Ísafold - 19.08.1903, Blaðsíða 1
'&emur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
úramót, ðgild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
Reykjavík miðvikudaginn
19. ágúst 1903
54. blað.
JtuóÁidá jHaAýalMv
I. 0. 0. F. 858219.
IPP^ Gjalddag-i
blaðsins var 15. júli
Augnlækniny ókeypis 1. og 3. þrd. á
bverjum rnán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngrijiasafn opið md., mvd. og Id.
11—12.
K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op-
án á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8‘/s síðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. li á hverjum helgum degi.
Landákotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
-endur kl. 10‘/.2—12 og 4—0.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
■kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. ti) útlána.
Náttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið
4 sd. kl. 2-3.
Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Erlend tíðindi.
Páfakosningin.
Píus x.
Eins og til stóð, settist kardínála-
samkundan, er kýs páfann, á rökstóla
þ. 31. júlímánaðar. þar voru saman
iomnir 62 kardínálar. Kosningunni
var lokið snemma dags þ. 4. ágúst-
mánaðar. Sá sem kosningu hlaut heit-
ir Giuseppe Sarto. Hann tók
sér þegar páfanafnið Píus X.
þessi úrslit komu mönnum alveg á
óvart. Höfðu ýmsir aðrir kardínálanna
verið tilnefndir líklegir að ná kosningu,
og þeirra líklegastir voru aftur taldir
þrír. þeir heita Rampolla, Vanntelli
og Gotti. Annars er sagt að kosning-
in hafi gengið svo sem hér segir:
1. ágúst árdegis fekk Rampolla 24
atkv., Gotti 17, Sarto 5, Vanntelli 4,
aðrir fáeinir 1 hver.
Sama dag síðdegis fekk Rampolla
29, Gotti 16, Sarto 10, aðrir 3 flest.
2. ágúst árdegis fekk Rampolla 29
atkv. aftur, Sarto 21, Gotti 9, aðrir
fáeinir 1 hver.
Sama dag síðdegis fekk Rampolla
30 atkv., Sarto 24, Gotti 3, aðrir 2 og
1 hver.
3. ágúst árdegis fekk Sarto 27 atkv.,
Rampolla 24, Gotti 6, 3 fengu 1 atkv.
hver og á einum kjörseðli stóð »nemini«
(engum).
Sama dag síðdegis fekk Sarto 35
atkv., Rampolla 16, Gotti7, aðrir2og
1 og á einum seðli stóð eins og í fyrra
skiftið »nemini«.
Enn var kosning ólögleg, með því að
2/s atkvæða kardínálanna þarf til þess
að hún sé gild.
4. ágúst árdegis tókst hún loks. þá
hlaut Sarto 50 atkv., Rampolla 10 og
Gotti 2. þá kvað Sarto hafa greitt
Gotti sitt atkvæði.
Var þá Sarto rétt kjörinn páfi. Hann
var þegar spurður, hvort hann tækivið
kosningunni. Svaraði hannþááþessa
leið: »Að vísu er eg með öllu óverð-
ugur svo mikillar sæmdar, en meðþví
guði hefir þóknast að láta atkvæði
hinnar heilögu samkundu falla á mig,
hlýt eg að beygja mig fyrir vilja guðs
og treysta á hjálp hans«. þá féllu all-
ir kardínálarnir á kné fyrir honum og
hann veitti þeim blessun sína í fyrsta
skifti. Er hann því næst hafði tekið
á sig páfaskrúðann, settist hann í há-
sæti páfa. Kardínálarnir gengu þá
fram fyrir hásætið, emn og einn í senn,
féllu fram fyrir honum og kystu hann
á fótinn, höndina og báðar kinnar; en
páfinn faðmaði þá að sér og kysti þá
friðarkossinn. j>á gekk hann út á hin-
ar ÍDnri svalir Péturskirkjunnar og veitti
múgnum, sera þyrpzt hafði saman á
Péturstorgi, blessun sína.
Píus X. var áður erkibiskup í Fen-
eyjum. Hann er af almúgaætt, bónda*
sonur, er atgerfismaður mesti til sálar
og líkama, manna fríðastur sýnum og
gervilegastur, manna hógværastur og
lítillátastur, en jafnt fyrir því þrekmað
ur hinn mesti. j>ví er spáð, að þeim
verði betur til vina, hinum nýja páfa
og Ítalíukonungi, heldur en gerðist um
fyrirrennara þeirra. Hann er alveg
jafngamall því, sem Leó XIII. var, þá
er hann gerðist páfi, eða tveimur fátt
í sjötugt og sagður heldur heilsulítill
eins og hann. Mælt er að hann hafi
hjartasjúkdóm. Svo segir í gamalli
spádómsbók latneskri, þar sem lýst er
mörg hundruð páfum fyrirfram, að
eftirmaður Leó XIII. á páfastóli muni
verða «ignis ardens« (Iogandi eldur) og
er það þýtt svo, að hann muni verða
mjög kirkjulegur maður, fremur yfir-
hirðir, en heimshöfðingi mikill.
Sunnudag 9. ágúst á krýning páfa
að fara fram.
Heldur er ófriðarsamt enn á þing-
inu ungverska. Mótstöðuflokk stjórn-
arinnar, Kossuthflokknum, tekst að
aftra því, að þingið fái útkljáð nokkurt
mál, og ætlar sér með því að neyða
Khuen forsætisráðherra til að fara frá
völdum. Síðustu fregnir segja, að
Khuen muni ætla að leggja niður völd-
in og hafi þegar beiðst lausnar.
j>ingmaður einn af Kossuthflokknum
lagði fyrir nokkrum dógum á þingfundi
á borðið fyrir framan sig 12,000 krón-
ur í peningum, er hann kvað sér hafa
verið seDdar af manni einum í stjórn-
arflokknum, til þesB að fá sig til að
láta af mótþróa við stjórnina. Eittaf
blöðum flokksins hefir einnig skýrt frá,
að stjórnarflokkurinn hafl boðið sér fé,
ef það snérist í lið með stjórninni.
Khuen forsætisráðherra hefir lýst yfir
því, að sér væri með öllu ókunnugt
um mtitugjafir þessar, en Kossuth-
flokkurinn trúir því ekki gerla.
Fyrir skömmu brann veitingahús í
bænum Lárvík í Noregi. Bæjarfóget-
inn, er Salicath heitir, kom mjög
hrottalega fram við brunann, sérstak-
lega gagnvart mönnum nokkrum, er
komist höfðu við illan leik úr brunan-
um, meiddir og klæðlausir. j>essu reidd-
ust bæjarbúar mjög, og daginn eftir
gerðu þeir aðför að bæjarfógeta. Múg-
ur manns þyrptist að húsi hans og
kastaði grjóti á húsið. Einn steinninn
kom í höfuð bæjarfógeta og særði bann
töluvert. Hann hefir orðið að nafa
sig burt úr bænum, og er nú alt kyrt
* orðið aftur.
Nóttina milli þ. 30. og 31. júlímán-
aðar gerði rok mikið á Kristjaníufirði.
Um það leyti fóru fram kappsiglingar
þar á firðinum, og fjöldi af skemtiskút-
um lágu þar fyrir akkeri nótt þessa.
Hér um bil 20 þeirra rak á land í ó-
veðrinu, og brotnuðu í spón.
Fyrir skömmu urðu steinolíubrunar
miklir í Baku á Rússlandi. Um sama
leyti gjöreyddi hvirfilvindur þorp eitt
á Rússlandi, sem Braclow hét.
Jarðskjálftar hafa verið töluverðir í
Ítalíu um mánaðamótin.
Viðauki eftir enskum blöðum til 11. þ m.
Rússneskur konsúll myrtur.
Rostkovsky, rússneskur konsúll {
Monastir, næst stærstu borg í Make-
doníu, var myrtur laugardaginn 8. þ.
mán., kl. 10 árdegis, á almannafæri.
Konsúllinn var á leið heira til síu, er
hann gekk fram hjá tyrkneskum liðs-
manni (verði) er eigi heilsaði kon-
súlnum, eins og tízkan og skyldan
bauð hoDum. Konsúllinn ávarpaði
liðsmanninn og spurði hann hverju
sætti þessi ókurteisi hans. Tyrkinn
svaraði engu, en hleypti skoti úr byssu
sinni á konsúlinn, og var hann þegar
dauður.
Mæltist þetta mjög illa fyrir, og
því verr, er konsúllinn var hinn nýt-
asti maður. Hafði hann verið 20 ár
í Makedoníu og var orðinn þar gagn-
kunnugur. Kristnir menn höfðu hið
bezta athvarf, þar sem hann var,
enda var hann einbeittur maður og
lá ekki á liði sínu, er leiða þurfti í
ljós sannleikann um ofstæki Tyrkja
og hermdarverk, en einmitt þess vegna
varð hann ekki vel þokkaður af Tyrkj-
um, eins og nærri má geta.
Rússar láta, sem vonlegt er, illa yfir
morðinu. Var þegar símrítað frá
Pétursborg til sendiherra Rússa í
Konstantinópel, og haDn látinn skila
við Tyrkjann að hefnda yrði krafizt á
hendur þeim, er ábyrgð bæri á því,
að verk þetta var unnið. j>ar með
fylgdi sú orðsending frá Rússakeisara,
að hann krefðist, að morðinginn tyrk-
neski yrði tafarlaust Iátinn sæta hinni
hörðustu refsingu, sem dæmi eru til,
en að öðru leyti mundi Rússastjórn
gera þær ráðstafanir gagnvart hlutað-
eigandi yfirvöldum, er henni þættu
fullnægjandi.
Hörmulegt slys i Paris.
90 manns kafna.
Mánudagskvöldið 10. þ. m. kviknaði
í dráttarvagni í jarðgöngum í Parfs,
og hætti vagninn að renna við brun-
ann; læsti eldurinn sig brátt eftir
vögnunum og stóð lestin öll í björtu
búli á svipstundu, en vagnarnir voru
tómir. Rafmagnslampar Ioguðu í göng-
unum, þræðirnir bráðnuðu og sloknaði
þá á öllum lömpunum en jarðgöngin
fyltust þegar af svo þykkum reik að
þar varð engum manni líft. Nýjar
lestir, fullar af fólki, brunuðu nú inn í
göngin og ráku sig á brennandi lest-
ina, er fyrir var; kölluðu vagnstjórar
til fólksins, er í vögnunum sat, og
beiddu það að forða sér sem fljótast;
kom þá flemtur mikill yfir fólkið, er
það var komið þarna inn í reykinn
°g eldinn; braust þá um hver sem
bezt gat, til að forða lífinu, og fengu
margir meiðsli í þeim troðningi. —
Var þá orðið svo heitt í göngunum,
að mönnum lá við óviti, og að sama
skapi var svælan. Slökkviliðinu voru
þegar gerð orð og kom það þegar að
göngunum, en fekk ekki að gert fyrir
hita og reyk fyr en um miðnætti, en
í lestinni kviknaði nær kl. 8 um
kvöldið.
Um kl. 3 um nóttina var eldurinn
slöktur nema á einum stað, en hitinn
var enn afskaplegur og reykurinn ó-
þolandi. — Kl. 4 komst slökkviliðið
við illan leik í gegn um göngin, og
hafði með sér 11 lík. Sögðu þeir, að
3 lestir hefðu brunnið þarna í jarð-
göngunum; hefðu sumar verið tómar
og fólkið getað forðað sér úr sumum;
en fjórða lestin, sem runnið hefði inn
í göngin og staðDæmst þar, hefði verið
full af fólki og enginn komist undan.
Var nú hafin svo rækileg leit að
líkunum, sera kringumstæður leyfðu,
því enn veltist þykkur reykjarmökk-
urinn út úr göngunum.
Kl. 7 um morguninn (hinn 11.) voru
56 lík fundin, voru það 44 karlmenn,
tíu kvenmenn og 2 börn, alt verk-
mannalýður. Næstu klukkustund fund-
ust enn fremur 34 lík. Öll voru líkin
lögð í raðir á brautarstöðvunum, og
var það hryllileg sjón; því mörg voru
líkin hræðilega afskræmd og flest
rispuð og blóðug á andliti og höndum
eftir dauðastríðið. Handleggirnir stóðu
beint upp í loftið, hnefarnir kreptir eu
fæturnir krosslagðir.
Ósködduð voru líkin af eldi en kol-
svört af reyk.
Lagarfljótsbrúin.
Af því að hugsaniegt er, að einhver,
sem ekki þekkir til, kynni að leggja
trúnað á orð Tryggva Gunnarssonar,
þau er hann bar fram á þingi nýlega,
er rætt var um Lagarfljótsbrúna, álít
eg réttara að svara þeim nokkru. —
Hann sagði meðal annars, að það
hefði alls ekki þurft að hætta viö brú-
arsmíðina sumarið 1901, það befði
mátt halda áfram með því efni, sem
til var, og skeyta staurana saman, svo
að þeir hefðu orðið nógu langir. f að
er undarlegt, að maðurinn skuli hafa
þrek og dirfsku til þess að haldaslíku
fram, þegar hvað eftir annað er búið
að sýna honum fram á, að slíkt var
ómögulegt og margbúið að reka ofan í
hann þessa hans staðhæfingu; það
virðist vera meira af vilja en mætti
gert af bankastjóranum, þeim einlæga
vilja, að reyna til þess að gera mig
tortryggilegan í augum þingmanna og
almennings, hugsandi sem svo, að ein-
hverjir trúi þó, ef bara er staglast
nógu oft á því sama.
Eg skrifaði þinginu í fyrra um Lag-
arfljótsbrúarmálið, og sýndi fram á, að
ómögulegt vár annað en láta hætta
vinnunni sumarið 1901; |>að þurfti
— sökum þess, hve fljótsbotninD var
blautur og mjúkur — að reka staur-
ana miklu lengra niður en hinn norski
ingeniör hafði gert ráð fyrir; þess
vegna þurftu staurarnir annaðhvortað