Ísafold - 15.08.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.08.1903, Blaðsíða 3
211 is afbrigðin innan hverrar tegundar. |>au áhöldin, er reyndust bezt, útvegar svo félagið og selur bændurn. 1 þessu er fólgin mjög mikil fram- för frá því sem er, og um leið mikill sparnaður fyrir þá, er verkfærin kaupa, bæði beinlínis og óbeinlínis. Öll áhöld til rjómabúanna ætti Bún- aðarfélagið einnig að útvega eða sjá um útvegun á, eins og rjómabúafuud- urinn fyrir Árnes- og Bangárvallasýsl- ur síðastliðinn vetur óskaði eftir. |>á ætti félagið ennfrémur að kaupa og gera tilraunir með ný og lítið þekt vinnuáhöld og verkfæri. Gefist þau vel og þyki hentug, þá er ekkert eðli- legra en að félagið beitist fyrir út breiðslu þeirra og notkun. Komist alt þetta í framkvæmd, er fengin trygging fyrir því, að bændur fái að eins góð og hentug áhöld. fetta fyrirkomulag hefir og þann kost í för með sér, að bændur vita hvert þeir eiga að snúa sér með verk- færapantanir og fyrirspurnir um notk- un þeirra. Og hvað verðið snertir, þá verður það að minsta kosti ekki hærra en það gerist nú; jafnvel oft töluvert lægra. Vonandi tekur næsta búnaðarþing málið til yfirvegunar og athugunar, — og efast þá enginn um æskileg úr- slit þess. Sigurður Sigurðsson. Viðtökurnar. |>að er alkunnugt, þegar fyrir löngu, að erindi Jóns yfirdómara Jenssonar til Kaupmannahafnar var það, eins og hann sjálfur komst að orði: »að vinna stjórnina (íslands-ráðgjafann) til að láta uppi skýrt og tvímælalaust, hvern skilning hún legði í ríkisráðs- ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins, og á hvaða skoðun um stjórnlega stöðu íslands í ríkinu þetta ákvæði væri bygt«. (Ingólfur 19. tölubl.). þegar til Kaupmannahafnar kom, gekk yfirdómarinn á fund íslands- ráðgjafans og bar upp erindi sitt; en óðar en hann nefndi stjórnarskrármálið, lýsti ráðgjatinn yfir því, að um það mál semdi hann að eins við alþingi fyrir milligöngu stjórnarfulltrúans (landsh.). Hann kvaðst hafa gefið landshöfðingja allar þær fyrirskipanir (Instruktioner) í málinu, er hann ætlaði að gefa honum; kvaðst annars hafa verið nógu greinilegur í athuga- semdunum við frumvarpið. Yfirdómarinn tók það fram, að það væri einkennilegt og ónærgætið af stjórninni, sem vegna fjarlægðar gæti ekki sjálf mætt á þinginu, að fást ekki til, þegar á hana væri skorað, að láta þinginu í té, gegnum umboðs- mann sinn, skýrslur og skýringar, er því væru nauðsynlegar. Báðgjafinn kvaðst, einmitt vegna hinna sérstöku kringumstæða, ekki finna ástæðu til að gera neitt. Að endingu spurði yfirdómarinn ráð- gjafann, hverja »stjórnskipulega nauð- syn« bæri til þess, að bera sérmál ís- lands upp í ríkisráðinu. Báðgjafinn neitaði að svara þeirri spurningu eða gefa frekari skýringar um málið, og þar við sat. þessar voru þá viötökurnar, sem yf- irdómarinn fekk hjá íslandsráðgjafan- um, og þykir rétt að þær komi fyrir almennings augu, sem framhald og niðurlag þess, er áður hefir verið sagt hér í blaðinu um utanför yfirdómar- ans. Getur nú hver og einn Ieitt út af þessum viðtökum þær ályktanir, er honum þóknast. f>að eitt viljum vér um þær segja, að eigi þær að vera fyrirboði frjáls- legrar og mannúðiegrar sjórnar, þá lofa þær ekki góðu. Svör landshöfðingja: f>egar það fréttist, að ráðgjafinn kvaðst hafa gefið landshöfðingja allar þær skýringar og fyrirskipanir um stjórnarskrármálið, er hann ætlaði sér að gefa honum, fóru margir að verða forvitnir og langaði til að heyra hverj- ar þær »instrúktiónir« væru, sem ráð- gjafinn hefði gefið landshöfðingja. Tækifærið var þyí notað er stjórnar- skrármálið var til 2. umræðu í efri deild. fúngmaður Barðstrendinga bar þá upp fyrir landshöfðingja eftirfylgjandi þrjár spurningar: 1. Eru sérmál íslands lagalega óháð atkvæði hinna dönsku ráðgjafa, ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum ? 2. Er hin núverandi stjórn sömu skoðunar og hægrimannastjórnin áður um nauðsynina á ríkisráð- setu ráðgjafa íslánds (ráðgjafabr. 29. maí ’97 og 26. maí ’99) sam- kv. 15. og 16. g'r. grundvallarlag- anna og um ábyrgð hans fyrir ríkisþinginu samkv. 14. gr. grund- vallarlaganna? 3. Hvaða stjórnarfarslega nauðsyn er átt við í athugasemdunum við stjórnarfrum. í fyrra, þar sem sagt er, að það sé nú sem fyrr stjórn- arfarsleg nauðsyn, að sérmál ís- lands séu borin upp í ríkisráðinu? Laudshöfðingi svaraði spurningunum á þessa leið: Hann kvaðst ekki geta gefið neinar leiðbeiningar um skoðanir stjórnarinn- ar á spurningunum. Stjórnin hefði álitið, að úr því að málinu hefði ver- ið svo vel Jtekiðí fyrra sumar, þegar frv. var samþykt í einu hljóði af báð- um deildum alþingis, þá þyrfti ekki að gefa neinar sérstakar upplýsingar í málinu, enda ekki búist við neinum vafaspurningum í því. Prá eigin brjósti kvaðst landsh. svara fyrstu spurningunni með hreinu jái. Dönsku ráðgjafarnir hafi aldrei átt að hafa nokkur atkvæði eða af- skifti af sérmálum Islands samkvæmt stjórnarskránni. Ounur spurningin þótti lh. dálítið skrítiu. Fyrst og fremst kæmi það engum við, hvort hin núverandi stjórn áliti skoðun hægrimannastjórnarinnar, sem hefði verið látin í ljósi þegar alt öðruvísi hefði á staðið en nú, rétta; og í öðru lagi leiddi það af flutuingi íslandsráðgjafans frá Khöfn til Beykja- víkur, að haun gæti eigi verið með- limur ríkisráðsins. Meðan ráðgjafinn hefði setið í Khöfn hefði hann verið meðlimur ríkisráðsins, en nú væri það fýsiskur ómögulegleiki; maður, sem búsettur væri í Kvík, gæti ekki átt sæti í ríkisráði í Khöfn, fremur en búsettur maður í Ameríku gæti átt sæti í bæj- arstjórn Bvíkur. Með orðunum »stjórnarfarsleg nauð- syn« meinti ráðgjafinn ekkert annað en það, að það sé álitið sjálfsagt í öllum þeim löndum, þar sem er þing- bundin stjórn, að hinn æðsti valds- maður, hvort sem hann heitir keisari, konungur eða »Præsident« staðfesti lög í ríkisráði sínu. Páfi er kosinn S a r t o kardináli, er tekur sér nafn- ið Píus X. Frá alþingi Lög. 29. Um löggilding verzlunarstaðar á Grenivík við Eyjafjörð. Fallin frumvörp. 14. Um skifti á jörðunni Árbakka í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu og jörðunni Yztagili í Engihlíðarhreppi í sömu sýslu (nd.). 15. Um afnám svonefndra Maríu- og Péturslamba (Ed.). l»ingnefndir. Ferðakostnaðarnefnd: Guðj. Guðl., Guðl. Guðm., Gutt. Vigfúss., Klemens Jónss., Ólafur Briem. þingsályktunartill. um milliþinga- nefnd í kirkjumálum: Guðl. Guðm., Lárus Bjarnas., MagnúsAndr., Stefán Stefánss., þórh. Bjarnarson. Gjöf Jóns Sigurðssonar. Sameinað þing kaus 13. þ. m. í nefnd til að dæma um rit til verðlauna af þeim sjóði, þá Eirík Briem prestaskóla- kennara með 32 atkvæðum, Björn Ólsen rektor með 18 atkv. og lands- höfðingja Magnús Stephensen með 17 atkvæðum. Tveir hinir fyrtöldu voru áður í nefndinni ásamt yfirkennara SteÍDgrími ThorsteinsBon, sem nú hlaut 15 atkvæði; sömu atkvæðatölu (15) hlaut og Hallgrímur biskup Sveins- son. Kosningarkæraii úr Suðurmúlasýslu. Kjörbréfanefndin, sem hafði með böndum kærur yfir kosningunni í Suður-Múlasýslu, lagði það til, að al- þingi »sendi hinar framkomnu kærur forsetaveginn til landsstjórnarinnar með áskorun um, að hún láti rann- saka kjörskrárnar í Suður Múlasýslu, sem giltu frá 1. júíí 1902 til 30. júní 1903, og samningu þeirra af hendi hreppsnefndanna, og leggi árangurinn af þeim rannsóknum í síðasta lagi fyrir næsta þing 1905*. þessi tillaga nefndarinnar var sam- þykt í einu hljóði á þingfundi í sam- einuðu þingi 13. þ. m. Kirkjumálin. Efri deild hafði til 2. umræðu í gær frumvarpið um sameiningu forstöðu- mannsembættis prestaskólans við bisk- upsembættið. Eftir nokkrar umræður var málinu ráðið til lykta að þessu sinni með rökstuddri dagskrá, svo lát- andi: »Efri deild alþingis skorar á lands- stjórnina að leggja fyrir milliþinganefnd þá, er væntanlega verður skipuð um kirkjumál landsins, til íhugunar frum- varp það um sameining forstöðumanns- embættisins við prestaskólann við bisk- upsembættið, sem samþykt hefir verið í neðri deild, og tekur því næst fyrir næsta mál á dagskrá*. þingsályktunartillagan um milliþinga- nefndina er nú komin fyrir neðri deild, og nefnd skipuð þar til að íhuga mál- ið. Tillagan hljóðar svo: »Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina, að gera sem fyrst ráðstafan- ir til að safna öllura nauðsynlegum skýrslum, er snerta hag kirkjunnar, og skipa 5 manna nefnd milli þinga til að taka kirkjumál landsins til rækilegr- ar íhugunar í heild sinni og koma fram með ákveðnar tillögur um: 1. Hagkvæma skipun kirkjumálanna^ er veiti þjóðkirkjunni slíkt sjálf- stæði og sjálfstjórn í sínum eigin málum, sem hún eftir eðli sínuog 45. gr. stjórnarskrárinnar á heimt- ingu á og þarfnast, til að geta full- nægt ákvörðun sinni. 2. Hvort eða að hve miklu leyti það verði að álftast nauðsynlegt, að kirkja og ríkisfélag sé eftirleiðis sameinað, eins og til þessa hefir verið. 3. Hagfelda skipun prestakalla í land- inu. 4. Nauðsynlegar umbætur á launa- kjörum presta og prófasta, bæði að því er snertir launin sjálf og innheimtu þeirra«. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykti á fundi 6. þ. m. að taka að hálfu leyti þátt i kostnaðinum við girðingu þá, sem verið er að gera frá »Beneventum« niður að Fossvogi. Erindi frá kaupm. W. 0. Breiðfjörð um lýsingu með acetylengasi var vísað til bruna- málanefndar. Bæjarstjórnin lét það álitiljósi, að hæfi- legt væri að Reykjavíkurkaupstaður greiði »5 kr. af þurfamanaaflutningskostnaði Kjós- ar- og G-ullbringusýslu og Reykjavikurkaup- staðar árið 1902, sem alls nam 322 kr. 58 a. Magnúsi Jónssyni i Garðbæ var leyft að nota sér slægjur i mógröfunum meðfram Meistaravelli að sunnanverðu. Samþyktar voru þessar brunabótavirðing- ar: Hús Þorsteins Jónssonar við Yestur- götu 12,139 kr.; Valdimars Ottesen við Laugaveg 9,134 kr.; Ólafs Ólafssonar við Bergstaðastræti 5,176 kr.; Geirs Zoega kaup- manns (i stað húss, er brann 18. apr. þ. i.) 4,550 kr.; frú Bjargar Jónsdóttur (Doktors- hús) 3,860 kr.; Sveinbjörns Stefánssonar við Skólavörðustig 3,445 kr.; Björns Guð- mundssonar og Jes Zimsen (fiskgeymsluhús á Kirkjusandi) 3,075 kr.; Ingiríðar Jóns- dóttur við Kaplaskjólsveg 2,812 kr. Frestað var að sinni að samþykkja bruna- bótavirðingu á húsi Th. Thorsteinsson kaup- manns. Fjárveiting til vegarlagningar meðfram Skólastræti var aukin um 71 kr. Bæjarstjórnin afsalaði sér forkaupsrétti að erfðafestulandi Halldórs Jónssonar i Bráð- ræði, V otavelli, en áskildi sér óskertan rétt til ókeypis vegarstæðis þar, ef á þarf að halda siðarmeir. Til sjómanna á íslandi. Á fiskiraonsóknaskipinu »Thor«voru f vor er leið m e r k t i r allmargir skarkolar (Eödspetter) á Skjálf- andaflóa og þeim slept þar. Merkið er tvöfaldur hnappur úr beini og látúni og brent á hann númer og stafirnir Da (=Danmörk). Ef íslenzkir sjómenn skyldu fá þannig merkta skarkola, eruþeirbeðn- ir að koma þeim í heilu líki til næsta Býslumanns, er lætur mæla þá, hirðir merkin og borgar 1 krónu fyrir hvert merki, þeim er með fiskinn kemur. Joh. Schmidt mag. scient. Utanáskrift: Fiskeriundersögelserne Köbenhavn Ö. þetta eru önnur blöð beðin að taka upp til birtingar. Amerískt skemtlskip. Skemtiskipið »Aloha« frá New- York kom hingað sunnudagsmorguninn 9. þ. m. Með skipinu er eigandinn hr. M. C. James ásamt konu sinni og 3 kunningjum þeirra. Daginn eftir komu skipsins ferðaðist fólk þetta til þingvalla og Geysis og kom aftur 13. þ. m. Ekki voru menn þessir svo hepnir að sjá Geysi gjósa, en veður var gott og gátu þeir því notið náttúrufegurð- arinnar, sem þeir dáðust mjög að, og kváðust hvergi hafa séð jafn mikla. Héðan fer skipið til Noregs ogþað- an til Kaupmannahafnar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.