Ísafold - 01.08.1903, Blaðsíða 1
J
Xemur út ýmist einn sinni eöa
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bnndin vi8
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
Reykjavik laugardaginn 1. ágúst 1903
49. blað.
jfíuAÁu/ó jWaAýaAvrv
I. 0. 0. F. 857249.
G-jalddagi
blaðsins var 15. júlí.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3.' þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalannm.
Forngripasafn opið md., mvd. og ld.
11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fnndir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8‘/2 síðd.
Landakotskirkja. Cruðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
•endur kl. 10'/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
41.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til átlána.
Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
4 sd. kl. 2—3.
Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14b
1, og á. mánud. hvers inán. kl. 11—1.
Stjórnarskráin
samþykt.
StjörnarskiirfrumYarp ís-
landsráðgjafans var sam-
þykt i gær við 3. umræðu
i efri deild með öllum at-
kvæðum (nafnakalli) gegn
einu (þingm. Barðstr.).
Hvalveiðamálið.
J>að er hvort um sig, að mjög megn
mótspyrna er risin bæði norður við
Eyjafjörð og austur í Múlasýslum gegn
hvalveiðum hér við land, enda hefir
það mál sannarlega eigi orðið útund-
an á þinginu í ár.
Fyrir þinginu liggur fyrst og fremst
fruravarp um friðun hvala í landhelgi,
alt árið, umhverfis strendur landsins,
nema í fsvök sé eða fastir á grynn-
angum.
í öðru lagi hefir bomið fram frum-
-varp um að þeir menn, sem reka hval-
veiðar, skuli greiða tekjuskatt af at-
-vinnu, svo sem aðrir atvinnurekendur,
sem tekjuskattskyldir eru samkvæmt
lögum 14. desbr. 1877.
Og í þriðja lagi er farið fram á að
hækka hér eftiralt útflutningsgjald af
hvalafurðum, og það að miklum mun,
sem sé af hverri tunnu hvallýsis úr
50 aurum í 2 kr.; af hverjum 100 pd.
af hvalkjötsmjöli úr 25 aurum í 50
aura og af hverjum 100 pd. af hvalá-
burði (guano) og hvalbeinamjöli úr 10
aurum í 25 aura.
Um fyrsta frumvarpið er lítið að
segja, það er að eins sú breyting á
aldri lögum, að friða hvali(nema smá-
hveli) 1 landhelgi fyrir skotum, alt ár-
ið, í stað þess að áður voru þeir frið-
aðir frá 1. apríl til 1. október. Slík
friðun kemur, eins og eðlilegt er, að
litlum notum, þar sem hvalir eru ekki
skotnir hér við land frá 1. október til
1. apríl, svo vér vitum.
Að því er annað frumvarpið snertir,
þá verður það ekki álitið ósanngjarnt,
að hvalveiðendur greiði tekjuskatt af
atvinnu sinni eins og aðrir atvinnurek-
endur hér á landi, ef sá skattur er
sanngjarnlega og samvizkusamlega lagð-
ur á, sem ekki skal dregið í efa að ó-
reyndu.
f>að er þá aðallega þriðja frumvarp-
ið, um hækkun útflutningsgjalds af
hvalafurðum, sem oss finst næsta ó-
sanngjarnt, og sem hlýtur að hafa í
för með sér einhverjar alvarlegar af-
leiðingar, ef það verður samþykt, þar
sem um jafn gífurlega hækkun er
að ræða, sem hér er farið fram á, t.
d. að ferfalda gjald á hvallýsi, sem
er aðalútflutningsvaran af þessari at-
vinnugrein. Fyr má nú rota en dauð-
rota.
Ef frumvarp þetta er komið fram í
þeim tilgangi að friða hvalina alger-
lega, sem sé að byggja öllum hval-
veiðendum út með frumvarpinn, þá
getur auðvitað svo farið, að þeim til-
gangi verði náð að nokkru leyti, en
heldur ekki meira.
Sé hitt aftur á móti satt, sem full-
yrt er, að tilgangurinn sé sá ainn með
frumvarpinu, að auka landssjóði tekj-
ur, þá eru mjög litlar líkur til, að
frumvarpið komi að tilætluðum notum,
og hvölunum ekki borgið að heldur.
Afleiðingin yrði sem sé sú, að allir
hvalveiðendur yrði flæmdir héðan
burtu með þeim lögUm, og færi þá
gagnstætt því, sem til er aetlast, að
landssjóður misti allar tekjur frá þeirra
hendi, í stað þess að fá þær auknar.
Tveir af hvalveiðendum eru hér
staddir, þeir Berg og Ellefsen, sem
mesta útgerð hafa allra hvalveiðimanna
hér við land, og segja þeir það báðir
hiklaust, að verði þetta frumvarp gert
að lögutn, þá neyðist þeir til að taka
sig upp héðan og annaðhvort flytja
alfarið burtu, t. d. til Færeyja, þar
sem slíkir menn eru velkomnir, eða
reka hvalveiðar utan lanahelgi, frá
gufuskipum, hirða þar aflann og flytja
hann burtu þaðan, án þess að leggja
ueitt á land hér.
Menn hugga sig ef til vill við, að
þetta séu hótanir einar, er aldrei verði
framkvæmdar, en að eins fram settar
til að hræða þingið og komast hjá
hækkuðu útflutningsgjaldi. þeir fari
6kki að flytja héðan burtu, hval-
veiðamennirnir.
En varlega er slíbu treystandi.
Menn eins og Ellefsen, sem fyrir tveim
árum tekur sig upp með alla útgerð
sfna á Onundarfirði, og hún er ekkert
smáræði, og flytur hana á hinn end-
ann á landinu, til Austfjarða, láta sér
ekki alt fyrir brjósti brenna.
Verði því frumvarpið að lögum og
hvalveiðamenn flytji héðan alfarið, þá
er það talsverður tekjumissir fyrir
landssjóð, og það svo, að skiftir tug-
um þúsunda á ári hverju. Svo fer
um sjóferð þá.
En það er eigi að eins tekjumissir
fyrir landssjóð, sem hér er um að
ræða. þetta mundi og hafa f för með
sér mjög mikinn tekjumissi fyrir
hreppssjóðina, þar sem hvalveiðamenn
eru búsettir, atvinnutjón fyrir fjölda
manna og hlunnindatjón fyrir heilar
sveitir, fjær og nær hvalveiðistöðuD-
um.
það er kunnugt að ekki gleymist að
leggja útsvar á hvalveiðendur, þar sem
þeir eru búsettir, eins og einnig er
sjálfsagt; og eins og við má búast,
dregur það hreppana drjúgt að hafa
slíka gjaldendur, og það svo mjög, að
um munaði, ef niður félli.
Hvalveiðamenn veita fjölda manna
atvinnu árlega, svo mörgum tugum
skiftir, flytja þá til og frá og gjalda
þeim kaup í peningum. Yerða marg-
ir þeirri atvinnu fegnir, er ekki hafa
þol eða þrek til að leggja á sig harða
stritvinnu. Sú atvinna hyrfi algerlega
ef hvalveiðamenn færu héðan.
»það er drjúgt sem dr/pur«, segir
máltækið og svo er um hvalkjötið, er
nvalveiðendur, að minsta kosti þeir
Berg og Ellefsen, hafa árlega gefið
hverjum þeim, er til þeirra hefir
leitað, og eru þetta þó sannast að
segja engir smáskamtar. Telst þeim
svo til, að um 4000 hestburði hafi þeir
látið af hendi árið sem leið, án eins
eyris endurgjalds. þessi og önnur
hlunnindi færu menn á mis við, ef
hvalveiðendur væri flæmdir héðan
burtu.
Til dæmÍ8 að taka um fjárgreiðslur
þessara manna hér, skal þess aðeins
getið, að Ellefsen e i n n mun hafa
greitt árið sem leið nál. 16000 kr. í
tolla og skatta hér á landi.
Auðvitað verður alt þetta létt á
metunum í augum þeirra manna, er
fullyrða að aflaleysi stafi af hvaladráp-
unum, en því höfum vér aldrei getað
trúað. Oss virðist að reynslan bendi
á alt annað.
Sama mótspyrnan, sem nú á sér
stað gegn hvalveiðendum á Norður-
og Austurlandi, var þeim veitt á
Vesturlandi, er þeir settust þar að
fyrir 13—14 árum, og nokkur ár eftir
það, af því að svo hittist á, að afla-
tregt var í þeim héruðum um það
leyti. En þessi mótspyrna hvarf al-
gerlega, með því að reyndin hefir orð-
ið sú, að ekki hefir í annan tíma afl-
ast betur þar vestra en nú hin síð-
ustu árin, eftir að hvalir hafa þar
skotnir verið á annan áratug. Og
sama mun verða reyndin eystra, þótt
svo hafi nú óheppilega atvikast, að
síld og fiskur hafa ekki fylt þar alla
firði og víkur þessi síðustu missiri.
Vér erum nú ekki betri en þetta,
mennirnir. Gangi oss eitthvað á móti,
þá kennum vér öðrum mönnum um
það, ef nokkur tök eru á, ella náttúr-
unni eða einhverju öðru. Munum vér
svo langt, að margir urðu til þess hér
á árunum að kenna aukinni eimskipa-
umferð um fiskileysi hér við Faxaflóa.
Skröltið 1 skrúfunni átti að styggja
fiskinn, eimpípan að fæla hann, askan
að drepa hann. Nú lætur enginn sér
slíkan hégóma um munn fara.
Tvennir verða tímarnir.
í fornöld var það algengt, að þeir
menn, er numið höfðu hér land, g á f u
öðrum, er á eftir þeim komu, nægilegt
land af landnámi sínu til eignar og
umráða. Nú er gerð tilraun til að gera
þá menn landræka, er sumir hverir
hafa komið fram gagnvart þjóð vorri
sem sannir höfðingjar, enda áunnið
sér virðingu og hylli allra manna, er
nokkur kynni hafa af þeim haft eða
viðskifti við þá átt.
Ágirndin er rót alls ills.
Hólaskóli vill af alefli vinna að því,
að bændur hér á landi geti einnig
komist á þetta stig. Hólasbóli er
fyrir alla þá, sem vilja stunda land-
búnað, sein vilja lifa á honum og gera
hann að arðsömum atvinnuvegi. þess
vegna vill skólinn forðast allan dauð-
an bóklegan lærdóm. f>að á að kenna
með fyrirlestrum, hinu lifandi orði, og
hafa við kensluna ágætar myndir, nátt-
úrugripi, plöntur, dýr, beinagrindur,
jarðtegundir, steina o. s. frv. f>ess
vegna á að skoða búféð og búfjárhús-
in á skólasetrinu til athugunar við
kensluna og þess vegna á að fara
skoðunarferðir ávetri til fyrirmyndar-
búa í nánd við skólasetrið, því að við
skoðanirnar opnast augu manna fyrir
því, sem læra má af framkvæmdum
annarra og lífinu í kringum þá. jpess
vegna er ekkert próf, því nemendurn-
ir eiga að læra vegna lífsins en ekki
fyrir vitnisburði. þess vegna verður
lögð sérstök rækt við að benda nem-
endum á búnaðarbækur og búnaðar-
blöð, sem þeir geta haft gagn af að
lesa og þess vegna er haldinn bænda-
skóli, til þess að þeir, sem hafa verið
Hólaskóli í Hjaltadal.
þess var getið í ísafold í vetur, að
breyting er orðin á skólahaldinu þar.
Bóblega og verklega kenslan hefir ver-
ið aðskilin. Bóklega kenslan fer fram
að vetrinum frá 15. okt. til 30. apríl.
Verklega kenslan fer ekki fram á
Hólum, heldur er nemendum komið
fyrir hjá bændum, þar sem þeir geta
fengið tilsögn og nauðsynlega æfingu
eða þeir njóta tilsagnar í gróðrarstöð-
inni á Akureyri. Enn fremur eiga þeir
kost á að nema smíðar (trésmíði og
járnsmíði) hjá æfðum smiðum.
Bóklega fræðslan fer fram í fyrir-
lestrum í þeim námsgreinum, sem hægt
er að koma því við; jafnframt eru
sýndar myndir og gerðar tilraunir til
útskýringar efninu.
Nýlega hefir ísafold verið send
skýrsla um skólann síðastliðið ár. f>ar
er meðal annars gerð grein fyrir til-
gangi hans á þessa leið.
•Búskapur manna í öllum siðuðum
löndum er að verða vandasamur.
Hann getur hvergi þrifist, nema því
að eins að þeir, sem stunda hann,
kunni að færa sér í nyt kenningar vís-
indanna, hvort sem þær snerta nýjar
ræktunaraðferðir, tilbúinn áburð, ný
vinnuáhöld, kynbætur, hagnýting fóð-
urtegundanna, o. s. frv. f>eir sem
stunda búskap, þurfa að skilja nytsemi
félagsskaparins og hafa þekkingu til
að dæma um nýjungar, sem snerta
búskap, á skynsamlegan hátt og án
tortryggni og hleypidóma. Á þetta
stig eru bændur i nágrannalöndum
vorum að komast og á þetta stig er
mikill hluti þsirra þegar kominn.