Ísafold - 08.08.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.08.1903, Blaðsíða 2
202 Enn helzt uppreistarófriður í Vene* zuela og er getið þar um bardaga ný- lega, þar sem fallið hafi um 1000 manna af uppreistarliðinu. Eldur uppi í Vesuvíus, heldur í meira lagi; hraunfióðið komið langt á leið niður að Pompeji. Skógrækt á íslandi. (Útdráttur úr fyrirlestri prófessor Prytz, er hann hélt í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs 30. f. m. og 1. þ. m.) Sá maður, sem á hugmyndina um skógrækt og skóggræðslu á íslandi er Carl Byder, kapteinn í herflota Dana. Hann sá það af mannkærleika sínum og næma skilningi á náttúrunni, að hér var þörf fyrir og að úr henni mátti bæta. Hans natn hlýtur því að verða óaðgreinanlega sameinað skóg- ræktarmáfefni íslands. Annað nafn verður og samtvinnað við upphaf skóg- ræktarmáls íslands og er það nafn Flensborgs skógfræðiskandidats; hann varð fyrstur til þess að koma hug- mynd kapteins Byders í framkvæmd, Og er það eigi all-lítil hepni fyrir mál- efnið. Skógræktarmálið er framtíðarmál; það byggist á reynBlu fortíðarinnar, sem vér verðum að læra af, jafnframt og vér vörumst víti þeirra tíðar. En aðallega er þó skógræktarmálið fram- tiðarmál. Skógræktarmaðurinn vinnur ekki fyrir einstaklinginn eða sinn tíma að eins; hann vinnur fyrir þjóðfélagið í heild sinni og ómælda framtíð. Sjóndeildarhringur hans á engin tak- mörk. Hann sáir, eftirkomendurnir uppskera. Sú þjóð, sem tekur sér fyrir hend- ur að rækta hjá sér skóg, verður að hafa náð vissu þroska og menning- arstigi; hún verður að vera töluvert frjáls og eiga sín á meðal menn, sem með hlýjum huga bera allsherjargagn þjóðfélagsins fyrir brjósti. Enn er eitt skilyrði fyrir þróun skógræktarmálefnis í þjóðfélagi, en það er sérþekking; án hennar kemst skógræktarmálefni ekkert áleiðis. Skóg- ræktarmaður með nægri sérþekkingu á að geta lesið sögu skógarins út úr þeirn skógum, sem nú eru til, út úr hinum ýmsu jarðlögum, eða jafnvel út úr berum steinunum. Hann á að hafa ímyndunargáfu til að sjá inn í fram- tíðina, hvernig frækornin smáu, er hann leggur niður í jörðina, munu að mörgum árum liðnum verða að há- vöxnum skógi; en eigi ímyndunin ekki að leiða í villu, þá verður hún að vera grundvölluð á náttúrufræðislegri mentun; einungis ef svo er, getur skóggræðslumaðurinn skilið þau kjör, sem nýgræðingar hans eiga við að lifa; þá einungis getur hann þannig sáð og plantað, að framtíðarsjón hans verði veruleg í framkvæmd. (f>á lýsti ræðumaður gangi skógrækt- armálsins erlendis, á Frakklandi f>ýzkalandi og Bússlandi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. f>ví næst hélt hann áfram). Á nú ísland til skógmál? og hvað er svo þetta skógmál? Eg hefi verið að berjast við þá vafaspurningu í nær- felt 4 ár. — Áður en eg byrjaði ferð mína (frá Seyðisf. norðanlands til Bvíkur) var það skoðun mín, að ís- land þarfnaðist skóga til eldiviðar, svo að ekki þyrfti að brenna áburði, og enn er það ætlun mín að svo sé. Að vísu er svo að sjá, sem íslendiugar víða hvar hafi nægilegan áburð. Eg var sjónarvottur aðþví á Sauðárkróki, að þar aka menn kúamykjunni í sjó- inn, menn þurfa hennar ekki með. Ennfremur sá eg hjá mörgum bæjum stóra áburðarhauga, margra ára gamla. Ennfremur hugði eg, og hygg enn, að trén gætu verið til gleði og á- nægju kringum bæina og til skjóls garðyrkju kringum garðana. f>að eru fornkveöin orð, að ísland hafi á landnámstímum verið »viði vax- ið frá fjöru til fjalls«, og það hygg eg rétthermt, þótt auðvitað hafi það ekki átt bókstaðega allstaðar við. En þar í hefir falist og felst enn óyggjandi sönnun fyrir því, að loftslag og jarð- vegur leyfa það, að skógur vaxi hér á landi, enda er og skógur hér til enn og það sumstaðar allmikill. Við Hall- ormstað og í Fnjóskadal höfum við mælt tré, sem eru 31 fet á hæð og höfðu þau vaxið 3 fet á seinustu 4 árum, og þar voru svæði þétt skipuð ungum skógi, sem óx vel. En að öllu samtöldu er að eins lítið eitt orðið eftir af skógi hér. Hvað er þá orðið um hitt? Margir munu ætla að kindurnar hafi etið upp skógana, en svo er eigi. Að vísu eru kindur engir skógarvinir; þær bíta nýgræðinginn og naga topp- ana, sem standa upp úr snjónum, þær tefja fyrir vexti plantnanna og geta skemt skóginn en þær uppræta hann ekki. f>að eru mennirnir, sem hafa höggvið skógana og eytt þeim meira en góðu hófi gegndi. Má sjá þetta á hrísskógum þeim, sem enn eru til; því fjær sem færist bænum, því hærri verð- ur runnurinn; menn höggva það sem næst þeim er; en sé lengra farið er höggvið hið stærsta; menn vilja ekki fara langt eftir smáhrísi, ef stærra er í boði. — Eyðing skógarins er að vísu mikið mein og stórtjón fyrir landið, en þó er afléiðing sú, er henni fylgir, miklu verri. Jarðvegurinn hér á landi er gljúpur og moldin þur. f>egar nú skjólið vantar og vindurinn nær sér niðri, þá blæs hann alt jarðlagið burtu en eftir verða ber holt og auðir melar. f>að er ógurlegt tjón, sem ísland hef- ir beðið í framleiðslumagni sínu við það, að vatn og vindur hafa lagst á eitt að eyða hinni gróðurberandi jörð. Eg hefi farið heilar dagleiðir um eyði- merkur þær, sem orðið hafa til, er skógurinn hvarf. Yfirtak þessarar eyðileggingar má sjá við Grímsstaði á Fjöllum. f>ann bæ hefir orðið að flytja Sökum jarðfoks. Fyrir 30 árum voru umhverfis hann gróðursælir bithagar og mýrar; nú mæna bæjarrústirnar gömlu, eins og klettar, 10—15 fet yfir sandauðnÍDa. Og þetta á sér ekki að eins stað þarna á FjöIIunum. Vindurinn leitar uppi moldina hvar sem hana er að finna og feykir henni burtu. Að minni skoðun liggja hér fyrir verkefni, sem skógurinn á að leysa; hann á að halda í jörðina; hann á að veita skjól, svo að vatn og vindur geti ekki flutt hið gróðurberandi jarðlag fram og aftur. f>að er skógurinn einn, sem þetta getur gert. Markmið fólagsskipunarinnar verður að vera það, að erfiði mannsinB verði svo nytsamt sem unt er, veiti svo mikinn arð, sem kostur er á. f>ess vegna verður að fá skóginn í lið með sér hér á landi; hann er, eftir því sem mór kemur fyrir sjónir, nauðsynlegt skilyrði fyrir sannri, varanlegri framför á verksviði hinna annara greina jarðyrkjunnar. Markmiðið á að vera, að hver ís- lenzkur bóndi (þó ekki alveg bókstaf- lega skilið), fái sinn skóg. í öðrum löndum kalla menn skóginn prýði. Verði markmiðinu náð, þá eignast ís- land aftur sfna mestu prýði, og skóg- urinn hér mun verða enn meira; hann mun verða nauðsynlegt fat fyrir landið. En hvernig vinna skuli í fat þetta, hvernig vefa það og sauma, um það ætla eg að tala í næsta skifti, ef ein- hver yðar skyldi hafa þolinmæli til að hlýða á, hvernig eg hugsa mér að ís- land megi verða skógi klætt. (frh.). Eldhúsdagurinn. Svo hefir hann verið nefudur dagur- urinn, er fjárlaganefnd neðri deildar hefir lagt fram álit sitt. Hafa þá á stundum orðið allsnarpar umræðurum •landsins gagn og nauðsynjart, og stjórnarfulitrúinn mátt hafa sig allan við að svara þeim spurningum, sem fyrir hann hafa verið lagðar og »spyrna á móti broddunum*, er beint hefir ver- ið að stjórninni. í þetta 8inn hefir verið mjög kyrt í neðri deild alþingis; jafnvel sjálfan eldhúsdaginn voru fáar og stuttar ræður, fluttar með mestu rósemi. |>að er eins og þingmennirnir hugsi með sjálfum sér: »Vér sitjum hér við nábeð hinnar gömlu stjórnar og því hlýðir eigi að vór sóum með ærsl og ólæti. Gefi henni rólegan viðskilnað*. Stutt ágrip er þó sett hér á eftir af nokkrum ræðum, er þennan dag voru fluttar í neðri deild, með því að efni þeirra er allfróðlegt, sumra hverra að minsta kosti. Pétur JónsBon (framsögumaður fjárlaganna) kvað hafa verið mikið um það talað, að þetta þing ætti að marka þá stefnu, sem endurbætt stjórn ætti að fylgja; þetta væri að vísu að miklu leyti satt, en undanfarandi þing og undanfarandi fjármálastefnur ættu líka að rettu lagi sinn hlut í þessu. f>að væru ekki eingön'gu flokksnöfn og prent- aðar stefnuskrá, er skýrðu bezt frá vilja þjóðarinnar um stefnu þá, er nýja stjórnin ætti að fylgja, heldur hefði vilji þjóðarinnar, og það ekki sízt, komið fram í aðgerðum undan- farandi þinga, og þá hvað skýrast í fjárlögunum, þar sem vér hefðum full- komnast sjálfsforræði. f>ví vildi hann nú koma með lauslegt yfirlit yfirstefnu þá, er ráðið hefði í fjármálum vorum sfðustu 20 ár. Tekjur og gjöld hefðu mikið aukist, og væri fróðlegt að sjá, til hvers hinum auknu tekjum hefði verið varið. Gjöldin, skift niður í 10 flokka og miðuð við árin 1882—83, 1892—93 og 1902—1903 litu þannig út: Fyrsti flokkur: þing og landsstjórn, hefði því nær staðið í stað. Annnar flokkur: eftirlaun og styrkt- arfé, hækkað um tæpan helming, úr 50,000 kr. upp í 99,000 kr. f>riðji flokkur: kirkjan og hin and- lega stétt, stæði því nær í stað. Fjórði flokkur: læknaskipuuin og heilbrigðismál, hefði vaxið þannig: Á fjárlögunum 1882—83 voru veitt til hans 80,000 kr., 1892—93 105,000 kr. 1902—1903 230,000 kr. Fimti flokkur: æðri skólar, latínu- skóli, prestaskóli og læknaskóli; útgjöld- in þar staðið nærri því í stað. Sjötti flokkur: alþýðufræðslan, gagn- fræðaskólar, barnaskólar og styrkur til annarar alþýðufræðslu, (sjómannaskól- inn og búnaðarskólarnir taldir í tíunda flokki). hefði verið 1882—83 36,000 kr., 1892—93 62,000 kr. og 1902—1903 104,000 kr. Sjöundi flokkur: vísindi og bókment- ir. Til þeirra veitt 1882—83 15,000 kr., 1892—93 26,000 kr. og 1902— 1903 51,000 kr. Áttundi flokkur: skáldskapur og listir, ekkert veitt 1882—83, 1892—93 2,200 kr. og 1902—1903 7,000 kr. Níundi flokkur: póstmál og sam- göngumál. Til þeirra veitt 1882—83 119,000 kr., 1892—93 250,000 kr. og 1902—1903 517,000 kr. Tíundi flokkur: atvinnuvegir, land- búnaður, sjáfarútvegur og iðnaður; veitt til þeirra 1882—83 8,000 kr., 1892— 93 59,000 kr. og 1902—1903 162,000 kr. Útgjöldin voru alls 1882—83 á ní- unda hundrað þúsund krónur, 1892— 93 rúm miljón og 1902—1903 1,668,000 krónur. Af þessu yfirliti mætti sjá, að und- anfarin þing hefðu engu síður en þjóð- arraddirnar og þetta þing látið það ó- tvíræðlega í Ijóa, að vér vildum fram- farastjórn, og þótt fjárlaganefndin nú virtist ef til vill í einstöku greinum hafa verið nokkuð stórstfg, þá hefði hún þó haldið sömu stefnu og undan- farin þing. f>rátt fyrir útgjaldaaukann síðustu 20 ár, hefði þó fjárhagurinn haldist í góðu horfi, og safnast töluverður sjóður, en það hefði þó haft nokkur á- hrif á gerðir þingsins, að allmikið af sjóði þessum væri fast í útlánum og verðbréfum. Nú að þessu sinni væri fjárhagsút- litið ekki sem glæsilegast, aðþvíleyti, að eftir því sem fjárlaganefndin hefði gengið frá fjárlagafrumvarpinu, væri gert ráð fyrir rúmrar hálfrar miljónar tekjuballa á næsta fjárhagstímabili. Nú væri svo komið, að það væri auðsætt, að vér þyrftum meiri tekjur,. það væri eigi unt að stöðva þann straum, nema með því að gera sig sekan í sterku afturhaldi. f>að mundi því nú reka að hinu sama sem milli 1880 og 1890, er tekjuhalli fór að koma, að menn yrðu að auka tekjurnar með tollum, þetta væri óumflýjanlegt, til þes8 að geta fullnægt framfarahug þjóðarinDar. Auknar tekjur mundu nú sem fyr hafa það í för með sér, að byrjað yrði á nýjum nytsemdarfyr- irtækjum, og þau studd með raeira. krafti, sem þegar er byrjað á. f>órhallur Bjarnarson kvaðsfe ætla að víkja að afskiftum landsstjórn- arinnar af þjóðjörðum. Kvaðst hann vera mjög áfram um sölu þeirra, og áliti, að með henni væri stigið þýð- ingarmikið spor í framfaraáttina fyrir íslenzkan landbúnað, og af því að sér hefði ekki betur skilizt, en hinn núverandi stjórnarfulltrúi væri mjög andvígur þjóðjarðasölu, vildi hann taka. það skýlaust fram, að hann áliti það rétt og sjálfsagt, að selja allar þjóð- jarðir, og það sem fyrst. f>jóðjarðirn- ar væru og hefðu verið hálfgerð vand- ræðaeign fyrir landssjóð; þyrfti þar eigi annað en minna á Arnarstapaum- boðið. Að vísu hefði verið lagt fram nokk- urt fé til húsa og jarðabóta nú síð- ustu ár gegn 4°/0 hækkun á afgjald- inu, en það mundi mega segja líbt um þennan styrk og lánin til presta- kallanna. f>ótt styrkir þessir gæti komið sér vel í bráð, þá fylgdi þar óþægilegur böggull Bkammrifi, afgjalds- hækkunin. Eina verulega bótin væri að láta þjóðjarðirnar falar með sér- ‘stökum vildarkjörum; hingað til hefði ekki verið slíku að fagna. Fyrst hefði kaupandi orðið að borga 1/i jarðar- verðsins þegar í stað, og síðan hitt, er eftir hefði staðið, með 6°/0 í 28 ár. Landbúnaður vor þyldi ekki þessi kjör. í Danmörku væri varið stórfé til að koma upp húsmannabýlum, og kjöriu væru þar þau, að lánþegi borgaði S1/^/^ af lánsupphæðinni í 115 ár, og hefði hann með þessu borgað lánið til fulls. f>að væri segin saga, að þar sem fáir sjálfseignarbændur væru í einhverri sveit, og afgjöldin færu mest út úr sveitinni, þar væii hagurinn þrengstur.. f>að hefðu heyrzt þær raddir, að eitfc hið mesta mein vort væru vesturfar- irnar, og að fólksleysið væri aðalmein bænda; helzta ráðið til að stöðva þennan útstraum væri það, að vinna að því, að hver og eina gæti eignast blettinn, sem hann sifcur á. f>ing og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.