Ísafold - 15.08.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.08.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist eínu sinni eÖa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Keykjavík laugardaginn 15. ágúst 1903 58. blað. JúiáJadl JÍÍa/ufaAMv 1. 0. 0. F. 858219. G-jalddagi blaðsins var 15. júlí. Augnlæknirig ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8V2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 0g einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og )d. ti) útlána. Náttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14h 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Mcntafýsn æsknlýðsins Og landbúnaðurinn. I. »|>jóðin er að verða vilt. Hjá langflestum unglingum klingir nú: *Bg vista mig ekki; egferaðverða laus og menta mig. Og það gerir alvöruúr þessu; fertil Eeykjavíkur eða eitthvað í kaupstað. Og hvað lærir bvo þetta fólk? Helzt til margir það eitt, að kunna ekki neitt og eignast ekki neitt«. f>að eru athugaverð orð þetta, sem ónafngreindur alþýðumaður einn ritaði i ísafold í vor. Fyrst og fremst af því, að þessi skoðun er býsna almenn orðin, þótt ekki 8é henni venjulega haldið svona hlífðarlaust fram. Mjög margirgreind ir og mikilemetnir menn vor á meðal eru óefað þeirrar trúar, »að þjóðin sé að verða vilt«, eins og komist er að orði, og velferðarmálum vorum standi af því veruleg hætta. Og þá eru þessi tilgreindu orð ekki síður athugaverð fyrir þá sök, að höf- undur þeirra hefir því miður mikið til síns raáls. f>að er ekki mikill vandi að koma með næg dæmi því til sönnunar, að fólkið sé farið að verða ískyggilega frá- sneitt sveitalífinu og erfiðisvinnunni. Ekki þarf annað en benda á það með- al annars, að hvert sinn er losnar búð- arþjónsstaða í kaupstað, eða hvert það starf annað, sem lítið líkamlegt erfiði útheimtir eða almenningur telur veg- legra en slétta og rétta erfiðisvinnu, þá eru í boði margfalt fleiri en hlotið geta starfið, og bjóðast auk þess fyrir miklu lægri laun, en þeir gætu átt kost á hjá sveitabændum eða við aðra erfiðisvinnu. Og svo eru ekki svo fá dæmi þess, að þetta fólk taki það til bragðs, að ganga blátt áfram iðjulaust mestan •hluta ársins, vinna sem allra minst að þaö getur komist af með, og safna skuldum; en sveitabændurnir geta ekki rekið atvinnu sína fyrir fólkseklu. því verður ekki neitað, að eitthvað er meira en lítið bogið við þetta ástand. Og sé það satt, sem ekki skal neitt fullyrt um, að þetta sé að færast í vöxt, þá er brýn þörf á að gera sér ljósar orsakir þess sem allra fyrst, og finna ráð til að kippa því í liðinn. |>ví þ a ð er áreiðanlegt, að annað eins og þetta er engin tilviljun. jpjóð- in verður ekki »vilt« svona alveg upp úr þurru, sem kallað er. Alt hefir sínar eðlilegu orsakir. Æskulýðurinn verður auðvitað ekki ætíð eins og eldri kynslóðin ætlast til, en orsökin er þá oftast miklu fremur sú, að hann hefir ekki sætt réttri meðferð, heldur ön hitt, að börnin séu á nokkurn hátt spilt- ari en foreldrarnir að eðlisfari. |>eir annmarkar, sera eru á hugsunarhætti unga fólksins nú, h 1 j ó t a að eiga rót sína að rekja til fortíðarinnar. |>að er ómögulegt að láta sér standa á sama um þetta, og lifa í þeirri trú, að ekki sé til neins um það að fást, bezta ráðið sé að lofa fólkinu að reka sig á og læra af reynslunni. f>að er hætt við að sú reynsla gæti orðið ó- þægilega dýrkeypt, og svo mun revnsl- an eins oft verða sú, að þeir sem\inu sinni eru búnir að venja sig á iðju- leysi, verða alla tíð gagnslitlir sjálfum sér og öðrum. En þjóðinni stendur voði af þessu. Engar verklegar framfarir geta átt sér stað nema til séu menn, sem fúsir eru að vinna og k u n n a að vinna. Pari þeim fækkandi, sem fást til að leggja á sig erfiði, andlegt eða líkam- legt, þá fer að sama skapi þverrandi alt framkvæmdalíf þjóðarinnar. Og þó er hitt verra, að siðgæði hennar fer hnignandi. f>að er óyggjandi sann- leikur og staðfestur af reynslunni, að iðjusemin hefir göfgandi og bætandi áhrif á siðferðislíf mannsins, en iðju- leysinu fylgir oft ýmis konar spilling og óheilbrigð lífsskoðun. Auðmagn stoðar ekkert ef starfs- mennina vantar; því þar sem starfs- fýsnin er dáin út, má og eiga það hór um bil víst, að ráðdeildin er á þrotum. f>að tvent fer venjulega saman. Fyrir þá sök hverfa oft svo fljótt úr sögunni auðsöfn einstakra manna. Niðjarnir hafa of litla hvöt til að starfa og eru oft og einatt lítt hvatt- ir til þess í æsku. Með iðjuleysinu er eins og höfgi falli á alla hæfileika sál- arinnar, og ekki líður langt um, unz reynslan leiðir það í ljós, að niðjarnir fá eigi gætt þess, sem feðurnir höfðu safnað. Engin þjóð má síður við því en vér íslendingar, að láta ónotaðan þann vinnukraft, sem til er í landinu. Heim- ili, sem hefir fáum á að skipa en mörg störf óunnin, má illa við því að slæ- lega sé starfað. íslenzka þjóðin á svo mörgum störf- um ólokið, sem mikið liggur á. Land- ið er vanrækt, og ótal ómetanlegar auðsuppsprettur liggja ónotaðar, végna vankunnáttu, dáðleysis og féleysis lands- manna. Mannfæðin er tilfinnanleg, en hitt er þó tilfinnanlegra, hve illa not- ast að þeim mannafla, sem til er. Bændunum er full vorkunn, þótt þeim verði gramt í geði yfir ástand- inu, og líti óhýru auga til brottflutnings verkalýðsins úr sveitunum. f>að er í meira lagi óglæsileg tilhugsun, að sjá engin úrræði til að notfæra' sér af- urðir bújarðarinnar sinnar, horfa á hana falla í órækt, og efnahaginn fara síversnandi, af því að ekki er kostur á verkafólki, til að vinna á búinu. Engum ætti því að vera kærara en þeim, að komist verði fyrir orsakir þessarar breytingar, svo að ráð yrðu fundin til að koma í veg fyrir hana. Ástæðan til þess, að fólk flytur brott úr sveitunum, er vafalaust fleirí en ein. Fyrst og fremst flytja sig margir þaðan af þvf, að þeir eiga kost á arðsamari atvinnu annarstaðar. Um það er ekkert að segja. f>að virðist vera í alla staði réttmæt og eðlileg ástæða. Flestir vilja sitja við þann eldinn, sem bezt brennur. En af þeirri ástæðu verða menn aldrei ónytjungar. Af þeirri ástæðu bjóða menn sig ekki í búðarþjónsstöðu fyrir lægra kaup en jafnvel smalar geta fengið í sveit, og sízt fer nokkur maður af þeirri ástæðu, að taka upp á því, að ganga iðjulaus marga mán- uði ársins og safna skuldum. Nei, orsökin er einhver önnur. En hver er hún þá,? Svarið er á reiðum höndum hjá öllum þeim, sem eru sömu skoðunar og rithöfundurinn í ísafold, sem orðin eru tekin eftir í upphafi þessarar greinar. það er mentafýsn og sjálfræðis- löngun æskulýðsins, sem veldur þessu öfugstreymi, segja þeir. Látura svo vera. Sjálfsagt hafa þeir töluvert til síns máls, sem þessu halda fram. því það er enginn efi á því, að mentaþráin er býsna sterk hjá þjóð vorri yfirleitt. það getur að minsta kosti ekki dulist neinum þeim, sem hefir gert sér far um að kynnast til hlítar alþýðunni, kjörum hennar og hugsunarhætti. |>að er víst óhætt að fullyrða, að í hverri einustu sveit á landinu sé til meira og minna af ungu fólki, sem brennur af löngun eftir að afla sér mentunar, hugsar ekki um annað, vakandi og sofandi en að finna einhver úrræði, til að fullnægja þeirri löngun sinni, og gleypir með áfergju hvern einasta mola þekkingarinnar, sem það getur komíst yfir, oft og tíð- um án þess, að gera sér nokkra grein fyrir, hvort þeir molar hafa að geyma holla næringu fyrir sálarlíf þeirra og siðgæði, eða eru ekkert annað en andlegur óþverri og sóttkveikjuefni ljótustu lasta. En því miður eru Hfskjör allmargra þessara unglinga þannig, að þau neyð- ast til að kæfa niður þessa þrá, brenna inni með hana fyrir fult ogalt; og hægt væri að nefna fjölda-mörg dæmi þess, að beztu hæfileikar hafa orðið að engu fyrir þessa sök. Stundum ber það og við, að æfi þessara efnilegu og framgjörnu ungl- inga verður blátt áfram átakanlegur harmsöguleikur, sem hver góður mað- ur hlýtur að komast við af að hugsa um. það er alt af sárt að vita góða hæfileika verða að engu, eða því sem næst, fyrir þá sök, að engin rækt er við þá lögð. En hitt er þó sárara að sjá, er mentaþráin, jafn-réttmæt, eðlileg og æskileg sem hún er, leiðir menn á glapstígu, af því að henni var ekki í tíma beint í rétta átt, og verður þeim fyrir þá sök að gæfuráni. — Dæmi til þess eru sorglega mörg, en hér er ekki tími til að telja þau upp. En á það vildi eg benda, að sé það satt, að mentafýsn æskulýðsins valdi því öfugstreymi í lifnaðarháttum yngri kynslóðarinnar, sem nú á tímum er mjög kvartað yfir, þá er það a f v e g a- leidd mentafýsn. En hverjum er um að kenna? Og hvernig verður þessu kipt í lag? Um það verða væntanlega skiftar skoðanir. Svo mikið er víst, að hvorki verður það gert raeð afskiftaleysi, því það lagast ekki af sjálfu sér, og ekki heldur með því, að ónotast yfir því í ræðum og ritum. Eætur þessa meins liggja dýpra en svo, og það verður ekki læknað nema komist verði fyrir upptökin. J. J. Páll amtm. Briem bætir gráu ofan á svart. I. Fyrir hálfu ári hefði eg orðið að láta segja mér það tvisvar, að hr. amtm. Páll Briem gæti skrifað slíkar greinar, sem hann hefir látið prenta í 42. og 43. tbl. »Norðurlands«. Fyrir hálfu ári skrifaði hann í sama blað langar ritgerðir um »pólitiska stigamensku*, »deilur og drengilega baráttu«, þar sem hann með réttu vítti mjög ruddaskap manna í riti og ræðu, ódrengskap og óheilindi. þóttu mér ritgjörðir þessar að mörgu leyti góðar og orð í tíma töluð. Eg hefi altaf virt þá menn, sem prédikað hafa vel fyrir lýðnum og gefið honum gott eftirdæmi með því að hegða sér sjálf- ir eftir þeim reglum, sem þeir hafa kent öðrum, en aftur hefi eg óbeit á þeim herrum, sem troða sér upp á al- þýðu með háfleygar og harðorðar siða- kenningar, en eru þó fyrstir raanna til þess að brjóta sínar eigin kenning- ar, og það oft og einatt svo gífurlega, að fáir mundu frekar gert bafa. Fyrir hálfu ári kom mér ekki til hugar, að eg mundi lenda í annari eins deilu við hr. amtm., eins og raun er á orðin, og sízt datt mérþaðíhug, að höf. fyrnefndra siðaprédikana mundi færa sig svo gjörsamlega úr sínu góða skinni, að hann yrði ber að þvf, að vera meiri ódrengur í polemik eða polemiskur stigamaður, en allflestir þeir, sem nú á síðari árum hafa skar- að fram úr í þeirri grein. Fyrir hálfu ári heimtar hr. amtm., að þeir, sem riti í blöð, hætti öllum* getsökum — hvað þá átyllulausum getsökum — í garð einstakra manna, og hygg eg að áskorun sú hafi borið góðan árangur hjá mörgum, »að undan- teknum amtmanninum«,því að nokkr- um vikum síðar veður hann upp á mig með ástæðulausar en illgjarnar getsakir um undirróður gegn amtsskip-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.