Ísafold - 25.07.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.07.1903, Blaðsíða 1
-Kernur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. ársr. JíuJÁidiJtaAýaAMv I. 0. 0. F. 857249. Gjalddagi blaðsins var 15. júlí. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11 —1 í spitalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. TJ M. Lestrar- og skrifstofa op- 'in á hverjum degi kl. 8 ard. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á bverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ö á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- ■endur kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Noröurland: Vikubiað gefið út á Akureyri. Eitstjóri Einar Hjörleifsson. gST" Nýir kaupendur að 3. árg. Norðurlands fá ókeypis það, sem eftir var af 2. árg. í júlfbyrjun þ. á. Auk þe88 Sögusafn Norður- lands sérprentað, 2. bindi (fyrri hluta rómansine »Spæjarinn«). Norðurland kostar að eins 3 kr. árg., og er þó eict af þeim blöðum íslenzk- um, sem allra-mest lesmál er á. Útsölumaður Norðurlands í Rvík er Sigurður Jónsson bókbindari. Skólastræti 5. 27. þ. m. er von á slátursfé til verzl. Taíóim. (Bííesens. Leikfélag Reykjavikur. Á morgun verður leikin í Iðnaðar- mannahúsinu c7Cin fýnéa paraéis. Eftir Ludvig Fulda- Ágætir reiðhestar til sölu. Lysthafendur snúi aér til undirritaðs í Garðastræti 4. laugard., Bunnud., og mánudag (25.—27. júlí) kl. 3—5 e. h. Sigurður Sifíurðsson frá Húnstöðum. Reykjavík laugardaginn 25 júlí 1903 47. blað. Þokkabragð. »Skamma stund, verður h'ónd höggi fegin«. Tvö andlega skyld blöð hér í bæn- um hafa þyrlað upp allmiklu ryki út af því, að stjórn »Framsóknarflokks- ins« hafi gefið yfirdómara Jóni Jens- syni meðmæli til þess að fá að tala við ráðherrann, í því skyni, að hann léti í té þær skýringar í stjóruarskrár- málinu, er bygt gæti út misskilningi Landvarnarmanna í því máli og orðið þess valdandi, að a 11 i r gætu vel. sætt sig við þau úrslit málsins á þessu þingi, sem Framsóknarflokkurinn sam- kvæmt stefnuskrá sinni var einhuga á að vinna að. Við þessu mátti auðvit- að altaf búast úr þeirri átt því það hefir aldrei verið upplag þessara blaða að stuðla að því, að lægja ófriðaröld- urnar eða virða tilfinningar og skoð- anir andstæðinga sinna að nokkru. Ef þau hefðu látið hér við sitja, þá hefði enginn til þess tekið, þó þau þjónuðu þannig náttúru sinni. En þau hafa gert rneira. þau hafa bitið höfuðið af allri skömm, með því að nota nú tækifærið, þegar ritstjóri þessa blaðs, sem líka er formaður Framsóknarflokksstjórnarinnar, er fjar- verandi, sjúkur í öðru landi, til að gera tilraun til að stimpla hann sem ósannindamann í augum almennings, af þvf þau vita, að hann getur nú ekki sjálfur borið hönd fyrir höfuð sér. í grein með fyrirsögninni »Erindreki hinna sameinuðu«, sem stóð i f>jóðólfi 19. júní, var því haldið fram, að herra Jón Jensson hefði venð »sendur á kostnað valtýska kosnÍDgarsjóðsins*, •dubbaður upp af örfáum Valtýingum hér í bæ f samráði við Landvarnar- menm og »farið með í vasanum ýms- ar fyrirspurnir til Albertis, undirskrif- aðar af *fimminu fræga« (o: flokks- stjórninni) eða þess ígildii. Utaf þessum ósönuu staðhæfingum lýsti ritatjóri Björn Jónsson því yfir hér í blaðinu 20. júní, í nafni Fram- sóknarflokksstjórnarinnar, að herra J. J. hefði farið ferð sina »að þeirri flokksstjórn alveg fornspurðri* og »án 1 eyris fjárframlags eða fjárframlaga- fyrirheitis frá hennar hálfu«. |>etta þýðir auðvitað ekki, að Fram- sóknarflokksstjórnin hafi ekkert um förina v i t a ð (um hana v i s s u víst flestir hér í bæ), heldur (eins og blað- ið »Reykjavík« játar að orðin geti þýtt) »á n samráðs v i ð h a n á«, án þess að hún væri spurð til ráða um það, hvort förin skyldi far in, eða gæti nokkur áhrif á það haft. Og að þetta einmitt er sannleikanum samkvæmt, að förin var ráðin áður en Framsóknarflokksstjórnin fekk nokkra vitneskju um hana, geta allir séð af ummælum yfirdómarans sjálfs í grein hanB í »Ingólfi«, dags. 19. þ. m., þar sem hann segir, að hún »hafi f r é 11, að hann ætlaði að fara til Khafuar«, þótt hitt, sem á eftir fer, um meðmælin, sé ekki rétt fram sett. f>au voru gefin fyrir tilmæli herra J. J., en sannarlega ekki af sjálfshvöt- um, enda kom það greinilega fram í meðmælingaskjalinu, að yfirdómarinn færi fyrir hönd nokkurra kjósenda, sem væru a n d v í g i r Framsóknar- flokknum í stjórnarskrármálinu. Fleiru verður þeim þokkapiltum, sem blöðum þessum stýra, ekki svar- að að sinni. f>eir geta nú í næði hald- ið áfram að auka virðingu sína með því að gera tilraun til að sverta einn af okkar ágætustu mönnum, rneðan þeir vita að hann liggur sjúkur fjarri ætt- jörðu sinni og getur sjálfur ekki varíð sig gegn eiturskeytum þeirra. Allir, sem nokkurn snefil hafa af því, sem kallað er drengskapartilfinn- i n g, munu kunna að meta framferði þeirra að verðleikum. Stjöniarskrár-nefiidarálit efri deildar. Óllum kom þeim saman um það, nefndarmönnunum (E. Br., Kr. J., Guðj. Guðl., G. Vigf. og Valt. G.), að ráða deildinni til að samþykkja sjórn- arskrárfrumvarpið breytingalaust með öllu, og er álit þeirra á málinu á þessa leið: Stjórnarskipunarlagafrumvarp þetta, sem vér höfum til meðferðar, er orð fyrir orð samhljóða írumvarpi því, sem í fyrra var samþykt af báðum deildum alþingis; samkværat 61. gr. stjóraar- skrárinnar hefir nefnt frumvarp af nýju verið lagt fyrir þingið, og befir h. neðri deild þegar samþykt það ó- breytt af sinni hálfu, og er það nú komið undir atkvæði h. efri deilaar, en deildin hefir falið oss undirrituðum að íhuga málið í nefnd, og láta uppi álit vort um það. Vér höfum átt nokkra fundi um málið og höfum orð- ið vel sammála um það, og er það eindregið álit vort, að deildin eigi að samþykkja frumvarpið, og ráða með því móti til lykta að sinni hinni lang- vinnu stjórnarbaráttu vorri, því að enginn efi leikur á því, að frumvarpið, þannig samþykt, muni öðlast staðfest- ingu konungs. Vér getum til stuðn- ings þessu áliti voru vitnað til álits nefndar þeirrar, sem í fyrra hafði mál- ið til meðferðar í þessari deild, en nefndarálitið er prentað í Alþingistíð. 1902, C-deild, þingskj. 147. Að öðru leyti viljum vór að þessu sinni gera eftirfarandi athugasemdir um málið, eins og oss nú þykir það horfa við. St jórnarbótarákvæði frumvarpsins eru árangurinn af baráttu þeirri, sem háð hefir verið hér á landi um nokkurt árabil, með því markmiði fyrir augum, að koma stjórnarhögum landsins ívið- unanlegt horf; framan af áttust við í baráttu þessari 2 andvígir flokkar, og vafalaust þóttust þeir báðir vinna að því eða vinna í þá átt, að landið fengi svo ríflega stjórnarbót, sem kost- ur væri á og við mætti una. í fyrra, á aukaþinginu 1902, urðu flokkar þeBS- ir sammála um það, að frv. þetta, sem vér nú höfum til meðferðar, hefði þau ákvæði um umbætur á stjórnar- högum vorum, sem væru eigi að eins mjög vel viðunanleg, heldur og ákjós- anleg fyrir oss, og þetta álit hefir h. neðri deild nú í sumar fallist á af nýju og staðfe8t með atkvæði sínu. En þessi eru aðal-umbótarákvæði frv.: Eftir því fáum vér sérstakan ráðgjafa, er hefir á hendi framkvæmd sérmála vorra, og má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi; hann á að tala og rita islenzka tungu, og skal hafa aðsetur hér á landi, í Reykjavík; hann einn ber sérmál vor upp fyrir konungi, og hann ber ábyrgð á allri stjórnarathöfninni, en alþingi getur kært hann fyrir embættisrekstur hans, og komið ábyrgð fram á hendur hon- um; hann er stjórnskipulega skyldur til að mæta á alþingi, svo að þingið getur samið við nann og unnið með honum að landsmálum. Auk þessa veitir frv. alþingi stjórnskipulegan rétt til þess að eiga setu að minsta kosti 8 vikur í senu, það er: lengir alþing- istímann um 2 vikur, fjölgar þjóð- kjörnum þingmönnum um 4, breytir tölu þeirra í efri deild þannig. að þeir verða þar jafnan í meiri hluta, rýmk- ar kosningarréttinn að nokkrum mun, fellir niður takmörkun þá á fjárráða- rétti alþingis, sem felst í 25. gr. stjórn- arskrárinnar; breytir ákvæðum í 28. og 36. grein stjórnarskrárinnar þann- ig, að minni hlutinn (í sameinuðu þingi og í þingdeild) getur eigi ónýtt álykt- anir meiri hlutans með því einu móti að mæta eigi á þingfundi. J>ótt skiftar kunni að vera skoðanir um nokkur hin síðasttöldu ákvæði frv., þá sýnir þó þessi upptalning á aðalá- kvæðum þess það, sem allir eru og sammála um, að það býður oss mjög verulegar umbætur á stjórnarfari voru, og að það fullnægir hinum brýuustu og helztu stjórnbótaþörfum vorum. |>ó að það eigi fullnægi öllum þeim kröfam, sem vér gætum gert og ef til vill vildum gera, til umbóta á stjórnar- högum landsins, þá ber þess að gæta, að á áliti nefndarinnar er nú að sinni eigi nokkur útsjón til þess, að vér fá- um frekari kröfum fullnægt; saga máls- ins að undanförnu, afstaða þess nú, margítrekaðar yfirlýsingar stjórnarinn- ar, og síðast ummæli ráðgjafans í at- hugasemdunum við frv., sem lagðar voru fyrir þingið í fyrra, — alt þetta bendir ótvíræðlega í þá átt, að eigi séu nú tiltök að fara lengra í sjáJf- stjórnaráttina en frv. fer, ef vér eigi viljum eiga það á hættu að spilla öllu málinu og fella það niður. |>að hefir nú eigi heldur neinum blandast hugur um það, að frv. bjóði oss stórvægileg- ar stjórnarfarsumbætur, sem vér eigi megum drepa hendi við, svo framár- lega það eigi hefir önnur þau ákvæði, sem álitist geta skaðvænleg eða háska- samleg fyrir sjálfstæði lands vors eða fyrir hina stjórnarlegu stöðu vora í ríkinu. |>essu hefir verið haldið fram úr einni átt síðan í fyrra, að frv. þá var samþykt á þinginu, og þykir neínd- inni rétt, að athuga þær aðfinningar við frv.. sem opinberlega hafa verið gerðar við það í þessu efni, að svo miklu leyti sem þær virðast geta haft nokkra þýðingu eða hafa fengið nokkra áheyrn hjá almenningi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.