Ísafold - 08.08.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.08.1903, Blaðsíða 3
203 stjórn verður í þessu eina og öðru að heimta meira, vilja meira og gera meira en hingað til, qg þvi kvaðst hann treysta, að hin nýja stjórn fylgd- ist betur með, og athugaði með betur opnum augum öll þjóðarmein vor en gamla stjórnin hefði gert. Yfirleitt kvaðst hann geta sagt það, að hann vildi heldur stórhuga stjórn, sem þing- ið þyrfti jafnvel að halda aftur af, en atjórn, sem v»ri bæði aðgerðahæg og viljalítil. Ólafur Briem kvað sér hafa orðið það fyrst fyrir, að líta á öítustu síðuna í fjárlagafrumvarpi stjórnarinn- ar, til að gá að, hvort þar væru ekki tilteknar einhverjar sérstakar fjárupp- hæðir til að lána til framfarafyrirtækja hér á landi, og hefði sér orðið hverft við, er hanu befði séð, að þar hefði ekki verið ætlaður einn eyrir í því skyni; og því undarlegra hefði sérþótt þetta, sem f seinustu fjárlögum hefði verið ætlað töluvert fé til slíkra lána, bæði til stofnunar klæðaverksmiðju, til að koma upp trésmíðaverkstæði og til skinnasútunar o. fl., fé, sem eigi væri sennilegt að hagnýtt yrði nærri til fulls á ytirstandandi fjárhagstímabili. J>að hefði þó mátt búast við, að stjórn in hefði fylgst svo vel með því, sem gerst hefði í klæðaverksmiðjumálinu, og um það hefði verið ritað, að hún hefði mátt búast við, að þar þyrfti á nýrri lánveiting að halda. því frem- ur hefði stjórninni átt að vera kunn- ugt um allan gang þessa rr.áls, sem hún hefði eftir beinum fyrirmælum þingsins orðið að gangast fyrir undir- ■fcúningi þess. — Beyndar hefði fjár- laganefndin bætt úr skák, með því að ætla 160,000 kr. til ýmsra lána. Kvaðst hann þess viss, að þessum til- lögum, um að styrkja af fremsta megni nytsemdarfyrirtæki, mundi verða vel tekið af þingi og þjóð. En þegar til stjórnarinnar kasta kæmi, þá rendu menn nokkuð blint í sjóinn með það, hvernig ályktanir þingsins uin þetta yrðu framkvæmdar. Bar hann nokkurn kvíðboga fyrir því, eftír undirtekturr stjórnarfulltrú- ans að dæma, að þessar lánveitingar kæmust lengra en á pappírinn. Und- irtektir stjórnarfulltrúans hefðu verið á þann veg, að sökum fjárskorts væru lánveitingaleyfi fjárlaganefndarinnar fjarstæða. En skorti landið fé, þá vildi hann spyrja, hvort það lægi eigi stjórninni næst að bera upp til- lögur um að útvega það. J>að lægi stjórninni miklu nær en einstökum þingmönnum. En það væri ekki einungis undir- tektir stjórnarfulltrúan8 heldur og und- an farin reynsla, sem vekti kvíða fyr- ir því, að eigi mundu mikil lán veitt úr landssjóði til framfarafyrirtækja, þótt leyfi væri fyrir því á fjárlögun- um. Sýndi hann fram á hvernig stjórnin hefði á fjárhagstímabilinu 1900 og 1901 farið þannig að, að lítið af lán- leyfunum hefði komið að notum. Hið eina, sem þetta hefði getað réttlætt,hefði verið það, að eigi hefði verið til fé í landssjóði, en svo hefði eigi verið; bæði við byrjun og við lok fjárhags- tímabilsins hefði verið mikið fé í landssjóði, og þó mun meira við lok þess. Eitt væri það sem sýndi, að landssjóður hefði ekki verið í sérlegri peningaþröng, og það væri, að hann hefði við árslok 1895, 1897, 1899 og 1901 átt á hlaupareikningi í lands- bankanum 100,000 kr. og þar yfir, sem þýddi það, að hann hefði baft þessa upphæS á 1°/. vöxtum í stað þ8ss að verja, henni til útlána í nyt- semdarfyrirtæka eftir beinni áskorun þingsins. Kvaðst hann eigi betur sjá en að hér væri það tvent gert í einu, að bægja landsmönnum frá að fá fé til fyrirtækja, sem þjóð og þing telur nauðsynleg, og að landssjóður hafi verið sviftur þeim vöxtum af fó sínu, sem hann hefði átt að fá; og að ef féð nú endilega hefði þurft að geym- ast í landsbankanum, þá hefði þó að minsta kosti átt að ávaxta það þar með sparisjóðskjörum. Stefán Stefánsson gerði fyr- irspurn um Lagarfljótsbrúarmálið; hvort það mundi hafa verið að kenna þeim, sem tekið höfðu að sér brúar- smíðið, eða verkfræðingi landsins, að brúarsmíðinu var hætt í miðju kafi. Guðlaugur Guðmundsson: Kvað framsögumann fjárlaganefndar- innar hafa gefið að ýmsu leyti fróð- legt yfirlit yfir það, hvernig tekjum landssjóðs hefði verið varið sííustu 20 árin, kvaðst hann samdóma um það, að þingið hefði í raun réttri verið framsóknarþing, og þar sem h. fram- sögumaður hefði sagt, að fram- sóknarstefnan ætti að ráða stefnu hinnar nýju stjórnar, en ekki flokka- nöfn og prentaðar stefnuskrár, þá vildi hann undirstryka þessi orð vegna stöðu háttv. framsögumanns í þinginu. Hann kvaðst vera því samþykkur hjá h. framsögum., að finna þyrfti nýja tekjustofna til þess að landslýð- urinn gæti staðizt vaxandi útgjöld til framkvæmda, því að það væri rétt athugað, að útgjöldin yxu hraðara en tekjurnar. Til þessa væru ýmsir vegir; einn væri sá, að gera einhverja af hinum gömlu tolltölum hreyfanlega, þannig, að þingið gæti á hverju fjár- hagstimabili ákveðið upphæðina hærri eða lægri, eftir því er þörf krefði. — Auk þessa væri ýmsum tekjustofnum þannig varið, að þá mætti hækka án þess sú hækkun kæmi nokkursstaðar tilfinnanlega við; þetta mál alt þyrfti rækilegrar íhugunar við. Á eitt vildi hann drepa og það væri það, að út- lendir kaupmenn, er rækju atvinnu á fleiri stöðum en einum, greiddu til- tölulegan hlut tekjuskattsins 1 hverju lögsagnarumdæmi, er þeir rækju at- vinnu í; áleit hann það heppilegra, að þeir greiddu gjaldið að eins á ein- um stað; á þann hátt mundi tekju- skattur þeirra verða miklu hærri. — Annað væri það og, er hann vildi minnast á, og það væru horfurnar í latínuskólanum. — það hefðu, eins og menn ræki minni til, verið samþyktar á síðasta þingi tillögur um breyting á tilhögun og niðurskipun námsgrein- anna í skólanum ; kvaðst hann vita það, að landshöfðingja mundi ljúft að skýra frá því, hvern árangur þessar tiUögur hefðu borið. |>á væri að víkja fám orðum að á- standinii í skólanum; þar væri talin ríkja töluverð hætta af sjúkdómum, en það kvaðst hann vona, að skóla- stjórn og skólalæknir mundu gera það, sem í þeirra valdi stæði, til að draga úr henni. En Hann kvaðBt og hafa heyrt það eftir mönnum út um land, að þar væri önnur hætta, er gerði það að verkum, að ýmsir hikuðu við að senda drengi sína í latínuskólann; það væri andlega loftið í skólanum og í bænum, sem menn væru hræddir við. Sjálfur kvaðst hann ekki geta sagt gjörla, hvað hæft væri í orðasveim þessum; það sem hann hefði heyrt væri það, að þar vendust ungir dreng- ir við óhlýðni, slæpingshátt og stráka- pör, en lítt væri orð á gjört um drykkjuskap; en hitt væri nóg til þess, að unglingarnir biðu þess eigi bætur. þetta ástand mundi þó eigi skólastjór anum að kenna. Aðalorsökin til þess mundi vera sú, að heimavistirnar voru afnumdar, en það hefði verið gert vegna sótthættunnar, og af því að skólahúsið svaraði eigi kröfum nú- timans til heimavista. Meðan heima- vistir og bæjarvistir hafi verið sam- hliða, þá hafi bæjarsveinarnir að jafn- aði þótt latari en hinir; væri það þvf svo í BÍnum augum, að bæjarvistir hefði slæm áhrif á pilta, er meðal annars lýsti sér í óhlýðni og ertni gagnvart kennurunum, og væru þeir þá eigi því meiri stillingarmenn, þá gæti fljótt komist í óefni. Kvaðst haDn þess viss að allir væru sér samdóma um það, að það væri lífsspursmál, að mentastofnun þessi væri í sem beztu lagi, því að í henni ættu þeir menn að mótast, er síðar- meir ættu að verða leiðtogar þjóðar- innar; þeir ættu að annast kristindóm og siðferði í landinu, þeir ættu að sjá lífi og heilsu manna borgið, og þeir ættu að vernda lög og rétt i landinu. En skóladaganna bæru menn menjar alla æfi. Vildi hann nú heyra hvort lands- höfðingja þættu þessar aðfinslur á rök- um bygðar, og ef svo væri, hvort hann mundi ekki vilja vinna að þvi, að kipt yrði í lag því, sem aflaga færi. Reyndist svo, að ólagið þætti stafa af því, að skólahúsið væri ekki viðun- andi, þá mundi það meir en tilvinn- andi, að byggja nýtt skólahús, með nægum og góðum heimavistum. íslandsbankinn. Um hann hafa stofnendur haus, þeir hæstaróttarmálaflutningsmaður Arntzen og stórkaupmaöur Warbuig skrifað hing- aö, að það hafi verið fastráðið, að þeir kæmu hingað með þessari ferð Ceres, til þess að setja bankann á fót. En þá hafi það óhapp viljað til, að helzti mað ur hlutafélagsins, víxlari Bing, sem stað- ið hafði fyrir útvegun hlutafjárins, hafi snögglega dáið, svo að þeir hafi nú orð- ið að semja við aðra banka um að taka að sér störf hans, og með því að þeim samningum hafi enn eigi verið lokið, hafi þeir orðið að fresta framkvæmd í málinu um nokkurn tíma. En víst telja þeir, að alt verði komið í kring í þessu efni svo tímanlega, að bankinn geti ver- ið kominti á fót fyrir lok septembermán- aðar, eða áður en einkaleyfisfrestur þeirra er útrunninn. Frá alþingi. Lög. 16. Um viðauka við lög um með- gjöf með óskilgetnum börnum o. fl. frá 12. jan. 1900. — Fúlga sú, sem krefj- ast má að sveitarsjóðir greiði samkv. 4. gr. laga 12. jan. 1900, skal eigi vera hærri en meðalmeðgjöf í þeirri sveit, er barnið dvelur í. Sýslunefndír og bæjarstjórnir skulu ákveða upphæð meðalmeðlag8 fyrir 5 ár í senn fyrir hvert sveitarfélag. Nú deyr barns- faðir, er kannast hefir við faðerni óskil- getins barns, án þess úrskurðuð hafi verið meðlagsfúlga sú, er honum bar að greiða og má þá krefjast meðal- meðlags af dánarbúi hans á þann hátt, er segir í 3. gr. laga 12. jan. 1900. 17. Um viðauka við lög 14. des. 1877 um tekjuskatt. — þeir, sem reka hvalaveiðar, skulu greiða tekjuskatt af atvinnu, svo sem aðrir atvinnurekend- ur, sem t9kjuskattskyldir eru sam- kvæmt lögum 14. des. 1877. 18. Um kosningu fjögurra nýrra þingmanna, — frumvarpið óbreytt eins og það kom frá efri deild; þingmenn- irnir skulu kosnir 1 í hverjum kaup- stað, Beykjavík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. 19. Um heimild til lóðarsölu fyrir Reykjavíkurkaupstað. — Bæjarstjórn getur heimtað endurgjald fyrir lóðir uudir hús i landareign bæjarins og ákveður hún verðið eftir tillögum bygg- ingarnefndar. Lóðin fellur aftur til bæjarins endurgjaldslaust, sé eigi hús reist á henni áður en 2 ár eru liðin frá því er kaupin fóru fram, en endur- goldin fær kaupandi, eftir óvilhallra manna mati, þau verk, er hann hefir unnið til umbóta á lóðinni. Á flœðiskeri staddur. Ef hlutabankinn ekki kemst á lagg- irnar og nýjafrumvarpið um miljónina fær ekki framgang, þá er landsbankinn »al- veg á flæðiskeri staddur«, segir Þjóðólfur. Ekki er nú búskapurinn beysinn. Vonandi að hlutabankinn komi, svo að landsbankinn lendi ekki á skerinu. Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, lagðist inn á Kommunespítalann 22. júlí. Hold- skurður var gerður á honum 28. júlí. Símritað til Leith 30. júlí síðdegis, að honuin liði eftir atvikum vel. Póstgufuskipid Ceres kom fr& út- löndum 6. þ. m. Farþegar voru: kanídat- arnir Halldór Gunnlaugsson og Magnús Sæbjörnsson; Jón kaupmaður Norðmannfrá Aknreyri, Jakob Hafstein (amtmanns), og allmargir útlendir ferðamenn. Jarðarför frú Önnu Jóhann- esdóttur fór fram í dag við mjög mikið fjölmenni. Húskveðju hélt síra Friðrik Hallgrímsson en dómkirkjupresturinn flntti ræðuna í kirkjunni. Kór kirkjunnar klæddur svörtum blæjum og prýddur ljósum. Stjórnarvalda-augl. (ágrip). Uppboð á húsi Rnnólfs Þorsteinssonar við Laugaveg i Rvík 1., 14. og 28. ág.; á Eiði í Seltjarnarneshreppi 7. og 21. sept. og 5. okt.; á Eyjnm í Breiðdalshreppi I Suður-Múlas. 28. ág. og 1. og. 15. sept. Skiftafundur i dánarbúi Páls Jónas- sonar frá Vörnm i Crullbr.sýslu verður haldinn á skrifstofu sýslunnar (Hfirði) 8. sept. á hád. ■ZfiHBHHHHHMIií&iSUEiKSSSSHSHHI Sörgegudstjeneste for Pave Leo XIII. Þliver lioldt Tirsdag d. 11. ds. Kl.ö Porm.í Landakntskirken. Brúnn skinntrefill með dýrshöfði tap- aðist. Finnandi er beðinn að afhenda í Kirkjustræti. G. Arason. Gluggafóg, vel smiðuð, úr góðu efni, óskast keypt nú þegar. Ritstj. vísar á. Hór ineð tilkynnist, að eg banna öll- nm að skjóta f u g 1 a I landi minu eða fyrir þvi. Lambastöðum 7. ágúst 1903 Ingjaldur Sigurðsson. Tapast hefir 5. ágúst vasaklútnr frá Hótel Island og upp á Hverfisgötu nr. 42, með talsvert af peningum. Finnandi er beð- inn að skila þeim gegn riflegnm fundar- launum til Sig. Péturssonar lögregluþjóns. Tannbaukur nýsilfnrbúinn ófangamerkt- ur, tápaðist á götum Reykjavikur fyrir of- an lækinn. Finnandi beðinn að skila til hr. Sigurðar Kristjánssónar bóksala i Reykja- vík, eða Jóns Þórðarsonar á Berustöðum I Ásahreppi, mót fundarlaunum. J. P. Bjarnesen selur Gólffernis Blýhvítu Zinkhvítu Pensia- eru beðnir að vifcja ísa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.