Ísafold - 08.08.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.08.1903, Blaðsíða 1
Kenmr út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr,, erlendis 5 kr. eða 1 */2 doll. ;• borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (sWrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8, XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 8. ágúst 1903 I. 0. 0. F. 857249. G-jalddagi blaösins var 15. júlí. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverjn föstudags- og annnudagskveldi kl. 81/* siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landákotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag >k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, í Yesturgötu 10, opið á sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Erleml tíðindi. Khöfn 27. júli. Práfall páfu. Leó páfi þrettándi andaðist 20. þ. m. eftir rúma hálfsmánaðar legu í lungnabólgu, sem snerist upp í brjóst- nimnubólgu síðast. Hann var kominn töluvert á fjórða um nírætt, eins og kunnugt er, fæddur 2. marz 1810, og þótti það miklum undrum sæta, hve lífseigur karlinn var. Hann var talinn hvað eftir annað frá í leguDni, en lifnaði altaf við. Tvívegis var stung- ið á honum og hleypt út graftrarvilsu, 1—2 pottum í hvort skifti. ]pað gerðu liflæknar háns Mazzoni og Lopponi; Eos8oni hót þriðji læknirinn, sem soundaði páfa í legunni. J>ess var getið eftir fráfall páfa, að Mazzoni hefði fengið 10,000 franka (rúm 7000 krónur) fyrir sína læknishjálp. Mælt er að páfi gerði sér von um bata í lengstu lög. þó sagði hann «vo við læknana síðasta morguninn sem hann lifði: »Ykkur er ekki til neins að dylja mig þess, að eg er dauð- Tona; eg sé það á augunum í ykkur, þó að varirnar láti annað uppi«. Hann vann að stjórnarstörfum í legunni öðru hvoru, las fyrir bréf og annað, enda var á fótum við og við. Latnesk ljóð orti hann og í legjnní, um að nú mundi hann eiga skamt eftir ólifað, með ákalli á lausnarann og Maríu mey o. s. frv. Hann var mesta lat- ínuskáld. Fráfall páfa þótti mikil tíðindi, þótt lengi hefði verið við þeim búist. Kardínálasamkundunni, sem millibils- stjórn hefir á hendi þegar páfaskifti verða, bárust samhrygðarkveðjur frá flestum þjóðhöfðingjum hins mentaða heims, og voru þær einna hjartanleg- astar, er Vilhjálmur keisari spndi (frá Eaumsdal í Noregi), Eoosevelt Banda- ríkjaforseti og Franz Jósef Austurrík- iskeisari. Viktor Emanuel, konungur 1 Eóm, var um þetta leyti ferðbúinn 4il París í kynnisför, en hætti við. Lfk páfa var smurt að fornum sið og mælt að muni haldast órotnað þús- und ár eða meir. En áður hafði verið t.ekið úr því hjartað og látið í gler- hylki með vínanda og því næst kórsett í kirkju eínni í Eóm. Síðan var líkið skrýtt páfaskrúði og lagt á nábeð í Péturskirkju til sýnis almenningi. það var siður fyrrum að formaður kardínálanna, en það er féhirðir páfa (Camerlengo), sló með silfurhamri 3 högg á enni páfa eftir andlátið og kallaði á hann hátt skírnarnafni hans þrívegis, mælti síðan í heyranda hljóði: »Nú er hinn heilagi faðir sannarlega látinn«, og tók síðan innsiglishringinn af hendi páfa í sína varðveizlu. Sum- ir segja að svo hafi verið enn gert í þetta skifti, en aðrir bera á móti því. Fjórum dögum eftir andlátið var páfi kistulagður. Kisturnar voruþrjár hver utan yfir annari; hin insta úr kíprusviði og var lagt hjá lfkinu gler- hylki með æfisögu páfa og pergameDts- blöð, þar sem rituð voru á ágætisverk hans. Sú kista var síðan innsigluð og látin í blýkistu og hún aftur í kistu úr álmviði. Líkið á að standa uppi tíu daga, og er sungip sálumessa yfir því á hverjum degi af mikils háttar kennimönnum; því ekki kemst páfi hjá hreinsunareldinum fremur eD aðrir dauðlegir menn, en losnar því fyr það- an sem rækilegar er sungið og beðið fyrir sálu hans. Tíu dögum eftir andlátið á páfi að vera kórsettur. þá sezt hin heilaga samkunda, sem svo er kölluð, en það eru kardínálar páfa, á rökstóla að kjósa nýjan höfð- ingja í hið postullega sæti. j?eir eru 70 alls kardínálarnir, eða eiga að vera, flestir ítalskir, — 25 annara þjóða. þeir eru lokaðir inni í stórum sal í páfahöllinni meðan á páfakjörinu stend- ur, til þess að ekkert geú ónáðað þá og þeir engin mök haft við aðra út í frá eða þeir við þá. þar er þeim gerður sinn klefinn hverjum, með rit- ara og herbergisþjóni. Fundi eiga þeir með sér tvisvar á dag, kvöld og morg- un, í Sixtusarkapellu svouefndrí, áfastri við vistarverur þeirra. Tvo þriðju at- kvæða þarf til þess að páfakjör só gilt. Meðan það tekst ekki, eru kjör- seðlarnir brendir í tilteknum ofni í páfahöllinni, á tiltekinni stundu, og veit almenningur út í frá á því, hvaðpáfa- kjöriuu líður, þ. e. að því er ekki lokið, er reyk leggur upp um þann reykháfinn í höllinni. Lög eru um það görnul, að draga skuli mat við kardfnálana, ef þeir eru lengur en þrjá sólarhringa að ljúka við páfakjörið, og því frekara, sem lengra líður. Tvenn- um sögum fer um það, hvort þeim muni vera fylgt nú orðið. Dæmi eru þess fyrrum, að staðið hefir svo mán- uðum skifti á páfakjörinu. Ýmsir eru til nefndir, er líklegast þykir að tignina hljóti í þetta skifti, og er gagnslaust að geta þeirra, með því að tíðin sker úr því von bráðar að Ifkindum. Eldri en Leó þrettándi hefir alls einn páfi orðið, svo að vissa sé fyrir, Gregoríus nfundi; hann hafði níu um nírætt, er hann lézt. Munnmæli eru um annan, er á að hafa verið uppi á 5. öld og Agaþon hét; hann á að hafa orðið 107 ára. Leó þrettándi varð páfi 3. marz 1878 og sat því rúman fjórðung aidar á páfastóli. Fyrirrenn- ari hans eínn, Pius níundi, var hon- um meiri í þeirri grein. Hans páfa- dómur stóð 31 ár og nokkra mánuði betur. Meiri skörungar í páfatign hafa fá- eim'r páfar verið heldur en Leó þrett- ándi, en engir meiri vitmenn og still- ingar né meiri lærdómsmenn. Fyrstu stjórnarár sín atti hann að kljást við slíkan ofstopa og bragðaref sem Bismarek, út af harðýðgislögum hans við kaþólskan kennilýð á þýzkalandi, en fórst það svo fimlega, að Bismarck lækkaði öll sín aegl og þeir urðu aida- vinir áður lauk. Miklu lagi og lipurð þurfti hann og tíðum að beita við þjóðvaldsstjórnina á Frakklandi. Við ítalfustjórn vildi hann engum sáttum taka fremur en fyrirrennari hans og lézt, eins og hann, vera fangi í Vatí- kani (páfahöllinni), með því að ekki var nærri því komandi, að hann fengi aftur neitt veraldlegt ríki til forráða. Margt lagði hann gott til mála út ’í frá, meðal annars um hagi fátæks vinnulýðs með mentuðum þjóðum. Önnur tíðíndi. Loubet Frakkaforseti brá sér kynn- iaför til Englands snemma í þessum mánuði, svo sem til að endurgjalda heimsókn Játvarðar konungs í París í vor. Honum var fagnað með miklu dálæti í Lundúnum, af konungi fyrst og fremst og hans fólki, og því næst borgarlýðnum. Borgarstjórinn hélt honum dýrðlega veizlu. Hins þarf ekki að geta, að þeir mæltust harla fag- urlega við, konungur og forseti, í skálaræðum, og sendust á virktarkveðj- um eftir á. Delcassé utanríkisráðherra var í för með Loubet og lét stórmik- ið yfir eftir á vinarhótum brezku ráð- herranna og konungsfólksins. Um sama leyti eða skömmu áður voru nokkrir franskir þingmenn á ferð í Luudúnum, og höfðu þar miklar við- hafnarviðtökur og fagnaðar af ýmsum helztu þingmönnum Breta. 4 Út af þessu hvorutveggju er rnikið lagt beggja megin Ermarsunds um greinilegan samdrátt með þjóðunum báðum, Frökkum og Englendingum, »til tryggingar heimsfriðnum« svo sem vant er að orði að komast, og mjög lofsamlega talað í garð Játvarðar kon- ungs fyrir það, að hann gerðist frum- kvöðull þessa samdráttar með kynnis- för sinni til Parísar í vor og stakri lipurð hans og ljúfmensku, þá sem endranær. Vikuna sem leið brugðu þau sér til írlands komiDgshjónin ensku og höfðu þar beztu viðtökur, fyrst og fremst í Dýflinni, höfuðborginni. En ekki var það eftir skapi hinna svæsnari *þjóð- vina« þarlendra. þeir eru f meiri hluta í bæjarstjórn Dýflinnar og var tillaga um að flytja konungi fagnaðar- kveðju feld þar með 40 atkvæðum gegn 37. En ýmsar borgir aðrar sendu honum hollustuávarp. Hann gaf fá- tækum í Dýflinni 18,000 krónur um leið og hann fór. Hann sagði svo, er hann svaraði einni fagnaðarkveðjunni, að um engan hlut mundi sér vænna þykja en ef ríkisstjórn sína bæri upp á frið&r- og framfaraskeið i sögu Ira. 51. blað. þess má geta, að parlamentið í Lundúnum hefir nýlega lokið við ný landbúnaðarlög handa írum, þar sem írskum leiguliðum er gert mjög svo hægt fyrir að eignast ábýli sín og landsdrotnum þó gerðir góðir kostir. pað er gert hvorttveggja með tillagi úr ríkissjóðí og stórfé að láni með vildarkjörum. Líkar írum þetta yfir- leitt mikið vel, bæði utan þings og innnan. Sundurlyndi bryddir á töluverðu með ráðherrunum ensku út af verndartolls- stefnu þeirri, er Chamberlain nýlendu- ráðherra hófst máls á í vor og ætlar sér sýnilega að berjast fyrir; en Bret- ar hafa lengi verið miklir verzlunar- og tollfrelsismenn eins og kunnugt er. Sumir hinna ráðherranna, þar á meðal hertoginn af Devonshire, hafa andmælt Chamberlain harðlega. Talað er um að máli þessu muni verða skotið und- ir brezka kjósendur með þingrofi og nýjum kosningum einhvern tíma í vetur. Af viðureign Tyrkja og Makedóna er það nýjasta fréttin, að lið Tyrkja var að eltast við uppreisnarmenn skamt frá Saloniki, en þeir forðuðu sér á bátum út á stöðuvatn. Tyrkir báðu þá að gefast upp. Hinir svöruðú engu. pá skutu Tyrkir bátana alla í kaf, og rak 124 lík á land samdægurs, en hvað fleira hefir farist er ókunn- ugt um. það er engin nýlunda að heyra hrottaleg tíðindi frá Eússlandi. pað bar til þar fyrir skemstu, að 33 ungar stúlkur, vinnukonur og kaupakonur, brunnu inni í einu í stórri hlöðu á Stórbýli einu, með þeim atvikum, að húsbóndinn hafði gert það til að verja þær fyrir áleitni karlmanna á heimil- inu, að loka þær inni í hlöðunni á nóttu, en þeir gerðu það til hefnda að kveikja í hlöðunni. Nýlega hefir dómur verið upp kveð- inn í máli gegn þeim, er áttu þátt í morðunum hryllilegu í Kischinew. þeir fengu 60—70 króna sekt mest! Fiskimenn þeir norður i Finumörk, er óskundann gerðu af sér í vor út af hvalafriðunarmálinu, hafa að sögn sýnt sig í því, að heita á Eússa sér til fulltingis, ef þeir næðu eigi rétti sínum hjá stjóm sinni og þingi, en hann er sá að þeirra hyggju, að hval- ir séu friðaðir að lögum, svo að þeir reki síld og fisk að landi fyrir þá. þeír eiga töluverð mök við Eússa norð- ur þar, og er mælt að þeir hafi gefið þeim undir fótinn. þetta þykja býsna ískyggileg tíðindi, hvað sem úr verður. Eússa hefir lengi langað til að eignast skipalegu þar norður frá. það er haft eftir rússneskum kaupmanni þar stödd- um, að að því muni reka þegar minst varir, að Eússar eignist Finnmörk. Hermálaráðherra Péturs I. Serba- konungs hefir ekki viljað veita liðsfor- ingjum þeim, er unnu á Alexander konungi og þeim hjónum, þann frama, er þeir gera tilkall til, og er hálf búist við, að þeir muni ekki svífast fyrir það nýrra hryðjuverka.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.