Ísafold - 15.08.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.08.1903, Blaðsíða 2
210 un í ÁuBtnramtinu, og svífist ekki að búa mér til óhreinar hvatir, til þess að kasta sannindablæju á mál sitt. Auðvitað hefir hr. amtm. ekki áunnið sár annað með flani sínu, en hæðnis- bros flestra og vorkunn nokkurra, en eg neyddist þó til þess að bera af mér ósómann, og skrifaði því fyrir rúmum mánuði greinarkorní »ísafold«, sem að allra þeirra manna dómi, jafnt vina og venzlamanna Fáls Briem sem annara, er orð höfðu á, var mjög svo kurteist og hógvært í alla staði. Hugðu þá margir, að hr. P. B. mundi leið- rétta misskilning(?) sinn og biðja mig velvirðingar á flani sínu — en, sancta simplicitas! annað varð ofan á. Grein- ar amtmannsins, dýralæknirinn og fjár- kláðamálið, bera vott um alt annað en að hr. P. B. eigi hægt með að brjóta odd af oflæti sínu, enda kemur hann þar fram í þeim búningi, að sízt mun ástæða til að taka á honum með silkihönzkum úr þessu. Fyrir hálfu ári skorar amtm. á blöð- in að ræða landsmál af hógværð. — f>að er mun hægra að gefa holl ráð en halda þau, eða svo vill átakanlega sannast á hr. amtmanninum, því að ekki man eg til að eg hafi lesiðgrein, sem betur hefir borið það með sér, að hún væri skrifuð í sjóðandi bræði, af heift og flaustri, en áðurnefnt )es- mál um dýralækninn og fjárkláðamál- ið. Eg tala ekki um stóryrði, getsak- ir og ranghermi; hugsanirnar og setn- ingaskipunin er víða svo á ringulreið, að hr. amtmaðurinn getur stundum ekki haldið sömu hugsun óbrenglaðri til enda. |>að er eins og maður sjái frávitareiðan mann vera að tutla af sér plöggin. Eitt af því, sem einna sorglegast er að skuli koma fram í svo ríkulegum mæli í þessum siðustu ritverkum amt- mannsins, er það, hve óráðvandlega hann fer með orð annarra; mætti við mörgu búast af ómerkari mönnum, þegar sjálfur amtm. hagar sér sem hann gerir. —Eg kalla það óráðvendni i ritdeilu eða »polemiska stigamensku«, þegar mótstöðumaður þykist tilfæra orð annars manns óbjöguð og gefur til kynna, með því að innsigla tilvitnuðu orðin með »gæsalöppum«, að rétt sé frá skýrt — en svífist þó ekki að kippa burtu einstökum orðum, svo að hugs- unin 1 setningunni verði alt önnur, eða breytir hugsuninni á annan hátt, alt eftir því sena viðkomandi í þann svipinn vildi hafa látið þann segja, sem deilt er við, til þess að glepja lesandanum sjónir og láta líta svo út, sem sjálfur hann hafi rétt, en hinn rangc. — Eyrir hálfu ári hefði eg ekki trúað hr. amtm. til þessa, en sjón er sögu ríkari, og bágt á eg með að trúa því, að hr. P. B. geti ekki lesið og skilið óbjagað mælt mál. Hver sá, sem vill lesa með athygli umgetnar greinar amtmannsins svo og grein mína í »Í8afold«, getur sannfært sig um það, að eg hefi hann ekki fyrir rangri sök, og skal eg tilfæra hér nokkur dæmi, svo að það verði lýðum ljóst, hverja aðferð hr. amtm. lætur sér sæma í ritdeilu. Hr. amtm. segir, að eg kalli fyrir- skipanir sínar »illar og óhóppilegar*, en ráði þó til að hlýða þeim; hugsar hann þar upp rækalli mikla refagildru, er eg muni hafa ætlað að veiða sig í(!). Allir geta nú fullvissað sig um það, að eg hefi hvergi í grein minni haft þessi orð um fyrirakipanir hr. P. Br. Um þær hefi eg að eins sagt, að eg áliti ekki »amtsboðið in casu heppi- legt« og ?að nefnd skipun hafi ekki verið vel ráðin«. Hinsvegar segist eg hafa getið þess í bréfi til prívat-manns eystra, »að þótt illar væru óheppilegar yfirvaldaskipanir, þá væri það þó yfir- leitt enn verra, er almenningur tæki til þeirra óyndisúrræða að óhlýðnast þeim«. þetta getur vonandi hver full- veðja maður skilið, að sagt er al- ment um yfirvaldaskipanir, og hver réttsýnn maður hlýtur að sjá það, að orðin eru sögð til þess að andmæla óhlýðni við skipun amtmanns, án þess að á hana sé lagður nokkur dómur í nokkra átt. Eg veit, að hr. amtm. er ekki svo skyni Bkroppinn, að hann mátti vel skilja þetta, óf hann hefði t. d. verið ögn óreiðari. — í ísafoldargrein minni segi eg: »Áð eg læt nú í ljósi það álit mitt, að nefnd skipun hafi ekki verið vel ráðin, hygg eg að verði eigi kláðamálinu til hnekkis framvegis«, — en þegar hr. amtm. fer að hafa þetta upp eftir mér, lítur það þannig út: »í ísaf.gr. sinni er hann að tala um, að hann sjálfur álíti, að ráðstafanir mínar (sic!) verði eigi kláðamálinu til hnekkis framvegis*. Hvað skyldi hr. P. B. hafa sagt um svona »drengilega bar- áttu« fyrir hálfu ári? En skil eg það, að hr. amtm. hefir viljað leiða lesand- anum það fyrir hugskotssjónir, hvílíkt píslarvætti hann, framfaramaðurinn, yrði að þola af afturhaldsmönnum eða þeim, sem sendir séu til höfuðs sér, eins og skilja má á grein hans, að hann dróttar að mér, þótt beint segi hann það ekki. — Orð mín í ísafold: »Eg vil taka það skýrt fram hér, að eitt kláðabað er ekki nægilegt, til að lækna kláða yfirleitt*, þykist amtm. hafa rótt eftir, en sleppir þó síðasta orðinu í setningunni; það »passaði ekki í kram« amtmannsins í þann svipinn. Hirði eg ekki að tína fleira til að sinni, enda má þetta vera nægilegt til þess að sýna ráðvendni amtm. í ritdeilu. »J>að, sem eg aðallega beindi að Magnúsi dýralækni«, segir amtm., »var kenningin um, að enginn væri kláðafróður nema hann. En þessu svarar hann engu f sinni löngu grein. Eg verð því að álíta, að hann sé þar sannur að sök«. Svo mörg eru þau orð. Eg trúi, að eg þurfi ekki að taka það fram við aðra, en hr. amtm., að þvílíkri »kenningu« gæti naumast nokkur heilvita maður haldið fram, og sízt hefir mér dottið það í hug, og því er óþarfi, að neita slikri heimsku. En það er bersýnilegt, að hr. amt. ætlar að álíta mig þar sannan að sök, ef eg sanna ekki það, sem de facto er ósannindi, að eg hafi látið ákveðin orð ótöluð (! !). það yrði langt mál, ef eg ætti að fara tilhlýðilegum orðum um öll »gull. kornin« í amtmanns-greinunum, enda gerist þess ekki þörf; fyrir athugulum lesara munu þau vera svo »sjálf- lýsandi«, að eigi þurfi þar frekari skýringa við. Hr. amtm. eyðir miklu rúmi í »M.« til þess að sýna fram á, að kenningar þær, sem settar eru fram í ritgjörð þeirri um fjárkláða, er eg skrifaði vet- urinn 1897, séu helberar falskenning- ar, og segir mig hafa unnið landinu mjög mikið tjón með þeim. Eitt af glappaskotum hr. amtm. er þá það, að hafa veitt mér 100 kr. verðlaun fyrir hanaúr amtssjóði. — Eg kom hingað til lands skömmu fyrir áramótin ’96— ’97 og þá beint frá »examens-borðinu«. Bitgjörðina skrifaði eg þá um vetur- inn. Hafði eg þá vitanlega mjög litla praktiska þekkingu á fjárkláða, enda hefir mér aldrei komið til hugar að halda því fram, að nokkurt af þeim undirstöðuatriðum, sem þar er bygt á, sé frá mfnu brjósti, hvorki upplýsingarnar um líf og lífseigju maur- anna né um sýkingarhættu, sótthreins- un og hvað það nú er, sem amtm. er að telja upp og ráðast á. Alt það er tekið upp úr þýzkum og dönakum fræðibókum og vitanlega viðurkent um allan hinn vísindalega heim. Hr. amtm. hefir skotið hraparlega fram hjá markinu, er hann fór að gefa mér sök á þessum »röngu og skaðlegu kenningum«. Væri honum nú nær að hlífa »Norðurlandinu« um sinn og ganga fram á vígvöllinn í einhverju europæisku náttúrufræðisriti, þótt lítt mundi hann vaxa af. Leitt er það, hve sárt amtm. finnur til »hinnar miklu vanþekkingar* minn- ar, sem honum »var ljós fyrir löngu síðan« og »gjört gæti landinu stórtjón*, og kvöl er að vita, að hann hefir geng- ið með þessi sárindi síðan 1898(!), en það var skömmu eftir að hann »fann þekkinguna* hjá Myklestad. — Fyrir 1 ö k u á r i skrifaði hr. Páll Briemí svari til Guðmundar Friðjónssonar í »Norð- urlandinu*: »Þér eruð með ónot til Magnúsar Einarssonar dýralæknis. En þetta er mjög ómaklegt. Magnús dýralæknir hefir þegar frætt oss svo mikið, að það verður ekki metið til peninga. Hann ritaði nákvæma rit- gjörð um fjárkláðann og þá fyrst fóru menn að fá þekkingu á fjárkláðanum«. — Eg minni á þessi orð til þess að sýna fram á, hvað byggjandi er á fleipri þeirra manna, sem símalandi eru um alla hluti í jörðu og á og virð- ast ekki láta annað en augnabliks vel- vild eða óvild stýra orðum sínum. Orð slíkra manna eru auðvitað svo ómerkileg, að ekki er heimtandi af nokkrum manni, að hann taki nokk- urt tillit til þeirra, hvað þá leggi þau sér á minni — og því er hr. amt- manninum vorkunn. Magnús Einarsson. Um verkfæri og útvegun á þeira. ii. Á búnaðarþinginu 1901 bar Stefán Stefánsson kennari fram þá tillögu, að fela Búnaðarfélagi íslands« að koma upp hér á landi, helzt i hverju amti, Sölu á jarðyrkjuverkfærum og búskap- aráhöldum, og hafa hór í Beykjavík safn af verkfærum til sýnis og reynslu*. Tillaga þessi var samþykt og síðan tekin til athugunar af félagsstjórninni. Búnaðarfélagsstjórnin tók það ráð, að skrifa ýmsum kaupmönnum á land- inu, og fór þess á leit við þá, að þeir tækju að sór umboðssölu á jarðyrkju- verkfærum frá ákveðinni verkfæraverzl- un erlendis. Flestir þeir kaupmenn, er skrifað var, tóku þessari málaleitun vel, og tjáðu sig fúsa að takast á hendur út- söluna. Eftir nokkrar bréfaskriftir milli félagsins og erlendra verkfæra- verzlana, varð það að samningum, að taka tilboði frá C. Th. Bom & Co í Kaupmannahöfn um sölu á verkfærum frá nefndu verzlunarhúsi. C. Th. Eom & Co. selur verkfæri, bæði stór og smá, frá ýmsum verk- smiðjum í Danmörku og Svíþjóð, og þykir verðið hátt. Taki Búnaðarfélagið að sér útvegun og útsölu á verkfærum, mun það naumast skifta framvegis við þann mann, heldur snúa sér aðallaga til þeirra, er búa verkfærin til. það mundi með öðrum orðum fá verkfærin frá fr'rstu hendi, og að einB þar, sem þau eru bezt. Með því eru allir milli- liðir útilokaðir og hefir það talsverða þýðingu, að því er verðið snertir. Flestir þeir, er hafa verkfæri á boð- stólum hér, kaupa þau í verkfæra- verzlunum, en ekki frá verksmiðjun- um. Milliliðir milli framleiðanda og notanda eru oft 2—3, og allir verða þeir eitthvað að hafa íyrir snúð sinn og Bnældu. Tökum til dæmis Bkilvindurnar_ J>ar er umboðsmaður ytra og útsölu- maður hér. Milliliðirnir eru tveir, og má með sanni segja, að annar þeirra sé með öllu óþarfur. Óg þessi óþarfi millilið- ur hækkar verðið um 10—15/». Oþarfir milliliðir í verzlunarviðskift- um eru illkynjað átumein í viðskipta- lífinu. þeir gera aldrei annað en að hækka verðið á vörunni, og er því fullkomin ástæða til að forðast þá sem auðið er. Fyrir Búnaðarfélagið væri einnig með öllu óþarft aö nota erlend verzl- unarhús fyrir milliliði milli sín og framleiðanda áhalda. Að eins þegar um amerisk áhöld er að ræða, verður naumast hjá því komist; en að öðru leyti er það hreinn óþarfi og nær ekki neiuni átt. í utanför minni síðastliðinn vetur grenslaðist eg eftir hvar búin væru til verkfæri og búsáhöld, sem eg taldi bentug hér á landi. þetta gerði eg aðallega til þess að geta síðar, ef til þess kæmi, að Bún- aðarfélagið tæki að sér útvegun á þeim, bent því á, hvar þau eru bezt. Jafu- framt þessu fekk eg upplýsingar um verðið, svo og með hvaða skilmálum félagið gæti fengið verkfærin. Ef til þess kæmi, að Búnaðarfélagið tæki að sér útvegun og útsölu á jarð- yrkjuverkfærum og vinnuáhöldum, þá yrði það að gerast eftir ákveðnum reglum, þannig löguðum, að félagið eigi ekkert í hættu. Hið fyrsta og sjálfsagðasta skilyrði er það, að öll þau áhöld og verkfæri, sem félagið útvegar, séu borguð fyrir- fram. Gjaldið verður að fylgja pönt- un, hvort hún er stór eða lítil, og frá þeirri reglu má eigi víkja. En sanngjarnt væri það, að félagið’ greiddi vexti af upphæðinni, ef hún næmi t. d. 25—50 kr. og þar yfir, en þó eigi fyrir skemri tíma en 1 mánuð. Fyrirkomulagið ætti að vera svipað eða bygt á sama grundvelli og ítöku- fólsskapurinn — »AndeIssystemet« — í Danmörku. Bezt mundi fara á því, að hvert búnaðarfélag myndaðideild og pantaði í sameiningu öll þau verkfæri er fó- lagsmenn þyrftu og ætluðu að útvega. sér það og það árið. Formaður fé- lagsins væri þá um leið deildarstjóri og tæki á móti pöntunum frá félags- mönnum og afgreiddi þær til Lands- búnaðarfélagsins, ásamt andvirði hinna pöntuðu áhalda. Verkfærapantanirnar ættu að vera komnar til fólagsins inn- an ákveðins tíma t. d. fyrir nýár. Hefði þá félagsstjórnin nægan tíma að athuga þær og afgreiða með miðsvetr- arferðinni. Áhöldin kæmu svo að á liðnum vetri hingað til Beykjavíkur, og væru síðan send héðan með fyrstu. ferðum strandbátanna og flóabátsins á. viðkomu8taði þeirra. þeirri mótbáru get eg búist við frá Landsbúnaðarfélaginu, að það hafi ekki húsrúm fyrir verkfærin eða safn a£ þeim. Til þess að bæta úr því eru tveir vegir; annar sá, að fólagið sjálft byggi hús — og með því mælir margt ann- að; — hinn sá, að leigja húsrúm fyrir verkfærin á hentugum stað í bænuru. Leigu þyrfti þá að vísu að greiða fyr- ir húsið; en engin frágangssök væri það fyrir félagið. Bændur mundu naumast telja þeim peningum illa var- ið, sem gengju til þess að borga með Ieiguna. Jafnframt því að' útvega verkfærin,. þarf Landsbúnarfclagið einnig að gera verklegar tilraunir með þeim. |>að þarf ,að reyna hinar ýmsu tegundir verkfæra, svo sem plóga, herfi, kerrur, skóflur, kvíslar o. s. frv., og sömuleið-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.