur síðar orðið að liði, og þeir, sem lag- hentir eru, geta jafnvel fengið nokkra æfingu til gagus. f>á skal eg minnast á bóknámið. Eg er samdóma búnaðarmálanefndinni 1893 um það, að bóknámstíminn mætti styttast lítið eitt. En mestur vand- inn er að ákveða námsgreinafjöldann, og að takmarka hve mikið skal kenna í hverri námsgrein, og ætla eg ekki að fara neitt út í þá sálma. j?að á illa við, að nota danskar keDslubækur í búnaðarskólunum. Hitt er líka slæmt, að láta nemendur skrifa upp marga og langa fyrirlestra, og læra eftir þeim. |>að tefur námið stórum, og veldur ýmsum óþægindum. j?að er því hin brýnasta nauðsyn, að út- vegaðar séu, svo fljótt sem unt er, íslenzkar kenslubækur í öllum náms- greinunum. En það er ekki vanda- laust að semja slíkar bækur, á meðan vér höfum svo lítið af innlendum búnaðarvísindum. Er því ekki við að búast, að bætt verði úr þessu alt í einu, en í sumum greinum mætti nú þegar fá slíkar bækur samdar. Bezt væri, að Búnaðarfélag íslands fengi fé til umráða í þessu skyni. En svo kemur maður að þeim hnútnum, sem erfiðast er að leysa — það er undir- búnings-mentunarskorti nemendanna. Allir hafa fundið til þess, hve mik- ið tjón það er fyrir búnaðarnemendur að vænta að miklu leyti þá undirbún- ingsmentun, sem hverjum manni er talin ómissaudi, en þetta á sér þó oft því miður stað. Að blanda ýmsum gagnfræðum inn í búnaðarnámið á vitanlega alls ekki vel við, og tekur tilfinnanlegan tíma frá búfræðisnám- inu. Að útiloka alt þetta gagnfræða- nám er ekki tiltækilegt, nema með því móti, að gjöra gagnfræðaskóla- mentun að inntökuskilyrði. En þetta mundi útiloka marga nýta menn frá búnaðarskólunum, eins og nú er ástatt hjá oss. Tiltækilegasta ráðið til að leysa þessi vandræði, held eg sé það, sem búnaðarmálanefndin kom fram með 1893, nefnil. að tengja gagnfræða- kenslu við búnaðarskólana. Gagn- fræðanámið yrði þá að vera sérstök deild, og ætti þar að vera rúm fyrir fleiri en þá, sem ætluðu að ganga á búnaðarskólann; einkum væri þetta áríðandi í þeim landsfjórðungum, sem engan gagnfræðaskóla hafa. Nemend- ur ættu að kosta sjálfir fæði og þjóu- ustu í gagnfræðadeildinni, en kensla, húsnæði og ljós ætti að vera ókeypis. Menn kunna að segja, að oss vanti enn þá hæfa skólastjóra á búnaðar- skólana; það dugi ekki að láta þá kenna á skólunum, sem ekki hafi lært meira en þar á að kenna. Eg játa, að skólastjórarnir ættu að vera vel mentaðir menn, og verið getur, að nokkuð hafi verið ábótavant í þessu efni. Eg hygg þó að mentunarskort- ur skólastjóranna hafi ekki staðið skól- unum mjög fvrir þrifum enn þá. En það, sem ábótavant hefir verið í þessu efni, lagast af sjálfu sér, ef lands- stjórnin fer að leggja verulega rækt við skólana. Ef skólastjórunum er launað sæmilega, og svo sett þau skil- yrði, sem tryggja það, að þeir séu vaxnir störfum sínum, þá munu þeir, sem ætla sér að komast í þá stöðu, afla eér frekari menntunar utanlands, en þeir geta fengið hér. Mundu nokkr- ir menn ganga í því skyni á búnað- arháskóla, annaðhvort hjá Dönum eða Norðmönnum. þingið mundi veita styrk til utanferða, bæði í þessu skyni og öðru, ef það fer fyrir alvöru að hugsa um að efla verklega menntun í landinu. Svo kemur sá tími innan skamms, að efnarannsóknastofu verð- ur komið upp í Reykjavík; fóðurjurta- rannsóknir Stefáns á Möðruvöllum bera fleiri og fleiri sýnilega ávexti; tilraunastöðin við Beykjavík þroskast; nokkrir munusafnast til Beykjavíkur, sem fengið hafa góða mentun í verk- legum fræðura, og þá verður sett á stofn j Beykjavík kensla í búvísind- um — fyrir fáeina menn — sem full- nægi þeim kröfum, sem gera þarf til skólastjóra,og annarra opinberra starfs- manna, í þjónustu búnaðarframfar- anna. En það er engin brýn þörf að koma upp slíkri stofnun nú þegar. Hún kemur að sjálfsögðu með tíman- um, ef nokkur rækt verður lögð við búnaðarfræðsluna að öðru leyti. Eg vil biðja menn að Skynna sér vel það, sem hinn góðfrægi og búfróði íslandsvinur lautenant P. B. Feilberg segir um búnaðarskóla vora í riti sínu *Et Besög paa Island* 1897, einkum það, sem stendur á bls. 44—46. Eg hefi ekki minst neitt á kostn- aðinn við þá breytingu á búnaðar- skólunum, sem hér er farið fram á, og eg ætla ekki að gjöra verulega á- ætlun um hann, en eg tel uppá, að ekki veiti af að tvöfalda landssjóðs tillagið til skólanna, ef menn vilja nota verklegu kensluna til gagns, og koma upp gagnfræðadeild við skól- ana. Svo hefi eg ekki fleira að segja að sinni, og fel búnaðarkenslumálið vitr- um og góðgjörnum mönnum til alvar- legrar íhugunar. Erlend tíðindi. Engin stórtíðindi hafa gerzt eftir þaS er Alexander Serbakonungur var myrt- ur og drotning hans. Yiðsjár eru þó talsverðar með Rússum og Japönum. Sitja Rússar kyrrir í Mandsjúríu og smá- færa sig þó upp á skaftiS, en hinir farnir að hafa liðsbúnað, ef á kann aS þurfa að halda. Þá er og stutt í spuna milli Rússa og Bandamanna í Vesturheimi. Ut af morðunum og ofsóknumgegn GvSingum í Kisjenev hafa GySingar snúið sór til Roosevelts forseta og beðið hann ásjár, en hann tekið sendinefnd þeirra og mála- leitan mjög vingjarnlega, og heitið þeim að gera sitt til að fá hlut þeirra rótt- an hjá Rússum. Tekur Rússastjórn þessu mjögfálega; kveðst vilja lausvera viS afskiftasemi annara þjóða, eins og hún fyrir sitt leyti láti málefni þeirra afskiftalaus. Kanzlaraembætti Rússa hefir staðiS autt síðan 1892, er Gortschakow fursti skilaði því af sér. Nú er í þetta em- bætti skipaður Witte fjármálaráðherra, mjög einbeittur maður og hinn ötulasti til allra framkvæmda. Þykir þetta því benda á, að Rússastjórn muni verða engu afkastaminni hér oftir en hingaS til. Pótur konungur tekinn við stjórn í Serbíu og hafa stórveldin ekkert viS þaS að athuga, nema hvaS Rússar eru að ympra á, að einhvern tíma þurfi að hegna konungsmorðingjunum, ekki hlyði aS láta þá sleppa óhegnda, þótt því hafi verið frestað í bráð. Fellibyljir hafa veriS alltíðir á þessu ári í Ameríku og vatnavextir meiri en' menn muna. Hefir sumstaðar sópað burt heilum þorpum og menn druknað svo hundruðum skiftir. Telst mönnum svo til, að í Bandaríkjunum hafi á þessu vori og það sem af er sumrinu farist um 1250 manns í fellibyljum og af vatna- vöxtum. Stórkostlegt járnbrautarsiys varð á Spáni 27. f. m. á brautinni milli Bilbao og Saragossa. Hrundi stöpull undan brautarbrú, brotnaði þá brúin og hrundi niður með eimlestinnni og öllu því er í henni var og mölbrotnaði; varð alt að einum hrærigraut, er niSur kom, bæði dautt og lifandi. Er talið að þar hafi farist 170 manna. Kristilegur stúaentafundur, hinn 7. með því nafni, er haldinn þessadagana í Sórey á Sjálandi. Sækir þann fund mesti fjöldi stúdenta, einkum frá Norð- urlöndum. Er aðsókn pti fundinum svo mikil, að nefnd sú, er fyrir fundinum stendur, augl/sti afboð þegar um miðj- an fyrra mánuð, um að veita fleirum viðtöku en þá hefðu sagt til sín, en það voru 4—500 manns. Hóðan sækir fund- inn Sigvaldi stúdent Stefánsson, læknis- efni, auk fleiri landa í Höfn. Páfinn varð hættulega veikur og tal- inn af um eitt leyti, en þó lítið eitt í afturbata, er síðast fréttist, hvort scm honum verður langs lífs auðið héðanaf; hann er orðinn mesta skar, karlsauður- inn, enda fjörgamall, f. 1810.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.