Ísafold - 25.07.1903, Page 3
187
sig nær ströndum Hollands og þá
fundu menn hin ágætu Dogger-mið.
Svo færa menn sig smámsaman norð-
ur á bóginn, til Skotlands annars veg-
ar og Jótlandsskaga hins vegar og loks
hófust botnvörpuveiðar við ísland árið
1891, og þar er nú mikill hluti af afl-
anum veiddur.
Eram að 1895 voru botnvörpur ekki
notaðar á meira en 50 faðma dýpi, en
eftir að farið var að nota stangarlausu
botnvörpurnar, má veiða á helmingi
meira dýpi, og nú varð hægt að nota
afarstór og auðug fiskimið í norður-
hluta Norðursjóarins og annarstaðar,
þar sem botnvarpa hafði aldrei áður
komið í sjó. það sem fyrst ber að
athuga, þegar rætt er um fiskaflann,
sem fluttur er á land, það er þessi feiki-
lega aukning og útfærsla fiskisvæðis-
ins. |>egar Huxley og hin mikla fiski-
veiðanefnd gaf út skýrslur sínar, hafði
að eins lítill hluti af Dogger-miðunum
verið notaður til botnvörpuveiða, en
nú eru þessar veiðar stundaðar af
miklu kappi meðfram allri Vestur-
Evrópu, hvar sem dýpi og botn er
því ekki til fyrirstöðu, frá íslandi og
Færeyjum til Biskaja-flóans,' frá St.
Kilda til Kattegats.
Auk hinnar geysimiklu stækkunar
fiskisvæðisins, þá er allur útbúningur
til veiðarinnar orðinn margfalt betri
og fullkomnari. Skipin urðu smám-
saman fleiri, stærri og hraðskreiðari.
Vörpurnar urðu og æ stærri ogstærri.
IJm 1830—35 fór tala hinna brezku
botnvörpuskipa vart fram úr tveimhundr-
uðum og mörg þeirra voru úti að veið-
um að eins nokkurn hluta ársins. þ>au
voru ekki stærri en 20—25 smálestir
og botnvarpan 20—30 fet á lengd. Ár-
ið 1863 voru þau orðin 955 talsins og
stunduðu flest þeirra (um 700) veiðar
sínar í Norðnrsjónum, 530 frá Bams-
gate, Yarmouth, Grimsby og Hull. Ár-
ið 1883 áttu þessir 4 bæir 1500 botn-
vörpukugga (kúttara) og tala allra
botnvörpuskipa í konuugsríkinu var
3000; það voru stór og vönduð skip,
sum yfir 90 smálestir á stærð.
Um 1880 var farið að nota gufuafl-
ið við veiðarnar, fyrst til að draga upp
vörpurnar, sem áður höfðu verið dregn-
ar upp með handafli, og síðan til að
knýja skipin áfram. Eigi leið á löngu
áður en gufubotnvörpungarnir færu að
útrýma seglskipunum. Árið 1889 voru
í brezka botnvörpuflotanum 230 gufu-
skip og 2323 seglskip, árið 1899 voru
gufuskipin 1186 og seglskipin 1637;
og 1901 voru gufuskipin 1310 og segl-
skipin 1188. Að sarna skapi sem skip-
in urðu stærri, stækkuðu einnig botn-
vörpurnar. Um 1830 var stacgarvarp-
an 20—30 fet á lengd en 1893 var hún
oiðin 55 fet. Árið 1895 kom stangar-
lausa eða hlerabotnvarpan, sem erhið
fullkomnasta veiðarfæri, sem enn hefir
verið fundið upp. Árið 1895 var stærsta
vídd á opinu á hlerabotnvörpunni 75
fet, en nú alt að 140 fetum.
Fyrst framan af voru botnvörpuveið-
ar stundaðar að eins á sumrum, með
því að hin smáu skip þoldu ekki vetr-
arveðrin; en þegar skipin stækkuðu,
urðu þær engu síður stundaðar á vetr-
um, enda þurfti allmikinn vind til þess
að geta dregið hinar stóru vörpur eftir
botninum; notkun íss og flutningaskipa
gerði fiskiskipunum það auðið, að vera
úti vikum saman stöðugt við veiðar.
J>egar farið var að nota gufuskip til
veiðanna, var tiltöluJega lítið komið
undir veðrinu og mikill tími sparaðist.
Svo telst mönnum til, að á gufubotn-
vörpung veiðist áttfalt á við seglbotn-
vörpung, og eftir því samsvaraði hinn
brezki botnvörpungafloti árið 1901
11,660 seglbotnvörpungum.
þessar miklu framfarir í botnvörpu-
veiðunum bera vott um hið mikla þrek,
þrautsegju og framtakssemi hinnar
brezku þjóðar, en hvort framfarirnar
verða jafnmiklar er mjög vafasamt,
því að öll fiskimið, sem hægt er að nota
með þeim veiðarfærum, sem nú eru
þekt, hafa þegar verið tekin til notk-
unar, og verður því ekki betur séð, en
að allur afli hljóti framvegis að verða
sóttur eingöngu á þau fiskimið, sem
nú eru kunn. Hve lengi nægur fisk-
forði muni haldast á þessum miðum
má álykta af því, hvernig hefir farið
um hin eldri fiskimið í Norðursjónum.
Fyrst framan af veiddist svo mikið af
flatfiski, að allri ýsu, sem nú er aðal-
veiðin, var kastað útbyrðis; heilagfiski,
kolar o. s. frv., nægðu til að gera
veiðina arðvænlega. Fiskinefndin 1865
skýrði svo frá, að á vesturhluta Dogger-
miðanna væri það ekki óvanalegt, að
eitt skip veiddi með þriggja stunda á-
drætti tvær til þrjár smálestir af fiski,
og önnur nnð voru jafn fiskisæl um
nokkurn tíma eftir að tekið var að nota
þau. Hið sama má segja um íslaad
nú. þar veiðir botnvörpuskip meiri
fisk á tveim sólarhringum en það getur
gert á viku í Norðursjónum og fiskur-
inn er mjög vænn, eins og hann var
á Dogger-miðunum framan af.
Eins og við mátti búast, bæði af
veiðiaðferðinni og lifnaðarháttum fisk-
anna, þá hefir þessi gegndarlausa notk-
un botnvörpunnar fyrst spilt flatfisks-
veiðinni. þess konar fiskur hefst eink-
um við á sendnum og mjúkum botni,
sem bezt er fallinn til vörpuveiða og
hann fer sjaldan af þessum stöðvum;
en ókyrrari fiskur, svo sem þorskur og
ýsa, syndir bæði í miðjum sjó og um
þær stöðvar, er botnvörpum verður eigi
komið við; því fiskakyni er því miklu
síður hætt við gjöreyðingu af manna
völdum en hinum dýrmætu flatfiskum,
auk þess sem mergð þeirra er miklu
meiri. Flatfiskakyni hlýtur aftur á
móti að smáfækka með tímanum, sum-
part með hinni gengdarlausu veiði full-
orðins fiskjar og torgtæks, sumpart
af því, að ógrynnin öll af ungviðinu
farast við veiðarnar. þ> gar varpan er
dregin eftir botninum, þenst hún
út af mótstööuafli vatnsins og sýpur í
sig óteljandi aragrúa af fiski, stórum
og smáum og af öllum tegundum, en
mikill hluti af þessum fiski smýgur í
gegnum hina opnu útþöndu möskva,
svo sem alt ungviði af ýsu, lýsu, síld,
kópsíld o. fl., en flatfiskurinn loðir í
vörpunni, jafnvel þótt smár sé og ung-
ur. Á móts við 20 af hundraði, sem
smýgur vörpuna af ýsu og 96 af hundr-
aði af lýsu og síld, sleppur tæplega 1
af hundraði af kola. J>ví af fiskinum,
sem ekki þykir torgtækt, er mokað fyr-
ir borð.
Póstsliipið Laura
lagói á stað héðan til Khafnar í gær
með fjölda farþega; voru þar á meðal
frú Ásthildur Thorsteinsson frá Bíldu-
dal, kona P. J. Thorsteinsson kaup-
manns, og börn þeirra, til Khafnar;
Lefolii, stórkaupmaður frá Eyrarbakka;
ofursti í Hjálpræðishernum W. J.
Bichards, Einar málaflm. Benedikts-
son, Lárus kennari Tómasson, Björn
bókbindari Sveinsson, Magnús gull-
smiður Erlindsson, ungfrú Guðrún
Daníelsdóttir og margir fleiri.
Póstgufnskipið Vesta kom 23. þ.
m. frá útlöndum kringum Jand. Með þvi
komu amtsráðsmennirnir úr Vesturamtinu:
Páll próf. Olafsson í Vatnsfirði, sira Sig-
urður Stefánsson í Vigur, síra Janus Jóns-
son í Holti, síra Þorvaldur Jakobsson í
Sauðlauksdal, Snæbjörn bóndi Kristjánsson
í Hergfisey og Brandur bóndi Bjarnason á
Hallbjarnareyri, og auk þess nokkrir aðrir
farþegar, þar á meðal Einar bóndi Gisla-
son í HringBdal og sonur hans.
Frá alþingi.
L8g frá alþiugi.
6. Um löggilding verzlunarstaðar í
Bolungarvík í Hólshreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu.
7. Um verðlaun fyrir útflutt smjör:
1. gr. Rétt til verðlauna úr landssjóði á
hver sá rnaður eða félag, er flytur út í
einu lagi til sölu erlendis 300 pund eða
meir af islenzku smjöri, er nær verði þvi,
sem til er tekið i 2. gr.
2. gr. Verðlaun miðast við hæsta verð
smjörmatsnefndarinnar dönsku í Kaupmanna-
höfn fyrir þá viku, sem hið islenzka smjör
er selt í, þannig að smjör, sem selst 26
aurum eða meir undir þessu matsverði, f®r
engin verðlaun, en seljist það 25—21 eyri
undir matsverðinu, eru verðlaun veitt 5
aurar á hvert danskt pund, og er smjörið
er selt 20 aura eða minna undir matsverð-
inu, þá 10 aura á pundið.
3. gr. Sá, er verðlaun vill hljóta, sækir
um þau til landshöfðingja, og færir skilríki
fyrir rétti sinum til þeirra. Skilríki þau
eru: farmskrá frá skipstjóra þeim, er smjör-
ið flutti, og sýni hún þyngd þess með um-
búðum og tölu iláta, sölureikningur smjörs-
ins, undirritaður af þeim, er með söluna
fór, og eiginvottorð við drengskap og sam-
vizku um, að þyngd og verð smjörsins sé
rétt tilgreint á sölureikningnum.
Nú er umsókn um verðlaun fyrir smjör-
sölu eigi komin til landshöfðingja, þegar
fullir 9 múnuðir eru liðnir frá þvi, er sal-
an fór fram, og verður umsókn sú eigi til
greina tekin.
4. gr. Landshöfðingi sker úr um gildi
skirteina þeirra, er að skilyrði eru sett,
samkvæmt 3. gr., og úthlutar verðlaunum.
5. gr. Lög þesBÍ öðlast gildi 1. janúar
1904, og eiu þá jafnframt úr gildi numin
lög um verðlaun fyrir útflutt smjör 11.
nóvember 1899.
Þingnefniiir.
Kosningalög: Árni Jónsson, Björn Krist-
jánsson, Hannes Þorsteinsson, Jóhmnes
Jóh., Jón Magnússon.
Likskoðun: Björn Bjarn., Einar Þórðar-
son, Jóhannes Olafss., Magnús Andrésson,
Ólafur Thorl.
Nýju þingnienniriiir.
Efri deild hefir nú afgreitt frá sér
frumvarpið um kosning nýju þing-
mannannna fjögurra. Tillaga kosn-
ingalaganefndarinnar um að láta kjósa
þá sinn í hverjum landsfjórðungi var
feld, en samþykt í þess stað að skifta
þeim jafnt milli kaupstaðanna Reykja-
víkur, Isafjarðar Akureyrar og Seyðis-
fjarðar, er hver kjósi einn þingmann.
Þiiigmannafrunivörp.
43. Um löggilding verzlunarstaðar á
Grenivík við Eyjafjörð. Flm. Pétur
Jónsson.
44. Um friðun fugla. Friðuuartíminn
lengdur til 10. ágúst, og rjúpur auk
þeBS friðaðar frá 15. janúar til 15.
september, ýmsar andategundir frá 1.
apr. til 15. sept. og svanir frá 15.
maí til 15. sept.
45. Um leynilegar kosningar og
hlutfallskosningar til bæjarstjórna í
kaupstöðum. Flm. Hannes Hafst. og
|>órh. Bjarnarson.
46. Um að stjórninni veitist heimild
tilað makaskifta þjóðjörðinni Norður-
Hvammi í Hvammshreppi fyrir prests-
setursjörðina Fell í Dyrhólahreppi.
Landssjóður á að greiða 700 kr. milli-
gjöf. Flm. Guðl. Guðm.
47. Um eftirlit með þilskipum, sem
notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutn-
inga. Frá nefndinni í fiskiveiðamál-
inu.
48. Um viðauka við lög 14. des 1877
um tekjuskatt, — að þeir sem reka
hvalaveiðar, skuli greiða tekjuskatt af
atvinnu, svo sem aðrir atvinnurekend-
ur, samkvæmt nefndum lögum. Fiski-
veiðanefndin.
Lifandi myndir
verða sýndar í næstu viku hér í
Iðnaðarmannahúsinu (sjá augl.). |>ær
sýningar eru nú farnar að tíðkast
mjög erlendis, og þykir hin bezta
skemtun.
Hnraldur Níelsson kandídat prédik-
ar við hádegisguðsþjónustnna í dómkirkj-
unni á morgun.
Síðdegisniessa í dómkirkjunni á morg-
un (kl. 5). Sira Eggert alþm. Pálsson
prédikar.
Nýdáin
er hér í bænum Guðrún Jóns-
d ó 11 i r, kona Sigurðar járnsmiðs og
kaupmanns Jónssonar í Aðalstræti.
Leiðrétting.
»Mentavinur« óskar þess getið, að mis-
prentast hafi i grein hans um »Lýðmentun«
Guðm. Finnbogasonar hér í blaðinu 4. þ.
m. ein setning: »enda sýnir hann i kaflan-
um um móðurmálið, að hann kann að
nota vora dýru tungu«, i stað: » . . . að
hann kann að meta vora dýru tungu«.
Yeðurathuganir
í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
19 0 3 K Ct-_ < CD CX P Ul pr B <3 p. £2 ** P
júlí Íð aQ ■p Cf Ct- •-< cr i c* P P OQ 3 P' B P
Ld 18.8 758,8 10,8 s i 8 7,9
2 759,2 15,2 8W i 7
9 757,7 11,6 s i 10
Sd.19.8 756,4 9,3 sw i 10 2,9 9,5
2 756,0 12,6 8SE i 10
9 757,3 11,6 s i 10 '
Md20.8 758,4 11,0 0 10 1,9 10,1
2 758,1 13,2 S8W 1 9
9 756,5 11,7 SE 1 8
Þd.21.8 754,8 13,4 E 1 9 3,3 10,3
2 753,3 14,4 ENE 1 10
9 751,9 11,6 E 1 8
Md22.8 753,1 12,7 E 1 9 ubt. 9.7
2 754.5 16,6 ENE 1 8
9 755,1 13,7 0 6
Fd 23.8 753,2 12,2 W 1 6 ubt. 9,4
2 754,0 14,7 E 2 9
9 754,1 11,6 E 1 4
Fsd248 755,4 13,6 ENE 1 6 9,8
2 757,6 17,7 SE 1 9
91757,7 13,2 ESE 1 7 1
P [I M Fundur fyrir báðar deildir
■ U. lll. ^ morgun kl. 8V8 siðdegis.
Aliir nngir menn velkomnir.
BókTerzIun
ntvcffor lítleisdar bækur
með fyrstu ferðnm, þœr
sem ekki eru til í bók-
verzlunimii.
ZeoSinbiekið góða
er nú aftur komið í afgreiðslu ísafoldar.
SKANDINAVISK
Exportkaffi-Surrogat
Kjobenhavn. — F- Hjorth & Co-
Verksmiðjan Álafoss tekur að sér
að kemba ull, spinna og tvinna; að búa
til tvíbreið tau úr ull; að þæfa einbreitt
vaðmál, lóskera og pressa; að lita vaðmál,
band, ull o. fl. — Utanáskrift er: Verk-
smiðjan Álafoss pr. Reykjavik.
THE EDINBURGH ROPERIE
& SAILCLOTH
Co. Ltd. Glasgow
stofnsett 1750,
búa til fiskilínur, hákarla-
línur, kaðla, netagarn, segl-
garn, segldúka, vatusheldar
presenningar o. fl.
Einkanmboðsmenn fyrir ísland og
Færeyjar:
F Hjortli & Co
Kjobenhavn. K.