Ísafold - 18.07.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.07.1903, Blaðsíða 3
179 »Verdens Gang« segir frá lalsverðum Kosningabtellum og misfellum í Berlin. Bréf og blöð höfðu veriö send með póst- um til 81000 kjósenda, af þeim voru 5000 endursend, og á þau ritað: »Dá- inn« eða »horfinn« o. s. frv. Af þeim 5 þús. kjósendum, sem þannig voru dotnir úr sögunni, greiddu þó 1000 at- kvæði þegar til kosninga kom; sannað- ist að sumir þeirra höfðu alls eigi verið í Berlín á kjördegi en aðrir setið í fang- elsi. Róstur urða sumstaðar talsverðar og uppþot eftir kosningarnar, barið á þing- mannaefnum og tekið á móti lögregl- unni með grjótkasti, er hún skarst í leikinn, svo að hún varð að beita vopn- um. Líflátsdómur Arthur .Törgensens, móð- urmorðingjans danska, staðfestur af hæstarétti. Afengisnefndin í Danmörku, er mest varð rimman um í ríkisþinginu, er nú skipuð 11 mönnum. Hefir þjóðþingið kosið 3 menn í nefndina, landsþingið 3 og stjórnin 5. Formaður nefndarinnar er yfirréttarmálaflutningsmaður Zahle. Innanríkisráðaneytið leggur fyrir nefnd- ina: að gefa glögga og áreiðanlega skýrslu um áfengisnautnina í Danmörku, eftir stéttum og aldri, meðal karla og kvenna, að leggja á ráð um, hversu stjórn, þjóð- félag og einstakir menn fái komið í veg fyrir ofnautn áfengra drykkja, að skýra áfengismálið vísindalega og lagalega og benda á allar þær leiðir, er legið geti til þess, að leiða bindindismálið til far- sællegra lykta, með aðstoð löggjafar- valdsins eða án hennar, á hvern þann hátt, er mest og bezt áhrif hafi á þjóð- fólagið. Frá alþing'i. Dinginaniiafrunivörp. 31. Um aðra skipun á biskupsem- bættinu — um að sameina það við forstöðumannBembættið við prestaskól- ann, er núverandi biskup lætur af em- bætti. Árslaun 5000 kr. og skrifstofu- fé 500. Flm. Lárus H. Bjarn., Magn- ús Andrésson. 32. Um ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum — um að veita lands- stjórninni heimild til að gera ráðstaf- anir til algerðrar útrýmingar fjárkláð- anum og ráða til þess einn fram- kvæmdarstjóra fyrir land alt. Nefnd- in í kláðamálinu. 33. Um kosningu fjögurra nýrra þingmanna — um að þeir 4 þjóð- kjörnir þingmenn, er við bætast, er stjórnarBkrárbreytingin kemst á, skuli kosnir sinn í hverju amti. Kosningar- laganefndin. 34. Um kennaraskóla í Reykjavík — um að verja alt að 55,000 kr. úr landssjóði til að setja á stofn kenn- araskóla í Rvík með þremur ársdeild- um, en kenslunni jafnframt hagað svo, að farkennarar geti lokið sér af á ein- um vetri. Kennarar skulu vera þrfr við skólann: forBtöðumaður með 2600 kr. árslaunum, auk ókeypis bústaðar, og 2 undirkennarar með 2000 og 1600 kr. árslaunum. Mentamálanefndin. 35. Um ófriðun á sel — um að selur sé réttdræpur í ám, vötnum og lónum, ósum og fyrir ósamynnum, þar sem lax gengur, þó eigi í friðuðum selalátrum nema eftir úrskurði gerðar- dóms, er sýslumaður kveður til. Flm. Hannes forst., Ólafur Ól. 36. Um túngirðingar — um að landsstjórnin annist um kaup á gadda- vír og járnteinum, er nægi til að girða tún allra jarðeigenda og ábúenda á íslandi, ér þess óska, með því skilyrði, að verkinu sé lokið innan ársloka 1908. Á landssjóðsjörðum og kirkju- jörðum skal girðingarefnið kostað að öllu leyti af landssjóði, en á eignum einstakra manna og stofnana að ‘!/s hlutum. Ábúandi greiðir árlega, í 30 ár, 4 kr. af hundraði af þeim kostnaði, er landssjóður leggur fram til girðing- anna. Flm. Guðjón Guðl., Guttormur Vigf., Jón Jak. 37. Um heimild til lántöku handa landssjóði, — að landsstjórninni veit- ist heimild til að taka alt að 500,000 kr. lán handa landssjóði til að kaupa fyrir efni í túngirðingar á íslandi. Sömu flm. Þingnefndlr. Bæjarstjórn í Hafnarfirði: Júl. Havst., Kristján Jónes., ValtýrGuðm. Skifting Kjósar- og Gullbr.sýslu: Björn Kristj., Hannes þorst., Jón Magnúss. Mentamál: Björn Bjarn., Hannes Hafst., Hermann Jónass., Stefán Stef- ánss., þórh. Bjarn. Áfengisverzlun: Hannes þorst., Hermann Jónass., Lárus Bjarn., Ól- afur Ól., J>órh. Bjarnarson. Breyting á sveitarstjórnarlögum: Björn Kristj., Herm. Jónass., Jóhannes Ólafss., Jón Magn., Pétur Jónsson. Samgöngumál (ed.), Guðjón Guðl., Jón Jak., Sigurður JenBS. Fiskiveiðamál: Björn Kristj., Jó- hannes Ólafss., Ólafur Thorl., Skúli Thor., Tryggvi Gunn. þjóðjarðasala: Árni Jónss., Björn Kristj., Hannes Hafst., Ólafur Briem, Ólafur Ólafss. Vörumerki: Jón Jak., Júl. Havst., Kristján Jónsson. Fólksinnflutningar: Guttormur Vigf., Júl. Havsteen, Valtýr Guðm. Hagfræðisskýrslur: Hannes þorst., Jóh. Jóh., Lárus Bj., Ólafur Briem, Pétur Jónsson. Stjórnarskrárnefnd f efri deild: Ei- ríkur Briem, Guðjón Guðl., Guttormur Vigf., Kristján Jónss., Valtýr Guðm. jE»iiigsályktunartillögur. 11. Um milliþinganefnd í kirkju- málum. Flm. Hallgr. Sveinss., Sig- urður Jenss., Kristj. Jónsson. 12. Um lestrarbók handa alþýðu- skóium — um að landsstjórnin skipi 3 manna nefnd til þess að annast um samningu lestrarbókar. Mentamála- nefndin. Lög frá alþingi. 1. Um löggilding verzlunarstaðar á Óspakseyri við Bitrufjörð í Stranda- sýslu. 2. Um breytingar á gildandi á- kvæðum um almennar auglýsingar og dómsmálaauglýsingar. Út af kosningakærunni úr Suður-Múlasýslu var kosin nefnd í sameinuðu þingi 15. þ. m. Kosningu hlutu: Guðl. Guðm., Hannes Hafstein og Júl. Havsteen,; en auk þeirra eru forsetar beggja þingdeildanna sjálf- kjörnir í nefndina samkvæmt þing- sköpunum. Fallið frumvarp. 5. Um bæjarstjórn í Hafnarfirði (ed.). Óveitt prestakall Gaulverjabær (Gaulverjabæjar og Villingaholtssóknir) í Árnes pró- fastsdæmi, metið kr. 1335, 46. Prests- ekkja nýtur eftirlauna af brauðinu með kr, 135,46. Á því hvílir embættislán til íbúðarhúsbyggingar, upprunalega að upphæð 3200 kr., tekið 1892, sem á- vaxtast og endurborgast með 6% ár- lega á 28 árum (stj. tíð. 1891. B. bls. 157). — Veitist frá fardögum 1903. Auglýst 16. júlí. Umsóknarfrestur til 30. ágúst. Sigfús stúdent. Einarsson er hingað kominn f þetta sinn með- al annars í þeim erindum, að halda hér sam8öng; á hánn fram að fara næsta þriðjudagskvöld í dómkirkjunni, og verður að líkindum einhver hinn tilkomumesti, er hér hefir haldinn verið. Syngja þar meðal annars 50 manns í einu, bæði karlar og konur. Sigfús hefir lagt talsverða stund á söng og hljóðfæraslátt, og hefir um nokkur ár leiðbeint og stjórnað söng- félagi ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn og hlotið almenningslof fyrir; sjálfur er hann söngmaður góður og leikur á piano og harmonium; hann heflr og fengist nokkuð við lagsmíði; eru ný- lega komin út eftir hann 12 sönglög fyrir fjórar karlmannaraddir. Á samsöngnum gefst mönnum kost- ur á að heyra Sigfús syngja og sömu- leiðis nokkur Iög eftir hann, þar á meðal lofsöngslag, sungið af körlum og konum, fagurt lag og tilkomumikið, að sögn þeirra, er heyrt hafa. Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykti á fundi 16. þ. m. að útvísa Knud Zimsen verkfræðingi o. fl, um 13 dagslátt- nr af landi til grjóttökn til 30 ára; en þá fellnr landið aftur til bæjarins. Leggist grjóttökufyrirtæki þetta niður áður en 30 ár eru liðin, legst landið og til bæjarins. Bæjarstjórn er heimilt að mæla út til bygg- inga, hvenær sem um er beðið, 45 álna breiða ræmu af landinu meðfram Lauga- vegi. Bæjarstjórnin vildi ekki ábyrgjast lán, er ábúandinn á Bústöðum hyggst að taka til húsabóta, en samþykti að ábyrgjast honum, þegar hann fer frá jörðinni, kaup á 8teinhúsi, er hann ætlar nú að byggja, alt að 6X12 áln. á stærð, þó svo, að frá kaupverðinu dragist andvirði niðnrfeldra jarðarhúsa, eins og þau verða nú metin. Visað var til 1 erfðafestunefndar erindi frá Sigurði Briem póstmeistara um merkja- girðingu. Bæjarstjórn vildi ekki fyrst um sinn út- mæla til byggingar óútvisaðri lóðarræmu milli Laugavegs og Hverfisgötn. Samþykt var að kaupa 28 ferálnir af lóð Sveins Sveinssonar trésmiðs fyrir 70 aura alinina, Til veganefndar var visað erindi frá Sig- nrði Jónssyni um afhlaupsrennu og erindi frá Jóni Sveinssyni um veg frá Vesturgötu niður að Nýlendugötu. Formaður bæjarstjórnarinnar skýrði frá, að nál. 300 kr. af a) þýðustyrktarsjóðsfé yrði nú útbýtt í ár, og mundi það verða auglýst á venjulegan bátt. Bæjarstjórnin feldi hurt þessa árs útsvar (14 kr.) Guðrúnar Finnsdóttur, með því að hún hefir mist 3 sonu sina í sjóinn siðast- liðinn vetur af fiskiskipinu »Orient«. Póstskipið Laura, (Aasberg) kom frá útlöndum 16. þ. m. og með henni fjöldi farþega: Jón Jensson yfirdómari, Fr. Fischer stórkaupmaður, cand. jur. Egg- ert Claessen, kapt. Christiansen umboðs- maður sameinaða gufuskipafélagsins, frck- en Þuríður Jóhannsdóttir (dómkirkjuprests), W. J. Richards ofursti í Hjálpræðishern- um o. m. fl. Gufuskipið Krystal (237, S. Gun- ulfsen) kom i fyrra dag frá Burntisland með kolafarm til verzl. W. Fischers. Ágóðinn af samsöngnum í dómkirkjunni næst- komandi þriðjudag, á að renna í sér- stakan sjóð, er síðar verði varið til að koma á fót sérstökum söngflokk við dómkirkjuna. Er því vonandi að Rvíkingar hlynni svo vel að slíku fyr- irtæki, að enginn miði verði óseldur á mánudagskvöld og endurtaka verði samsönginn síðar. f*iii gmál afu n d arger ð úr Austur-Skaftafellssýslu. Hinn 6. júní 1903 var þingmálafund- ur haldinn að Flatey á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu fyrir kjörfund. Fund- arstjóri var kosinn Ari Hálfdánarson hreppstjóri á Fagurhólsmýri, og þor- steinn prestur Benediktsson skrifari. þ>68si mál voru tekin til umræðu, og samþyktar þær tillögur, sem verða taldar hér. þingmannaefnin voru þeim öllum samþykk. 1. Stjórnarskrármálið. Fund- urinn vill að stjórnarskrárfrumvarpið, sem samþykt var á síðasta alþingi, verði samþykt aftur alveg óbreytt. 2. Móntamál. Fundurinn vill að þingið gefi alvarlegau gaum að al- þýðumentamálinu og reyni að finna heppileg ráð til að hrinda því í heppi- legt horf. 3. Landbúnaðarmál. Fund- urinn vill, að þingið geri sér sem mest far um að styðja landbúnaðinn með fjárveitingum. Létti beinum gjöldum, en auki tolla til að standast kostnað við vaxandi framkvæmdir. 4. Bankamálið. Fundurinnvill, að því sem bankamálið snertir, að lög þau, Bem samþykt voru á síðasta þingi, haldist óbreytt. 5. Trollaramálið. Fundurinn mótmælir því, að landhelgissvæðið sé leigt botnvörpungum nema málið sé áður rætt og samþykt í hverjum hreppi og af sýslubúum í heild sinni. 6. Ábyrgðarmál. Fundurinn telur nauðsynlegt að ráðgjafaábyrgð- arlög verði samin og samþykt þegar á næsta alþingi, og leggur yfirleitt á- herzlu á að alþingi verði trygð hæfi- leg áhrif á stjórnina. 7. Hin nýja stjórn og kostnaður við hana. Fundur- inn vill, að stjórnarfyrirkomulagið verði sem óbreyttast, hagfeldast og kostnaðarminst og að hin nýja stjórn verði skipuð einlægum framfaramönn- um. Fundurinn var yfirleitt móti öll- um eftirlaunum, einnig ráðgjafaeftir- launum. 8. Kosningarlög. Fundurinn vill, að leynilegar kosningar séu sem fyrst í lög leiddar við alþingiskosning- ar. 9. Fundurinn er á móti því að mann- talsþing séu afnumin. 10. Fundurinn vill að yfirsetukonur séu launaðar af landssjóði. Fleiri mál komu eigi til umræðu. Fundi slitið. Flatey 6. júní 1903. Þorsteinn Benediktsson. Ari Hálfdánarson. --------------- !■ ■ — Veðurathugamr I Reykjavik, eftir aðjonkt Björn Jensson. 1903 júlí Loftvog millim. Hiti (C.) í>- <rr- <rt- C* p cr 8 <=* Sk/magn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ldll.8 761,2 9,7 WNW i 10 ubt. 7,4 2 762,1 10,6 0 10 9 761,5 9,0 0 9 Sd.12.8 761,4 9,7 NNW í 6 ubt. 7,3 2 762,1 12,2 WNW 2 4 9 760,8 12,5 NW 1 2 Mdl3.8 761,1 11,8 E 1 1 6,3 2 761,6 13,6 W 1 2 9 760,1 758,5 11,5 WNW 1 2 Þd.14.8 10,1 0 3 6,3 2 759,4 12,6 WNW 1 4 9 758,4 10,5 WNW 1 4 Mdl5.8 760,3 9,9 0 3 7,1 2 760,8 12,7 w 1 1 9 760,2 11,7 NW 1 1 Fd 16.8 729,2 8,9 0 1 7,5 2 759,6 12,8 WNW 1 1 9 758,9 11,8 WNW 1 2 Fsdl78 759,8 12,5 WNW 1 7 7,6 2 760,7 WNW 1 4 9 759,9 11J w 1 6

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.