Ísafold - 25.07.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.07.1903, Blaðsíða 2
186 \ Nefndin getur eigi kannast við það, að í meðferð málsins að undanförnu felist nokkuð það atvik, né heldur að stjórnarskrárfrv. sjálft hafi nokkuð það ákvæði, er bendi til þess eða skilið verði á þá leið, að vér með frv. afsöl- um oss rétti til þess síðarmeir, að krefjast frekari umbóta á stjórnarhög- um vorum eða gerum oss það erfiðara, ef reynslan skyldi leiða í ljós, að þær væri æskilegar. Vér fullyrðum það, að engin sönnun hafi verið sýnd fyrir þessu, enda vitum vér það vel, að þeir, sem hér á þingi hafa mest starf- að að þessu máli, hafa gert það með þeirri öruggu sannfæringu og fullvissu, að ekkert slíkt gæti til mála komið. Og vissulega ber þó þeim að sanna hið gagnstæða, sem halda því fram. Frumvarpið sjálft gefur enga átyllutil þess, að líta svo á. — Jbá getur nefndin með engu móti kannast við það, að ákvæðið í 1. gr. frv., að ráðherrann skuli bera upp fyr- ir konungi í ríkisráðinu lög og mikil- vægar stjórnarráðstafanir, feli í sér við- urkenningu um það, að grundvallar- lög Danmerkur-ríkis hafi lagagildi fyr- ír þetta land. það er hverjummanni augljóst, að frv.-greinin segir ekkert um það, hvorki beínlínis né óbeinlínis, og ákvæðið gæti staðist sem sjálfstætt ákvæði, þótt áminzt grundvallarlög væri eigi til; því að konungur mundi alt að eínu hafa sitt »ríkis-ráð«. það sýnist full-augljóst, að með þessu á- kvæði eru hin dönsku grundvallarlög eigi lögleidd hér á landi, hafi þau eigi verið orðin lög hér áður; en það hafa þau eigi verið, því að þau hafa eigi verið gefin fyrir ísland, eigi sarnin á íslenzku né þýdd á íslenzku, eigi birt fyrir þegnunum hér á landi og eigi lögð fyrir þing þjóðarinnar. — Háska- semi ákvæðisins í 1. grein frv. um ríkisráðið getur því eigi verið fólgin í því, að grundvallarlögin dönsku séu lögleidd með því hér á landi, eða gildí þeirra fyrir oss viðurkent, því að hvor- ugt hefir gert venð, en það er með öliu óheimilt, að leggja írekara í orð frv. en þau sjálf segja. En nú mætti segja, og það hefir verið sagt, að ákvæðið aó efni til sé háskasamlegt fyrir stjórnarfarslegt sjálfstæði vort og sérstöðu, alveg án tillits til þess, í hvaða sambandi það Standi við grundvallarlög Danmerkur. þessu verður eigi svarað, nema með því að rannsaka ákvæðið sjálft. það hljóðar þannig: »Hann (ráðherrann) skal . . . fara ... til Kaupmanna- hafnar til þess að bera upp fyrir kon- ungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir«. Vér viljum þó íyrat taka það fram, sem að vísu er vikið að áður, að vér erum þess full- vissir, að verði ákvæðinu »í ríkisráð- inu« kipt úr frv., þá höfum vér skap- að oss endalok þessa máls að sinni, þau sem sé, að frv. verður aeitað staðfestingar, málið lagt á hylluna, og Stjórnarbótin greftruð um ófyrirsjáan- legan tíma. En hugsum oss alt að einu hitt, að frv. þannig breytt næði konungsstaðfestingu, mundu þá eigi áminzt mál vor alt að einu verðabor- in upp í ríkisráðínu? Jú, vissulega; vér erum í engum efa um það; það mundi verða gert eftir gamalli stjórn- arvenju og fyrir *stjórnarfarslega nauð- syn«. Og nefndin fær með engu móti séð það, að vér værum betur settir, þegar mál vor væru þannig borin upp í stjórnarráðinu, eftir gamalli venju eða »fyrir stjórnarfarslega nauðsyn*, heidur en ef þau væru borin þar upp eftir beinu ákvæði í stjórnarskrá vorri. |>ess má og geta hér, að þegar ákvæð- ið um flutning máianna í ríkisráðinu er tekið upp í stjórnarskrá vora, þá er það orðið sanuarlegt og viðurkent sérmál vort, sem vér höfum rétt til að ‘ breyta á stjórnskipulegan hátt, eins og vér að öðru leyti höfum lagalegan rétt til að breyta stjórnarskrá vorri. þegar vér skoðum efni hins um- rædda ákvæðis í 1. gr. frv., er rétt að skoða það með hliðsjón af orðum ráð- herrans sjálfs um það í athugasemd- unum við frv., því að vér höfum aug- Ijósan rétt til þess að taka þessi orð sem lögmæta og skuldbindandi skýr- ingu á ákvæðinu. En ráðgjafinn segir þó í ástæðunum (bls. 5): »Að þessar stjórnarathafnir séu bornar upp í rík- isráðinu, er nú sem fyr s t j ó r n a r - farsleg nauðsyn, og eins og það er sjálfsögð meginregla, að málin séu borin upp af þeim ráðgjafa sjálf- um, sem stendur fyrir þeirri grein mála, sem þau heyra undir, eins mun það og, þegar um íslenzk mál er að ræða, vera haganlegast í raun og veru, að þau séu borin upp af ráðgjafa ís- lands sjálfum, þar sem hann er ná- kunnugur högum og háttum landsins, og stendur í beinu sambandi við al- þingi. Og návist hans þar yrði með öllu nauðsynleg, er vafi kæmi uppum það, hvort eitt eða annað af þeim mál- um, sem hann vildi hafa fram í rík- isráðinu, stofnaði eigi e i n i n g r í k - isinsí hættu eða kynni eigi að skerða jafnrétti allra danskra ríkisborgara. f>ví að þar sem það auðvitað gæti eigi komið til mála, að nokkur hinna ráðgjafanna færi að skifta sér af neinu því, sem er sér- staklegt mál íslands, þá er það hins vegar eins sjálfsagt, að það væri skylda allra hinna ráðgjafanna að mæla í móti, ef Islandsráðgjafinn gerði tilraun til að ráðast á annaðhvort þessara tveggja atriða, alveg á sama hátt og það væri réttur og skylda Is landsráðgjafans að mæla í móti, ef reynt yrðí frá Dana hálfu að losa um sambandið við Island, eða halla jafn- rétti íslendinga í konungsríkinu á við aðra danska þegna«. — þannig farast ráðherranum orð. — f>ar sem hann telur það stjórnarfars- lega nauðsyn, að málin, sem um er að ræða, séu borin upp fyrir konung í ríkisráðinu, þá skiljum vér þetta á þá leið, og teljum að það verði eigi skilið á aðra leið en þá, að það að hans á- liti sé og hafi verið óhjákvæmilegt samkvæmt stjórnarfyrirkomulagi ríkis- ins, in specjþ sambandi íslands og Danmerkur, að þessi mál vor komi fyrir konung í ríkisráðinu. Vér teljum það allsendis óheimilt, að vitna til þessa ákvæðis sem sönnunar fyrir því, að grundvailarlög Dana séu að áliti ráðherrans lög hér í landi eða lög fyrir málefni vor. Ef það hefði verið álit hans, og hann leitt þessa »stjórnar- farsnauðsyn« þar af, þá hefði hann alveg vafalaust skírskotað með bein- um orðum til grundvallarlaganna, til þess að staðfesta þessa skoðun sína. Að hann e i g i gerir það, bendir aug- ljóslega í þá átt, að hann fyrir sitt leyti álítur, að nefnd grundvallarlög nái ekki til íslenzkra mála. Að öðru leyti eru hin tilvitnuðu orð ráðgjafans mjög ljós; hann segir, að það sé full- komin fjarstæða (að það geti alls ekki komið til mála), að nokkur hinna ráð- gjafanna fari að skifta sér af sérmál- um íslands, eða yfirleitt því, sem ís- landsráðgjafinn vildi hafa fram í ríkis- ráðinu, nema því að eins, að vafi kæmi upp um það, hvort mál þessi eigi stofnuðu eining ríkisins í h æ 11 u eða kynnu eigi að skerða jafnrétti allra danskra rík- isborgara. Með þessum orðum er afmörkuð og viðurkend sérstaða íslandsráðgjafans í ríkisráðinu. Eng- inn annar en hann getur borið sérmál íslands upp fyrir konungi; hinir ráð- gjafarnir bafa engan rétt til þess að hafa áhrif á úrslit þessara mála, nema því að eins, að spurning sé um, að með þeim sé eining ríkisins stofnað í hættu eða skert jafnrétti borgaranna. f>essu getum vér varla haft á móti, meðan vér erum í sambandi við Dan- mörku. Vér getum eigi með réttu andmælt því, að þeir hafi þetta eftir- lit, það er, gæti þess, að löggjöf vor og stjórnarráðstafanir stofni eigi eining ríkisins í hættu eða misbjóði jafnrétti ríkisborgaranna. En sé þetta viður- kent, þá þykir oss það einsætt, að það liggur beinast við, að eftirlit þetta fari fram í ríkisráðinu, og að ráðherra vor fyrir því beri mál vor þar upp. Hvort sem mál vor eru borin upp í ríkisráðinu eða ekki, verður með engu móti fyrir það bygt, að annarleg áhrif geti komist að. Vér getum engu um það ráðið, hverir tala við konung vorn eða ráðgjafa vorn, en vér vitum þó, að í ríkisráðinu eru það eigi aðrir en ráðgjafar ríkisins, sem hafa tæki- færi til þess, að leitast við að beita áhrifum sínum. f>egar margnefnt ákvæði 1. gr. frv. er skoðað í sambandi við ofanrituð ummæli ráðherrans, og skilið með hliðsjón af þeim, en til þess höfum vér fylstu heimild, þá fáum vér eigi annað séð, en að það viðurkenni sérstöðu ráðherra vors í ríkisráðinu, lögskilnað mála vorra frá ríkismálunum og sér- málum Danmerkur, og sjálfstæði vort og frjálsræði, að því er meðferð sér- mála vorra snertir. Ákvæðið segir eftir vorum skilningi, að ráðherra vor og enginn annar skuli bera upp lög vor og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir í ríkisráðinu, og að hann skuli bera þau þar upp fyrir k o n - ungi vorum og engum öðrum. Hinir ráðgjafarnir geta engin afskifti haft af málum vorum þar, nema því að eins, að konungur leiti ráða þeirra um þau, — en það getum vér vitan- lega eigi meinað honum að gjöra; hvorlsi utan ríkisráðs né innan — eða þeir álíti, að eining ríkisins sé stofnað í hættu eða jafnrétti ríkisborgaranna skert, ef tillögur ráðherra vors fái framgang. pað er oss að minsta kosti ljóst, að það er á engan hátt hættara við því, að mótstaða sé hafin gegn tillögum ráðlierra vors í ríkisráðiau en utan þess. En hvernig sem á þetta er litið — og má vera, að ýmislega verði á það litið — þá er hitt þó víst, að engin framkvæmd í sérmálum ís- lands verður ályktuð í ríkisráði af konungi, nema með samþykki og að fenginni meðundirsknft ráðherra vors, hversu svo sem hinir ráðgjafarnir kynnu að styðja ályktunina. Hinu verður eigi neitað, að það kunni að geta komið fyrir, að konungur synji um samþykki sitt til ráðstöfunar, er ráðherra vor vill fá framgengt, og að þetta kunni að stafa af tillögum hinna ráðherranna í ríkisráðinu. En við þetta er það að athuga, að konungur hefir, hvernig sem á er litið, stjórnlagalegan rétt til að neita a ð samþykkja ráð- stafanir eða gjöra ályktanir, sem ráð- gjafar hans bera fram fyrir hann, og að engin tök eru til þess, að vér get- um ráðið við áhrif þau, sem í þessu efni kunna að ná til konungsins og verka á vilja hans. Afleiðingin hlýtur þá að verða sú ein, að ráðherra vor leggur niður embætti sitt, ef tillögur hans eru ekki teknar til greina, en í því liggur einmitt veruleg trygging fyrir því, að mjög sjaldan muni koma til þess, að konungur neiti að taka tillögur hans til greina. þegar það er haft hugfast, a ð ráð- herra vor verður skipaður samkvæmt stjórnarskrá íslands en ekki eftir grundvallarlögum Danmerkur, a ð hann verður skipaður til þess eingöngu að veita forstöðu sérmálum vorum, sem liggja fyrir utan valdsvið grund- vallarlaganna, og a ð um embættis. ábyrgð hans eru settar reglur í frumv. (2. gr. og 13. gr.), sem á að verða stjórnlög íslands, þá gétur það eigí komið til nokkurra mála, að hann beri ábyrgð gjörða sinna í sérmálum vorum fyrir ríkisþinginu danska og ríkisrétti, sem eigi hafa neitt vald yfir þessum málum. Með framanrituðum athugasemdum höfum vér viljað rökstyðja það, að vér ekki álítum ríkisráðs-ákvæðið í 1. gr. stjórnarskrárbreytingarfrumvarpsins að neinu leyti háskalegt fyrir oss. Vér leyfum oss því að leggja það til, að hv. deild samþykki frv. óbreytt. Öotnvörpuyeiðar. (Utdr. úr »The Scotsman« 14. april þ. á.). Eyrir rúmum 20 árum voru botn- vörpuveiðíir nálega óþektar á Skotlandi; nú standa þær að eins að baki sfldar- veiðunum. Haldfæraveiðar hafa að mestu horfið fyrir botnvörpunum. Árið 1890 veiddu botnvörpungar að eins Ve öllum fiski, sem færður var á land, en nú um s/4 hluta. Orsökin til þess að botnvörpungar útrýma hald- færaveiðinni er auðfundin. Botnvörpu- veiðin er arðvænlegri en haldfæraveið- in. Á botnvörpuskipum er ársaflinn til jafnaðar um 6000 kr. virðiá hvern mann, en ársafli venjulegs fiskimanns er metinn um 830 kr. Beinar afleiðingar af viðgangi botn- vörpuveiðanna eru jafnaugljósar. þær hafa gert fiskinn ódýrari fyrir neyt- endurna, eða öllu fremur — þær hafa heft þá miklu verðhækkun á fiski, sem hin stöðuga mannfjölgun og eftirspurn hefði annars hlotið að hafa í för með sér. þær hafa þrengt mjög að kjörum- fiskimanDanna, svo að fjöldi þeirra hefir orðið að hætta við þessa atvinnu sína og leita sér lífsuppeldis á annan hátt. Sumir þjóðmegunarfræðingar halda því fram, að hinn vaxandi fiskafli, Söm ár eftir ár er fluttur á land, sé full sönnun um vöxt og viðgang fiskveið- anna. þeir benda á hinar opinberu fiskiskýrslur, sem hið bezta svar til þeirra, sem eru hræddir um, að svo kunni að fara, að fiskforðinn eyðist, eða bera kvíðboga fyrir því, að hinar gegndarlausu botnvörpuveiðar verði að lokum skaðvænlegar. Og víst er um það, að tölurnar einar, sem sýnaþyngd og verð fisksins sem veiddur er, benda ekki til þess, að atvinnugrein þessi sé í afturför. Árið 1888 voru fluttar á land í hinu sameinaða konungsríki 575,000 smál., metnar á 5J milj. pd. sterl. Áriðl901 var aflinn 786,000 smál. og verðið 9 milj. pd. sterl. Á 13 árum hefir aflinn þannig vaxið um þriðjung að þyngd og nær tveim þriðjungum að verði. En um helmingur alls aflans eru farfiskar, veiddir í reknet og vörp- ur, svo sem síld, kópsíld, makrel o. fl. Hinn helmingurinn, sem er hinn vana- legi matarfiskur, er veiddur í botnvörp- ur eða á færi, og er að eins átt við þessar fisktegundir, þegar rætt er um þurð fiskimiðanna. Af þessum fiski voru 346,000 smál. fluttar á land árið 1888, og 447,000 smálestir árið 1901. Enn- fremur sýna enskar skýrslur að flat- fisksafli hefir minkað síðan 1899, eink- anlega í þeim plássum, sem að eins sækja afla í Norðursjóinn. Botnvörpuveiðar í stórum stíl eru tiltölulega nýjar í Norðursjónum. Um næstsíðustu aldamót voru litlar botn- vörpur notaðar fyrir framan Temsár- mynni, en þær voru svo litlar, að mað- ur gat borið heila botnvörpu á bakinu. Smámsaman fara menn að nota stærri botnvörpur og leita að nýjum fiski- miðum, fyrst meðfram suður- og aust- urströnd Englands, og svo flytjamenn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.