Ísafold - 19.08.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.08.1903, Blaðsíða 3
215 Páll amtm. Briem bætir gráu ofan á svart. II. Herra amtmaðurinn skákar í því skjóli, að fáir muni hafa f höndum bréf mitt 10. jan. 1901, enda fer hann ekki ráðvandlegar með efni þess en búast má við, þegar litið er til þess, hve ófeilinn hann er, þar sem hver maður getur staðið hann að verki. — Hann segir raeðal annars, að eg bafi farið þar »mörgum niðrandi orðum um Myklestad«, og er mér sú staðhæfing lítt skiljanieg, nema ef það skyldi vera niðraDdi, að eg tel hann »dug- legan mann, sem unnið hafi verk sitt samvizkulega*. Ef öðru vísi hefði staðið á, get eg þess til, aðhr. amtm. hefði ekki kallað orð þessi niðrandi. — |>á segir amtm. að eg vari við því í enda bréfsins, að gera »álit Mykle- stads í fjárkláðamálinu að almennings- áliti«, og er þaS á sömu bókina lært. Ef hr. amtm. vildi reyna til að skilja það, sem þar er sagt, mundi útkoman verða önnur; eg vara sem sé við því, að gera þ a ð álit Myklestads að al- menningsáliti, að telja kláðakind grun- lausa, þegar eftir lækninguna. Hr. amtm. reynir að gera lítið úr þessu bréfi mínu, og skil eg það; honum hefir líklega sárnað það, að stjórnin, samkvæmt því er segir í athugasemd- unum við kláðafrv. 1901, fór þar aðal- Iega eftir tillögum mínum, en ekki hans. Herra amtm. segir sér hafi komið •nokkuð á óvart þetta uppþot í dýra- lækninum út af hinni almennu böðun«, og furðar sig á því, að eg skuii ekki fyrr hafa mótmælt framferði sínu í Norðuramtinu, þar sem hann hafi ár eftir ár fyrirskipað almennar baðanir síðan 1896. Herra amtmanninum er það víst ekki síður kunnugt en öðrum, að eg hefi alt af verið mótfallinn ein- földum kláðaböðunum og það mátti hann vita þegar 1897; hitt datt mér ekki í hug, að hr. amtm. gæti þá ekki skilið það, að eg mundi e i g i síður vera á móti þeim, þegar þeim er beitt í heilum ömtum. En að eg hefi ekki andmælt framferði amtm. í Norðuramtinu kemur til af því, að eg hefi ekki fundið ástæðu til þess, að sletta mér fram í það, sem mér í raun og veru kom ekki við, þar sem hr. amtm. hefir aldrei látið svo lítið, að leita ráða minna um það mál, og hefði honum þókna3t, gat hann hagað fyrirskipunum sínum eftir því, sem gert hefir verið í Suður- og Vestur- amtinu nú í mörg ár, en það hefði líklega líka kostað oddbrot á oflæti. Annars skal eg fúslega játa það, að eg hefi ekhi álitið það heppilegt, eins og staðið h e f i r á hjá oss, að mæla opinberlega á móti almennum böðun- um, af því að þær hafa gert talsvert mikið ó b e i u 1 í n i s gagn. Menn hafa sem sé nokkuð lært af þeim að baða og fengið sönnun fyrir því, að böð eru fénu nauðsynleg til þrifa, og þótt þau hafi ekki getað haft tilætluð áhrif á kláðann, hafa þau samt verið nauðsynleg þrifaböð, og því borgað sig fyllilega, en þetta gat að eins gengið, meðan hver bóndi borgaði sjálfur baðið á sitt eigið fé. Alt öðru máli gegnir, þegar það er leitt í lög, að landssjóður skuli borga baðlyfin við allar fyrirskipaðar baðanir, og vita- skuld er sá einn tilgangur laganna, að varna útbreiðslu kláðans og útrýma honum. j?að er því, eftir minni hyggju, beint brot gegn anda laganna, að fyrirskipa (á landssjóðs kostnað) ,kláða[- bað, sem faktist er ekki annað en þrifabað. Landssjóði hefir aldrei verið ætlað að borga lúsaböð fyrir lands- menn. f>etta sá amtm. yfir Suður- og Vesturamtinu, og væri hr. P. Br. nær að viðurkenna sitt eigið glappa- skot, en að vera að narta í hr. Hav- steen fyrir kláðaaðgjörðir hans í sín- um ömtum, þar sem hann vitanlega hefir sparað fyrir landið margar þús. króna með því að hrapa ekki eins að ráði sínu og amtm. eystra. — í bréfi mínu 10. jan. 1901 lét eg í ljósi það álit mitt, að allar ráðstafanir, bem gerðar væru gegn fjárkláðanum, ættu að sjálfsögðu að miðast við út- rýming hans, hvort heldur ætlaður væri til þess langur tími eða stuttur, og lagði eg þá til, að fyrirskipuð væru ákveðin baðlyf, sem landið borgaði, en þar sem það var sýnilegt, að lands- fé til baðlyfja mundi ekki geta komið að tilætluðum notum, ef notkun lyfj- anna, baðanirnar, gengju eins og áður átti sér stað, lagði eg það jafnframt til. sð stofnuð væri kensla í kláða- lækningum, því að með kunnáttu þeirra manna, sem standa eiga fyrir lækningunum, fæst fyrst sú trygging, sem fáanleg er fyrir því, að baðlyfin komi að því gagni, sem til er ætlast. — Með kláðalögunum 1901 fekst svo heimildin fyrir landssjóðslyfjunum, en ábvæði um kláðakensluna vantaði; það kom svo frá þinginu 1902. — Kom okkur amtm. Havsteen þá strax saman um það, að ekki mundi rétt, að nota baðlyfja heimildina að svo stöddu í stærri stíl en til þess að eins, að halda kláðanum í skefjum, þar sem þingið 1902 ætlaðist beinlínis til þess, að innan skamms yrði byrjað á allsherjaratlögu gegn fjárkláðanum. Að sú atlaga mundi kosta ærna pen- inga, duldist mér ekki, og því fremur var ástæða tíl þess, að hlífa landinu við stærri fjárútlátum, sem fyrirsjáan- legt var, að hafa mundi lítinn árang- ur. J>að lítur út fyrir, að þessi stór- kostlega breyting, sem varð á kláða- málinu 1901—1902, hafi farið fyrir ofan eða neðan hr. P. Br., því að haustið 1902 gerir hann sér lítið fyrir og skipar e i n a allsherjarböðun í Austuramtinu ásamt austustu sýslu Suðuramtsins (!) Eins og við mátti búast, hefir böðun þessi ekki gert neitt gagu í samanburði við það fé, sem hún kostaði, enda bera rannsóknir hr. Davíðs Jónssonar vott um það. Hr. amim. fer mjög háðslegum orð- um um þá kenningu mína, að eitt kláðabað sé ekki nægilegt, til að lækna kláða, og kallar »fáfræði« mína í því efni »einungis broslega«. Auð- vitað þætti mér það leitt, ef eg yrði til þess, að láta brosið deyja út á vörum amtmannsins, en úr þessu ætti það líklega betur við, að hann setti upp aorgarsvip yfir sjálfum sér, en bros að mér. En hvað skyldi nú vera orðið af öllum vísindabókunum, sem stöðugt hafa »legið fyrir framan« hr. amtm., þegar hann hefir verið að skrifa í blöðin? Líklega hafa þær ekki getað tollað á »skraaplaninu«, sem hr. amtm. er kominn út á, því að hefði hann náð til þeirra, gat hann sannfært sig um sína eigin fáfræði. En hvaðan hefir amtm. þessa speki? Ekki frá hr. Myklestad, þvf að hann hefir látið það í Ijósi við mig, að sjálfsagt sé að tvibaða kláðafé. Og ef hr. amtm. álítur eitt bað nægilegt, því lætur hann þá samþykkja á amts- ráðsfundi Norðuramtsins 9.—13. júní 1903 þá tillögu hr. Myklestads, að *alt sauðfé« skuli »baðað einu sinni eða tvisvar, eftir því hvort sauðfé á heimilinu er kláðalaust eða eigi« ?! Er þetta að eins leikur eða tilraun til þess að finna holu fyrir landsfó? — Ef annað baðið er ,óþarfa‘-bað, þá er fyrra baðið að eins ,óþrifa‘-bað og ekki kláðabað. Tilraunirnar í Eyjafirði í vetur s a n n a ekkert. Eins og kláðinn hagar sér nú, er það ölduugis ekki auðvelt verk að finna örsmáar kláða- örður á fé, sem baðað hefir verið í alullu, því að eftir baðið hleypur ullin oft í þá þófabendu, sem nær ó- mögulegt er að þreifa í gegn. Hér er alt öðru máli að gegna eníNoregi, þar sem féð var alt klipt fyrir böðin, svo að auðveldlega mátti finna kláð- ann, ef fram kom aftur. Eg talaði við hr. Myklestad um þetta og fleira í sumar, og kom okkur yfirleitt vel saman í kláðamálinu. Og það vil eg taka hér fram, eins og eg gerði við herra Myklestad, að varlega skyldu menn treysta of mikið á einföld böð á grunað fé, og því síður kláðafé, því að þegar ekki er klipt áður, gæti farið svo, að landið yrði að kosta 3 böðum á mikinn hluta fjárins — og ekki mundu tekjur landssjóðsins vaxa við það. Magnús Einarsson. Frá alþingi. Löff. 30. Fjáraukalög fyrir árin 1902— 1903. 31. Um að stjórninni veitist heim- ild til að makaskifta þjóðjörðunni Norður-Hvammi í Hvammshreppi fyr- ir prestssetursjörðina Fell í Dyrhóla- hreppi. 32. Um þingsköp til bráðabirgða fyrir alþingi. 33. Um viðauka við lög 9. jan'. 1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á íslandi og breyting á lögum 9. ágúst 1889 við nefnd lög. — Aukaútsvar má leggja á hvalveiði, sildarveiði með nót og laxveiðiafnot utanhreppsmanna, þótt fyrirtæki þessi eða atvinna sé rekin styttri tíma en 4 mánuði af gjaldárinu; sömuleiðis á ábúð á jörð eða jarðarhluta og leigu- liðaafnot aí jörð, þótt engin ábúð fylgi og rekin séu skemur en 4 mán- uði. 34. Um hafnsöguskyldu í ísafjarð- arkaupstað, — Frá efni þess frumv. hefir áður verið skýrt hér í blaðinu. 35. Um aðra skipun á æðstu um- boðsstjórn Islands. — Laun ráðherr- ans eru þar ákveðin 8000 kr. á ári, risnufé 2000 kr. og aðrar 2000 kr. til uppbótar fyrir embættÍBbústaðinn, þang- að til hann fær hann til afnota. Eft- irlaun ráðherrans má konungur ákveða alt að 3000 kr. á ári. Laun landrit- ara eiga að vera 6000 kr. og skrif- stofustjóranna 3500 kr. handa hverj- nm. Annar skrifstofukostnaður 14,500 kr. á ári. Til að breyta landshöfð- ingjahúsinu í stjórnarráðsskrifstofur má verja 11,000 kr. Að öðru leyti er áður skýrt frá breytingu þeirri, er þessi lög gera á umboðsstjórninni. 36. Um eftirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða oða vöruflutn- inga. — |>að frumvarp er lítið breytt frá því, sem frá er skýrt í Isaf. 29. f. m. 37. Um breyting á 1. gr. í lögum 19. febrúar 1886 um friðun hvala. — Allir hvalir, nema tannhvalir og smá- hveli (hnýsur, höfrungar og marsvín) skulu friðhelgir fyrir skotum í land- helgi árið um kring, nema í ísvök sé eða fastir á grynningum eða hamlaðir á annan hátt því líkan. Reka má hvali á land og drepa með handskutl- um og lagvopnum, sé eigi síldveiði eða veiðarfærum spilt með því. Falliu frumvörp. 16. Um viðauka við lög nr. 6, 12. jan. 1900 um fjölgun og viðhald þjóð- vega (nd.). 17. Um breyting á 3. gr. laga 2. nóv. 1885 um breyting á 2. gr. í lög- um 27. febr. 1880 um skipun presta- kalla (uppgjöf árgjalds af Prestsbakka- prestakalli í Strandasýslu (nd.). N e f n d var sett í síldveiðamálið í efri deild í gær: Júl. Havsteen, Kristj- án Jónsson, Valtýr Guðmundsson. Kennaraskólinn. Efri deild vill láta hann standa í Flensborg en ekki Reykjavík, og veit- ir 15,000 kr. til þess að endurbyggja skólahúsið þar. Auk þess hefir deild- in fækkað kennurum skólans um einn, og ætlast þá um leið til, að ekki séu nema tvær ársdeildir í skólanum, Tal- ið er vonlaust að neðri deild sam- þykki þessar breytingar á frumvarp- inu. Gafínfræðaskólinii á Akureyrí. Heimavistunum þar hefir efri deild fækkað úr 60—70 niður í einar 24, og lækkað fjárveitinguna til skólahúss- byggingarinnar úr 70 þús. kr. Diður í 57 þús. kr. og ætlast þó til að fyrir það fé sé einnig keyptir nauðsynlegir munir handa skólanum, eu neðri deild ætlaði 70 þús. kr. eingöngu til að reisa skólahúsið. Sennilega gengur neðri deild ekki að þessum breyting- um. t Húsfrú Sigríður Siemsen er nýlega dáin í bænum Slesvík á þýzkalandi. Hún var ættnð hóðan úr Reykjavík, fædd á Seli árið 1820, en ólst upp í Bráðræði og eftir það í Brunnhúsum. Árið 1841 giftist hún konsúl og kaupmanni E d u a r d S i e m s e n, þýzkum manni, er þá var fyrir nokkru kominn hingað til bæjarins frá þýzkalandi og rak hér verzlun í fjöldamörg ár eftir það. f>au hjón eignuðust 13 börn; af þeim eru á lífi 6 dætur og einn sonur; 4 af dætrunum eru á |>ýzkalandi en hin eru hér í Reykjavík: frú Carolíne Jónassen, ekkja arotmanns Theódórs Jónassen, frú Kristfn Guðmundsen, ekkja Sveins kaupmanns Guðmundsens frá Búðum en tengdamóðir Bjarna adjunkts Sæmundssonar, og Franz SiemBen fyrv. sýslumaður. Árið 1882 fór frú Sigríður alfarin héðan af landi til dætra sinna og tengdasona á |>ýzkalandi og dvaldi hjá þeim, það sem eftir var æfinnar. Frú Sigríður var góð kona, móðir og húsoióðir, yfirlætislaus, og gegndi sinu hlutverki með stakri stillingu og samvizkusemi, „Kong Inge“ heitir hið ný keypta skip Thorefélags- ins, er hingað kom í fyrra dag. f>að er laglegt skip og ekki gamalt; bygt 1890. Er í fyrsta ábyrgðarflokki og sagt mjög gott Bjóskip. f>að er ætlað bæði til farþega og farmflutnings; ber 900 smálestir, er 170 fet á lengd, 28 á dýpt og 13 á breidd; hraðinn 10— 11 mllur. Skipið rúmar 30 farþega á fyrsta farrúmi og nál. jafnmarga á öðru; hefir góðan samkomusal á fyrsta farrúmi og reykklefa á dekki; alt er það yfirbygt og sagt mjög gott og þægilegt skip af þeim, er reynt hafa. Tíðarfar Öndvegistíð hefir verið um langan tíma hér sunnanlands svo langt sem til hefir spurzt, þurkar og hreinviðri. Að vísu allhvass á norðan og kuldi með köflum; snjóað í fjöll. Sama er að frétta að norðan, frá Miðfirði og norðureftir; en vestan Miðfjarðar, í Hrútafirði og Strandasýslu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.